Pressan - 29.10.1992, Page 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992
Popp
00 Tómas R. Einarsson
& Agnar Magnússon
djassgeggjarar fremja
djass á Blúsbarnum f
• Bleeding Volcano spilar fljót-
andi fjallarokk á Púlsinum í kvöld
ásamt
• Ham, sem gerir sitt til að koma
fjöllunum aftur i fast form. Því er
óvæntra og skemmtilegra rokk-
sveiflna að vænta é Púlsinum með
Ham og Spúandi eldfjalli.
• Megas og stórsveit hans halda
tónleika í Islensku óperunni í kvöld,
þar sem meðal annars heyrist um-
deilt gleðirokk og ról.
• fslenskir tónar hafa Ottó nas-
hyrning á sínum snærum; manninn
sem lenti í þriðja sæti ( Söngva-
keppni framhaldsskólanna og ásamt
tveimur öðrum brá sér til gömlu Sov-
ét í eftirminnilega tónleikaför fyrir fá-
einum árum. Piltarnir, þeir Ottó,
Snorri, Finnur, Páll og Þórir, eru flestir
sjálfmenntaðir popparar, ákveðnir i
að leggja land undir fót og slá í gegn
á erlendri grundu. Tónleikar þeirra í
kvöld verða í Rósenbergkjallaranum
og hefjast stundvíslega klukkan tutt-
ugu og þrjú. Einn besti plötusnúður
landsins verður einnig á svæðinu;
hinn rauðbirkni Þossi.
• Af lífi og sál spila af mikilli innlif-
un á Gauknum.
• Silfurtónar leika tónverk i Borg-
arvirkinu.
• Snæfríður og stubbarnir, hinir
æruverðugu gleðigjafar frá höfn hins
heilaga Þorláks, knýja á dyr Fógetans
í kvöld og dvelja þar uns sunnudags-
sólin særir augu vor. Snæfríður og
stubbarnir eru engin Mjallhvít og
dvergarnir, þótt fágun sé viðhöfð í
hvívetna, heldur lífleg hljómgrúppa.
• Tónlistardagur og Ölhátíð eru
enn í fullum gangi. Á Púlsinum verð-
ur í kvöld slegið upp mikilli veislu í
tilefni Tónlistardags. írskættaðir Pap-
ar leika þjóðlagarokk, lítri af bjór kost-
ar 600 krónur, snafsinn verður ódýr,
kynnt verður eitthvað ætilegt frá
Goða og í tilefni dagsins verður sleg-
ið heilmikið af miðaverði. Þeir sem
fara hins vegar á Keflavíkurtónleikana
og á Lifun í Háskólabíói geta notað
miðana sína sem boðsmiða á Púls-
inn, bæði föstudags- og laugardags-
kvöld.
• Sníglabandið treður upp fyrsta
kvöldið á endurnýjuðum skemmti-
stað sem ber nafnið Valtýr á grænni
treyju en hét áður Grjótið. Þetta þýð-
ir sjálfsagt það að Bjössi Baldurs, fyrr-
um eigandi Grjótsins, hefur snúið sér
alfarið að fluginu. Af hverju staðurinn
ber nú nafnið Valtýr á grænni treyju
er of langt mál til að rekja hér í þess-
um dálki. Þar sem bjórvika er á staðn-
um ætlar Sniglabandið ekki að spila
lög eins og Speedin' Down the Free-
way eða Flying High heldur lög í
anda Hæ dúllía, dúllía, dúllía dei.
• Viðar og Þórir leika ekki einasta
kántrí í Borgarvirkinu heldur líka rokk
og ról.
• Sálin hans Jóns míns er enn
söm við sig; þeir eru rokkaðir, kyn-
þokkafullir, fallegir og snjallir, að
minnsta kosti að dómi ungra stúlkna,
— frumlegheitin látum við liggja á
milli hluta. Þeir rokka á Tveimur vin-
um í kvöld á meðan annar þeirra
verður í fríi.
• EK-bandið á svolítið skylt við KK-
bandið, enda er Ellen Kristjánsdóttir,
sú sem skammstöfunin EK stendur
fyrir, systir KK, Kristjáns Kristjánssonar.
Þau fara hins vegar ólíkar leiðir í tón-
list því Ellen ætlar að halda sig alfarið
við blús og djass á Blúsbarnum í
kvöld og annað kvöld með þeim Ey-
þóri Gunnarssyni og Sigurði Flosa-
syni. Óhætt er að mæla með helg-
inni á Blúsbarnum, því Ellen tekst
best upp í þessum tveimur tegund-
um tónlistar.
• Exizt virðast komnir aftur á fulla
ferð eftir smáhlé í bransanum. í kvöld
hefja þeir aftur flugið á Gauk á Stöng.
• Rokkvalsinn er rafmögnuð
harmonikka og rafmagnaður gítar.
Þeir tveir, sem hljómsveitina skipa,
fremja rokkaðan vals á skemmtilegan
hátt og nú á Rauða Ijóninu.
LAUGARDAGUR
• Snaefríður og stubbarnir dvelja
enn á Fógetanum, enda ætlunin að
gera það uns sunnudagssólin særir
augu fólks.
• Papar skemmta enn á Púlsinun
og enn er bjórinn ódýr og boðið upp
á pylsur.í tilefni Tónlistardags og 01-
hátíðar.
• Sniglabandið verður á allt öðr-
um buxum í kvöld en í gærkveldi
þegar þeir tóku Hæ dúllía, dúllía... í
kvöld ætla þeir að frumsýna nýtt lag í
fjórskiptum takti á Tveimur vinum og
öðrum í fríi er ber nafnið Geðræn
sveifla og er í bossanóvastíl. Þessi
leikþáttur er spuni sem Skúli Gauta
hefur haldið utan um og gæti farið í
óvæntar áttir. Enda mun Sniglaband-
ið sem endranær ganga breiðu
brautina.
• EK-band, skipað þeim Ellen, Ey-
þóri og Sigurði, spilar blús og djass á
Blúsbarnum.
• Exizt fer sínar eigin flugleiðir á
Gauknum annað kvöldið í röð.
• Rokkvals spilar meira af rokkuð-
um völsum en nokkur annar hér á
landi. Skyldi engan undra! Þeir verða
á Rauða Ijóninu.
• Viðar og Þórir leika rokk í Borg-
arvirkinu.
SUNNUDAGUR
• Sigurverkið er fremur ný sam-
suða blúsáhugamanna sem eru und-
ir áhrifum frá Cajun og Zydeco. Þeir
spila á sérstöku blúskvöldi á vegum
íslenska blúsfélagsins, sem er orðið
um 200 meðlima áhugafélag. Sveitin
spilar órafmagnaðan blús með þeim
Dan Cassidy fiðluleikara og Deane,
kontrabassaleikara úr Sinfóníunni, og
fjórum meðlimum úr hljómsveitinni
Fressmönnum.
• Kjartan Valdimarsson og
Gunnlaugur Guðmundsson eru
frábærir hljóðfæraleikarar. Á Blús-
barnum fremja þeir blús sem er
bæði góður fyrir augað og eyrað.
• Leyndarmál er hvorki hljómsveit,
kvartett né tríó — það er bara einfalt
leyndarmál. Einhver hljómsveit ætlar
að æfa eitthvert efni upp á Gauknum
og hljómsveitin sú vill ekki láta nafns
getið, einhverra hluta vegna.
Sveitaböll
MM'W.+Am.WM'RWM
• Höfði í Vestmanna-
eyjum verður heimsóttur
af Herbert Guðmundssyni
og hljómsveit hans, Her-
bertstrasse, og munu þeir leika þar
popp og rokk. Can't walk away var
nú bara með þeim betri.
• Edinborg í Keflavík fær stór-
sveitina Stjórnina til liðs við sig með
rokkballöður og fleira fínt.
• Þotan í Keflavík fær Nýdanska í
heimsókn. Það verður semsagt mikið
fjör í Keflavík í kvöld.
• Sjallinn á Akureyri: Ingimar Ey-
dal leikur fyrir sitt fólk.
LAUGARDAGUR
• Félagsheimili Ólafsvíkur:
Stjórnin fer alla leið frá Keflavík til Ól-
afsvíkur og er komin í sveitaballa-
stuð.
• Þotan í Keflavík: Þúsund andlit
leika fyrir dansi.
• Sjallinn á Akureyri Loðnar rott-
ur í heimsókn.
Blúsbarinn naut mikilla
vinsælda um hríð,
hann var svolítið út úr,
svolítið spes og um-
fram allt var þar boðið
upp á blústónlist endrum og
eins, þrátt fyrir að oftar en ekki
fengju einhverjir djassaumingj-
ar að troða þar upp gestunum
til sárrar armæðu. Síðan lenti
staðurinn í einhverjum slæmum
málum og var lokað um hríð.
Fyrir nokkrum vikum var hann
svo opnaður að nýju. Sannast
sagna hefur staðurinn voða lítið
breyst, nema hvað hann er ekki
lengur „in" eins og hann megn-
aði þó um nokkurt skeið í fyrra
lífi. Án þess að maður verði
beinlínis var við nokkrar breyt-
ingar á ytra byrði virðist sál
staðarins hafa breyst til hins
verra. Það er erfitt að skilgreina
breytinguna nákvæmlega...
það er helst eins og að Blúsbar-
inn hafi skyndilega fengið á sig
formæka-yfirbragð, þar sem áð-
ur svifu léttskandínavískir and-
ar yfir vötnum. Reyndar var það
nú svo að drykkjumaður PRESS-
UNNAR var einmitt að koma af
Clint Eastwood-myndinni Hinir
vægðarlausu þegar hann ákvað
að smella sér inn á Blúsbarinn
og hann gat ekki varist þeirri
hugsun að þar væri komið svar
íslands við hinum óteljandi
knæpum vestramyndanna. Hið
eina, sem vantaði, voru vængja-
hurðirnar. Að öðru leyti var
flest með svipuðu sniði. Við
borðin sátu menn einir og supu
á og þeir fáu, sem þó héldu uppi
samræðu, þögnuðu þegar að-
komufólkið kom inn. Ég geri ráð
fyrir að svona staðir þurfi að
vera til, en þeir eru ekkert sér-
staklega skemmtilegir.
Meðal annarra orða vill
drykkjumaður PRESSUNNAR
svo sérstaklega fagna yfirlýs-
ingu forsætisráðherra á Stöð
tvö þar sem hann játaði kinn-
roðalaust að hafa verið við skál
í Leifsstöð forðum. Hins vegar
er óskiljanlegt hvernig Halli
Hallssyni tókst að vera jafn-
bjánalegur og raun bar vitni og
það öldungis edrú! $
Barir
Jarmusch sýnd
einu sinni á
hreyfimyndah
Hreyfimyndafélagið er nýr kvikmyndaklúbbur sem starfar á vegum
háskólastúdenta og efnir til kvikmyndahátíðar í Háskólabtói sem
hefst áföstudaginn og stendur í viku. Hátíðin beryfirskriftina Harð-
fiskur, sem er vissulega alveg óskiljanlegt. Það breytirþvíþó ekki að
ýmislegt forvitnilegt er að sjá á hátíðinni og berþar langhœst bíó-
myndina Night on Earth, nýjasta verk leikstjórans Jims Jarmusch, sem
er líklega vinsœlasti höfundur „kúlt“-mynda í heiminum.
Jarmusch varð frcegurfyrir litla einfalda mynd sem hét Stranger than
Paradise, sprenghlœgilega tnynd gerði hann síðan og kallaði Down
Law, en þegar hann gerði Mystery Trainfannst manni að hann
hlyti að slá ígegn á heimsvísu. Svo varþó ekki og hann er ennþá
miklu vinsælli í Frakklandi ogEvrópu en í heimalandinu Banda
ríkjunum.
íNight on Earth segir hannfimm smásögur sem allargerast í
leigubíl, ífimm borgum: Los Angeles, New York, París, Róm ogj
Helsinki. Að því leytinu minnir hún dálítið á Mystery Train,
en þar var þremur smásögumfléttað saman.
Með aðalhlutverkfara ekki ófrœgari leikararen Beatrice Dalle
(sem er sögð ástkona Jarmusch), Gena Rowlands, ítalinn
Roberto Begnini og Rosie Perez, semfer á kostum í myndinni
Hvítir menn geta ekki troðið.
Efað líkum lœtur verður Night on Earth aðeins sýnd einu sinni,
klukkan níu áföstudagskvöldið. Dreifingarfyrirtœki hefur reynt að
koma myndinni íalmennar sýningar í bíói hér en gengið treglega.
Myndlistarrefill
Mokkakaffis
Þeir eru ekki færri en 35 myndlistarmennirnir
sem koma við sögu á sýningu sem þessa dagana
stendur yfir á Mokkakaffi. Eða kannski mætti kalla
þetta gjörning, því á hverjum morgni, svona um
tíuleytið, kemur á kaffihúsið listamaður og gerir
það sem honum sýnist á svosem 45 fersentímetra af
16 metra löngum og 50 sentímetra breiðum refli
sem hefur verið strengdur á veggina.
Þetta eru heldur engir aukvisar í myndlistinni,
enda hafa listamenn löngum verið með tryggari
stammgestum á Mokka. Við getum neffit: Magnús
Tómasson, Kristján Guðmundsson, Daða Guð-
björnsson, Guðmundu Andrésdóttur, Þorvald Þor-
steinsson, Magnús Kjartansson, Hannes Lárusson,
Ásgerði Búadóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Georg
Guðna, Jón Axel Björnsson, Sigurð Örlygsson, Rúrí,
Helga Þorgils, Braga Ásgeirsson, Tolla og Tuma
Magnússon.
Það er Hannes Sigurðsson listfræðingur sem
stendur fyrir uppátækinu en hann segir að „öfugt
við myndlist póst- módernismans úti í löndum,
sem stöðugt hafi verið að brotna niður í fleiri isma,
grúppur og undirgrúppur þar sem hver höndin er
upp á móti annarri, sé hér um einstaklega óvenju-
legan samruna að ræða“.
Sú uppákoma verður í Borgarvirkinu í kvöld, fimmtudagskvöld, aðforráðamenn þess
ætla að taka hliðarskreffrá kántríinu og bjóða upp á nýja, íslenska ogferska Silfurtóna.
Þegar PRESSAN spurði eigendur Borgarvirkisins hverju þetta sœtti varð
lítið um svörþvíþeir vilja ekki að svo komnu máli gefa upp hvert stefnir
í málefnum Borgarvirkisins. Engu að síður eru tónleikarnir sögulegir og
marka viss tímamót. Staðsetning Borgarvirkisins er sérlega góð og ef
fram heldursemjtorfir munufleiri en kántríunnendur renna hýru auga
til staðarins Hbam líta inn í leiðinni uppL&ttgaveginn ogjafnvel
Silfurtónar ætla nWhalda ærlega
Rosie Perez
leikur eitt
aðalhlutverkið í
Night on Earth. Hún
er ífluguvikt en samt
ein aðalpían í kvik-
myndunum.
Valtýr í
stað
Grjótsins
Sagan Jm Valtý á grænu treyj-
unni er gömul og drungaleg lyga-
saga. Hún segir frá manni nokkr-
um sem hné niður eftir að hafa
verið stunginn austur á Egilsstöð-
um. Á dauðastundinni hljóðaði
eina setningin sem upp úr honum
kom á þessa leið:„Valtýr á grænni
treyju/'Svo stundi hann og dó. Þar
sem menn taka orð dauðvona
manns alvarlega varstrax farið að
skima eftir Valtý þessum. Eftir
skamman tima fannst hann og var
enn á grænu treyjunni. Hann var
hengdur fyrir morðið á Gálgahæð,
þrátt fyrir að hann neitaði verkn-
aðinum staðfastlega. Mönnum til
mikillar skelfingar var höndin
höggvin af manninum og hegnd
fyrir utan kirkjudyrnar. Þar hékk
hún lengi, lengi uns einn góðan
veðurdag að þar birtist maður
nokkur. Um leið og hann gekk inn
kirkjudyrnar fór blóð að drjúpa úr
hendinni. Menn urðu felmtri
slegnir yfir þessum atburði og
ályktuðu sem svo að vitlaus mað-
ur hefði verið drepinn. Við nánari
rannsókn kom í Ijós að svo hafði
verið.
Þetta var sagan á bak við Valtý
á grænu treyjunni sem nú er heitið
á skemmtistaðnum Grjótinu eftir
að þar áttu sér stað eigendaskipti.
Það eru þeir Þórarinn og Frímann
frumlegi sem tekið hafa við rekstr-
inum. í tilefni þessa verður Bitbur-
ger pils seldur á vægu verði fram-
yfir helgi — með öðrum orðum
verður aðkenning af bjórhátíð á
Valtý frameftir næstu viku.
Það verður söguleg
stund í Borgarvirkinu
er Silfurtónar stíga
fram á
sviðið.