Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992
Rannsóknarlögreglan hefur
sent embætti ríkissaksóknara nið-
urstöðu rannsóknar sinnar í öðru
hinna svokölluðu spilavítamála
sem upp komu fyrir þremur vik-
um. Þar er megináhersla lögð á
hugsanleg brot vegna starfrækslu
staðar þar sem fjárhættuspil fóru
fram, en minna gert úr meintum
brotum gegn áfengislöggjöfmni.
Ríkissaksóknari hefur ekki
ákveðið hvort gefin verður út
ákæra, en lögfróðunr þykir þá fara
að þrengjast um starfrækslu spila-
kassa á vegum Rauða krossins,
Landsbjargar og SÁÁ. Á meðan
stunda íslenskir fjárhættuspilarar
íþrótt sína engu síður en fyrr og
útlit er fyrir að annar staðurinn,
sem lögreglan réðst inn í, verði
opnaður aftur innan skamms.
KI.AKINN AÐ FULLU RANN-
SAKAÐUR
Málið sem RLR er búin að af-
greiða snýr að „Klakanum" sem
starfræktur var á efstu hæðinni í
Ármúla 15. Hann hafði verið op-
inn í þrjár vikur þegar lögreglan
kom í heimsókn vegna tvenns
konar meintra lögbrota. Annars
vegar að þar hefðu menn tekjur
eða framfæri af fjárhættuspili og
hins vegar að þar hefði áfengi ver-
ið selt ólöglega. Það er fyrra atrið-
ið sem RLR leggur áherslu á í
skýrslu sinni.
Aðstandendur Klakans benda á
að staðurinn hafi aðeins verið op-
inn í þrjár vikur og eigendur hans
í fúllri vinnu annars staðar og því
væri erfitt að sýna fram á að þeir
hefðu haff atvinnu af rekstri hans.
Auk þess hefði verið umtalsvert
tap á rekstrinum, eins og fram
kæmi í nákvæmu bókhaldi, og því
væri ekki um tekjur að ræða af
rekstrinum.
Áfengi var veitt ókeypis í Klak-
anum, en kostnaði mætt með
framlögum gesta. Engar kvaðir
voru um að þeir greiddu fyrir
áfengið, sem þess neyttu, heldur
voru framlögin tengd spila-
mennskunni og árangri gesta við
spilaborðið. Þetta mun hafa feng-
ist staðfest við rannsókn og því
gerir RLR lítið með þennan lið í
skýrslu sinni.
Að sögn Daníels Snorrasonar,
skrifstofustjóra hjá ríkissaksókn-
ara, hefur ekki verið tekin ákvörð-
un um hvort og þá hvenær ákæra
verður gefin út. Hann sagði málið
nýkomið til embættisins og vænt-
anlega tæki einhvern tíma að af-
greiða það, enda væri um óvenju-
legt mál að ræða.
Á meðan eru spilaborð, bók-
hald og peningar einstaklinga í
vörslu lögreglunnar.
NÝJAR GRÆJUR í SÚÐAR-
VOGINN
Rannsóknarlögreglan hefur
ekki sent frá sér hitt málið, sem
sneri að „Fríklúbbnum“ í Súðar-
vogi 7, en hann hefur verið starf-
andi með ýmsu sniði í aldarfjórð-
ung. í því máli reynist væntanlega
auðveldara að sýna fram á áfeng-
issölu, enda seldi einn aðstand-
enda klúbbsins lögreglunni tvo
bjóra, þótt kunnugir segi það hafa
verið „af slysni“.
Umsjónarmenn Fríklúbbsins
höfðu íhyggju verulegar umbætur
á staðnum áður en lögreglan réðst
til inngöngu. Þeir höfðu pantað
spilaborð, „black jack“ og rúllett-
ur, sem biðu á hafnarbakkanum.
Samkvæmt upplýsingum PRESS-
f Gullmolanum er nú stundað fjárhættuspil af meiri krafti en áður en
UNNAR er þess nú beðið hver
niðurstaðan verður í þeim mála-
rekstri sem nú stendur yfir, en
væntanlega verður staðurinn opn-
aður aftur með því fýrirkomulagi
sem núgildandi löggjöf virðist
leyfa.
OG GULLMOl.INN FÆRIR
UTKVÍARNAR
Lögreglan sleppti best útbúna
spilaklúbbnum í aðgerðum sín-
um, „Gullmolanum“ í Skipholti
50b. Ómar Smári Ármannsson,
talsmaður lögreglunnar, hefur
sagt að ekki hafi leikið grunur á
um ólöglega starfsemi þar og því
hafi ekki verið ástæða til aðgerða.
Gullmolinn var áður opinn tvö
kvöld í viku, þriðjudaga og föstu-
daga, en þar hefúr færst fjör í leik-
inn og er nú spilað fimm kvöld í
viku undir stjórn eigandans,
Margeirs Margeirssonar. f Gull-
molanum er best aðstaða hérlend-
is til Qárhættuspila, tvö „black
jack“-borð og tvö rúllettuborð. Að
sögn viðmælenda PRESSUNN-
AR, sem þangað hafa komið að
undanförnu, er ekkert áfengi haft
um hönd þar — einungis kaffi og
gosdrykkir.
ÞAR SEM HENDING RÆÐ-
URGRÓÐA
Dómsmálaráðuneytið hefur
upplýst að í skilningi laganna sé
það fjárhættuspil, þegar peningar
eru lagðir undir í spilum og út-
koman ræðst af hendingu einni
lögreglan greip til aðgerða sinna.
eða heppni. Undir þessa skilgrein-
ingu fellur rúlletta, en hún virðist
einnig gilda til dæmis um spila-
kassa þá sem reknir eru víða í
sjoppum og á sömu forsendum
um happdrætti. Lögspekingar
segja það engu breyta um þessa
niðurstöðu að fyrir happdrættum
og spilakössum séu gefin út sér-
stök leyfi — það breyti ekki eðli
starfseminnar. Því hljóti fram-
kvæmda- og saksóknarvaldið að
hugsa sig vel um áður en hart er
tekið á fjárhættuspili eins og því
sem stundað var í Súðarvogi og
Ármúla. Þá liggi beint við að kæra
þá sem hafa miklar tekjur og lífs-
viðurværi af hefðbundnu fjár-
hættuspili.______________________
Karl Th. Birgisson
Sveinn Úlfarsson stofnaði
Geithamra skömmu fyrir
gjaldþrot BOR:
Nýtt þrotabú
i safn Sveins
Úlfarssonar
Byggingarfyrirtækið Geit-
hamrar hf. hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta, en þetta er
fyrirtæki Sveins E. Úlfarssonar
og fjölskyldu hans. Fyrirtækið
var stofnað sumarið 1988 þeg-
ar Sveinn hætti samstarfi við
meðeigendur sína í Byggingum
og ráðgjöfhf. (BOR), en það fé-
lag var tekið til gjaldþrota-
skipta stuttu síðar.
Þrotabú BOR var gert upp í
vor og fékkst ekkert upp í 70
milljóna króna kröfur, sem í
dag samsvara yfir 90 milljón-
um. Þá er ekki langt síðan gert
var upp þrotabú Veitingahúss-
ins Hverfisgötu hf., sem ann-
aðist veitingarekstur í Arnar-
hóli, en þar var Sveinn fram-
kvæmdastjóri og stjórnarmað-
ur.
Á sínum tíma vakti mikla
athygli að nánast strax við
stofnun fengu Geithamrar,
með aðeins 100 þúsund króna
hlutafé, úthlutað lóðum í Graf-
arvogi og þá talið líklegt að
Sveinn nyti góðvildar embætt-
ismanna borgarinnar.
Þótt Sveinn segði skilið við
BOR og stofnaði eigið fyrirtæki
var hann ekki laus við það
gamla. Eftir ítarlega rannsókn
skattrannsóknarstjóra og RLR
höfðaði ríkissaksóknari mál á
hendur Sveini og Björgvini Jó-
hanni Jóhannssyni, eigendum
BOR hfi, með ákæru sem gefin
var út í desember 1991.1 henni
voru þeir sakaðir um að hafa
dregið sér rúmar sjö milljónir
af söluskatti sem þeir inn-
heimtu á árunum 1986 og
1987.
Það var einkum Sveinn sem
sá um rekstur BOR. Meðeig-
andinn Magnús J. Sigurðsson
hætti afskiptum af fyrirtækinu
um áramótin 1986-1987 eftir
ósamkomulag. Endurskoðandi
fyrirtækisins, Þorvaldur Þor-
valdsson, sagði af sér í apríl
1988, en þrátt fyrir ítrekaðar
beiðnir fékk hann aldrei nauð-
synleg gögn til að vinna eftir.
Þá hætti stjórnarformaðurinn
Björgvin Jóh. Jóhannsson öll-
um störfúm í þágu fyrirtækis-
ins í maí 1988.
Gullmolinn
glóir
Fjárhættuspil er stundað af engu minna
kappi en fyrr í Reykjavík, þrátt fyrir
„rassíu“ lögreglunnar fyrir þremur vik-
um. Annar staðanna sem var lokað verð-
ur væntanlega opnaður aftur með full-
komnari aðstöðu en áður.
A U PPLEIÐ...
agnar skjálfti.
Kommúnisminn er
síður en svo dauð-
ur úr öllum æðum,
heldurfáfulltrúar
hans hvarvetna
góða kosningu.
JEASAMSKIP
Leó Löve. Sem lét sér detta í hug að flytja inn
Madonnu- bókina. Hann ætti kannski að
pakka Dansk-íslensku orðabókinni í ál?
Hrafn
Gunnlaugsson. Eftir
að þeir hættu að sýna
Hvíta víkinginn.
Svavar Gests-
son. Sem tjáir
sig íöllum
málum,
kemst í alla
fréttatíma,
meira að
segja í þátt'
um hippa-
tímabilið.
HF
Júlíus Sólnes. Hann hefur ráð til að
bjarga okkur út úr kreppunni.
Kannski er kominn tími til að
endurvekja Borgaraflokkinn?
Á NIÐURLEIÐ...
Sigurður Fáfnisbani. Eftir að hollenskir konseptlistamenn
máluðu ættartréð hans á Jökulsárgljúfur.
Ragnars-
dóttir. Ihaldskonan af
íslandi fór til Litháen að
fylgjast með kosning-
um og kommúnistar
unnu óvænt sigur.
Höskuldur Jónsson. Á endanum
verða þeir búnir að selja undan
honum allt Ríkið.
Stefán Friðfinnsson.
Hann tók við blóm-
legu fyrirtæki af
Thor Ó. Thors, nú er
allt í kaldakoli hjá
Aðalverktökum.
>- c -ra •-
3 C t.
t a 3 t
C J< « •
« E ■* ■“ .E
■o = % E «
mf i
I « * * c
(0 ... 10 c
3£ > ra -3 3
Herstöðvaandstæðingar. Sem hættu
að berjast á móti hernum og Nató,
heldur fóru að pæla í því hvernig ætti
að taka til eftir varnarliðið.