Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 Við mælum okkur mót á lík- amsræktarstöðinni að lokinni boxæfingu. Þar hitti ég hann löð- ursveittan, þennan orgínal sem syngur um þorpin og fólkið í landinu og íslenska þjóðin þykist eiga í hvert bein. „Mikið rosalega líður mér annars vel,“ segir hann að loknu steypibaði, og rigsar af stað í leit að heppilegum viðræðu- stað. Hann velur kaffihús í mið- bænum, ekkert af öllum þessum nýju sem eru „inni“, heldur eitt gamalt og notalegt í kjallara. Segir að þar sé fínt að vera, rólegt og ekkert fólk sem krefjist athygli og steli frá okkur tímanum. Bubbi Morthens hefur verið í sviðsljósinu í áratug, selt fleiri hljómplötur en nokkur annar fs- lenskur tónlistarmaður og ekkert bendir til þess að vinsældir hans séu að dvína. f sumar vann hann við hljóðritun á nýrri plötu sem kemur út um næstu mánaðamót. Platan, sem nefnist Von, var tekin upp í Havana á Kúbu og segir Bubbi hana mjög ólíka öllu því sem hann hefur áður sent frá sér. Hvað er nýtt? „Tónlistin er blanda af afh'skri, spænskri og kúbverskri tónlist en þessi tegund af músík nefnist Son og er sérkúbverskt fyrirbæri. Plat- an hefur kostað gífurlega mikla vinnu og margar milljónir, en mig langaði til að koma með eitthvað alveg nýtt. Platan er hugsuð sem sælgæti handa þeim sem hafa keypt mig öll þessi ár. Ég hefði að sjálfsögðu getað tekið hana upp í New York en valdi Kúbu, enda neistinn þar. Ég fékk fræga tíu manna kúbverska rótarhljómsveit til liðs við mig, Sierra Maestra, og auk hennar snillingana Eyþór Gunnarsson og Gunnlaug Briem, en þeir hafa báðir daðrað við þessa tegund tónlistar. Sierra Maestra kemur hingað í heim- sókn þegar platan kemur út um mánaðamótin, og ætlar að leika fyrir Islendinga. Mér er sagt að þessi plata sé mjög Bubbaleg, en þó ekki lfk neinu sem ég hef gert áður.“ Hvað erþað sem þú ert að vona? „Ég læt mig fyrst og fremst dreyma um að ástandið hér batni, þorpin lifni við og hagur fólks vænkist. Auðvitað getur maður ekki annað en vonað að úr rætist. Annars fjalla lögin á plötunni ekki bara um von. Ég syng líka um ást- ina og töluvert um dauðann, en margir af kunningjum mínum hafa verið að deyja. Þótt tónlistin sé allt önnur en áður eru textarnir á plötunni mjög íslenskir og ég syng um fólkið og þorpin í land- inu.“ Það er ekki komin kreppa íþig, eins og svo marga? „Auðvitað hefur ástandið hér áhrif á mig, en ég lét það samt ekki hindra mig í að gera þessa fokdýru plötu. Ég hélt tónleika um allt land síðasta sumar með hjálp Visa fslands og það var dapurlegt að fara þorp úr þorpi þar sem allt virtist vera að deyja, búið að loka frystihúsum og flestir bátar tómir. Fólk er bláfátækt. Mín heimatil- búna speki er sú að menn verði að halda í jákvæðnina, hreinlega æfa sig í því að vera jákvæðir. Þannig er hægt að taka áföllunum miklu betur.“ Hann segir að sér blöskri að Bubbi á Kúbu BUBBI MORTHENS VON STEINAR ★★★ I íslenskri poppsögu er Bubbi Morthens saga út af fyrir sig. Sú saga var meira að segja gefin út á bók þegar Bubbi var bara 34 ára. Bubbi er 36 ára í dag. Bubbi hefur gert næstum allt sem einn poppari getur gert á þessum útkjálka alheimsins. Hann hefur fengist við flestar músíkstefnur, slegið flest hugsan- leg met, unnið með velflestum músíköntum þjóðarinnar og ver- ið stældur og skrumskældur trekk í trekk. Kannski hefur Bubba fundist hann vera kominn í bobba; einn daginn hefur hann kannski vaknað upp, sett Bowie á fóninn, litið í spegilinn og hugsað mér sér; „Helvítis vesen, ég er bú- inn að gera allt, hvað get ég gert til að víkka sjóndeildarhringinn?“ Næst hefur Bubbi kannski tekið hnattlíkanið, snúið og bent blind- andi eins og Jóakim önd í ævin- týraleit. Puttinn lenti á Kúbu og næsta dag var Bubbi kominn í bátinn og lagður af stað á vit æv- intýranna og til að gera nýja plötu sem nú er komin út. Bubbi var ekki einn í bátnum; Eyþór Gunnarsson, upptöku- stjóri plötunnar, mikill mús- íkpælari sem gjörþekkir tónlistar- stefnur innfæddra, og Gulli Bri- em trymbill fylgdu með. Sierra Maestra, Þekktasta þjóðlagaband Kúbu, sá svo um allt undirspil af rótgróinni þekkingu og með- fæddu taktnæmi. Þegar heim var komið bættust nokkrir í súpuna, þ.á m. Tryggvi Hubner gítarleik- ari. Það er í sjálfu sér ekki ný hug- mynd að stunda svipaða tónlist- arbræðslu. David Byrne hefur t.d. unnið mikið með hina heitu takta S-Ameríku og Paul Simon dvalið langdvölum í Affíku. Þótt nokk- uð hafi borið á því í seinni tíð að íslenskir popparar leiti að inn- blæstri út fyrir hinn vestræna músíkheim er Bubbi þó fyrstur til að stíga skrefið til fulls og fá inn- blásturinn og undirspilið beint í æð í suðrænni sól. „Von“ verður fýrir vikið mun meira sannfær- andi en aðrar suðrænar tilraunir. Þrátt fýrir allt er það þó Bubbi sjálfur sem skín bjartast í gegnum plötuna. Hinn næpuhvíti íslenski Bubbi. Bubbi syngur hvorki um ananas, banana né apana í trján- um, heldur eru yrkisefni hans jaíníslensk og áður. Þetta samsull ólíkra menningarheima — heitra takta og tóna Kúbu og tregafullra skammdegissöngva ffá Islandi — virkar ótrúlega vel. Þótt kúb- versku taktarnir séu „hressir“ á yfirborðinu er þó viss dýpt og dapurleiki í þeim sem Bubbi dregur fram í sviðsljósið. Platan verður þó aldrei þunglamaleg. Það eru tólf lög á „Von“. Bubbi þarf ekki að skammast sín fyrir neitt þeirra og þótt hann hafi samið óteljandi góð lög um dag- ana getur hann samt verið reglu- lega stoltur af nokkrum frábær- um lögum hér. „Kossar án vara“ er í tælandi bóleró- sveiflu og er mjög góð ballaða. Það sama má segja um lagið „Of hrædd" sem er í Chachalokefu-takti og hefur að geyma sterkan texta um lífið og dauðann. „Þingmannasveifla“ er í skemmtilegum barna-cha-cha- cha-takti og minnir á „Bróðir minn“ með Ómari Ragnarssyni. Þetta lag verður líklega smellur plötunnar ásamt öðru góðu stuðlagi, „Jakkalakkar“, sem hef- ur þennan heimilislega Bubba- blæ sem gerir Bubba að aufusu- gesti á flestum heimilum. Það er bara einn Bubbi og á meðan hann gerir jafn skemmti- legar, kraftmiklar og heilsteyptar plötur og „Von“ þarf hann ekki að óttast um konungsríkið. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.