Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 21 Það fara líka fram þingkosningar í Banda- ríkjunum á þriðjudag- inn. Þær breyta líklega engu um tök Demó- krataflokksins á þing- inu, en kynja- og kyn- þáttaskipting þing- manna mun væntan; iega breytast verulega. Það verða sem sagt fleiri konur, fleiri blökkumenn og fleiri af rómönsk-amerísk- um ættum en áður. Anita Hill virðist ætla að vinna nokkur þingsæti. Sósíalistinn er öruggur um sigur. Einn indíáni er meira að segja lík- legur til að verða öldungadeildar- þingmaður. Athyglisverðasta baráttan fer fram í Illinois, þar sem Carol Mo- seley Braun berst við repúblikan- ann Rich Williamson um sæti i öldungadeildinni og virðist ætla að hafa sigur. Þetta verður að mörgu leyti sögulegur árangur; Braun felldi sitjandi þingmann, Alan Dixon, í prófkjöri vegna framgöngu hans í vitnaleiðslunum yfir Clarence Thomas og Anitu Hill. Hún hafði aldrei komið ná- lægt pólitík áður, en er á góðri leið með að verða íyrsta blökkukonan sem tekur sæti í öldungadeildinni. f Pennsylvaníu er annar karlþingmað- ur í vanda af sömu ástæðum. Það er Arlen Specter, sem var öðrum ruddalegri við Anitu Hill og berst íyrir pólitísku lífi sínu gegn Lynn Yeakel. Reyndar hefur Hill sjálf tekið virkan þátt í baráttunni og Specter má teljast heppinn ef hann slepp- ur með skrekkinn. Frá Colorado kemur einhver athyglis- verðasti þingmaðurinn. Það er demókratinn Ben Nigh- thorse Campbell, sem er í framboði til öldungadeildar- innar og kannanir benda til sigurs hans. Hann er Chey- enne-indíáni, hrossatamn- ingamaður og fékk gullverð- laun í júdó á Ólympíuleikun- Cheyenne-indíáninn fer í öldunga- deildina. um 1964. Pólitískt er hann miðjumaður, en verður fyrstur indíána til að sitja í öld- ungadeildinni. Af þekktum nöfnum má nefna að geimfarinn og öldungadeildarþingmað- urinn sjötugi John Glenn er í vandræðum í Ohio, Les Aspin, formaður hermála- nefndar fulltrúadeildarinnar, er í fallhættu í Wisconsin og Newt Gingrich, einn helsti talsmaður repúblikana í ftilltrúadeildinni, gæti fallið út í Georgíu. Hann sigraði með þúsund atkvæða mun síðast. Einn er þó öruggur. Það er Bernie San- ders, sósíalisti og eini þingmaður smá- fylkisins Vermont í fulltrúadeildinni. Hann náði kjöri árið 1990 og virðist ætla að festa viðveru sósíalismans í þinginu í sessi. Spár um nýja þingmenn eru allt frá 90 upp í 150 þetta árið, en síðast var endur- nýjunin mest 134 árið 1948. Að líkindum minnkar meirihluti demókrata í fulltrúa- deildinni, en eykst í öldungadeildinni. Hlutfölhn eru nú þessi: Fulltrúadeild Öldungadeild Demókratar 267 57 Repúblikanar 167 43 Sósíalistar 1 Samtals 435 100 Sigvaldf Kaldal6ns/Bd Welch; Fanfare Ounnat' Pmmwsorr, Nochjrnm Ymslr/Ed welch: $u&urn&$jasvíta hórír Baldursson: Sjávarmál Trúbrot: Ltfvn Magnus h. Sigrmmdfjson; hlancj er laml hítt H!jomsveiiarstjon: IScl Welch TÓNUST! Benni nátthross verður þingmaður MERKISMENNHF

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.