Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin »• Lifun og fleiri verk úr léttari Suðurnesjakantinum verða flutt á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar sem eru haldnir í tengslum við íslenskan tónlistardag og M-hátíð á Suðurnesj- um. Þetta eru Fanfare eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Ed Welch, sem er stjórnandi á tónleikunum, Noc- turne eftir Gunnar Þórðarson, nýtt verk eftir Þóri Baldursson, útdráttur úr Lifun og ísland er land þitt eftir Magn- ús Sigmundsson. Háskólabíó kl. 17. • Keith Reed hefur sungið mörg hlutverk í íslensku óperunni og við góðan orðstír. En nú er Keith að kveðja og heldur tónleika í húsinu þar sem hann hefur oft sungið áður. ís- lenska óperan kl. 14.30. SUNNUDAGUR • Fjölskylduhátíð er haldin í Perl- unni í tilefni af því að tónlistarmenn hafa ákveðið að nú stöndum við á mótum Árs söngsins og Tónlistarárs æskunnar. Fram koma ungir hljóð- færaleikarar og söngvarar og meðal annars flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, en að auki syngja Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds, Móeiður Júníusdóttir og Þorvaldur Þorsteins-. son barnalög. Aðgangur ókeypis. Perlan kl. 14.30. Leikhús Dunganon „Ef maður ^jgerir kröfu til að leikverk sé 1 ^VJdramatískt í uppbyggingu •^■þá vantar slíkt í leikritið. En öðrum skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýningu er lokið," skrifaði Lárus Ýmir Oskarsson í leik- dómi. Borgarleikhús kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn „Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhússkemmtunina með hæfi- legu ívafi af umhugsunarefni, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu," sagði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Platanov. Æskuverk eftir Tsjékov í leikgerð Péturs Einarssonar sem hefur stytt leikritið allverulega. Borgarleik- hús kl. 20. • Kæra Jelena Ungu og efnileg- ustu leikararnir í snjallasta leikritinu sem var fært upp á síðasta leikári. Það virðist líka ætla að ganga á stóra svið- inu. Þjóðleikhúsið. kl. 20. • Clara S er leikrit eftir Elfriede Janeck frá Austurríki og er þar sögð saga af því þegar og ef Clara Schu- mann, píanisti og eiginkona Róberts tónskálds, lendir í höllinni hjá ítalska saurlífisseggnum og skáldinu Gabriel d'Annunzio. Nemendaleikhúsið frum- sýnir verkið. Lindarbœrkl. 20.30. • Uppreisn. Þrír bandarískir ballettar í uppfærslu íslenska dansflokksins sem er að vakna aftur af værum blundi undir stjórn Maríu Gísladóttur. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, sem ekki er beint spennandi, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Luda di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. ís- lenska óperan kl. 20. • Stræti. „Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Leikararnir smyrja vel á, en ævinlega með sannleika persón- unnar pg atburðarins sem fastan grunn. Útkoman: grátleg og spreng- hlægileg blanda." segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. • Emil í Kattholti Leikrit sem er lík- legt til að geta höfðað til allra barna á öllum tímum. Bessi Bjarnason kann betur en aðrir að leika fyhr börn. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. • Lucia di Lammermoor íslenska óperan kl. 20. Ókeypis ÞaÖ er hægt að komast ókeypis í bíó eða svo gott sem. Sá blanki veit náttúr- lega af kvikmyndasýning- um gömlu kommanna í Mír-salnum við Vatnsstíg. Þar er hægt að fá húsaskjól á sunnudag- inn klukkan 16 og horfa á mynd frá Litháen sem lýsir vist í fangabúðum Þjóðverja á stríðsárunum. Sá blanki getur haft nokkra uppörvun af því að svo illa er ekki komið fyrir hon- um. Honum er heldur ekki í kot vís- að fimmtudag og föstudag, því í Menningarstofnun Bandaríkjanna við Laugaveg stendur yfir smávegis kvikmyndahátíð. Þar eru sýndar myndir eftir kvennabósann Woody Allen; á fimmtudag kl. 14.30 Man- hattan og kl. 16.10 Broadway Danny Rose, en á föstudag kl 15 Crimes and Misdemeanors. Myndlist • Orðlist Guðbergs Bergssonar í tilefni af sex- tugsafmæli Guðbergs (er hann svo gamall?) setur Gerðuberg upp sýningu á myndverk- um eftir hann, en Guðbergur var ein meginsprautan í SÚM-hópnum á ár- um áður. Opnað á laugardag. Opið kl. 13-16, lokað á sunnudögum. • Guðrún Kristjánsdóttir málari opnar sýningu í Norræna húsinu á laugardag. Opiðkl. 14-19. • íslenski myndlistarrefillinn 1992 er yfirskriftin á sýningu sem stendur yfir á Mokkakaffi. Á veggi kaffihússins hefur verið strengdur 16 metra langur og 50 sentímetra breið- ur refill. Á hverium morgni verður það svo viðfangsefni listamanns að koma einhverju til skila á þessum refli, sem nemur svosem 45 fersentímetrum. Meðal listamannanna eru Magnús Tómasson, Kristján Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Þorvaldur Þor- steinsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Ge- org Guðni, Magnús Pálsson, Jón Axel Björnsson, Sigurður örlygsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Páll Guð- mundsson. Opið kl. 9.30-23.30. • Þrír myndlistarmenn opna sýn- ingar á Kjarvalsstöðum á laugardag. í Austursal er yfirlitssýning á verkum Hrólfs Sigurðssonar sem hefur málað sleitulaust þótt síðasta einkasvning hans hafi verið í Bogasal 1962. ÍVest- ursal sýnir Eiríkur Smith olíumálverk og vatnslitamyndir, en í miðsal sýnir ungur myndhöggvari, Þórir Barðdal, nýja skúlptúra. Opiðkl. 10-18. • Sigurður Örlygsson söðlar um og sýnir litlar myndir sem hann hefur unnið úr pappír í Galleríi 15 á Skóla- vörðustíg. Opið kl. 10-18 virka daga, 11-14 á laugardögum. • Hannes Lárusson sýnir í Galleríi 11 við Skólavörðustíg, þar sem hann er raunar sjálfur húsráðandi. Sýningin ber yfirskriftina „Aftur Aftur", en verkin eru gerð á þessu eða síðasta ári. Opið kl. 14-18. • Steinunn Þórarinsdóttir segist vera búin að taka manninn úr mynd- unum sínum og fela hann. Á því má tékka á sjöundu einkasýningu Stein- unnar sem hún heldur í Listmunahús- inu niðri í Hafnarhúsi. Opið kl. 14-18. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Margar fallegar myndir af landslagi og sumar dulræn- ar .Opiðkl. 12-18. • Sigurlaug Jóhannesdóttir & Kristján Kristjánsson sýna í Ný- listasafninu. Kristján sýnir uppi, Sigur- laug niðri. Opiðkl. 14-18. • Erla B. Axelsdóttir heldur sjö- undu einkasýningu sína í Listasafni Al- þýðu við Grensásveg. Síðasta helgi. Opið kl. 14-19. • Fröken Julie Alþýðuleikhúsið og Strindberg. Síðustu sýningar. Tjarnar- bœr kl. 21. • Clara S. Lindarbœr kl. 20.30 LAUGARDAGUR • Heima hjá ömmu Amerískur gamanleikur eftir Neil Simon. Borgar- leikhús kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stceði, kl. 20. • Hafið. „Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og líka, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húmor, oft af gálgaætt," skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20. SUNNUDAGUR • Uppreisn íslenski dansflokkurinn. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Þorvaldur Þorsteinsson er hugsandi listamaður sem miklar vonir eru bundnar við. Þeir sem aldrei fara upp í Breiðholt komast varla hjá því að brenna upp í Gerðuberg. Opið kl. 13-16, lokað á sunnudögum • Suður-amerísk & mexíkósk grafík Þetta er farandsýning sem haldin er á vegum Listasafns Reykja- víkur í Geysishúsinu. Opið kl. 9-17 virka daga, 13-16 um helgar. • Karin Tiberg & Thorleif Alpen- berg eru listamenn frá Svíþjóð og sýna „Lursong-Bronze Age Echoes" í Slunkaríki. Þetta er ísetningsverk, hug- leiðing þeirra um tímaskeið bronsald- ar í Skandinavíu. Opið kl. 16-18. • Jóhann Eyfells í Listasafni ís- lands. Opiðkl. 12-18. Sýningar !• Gullsmiðir leggja undir sig Perluna og sýna tilbúna muni og vinnubrögð til 14. nóvember. • Hafið. Ólafur Haukur og kvótakerf- ið. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Clara S. Nemendaleikhúsið. Lind- arbœr kl. 20.30. • Jómsvíkingar, kannski bjuggu þeir þar sem nú er Wolin í Póllandi, en á sýningu í Þjóðminjasafni eru gripir sem hafa fundist í miklum fornleifa- greftri þar. Opið kl. 13-16. Við erum vikingar HVÍTIVÍKINGURINN SJÓNVARPIÐ ® Hvíti víkingurinn var af- leit bíómynd. Samnefnd- ir sjónvarpsþættir eru þess verra verk sem þeir eru miklu lengri. Hrafn Gunnlaugs- son kveikti líf í íslenska „norðran- um“ þegar hann gerði Hrafninn flýgur. Með Hvíta víkingnum hef- ur honum tekist að steindrepa „norðrann“ aftur. Það er ósenni- legt að Islendingar ráðist í að gera víkingakvikmynd fyrr en ein- hvern tíma á næstu öld. Hvíti vík- ingurinn er varla nein ífamför ffá Lénharði fógeta og Snorra Sturlu- syni og líklega bíða hans sömu ör- lög og þeirra — að týnast ein- hvers staðar í filmusafni Sjón- varpsins og sjást ekki framar. Endursýning kemur varla til álita. Það furðulegasta við Hvíta vík- inginn er í raun að nokkur maður skuli hafa nennt að leggja á sig að gera myndina, eða þá klára hana þegar verkið var á annað borð hafið. Enda bera þættirnir þess reyndar glöggt vitni að þeir hafi verið gerðir með hálfum hug og hangandi hendi — kannslu er það eina afbötunin sem hægt er finna aðstandendum Hvíta vík- ingsins. Það vottar ekki fyrir skáldskap. Það er varla neitt handrit heldur. Engin spenna. Engin dramatík. Bara einhver moðsuða, tómur bjánagangur og leiðindadella. Persónurnar eigra um í einhveij- um vitleysisskap, gildir einu hvort það eru sauðheimskir íslenskir víkingar af yngri kynslóð; feður þeirra, bændumir, larfar og skarf- ar sem hírast í grýttum móa innan um fuglabein og skreiðarhjalla; eða þá Noregskonungur sem er mesti asninn og ferðast um með fámennri sveit kjána og leggur undir sig Norðurlönd; allt er þetta svo fráleitt að það tekur varla að eyða orðum á það. Það má þó alltént greina að þjóðinni hefur farið örlítið fram. Núorðið getur hún drukkið úr glasi án þess að sulla niður. Vel má vera, eins og leikstjór- inn segir, að unglingar hafi ein- hverja glóð í augum sem fullorðið fólk glati. En það er ekki þar með sagt að unglingarnir geti borið uppi meira en fimm klukkutíma langa sjónvarpsmynd. Afspyrnu slæmur leikur gerir endanlega útslagið um að hægt sé að taka Hvíta víkinginn hátíðlega. Leikur- inn einkennist af krampakenndu sprikli og oflátum; menn tala ekki heldur stynja, dæsa, öskra eða skrækja. Sumir virðulegir íslensk- ir leikarar af eldri kynslóð verða sér til skammar í hlutverkum sín- um. Ekki er heldur hjálp í afleitri hljóðvinnslu. Músíkin er hins veg- ar ómþýð en hæfir efninu ekki. Hún hefði verið ágæt í annarri arleikhúsinu og þó að deila megi um hvernig til hafi tekist er hér á ferðinni hin mesta veisla í góðum leikbókmenntum, — hugmyndin er góð að gera þetta svona. Það er ekki að ófyrirsynju að margir telja Tsjekov komast hvað næst Shake- speare sem risi meðal leikskálda — leiði ég þá hjá mér í bili Grikk- ina gömlu. Það er reynar spurning hvort tala eigi um sýningar í fleir- tölu, því að leikritin eru sýnd hvort á eft ir öðru, sama leikmynd- in er notuð og sömu leikararnir koma fram í báðum sýningum. Platanov mun aldrei hafa verið sett á svið á meðan höfundurinn var á lífi. Þetta var fyrsta leikritið sem hann skrifaði og því var hafn- að. Trúlega hefur hann aldrei lok- ið við það og þegar það fannst að honum látnum var það sex tímar að lengd. Þarna er þó að finna öll helstu einkenni Tsjekovs sem höf- undar og bæði sögusviðið og per- sónurnar margar kunnuglegar úr seinni verkum hans. Á seinni ár- um hefur það oft verið leikið og þá í leikgerðum sem aðrir hafa útbú- ið. Meðal annars var ein útgáfan kölluð Hunangsilmur og sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum ár- um. Þá leikgerð sem nú er til sýnis hefur Pétur Einarsson gert og er hún að mörgu leyti vel heppnuð. Þar er lögð áhersla á kvennamál Platanovs og hvernig hann leitar að fótfestu og tilgangi í þeim kon- um sem á vegi hans verða, en finnur aldrei. Aðferðin sem Kjart- an og leikhópurinn fara að verk- inu er skemmtileg. Þar er lögð mikil áhersla á gamansemina og eru þau að því leyti trú höfúndin- um, sem sagði verk sín gaman- leiki. Ærslin og fjörið eru í fyrir- rúmi og jafnvel svo að gert er grín að angistinni og lífsháskanum og fólkið í leiknum er að leika í lífinu og gerir sér grein fyrir fánýti og hlægilegum hliðum allra vand- ræðanna. Þetta á ekki síst við aðal- persónuna sjálfa. Sýningin á Plat- anov er þétt og vel leikin og skemmtileg. Vanja frændi geldur samflots- ins við Platanov. Þótt hugmyndin að nýta sömu leikara og leikmynd sé í sjálfu sér sniðug ber seinni sýningin það með sér að leikar- arnir voru valdir til að leika í þeirri fyrri. Hér þurfa nokkrir leikarar að leika allmikið upp fýrir sig í aldri. Þetta gerir leikstílinn hjá þeim mun sundurleitari en í Plat- anov og þótt allir geri góða hluti í sjálfu sér verður sýningin sundur- leitari en ella. Aðrir eru kannski ekki mjög tilvaldir f að leika sín hlutverk. Þannig verður stílbrot á milli sýninganna, sem er mikill brestur þegar heildarhugsunin með sýningunum tveimur er höfð í huga. Einnig læðist að manni sá grunur að Vanja ffændi hafi orðið eitthvað utundan hvað æfinga- tíma varðar því að persónurnar eru ekki jafn vel unnar og í Plat- anov. Þetta er sárt að sjá þegar um Vanja sjálfan og Soffíu hálfsystur hans er að ræða. Theódór Júh'us- son og Sigrún Edda Björnsdóttir eru á leiðinni að gera ákaflega góða hluti. Bæði ná þau sterkri til- fmningalegri samsömun við per- sónur sínar og gera margt ákaf- lega vel, en þau bera tilfinningam- ar of mikið utan á sér. Strengir þeirra voru enn óstilltir. Ef þau hefðu varið persónurnar betur út- ávið og leyft okkur (og hinum persónunum) að sjá minna hvað innra með bærðist hefði sorgar- saga þeirra orðið átakanlegri. Nú er það þannig að þau eiga sér vart viðreisnar von ffá upphafi og fall þeirra því lágt. Þetta verður að skrifast á leikstjórann að talsverðu leyti, því að viðbrögð annarra per- sóna við þeim, til dæmis hvernig Jelena (Guðrún S. Gísladóttir) bregst við Vanja í upphafi sýning- arinnar, tekur af öll tvímæli um að hann á þar engrar blíðu að vænta. Hann breytist úr brotnum manni í brotinn mann og þannig er leikrit- ið ekki skrifað. Mikil synd, því að mér sýndist að Theodór ætti þarna efhi í leiksigur. Sama er að segja um Sigrúnu Eddu. Leikrit Antons Tsjekov gerast öll í sveitinni og þá þessi tvö auð- vitað líka. Fólkið sem við sjáum og heyrum lifir í sínum heimi langt ffá borginni. Venjulega er reynt að undirstrika þetta í sýningum á þessum verkum. Hér höfum við leikmynd, sem er ansi hreint þröng og gefúr okkur tilfinningu fyrir frekar lokuðu rými. Áhorf- endur er beggja vegna sviðsins og þetta undirstrikar innilokun leik- rýmisins. Þetta var til baga fyrir andrúm sýninganna. Að öðru leyti var leikmyndin ásjáleg. Tón- list Egils Ólafssonar var ljúf og viðeigandi. Þrátt fyrir aðfinnslurnar verð ég að mæla eindregið með að allt leikhúsáhugafólk láti þessar leik- húskrásir ekki framhjá sér fara. Og fyrir hina sem vilja „bara“ skemmta sér í leikhúsi, þá gefst varla betra tækifæri til þess en með því að sjá Platanov. Lárus Ýmir Óskarsson Þriðji maðurinn Hannes Lárusson Gallerí einn einn ÆfMfö Neðarlega á Skólavörðu- stíg stendur blátt báru- W..^ljárnsklætt hús, yfir dyr- unum er skjaldarmerki sem gefur til kynna að innan dyra sé Gallerí einn einn og á þakmæni er flaggað litríkum fána í tilefni af því að húsráðandinn sjálfur, Hannes Lá- russon, sýnir nú í eigin húsakynn- um. Sýningar Hannesar eru alltaf margslungnar og er þessi engin undantekning. Við fyrstu sýn virðast sýningarmunirnir ósam- stæðir, unnir í ólík efhi með ýms- um aðferðum. Maður hefúr á til- finningunni að hann hafi skilið „Það furðulegasta við Hvíta víkinginn er í raun að nokkur rnaður skuli hafa nennt að leggja á sig . að gera myndina, eða þá |\klára hana þegar verkiðB var á annað borð hafið.‘J(< EGILL HELGASON „ Vanjafrœndi veldm^amflotsins við Platanov. Þótjjiiiýmyndin að nýta sömu leikardog leikmynd sé í sjálfu sér sniðugberseinnisýninginþað meðsér að leikararnir vorii valdir til að leika í þeirri fyrri. “ LÁRu/ýMIR ÓSKARSSON kvikmynd. Samt verður það ekki skafið af þáttunum að á einstöku stað verða þeir dálítið fýndnir, alveg óvart: Indíánadans og tóbaks- reykingar á þingi, það hlýtur að teljast ákveðinn hápunktur. Hinn rúmfasti Þorgeir Ljósvetningagoði er að sönnu broslegur og eins er erfitt að verjast brosi þegar Hvíti- kristur birtist og kynórarnir í nunnuklaustrinu verða alveg brennandi. Hópatriði eru alveg sér á parti, hreint undarlega fá- menn og dauf sé miðað við um- fang verksins; hið háa Alþingi minnir helst á útifúnd í Keflavík- urgöngu. fslendingasögur lýsa vissulega ekki alltaf rismiklum atburðum, enda hefur verið sagt að inntak þeirra sé fólgið í þremur orðum: Bændur fljúgast á. Halldór Lax- ness skopaðist að hetjubók- menntunum í Gerplu með ein- stakri blöndu af fínlegu og groddalegu háði. Máski er Hvíti víkingurinn líka tilraun til skop- stælingar, en þar sést ekkert nema groddaskapur. Líkt og sé verið að skopast að skopmynd eftir Monty Python. Egill Helgason Angistin káta LITLA SVIÐ BORGARLEIKHÚSSINS TVÖLEIKRIT EFTIR ANTON TSJEKOV PLATANOV OG VANJA FRÆNDI LEIKSTJÓRI KJARTAN RAGNARSSON Eitt af tilhlökkunarefn- um vetrarins var að sjá sýningar á tveimur verk- um Antons Tsjekov í uppsetningu Kjartans Ragnarssonar. Nú eru leikritin tvö, Platanov og Vanja ffændi, komin á litla sviðið í Borg- V'

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.