Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 25 STJÓRNMÁL Affóbíu ogkrötum Ekkert hræðist ég meira en stjórnmálamenn sem telja sig geta haft vit fyrir almenningi og fyrir- tækjum. Þessa hræðslu geta menn kallað fóbíu eða ofsahræðslu. Guðmundur Einarsson, aðstoðar- maður viðskiptaráðherra, sem hefur það hlutverk að verja hend- ur yfirmannsins, kallar þetta fyrir- bæri lögreglufóbíu í PRESSUgrein síðastliðinn fimmtudag. Þar er Guðmundur að sinna skylduverk- um aðstoðarmanns og svara gagnrýni minni á frumvarp við- skiptaráðherra til samkeppnis- laga. Ekki ætla ég að kýta við aðstoð- armanninn um efnisþætti greinar minnar sem birtist hér í PRESS- UNNI fyrir nokkru, enda virðist hann ekki skilja um hvað hún var. En ekki verður þó hjá því komist að benda á nokkur atriði í svari hans. Aðstoðarmaðurinn segir: Ekki veit ég hvar Óli Björn Kárason hefur alið manninn á síðustu ár- um, en það virðist algjörlega hafa farið framhjá honum að þjóðir Vesturlanda hafa nú hvarvetna hætt beinum afskiptum af verð- lagningu vöru og þjónustu þar sem hægt er að koma við virkri samkeppni." Það er auðvitað ekki mér að kenna þótt það fari fram- hjá aðstoðarmanninum að ég fagna því sérstaklega að Verðlags- stofhun og Verðlagsráð skuli loks lögð niður samkvæmt áður- nefndu ffumvarpi. (Raunar hef ég nokkrum sinnum á þessu ári skrifað um nauðsyn þess að leggja þessar úreltu stofnanir niður.) En það er nauðsynlegt að benda á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi rafstraum gegnum pólitíska kerfið þegar hún lýsti því yfir að eftir vandlega umhugsun hefði hún komist að annarri niðurstöðu en aðrar Kvennalistakonur í mik- ilvægasta þingmáli síðari tíma. Kvennalistinn fór auðvitað uppí loft. Þar hefur ekki verið til siðs að hafa aðra skoðun en meiri- hlutinn, — og mannasiðir því miður þróast þannig að þótt stefnuátök séu óhjákvæmileg inn- an flokksmarka hefur opinber ágreiningur þótt óþolandi, og minnihlutinn lotið meirihlutan- um á ekki ólíkan hátt og í stjórn- málaflokki nokkrum sem fyrr á öldinni mótaðist við aðstæður keisaraeinveldis í Móður Rússíá, og náði síðar óþarflega miklum ítökum heima og heiman. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað Kvennalistinn gerir í þessari nýju stöðu, þegar einn helsti þingleiðtogi flokksins ákveður að taka sannfæringu sína frammyfir meinta flokkslínu og taktíska hagsmuni. Fyrsta við- bragðið var krafa um útskúfun, en síðari yfirlýsingar benda til þess að ýmsar áhrifakonur ætli sér að reyna að halda þeim sáttum sem mögulegar eru. Til þess þurfa þær örugglega að taka á öllu sínu, því gegnt Ingibjörgu Sólrúnu við þingflokksborðið situr Kristín Einarsdóttir, formaður landssam- takanna gegn EES, og helsti bandamaður Hjörleifs Guttorms- sonar á þinginu fyrr og nú. Ef Kvennalistinn heldur rétt á spilunum þarf þessi atburður hinsvegar ekki að verða þeim til hnekkis. Þvert á móti. Með því að kljást í fyrsta sinn við opinberan málflutning og málnotkun Guð- mundar. Hvað þýða orðin „virk samkeppni"? Þessi orð eru raunar grunnhugtak í frumvarpinu og það verður pólitískt skipuð nefnd sem sker úr um það hvað þau þýða. Það skiptir engu þótt að- stoðarmaðurinn geri ráð fyrir að „ráðherra á hverjum tíma muni kappkosta að finna bestu fag- menn til setu í þessum stofnun- um“. Einu sinni sat Svavar Gests- son í stóli yfirmanns Guðmundar Einarssonar. Sér hann ekki hætt- una og skilur hann ekki hræðsl- skoðanamun gætu þær færst einu stóru skrefi nær því að verða að alvöruflokki, stjórnmálasamtök- um sem ætla sér ekki aðeins að- gang að ræðustól heldur raun- veruleg völd til að koma orðum sínum í verk. Og takist þeim að halda höfði og leysa þetta alvar- lega ágreiningsmál með rökræðu fyrir opnum tjöldum, þá gætu samtökin hvenær sem er komist í góð pólitísk alvörufæri án þess að glata hugmyndalegri einlægni sinni og því beina sambandi við kjósendur sem hefur verið aðai þeirra í stjórnmálum síðasta ára- tuginn. Reynist Kvennalistinn hinsvegar kippa í lenínska kynið er hætt við að nú sé hafinn ffosta- veturinn mikli. En yfirlýsing Ingibjargar Sól- una, sem hann kýs að gera góðlát- legt grín að? Aðstoðarmaðurinn leitar út fyrir landsteinana til að réttlæta frumvarp til samkeppnislaga og segir: „Samkeppnislög og sam- keppniseftirlit eiga sér upptök í Bandaríkjunum en hafa í áratugi einnig verið meðal mikilvægustu tækja hins opinbera í Vestur-Evr- ópu til að stuðla að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta samfé- lagsins." Ekki ætla ég að þessu sinni að ræða um það hvernig til hefur tekist þegar hið opinbera, rúnar setti rafstraum á fleira en flokkssystur hennar. Sjálfstæðisyf- irlýsing Ingibjargar Sólrúnar kem- ur afar illa við aðra leiðtoga stjóm- arandstöðunnar, — og þótt ekki vanti á yfirborðinu fagnaðarlætin 'hjá helstu stjórnarherrum er henni líka hugsuð þegjandi þörfin á þeim bæ. Þeim leiðtogum stjórnarand- stöðunnar sem ákafasta afstöðu hafa tekið gegn EES líður núna einsog þeir séu ekki í neinum föt- um. Þessa tilfmningu mátti til dæmis sjá einkar glöggt á Svavari Gestssyni þegar hann lenti í sjón- varpinu í síðustu viku og streittist við að vera sem gáfulegastur við að segja ekkert nýtt í fréttum. En forystumenn stjórnarinnar eru heldur ekkert sælir með þenn- „ Vandinn er hins vegar sá aðfyrirtœki hafa nœr undan- tekningarlaust kom- ist í einokunarað- stöðu í skjóli ríkis- valdsins ogfyrir frumkvæði stjórn- málamanna.“ þ.e. stjórnmálamenn, reyna að stýra „nýtingu framleiðsluþátta“, enda væri það að æra óstöðugan. Það er hins vegar nauðsynlegt að benda á hvemig reynslan af sam- keppnislögum hefur verið í Bandaríkjunum. Guðmundur bendir á að verið sé að koma á fót svokölluðu sam- keppniseftirliti til að tryggja að fyrirtæki bindist ekki samtökum um verðlag og afli sér þannig ólögmæts hagnaðar á kostnað al- mennings og fyrirtækja. Með öðr- um orðum að verið sé að tryggja „ Yftrlýsingin kemur afar illa við aðra leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, — og þótt ekki vantifagn- aðarlœtin hjá helstu stjórnarherrum er henni líka hugsuð þegjandi þörfin á þeim bœ. “ an nýja bandamann. Með afstöðu sinni hefur Ingibjörg Sólrún nefnilega að ýmsu leyti rúið Jón Baldvin og Davíð Oddsson því forustuhlutverki sem þeir nutu áður í Evrópumálunum, og sett alla EES-umræðu í nýtt ljós. Með hiklausri afstöðu Ingibjargar Sól- rúnar hafa rofnað þau landamæri milli stjórnarliða og stjórnarand- stæðinga sem áður höfðu hlaðist upp leiðtogum í hvorumtveggju herbúðunum til þæginda. Yfirlýs- ing hennar eykur líkur á að fleiri stjórnarandstæðingar hlýði skyn- seminni í efnisafstöðu til málsins, — en hún eykur ekki síður lík- urnar á að sjálfstæðir þingmenn í stjórnarliðinu ákveði að styðja þjóðaratkvæðistillöguna sem á sér einmitt Ingibjörgu Sólrúnu að samkeppni. Það er rétt hjá aðstoð- armanninum að sum einokunar- fyrirtæki þrýsta upp verði á vöru og þjónustu til neytenda og/eða fyrirtækja umfram það sem eðli- legt gæti talist undir aðhaldi sam- keppninnar. Vandinn er hins veg- ar sá að fyrirtæki hafa nær undan- tekningarlaust komist í einokun- araðstöðu í skjóli ríkisvaldsins og fyrir frumkvæði stjórnmála- manna. Reglugerðir, lög og opin- ber Ijárstuðningur — frá land- búnaði til iðnaðar- og samgöngu- fyrirtækja — hafa gert fyrirtækj- um kleiff að krefjast hærra verðs en markaðurinn mundi þola ef samkeppni væri í heiðri höfð án afskipta ríkisvaldsins. Og reynslan frá Bandaríkjunum kennir að flestar kærur vegna brota á sam- keppnis- og einokunarlögum hafa beinst að fyrirtækjum sem hafa lækkað (ekki hækkað) verð í krafti þess að þau eru vel og hagkvæmt rekin. Samkeppnisaðilar sem ekki hafa getað mætt lægra verði, vegna þess að rekstur þeirra er ekki jafnhagkvæmur, hafa lagt fram kæruna. Og hverjum eru lögin þá að þjóna? Allt ber þetta að sama brunni. Hlutverk stjórnmálamanna er að búa til einfaldar leikreglur, svo einfaldar að hlutverk þeirra og völd verði minni og minni. Eftir því sem stjórnmálamenn hafa meiri völd, og það munu þeir hafa ef fyrrnefnt frumvarp verður sam- þykkt óbreytt, því styttri er leiðin til helvítis. Hötundur er tramkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins fyrsta flutningsmanni, — þannig að allur almenningur fái að tjá sig í stórmáli sem öllum er nú orðið ljóst að rúmast ekki innan flokks- marka. En einsog stendur eru helstu leiðtogar í stjórn og stjórn- arandstöðu sennilega í hjarta sínu sammála um það eitt að þjóðin megi ekki fá að taka af þeim völd- in í málinu. Hvað sem líður flokkadráttum innan Kvennalistans og utan er það að minnsta kosti víst að vin- sældir og álit Ingibjargar Sólrúnar hafa síst minnkað við. Menn — karlar og konur — virða hugrekki hennar, en ekki síður þá stað- reynd að hún hefur sem stjórn- málamaður komist að niðurstöðu á óvenjulegan hátt: með því að leggja málin niður fyrir sér að taka afstöðu á grunni þekkingar og vitsmuna, en ekki hagsmunapots, kjördæmaþrýstings eða pólitískra veðurspádóma. Menn hafa stundum gagnrýnt kosningakerfið fyrir að við Reyk- víkingar skulum ekki eiga okkur neina þingmenn, þeir séu alltaf að sinna einhveiju öðru en reykvísk- um hagsmunum. En þetta kerfi getur líka orðið til þess að Reyk- víkingar á þingi geta ef þeir vilja einbeitt sér umfram starfsbræð- urna að almennum þjóðarhags- munum. Sem eru kannski eftir alltsaman helstu hagsmunir okkar á höfuðborgarsvæðinu og af. Það færi kannski fyrst að rofa til ef fleiri stjórnmálamenn bæru gæfu til að vinna einsog Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Reykvíkinga. Hötundur er islenskutræöingur. U N D I R Ö X I N N I Hvernig ætlarðu að fylgjast með því liver býr með hverjum, Sighvatur? .Við munum nota þaer upplýs- ingar sem tiltaekar eru hjá opin- berum aðilum, ríki og sveitarfé- lögum." Hvers konar upplýsingar eru það? .Það eru upplýsingar sem skatt- yfirvöld búa yfir, sveitarstjórnir hafa og Hagstofan býr yfir. Það er hægt að samkeyra þessar upp- lýsingar á tölvuöld og styðjast við þær til að sjá misfellur." Upplýsingar um búsetu fólks? Já, til dæmis þá sem gefin er upp af vinnuveitanda þegar hann greiðir laun og telur. Is- lenskt samfélag er yfirleitt vel gegnumlýst og upplýsingar eru mjög ítarlegar. Þetta er spuming um að nýta þær." En ef fólk er allt af vilja gert til að plata kerfið, þá er það tiltölulega einfalt, er það ekki? .Það verður mjög erfitt og auk þess verður beitt viðurlögum ef kemur í Ijós að fólk er að hafa fé af ríkissjóði á röngum forsend- um." En hvemig ætlarðu að fá endan- lega staðfest að einhverjir búi saman án þess einfaldlega að hafa vakt við húsið? ,Það er afskaplega auðvelt að gera það, ef menn leggja sig fram um það." Hvernig þá? ,Við munum eins og ég sagði nýta þær upplýsingar sem eru til hjá opinberum aðilum. Nú, til sy- vende og sidst er alveg Ijóst hverjir búa á viðkomandi stað. Það fer ekkert á milli mála ef hringt er og spurt um pabba og þá er hrópað .pabbi, pabbi, það ersíminn!” Eru það ekki lögregluríkisaðgerð- ir? ,Nei, það eru ekki lögregluríkisað- gerðir. Þarna er um að ræða að fólkerað misnota réttindi sem því eru ekki ætluð. Það er verið að taka fé óffjálsri hendi. Þetta eru fjármunir sem eru ætlaðir öðrum og það gæti orðið til þess ef mikil brögð eru að þessu — án þess að ég vilji dæma um það — að þeir gjaldi slíkrar mis- notkunar sem ella fengju betri fyrirgreiðslu hjá því opinbera. ís- lendingar verða að gera sér grein fyrir því að það er ekkert betra að taka fé á röngum for- sendum af ríkinu en nágranna sínum. Ég hef fengið svo margar hringingar síðan ég tók þessa ákvörðun að það er ekki vafi á að fólk hefur áhuga og vilja til þess að svona misnotkun eigi sér ekki stað' Og jafnvel koma upplýsingum á framfæri um nágrannann? ,Það hefur ekkert skort á það' Þykir þér það smekklegt? »Ég læt mér það í léttu rúmi liggja hvort það er smekklegt eða ekki. Mérfinnst það náttúr- lega ósmekklegt að vera að hafa fé af samborgurum sínum.' Áttu von á að giftingum eða sam- búðartilkynningum fjölgi? „Ég vona að það gerist, því það eru líka dæmi um skelfilegar af- leiðingar sem þetta hefur haft, til dæmis þegar kona, sem hefur ranglega skráð sig sem einstætt foreldri, missir sambýlismann sinn og stendur uppi varnarlaus. Hún hefur þá engan þann rétt sem sambýlinu fylgir, fær ekki erfðarétt, fær ekki makabætur og fær ekki aðild að lífeyrissjóði sam- býlismanns síns. Þv( miður koma svona dæmi upp oft á ári og sum þeirra mjög nýlega.' Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra hefur tilkynnt hertar aðgerðir gagnvart þeim sem gefa rangar upplýsingar um sambýli í þeim tilgangi að fá aukabætur frá rík- inu. STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún, þingmaður Reykvíkinga

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.