Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 R L E N T jS^íaður vikunnar Vytautas Landsbergis íslandsvinurinn Landsbergis, forseti Litháens, er búinn að koma sér í bölvað kiandur. Flokkur hans, Sajudis, galt af- hroð í nýafstöðnum þingkosn- ingum, er fyrrverandi kommún- istar unnu stórsigur. Ætla má að margur landinn hafi nú samúð með Landsbergis, enda kunnu allir íjarska vel við hann, er hann sótti okkur íslendinga heim á tímum lýðræðisbyltingarinnar. Hann átti reyndar í erfiðleikum með að tjá sig á öðru tungumáli en sínu eigin, en bætti úr því með því að heilla menn með pí- anóleik sínum í ráðherrabú- staðnum. Landsbergis er í vond- um málum vegna þess að lands- menn eru búnir að missa alla trú á honum og umbótastefnu stjómar hans, og kannski varla nema von, þar sem lífskjör í landinu hafa farið hríðversnandi að undanfömu. Margir Litháar eru bitrir og telja sig hafa verið svikna, enda búnir að komast að raun um að ffelsið er mun dýr- keyptara en látið hafði verið í veðri vaka. Kjör almennings hafa hríðversnað, en á meðan laun hafa þrefaldast ffá því á síðasta ári hefúr matvöruverð fimmfald- ast. Iðnaðarffamleiðsla í landinu hefur dregist saman um nær helming og allt stefhir í 20 pró- senta atvinnuleysi. Landsbergis hefúr ekki farið varhluta af vax- andi óánægju í landinu og fengið það óþvegið, en margir kalla hann „guðinn okkar“ í háði. Hann segir að orsaka ástandsins í landinu sé að leita hjá gamla óvininum: flokksaðlinum, sem beiti öllum brögðum til að standa í vegi fyrir markaðsum- bótum í Litháen, og ríkisstjóm- inni í Moskvu, sem dragi úr stöðugleika með efnahagsþving- unum sínum. Búist er við for- setakosningum í Litháen rnnan fjögurra mánaða, og verða helstu keppinautamú að öllum líkind- um Landsbergis og formaður flokks fyrrverandi kommúnista, Algirdas Brazauskas. Þá skýrist endanlega hvem hug Litháar bera til forseta síns. Kanadamenn sameinast um að sundrast Nú hafa Kanadamenn einaferðina enn reynt að hnoða stjórnarskrárbreytingu í gegn og vitaskuld mistekist eins og ávallt áður. Hins vegar verður að telja þeim það til tekna að þeir komust óvenjunœrri settu marki að þessu sinni. Sumir orðuðu það reyndar svo, að loksins hefðu Kanadamenn sameinast. Þeir hefðu sameinast um að sundrast. Úrslit kosninganna eru mikið pólitískt áfall fyrir Brian Mulroney forsætisráðherra, sem var þó óvinsæll fyrir. Hann beitti sér mjög í kosningabaráttunni og hvatti menn eindregið til þess að krota við „já“ á kjörseðlinum. Kosningabarátta hans hafði mikil áhrif, en því miður þveröfúg á við það, sem Mulroney ætlaðist til. Skoðanakönnuðir komust nefni- lega að því að hann sneri tvöfalt fleiri óákveðnum kjósendum gegn samkomulaginu en til fylgis við það! Mulroney situr þó ekki einn í súpunni. Segja má að allir Kan- adabúar, sem til sín láta taka á op- inberum vettvangi, hafi beðið álitshnekki, því fyrir kosninguna hafði myndast gífurleg samstaða nær allra stjórnmálaflokka, í öll- um fylkjum, hjá fólki af öllum kynþáttum og svo ffamvegis. Hið sama var upp á teningnum í fjöl- miðlum, sem töldu loks að kom- ast myndi á Fróðafriður eftir alda- langar ýfingar milli ensku- og ffönskumælandi íbúa landsins. Þessi þjóðarsátt skoðanasmiða þjóðarinnar náði hins vegar aug- ljóslega ekki til pupulsins. BAKSLAG FYRIR AÐSKILNAÐ- ARSINNA Það kom svo sem fáum á óvart að hinir ffönskumælandi Québec- búar skyldu hafna samkomulag- inu. Færri áttu hins vegar von á því að íbúar fimm annarra fylkja myndu fella það líka og það með talsverðum mun. Stjórnarskrárbreytingin fyrir- hugaða hefði veitt Québec sér- staka viðurkenningu sem menn- ingarheild, komið nýrri skipan á þingstörf, veitt vesturfylkjunum meira vægi á þingi og tryggt ffum- byggjum landsins sjálfstjómarrétt. Þrátt fyrir að æda mætti að þetta væru allt saman eftirsóknarverð markmið reyndust 54,4% kjós- enda vera samkomulaginu and- víg. Sumir stjórnmálaskýrendur vestra telja að samkomulagið hafi hugsanlega verið „of gott“, það er að segja að menn hafi seilst of langt í von um að ffiða alla aðila. Þetta hafi hins vegar virkað þann- ig á kjósendur að þeim hafi þótt ávinningur sinn svo sjálfsagt rétt- Yukon Norbvesturhéruðin Nýfundnaland og Labrador Breska Kólumbía Alberta Sask- Mani- atch- toba ewan Québec Ontario Þótt Kanada sé næststærsta ríki heims og mjög auðugt af náttúruauðlindum búajtar aðeins um 25 milljónir manns. Þar af eru um tíu t Ontario og tæpar sjö í Québec. / New Brunswick Prince Edward- eyja \ Nova Scotia PRESSAN/AM öldungadeild — veröur sett á laggirnar, en þar sitja fylki auk þess sem hvert héraö innan þeirra kýs UM ÞETTA VAR KOSIÐ Kanadamenn voru spurðir að því í þjóðaratkvæðagreiðslunni hvort þeir væru samþykkir samkomuiagi þvf sem náðist um stjórnar- skrárbreytingu f ágúst sfðastliðnum. Helstu liðir þess voru: • Quebec er viðurkennt sem sérstakt menningarsamfélag og þaðan verða að minnsta kosti þrfr af nfu hæstaréttardómurum Kanada að koma. • Menningarmálum skal stjórnað heima í hverju fylki fyrir sig, en alrík- isstofnanir á borð við kandadfska rfkisútvarpið verða áfram á hendi stjórnarinnar f Toronto. • Ný þingdeild sex þingmenn frá hverju sérþingmann. • Ontario, Quebec, Breska Kólumbfa og Alberta fá aukasæti f fulltrúa- deildinni og er Quebec tryggður fjórðungur þingsæta. • Sjálfstjórnarréttur indíána og eskimóa er viðurkenndur. • Helstu sameiginlegar stofnanir alrfkisins verða áfram undir stjórn Toronto. Komi til nýrra verkefna, sem kosta á sameiginlega, mega ein- stök fylki sinna þeim sjálf að vissum skilyrðum uppfylltum. • Kjósi fylkin svo mega þau sjálf ráðstafa alrfkisfé til húsnæðismála, tómstundaiðkunar, skógræktar, námugraftar, ferðamála og starfsþjálf- unar. • Fylkin mega taka f sínar hendur stjórn innflytjendamála og byggða- þróunar. lætísmál að hann hlyti að haldast eða nást senn burtséð frá sam- komulaginu, en hafi hins vegar lit- ið á allar eftirgjafirnar í garð hinna sem hreinan ósigur og þar af leið- andi fellt samkomulagið. Jacques Parizeau, leiðtogi að- skilnaðarflokksins Parti Québeco- is, fagnaði úrslitunum ákaflega. „Að þessu sinni sögðum við hvað við vildum ekki. Næst munum við segja hvað það er sem við viljum!“ Þetta eru stór orð, en það er lang- ur vegur til 1994 ennþá og ósenni- legt verður að teljast að Parizeau takist að vinna meirihluta fyrir að- skilnaði fyrir þann tíma. Sannleikur málsins er nefnilega sá að þrátt fyrir að frönskumæl- andi Québec-búar þjáist margjr af vægu ofsóknarbrjálæði í garð enskumælandi granna sinna vilja flestir halda sig innan Kanada. Þeir vilja á hinn bóginn ganga eins langt og unnt er til að verja menn- ingararfleifð sína fyrir engilsax- neskum áhrifúm. Parizeau hefði sennilegast helst kosið að Québec hefði eitt fylkj- anna hafnað stjórnarskrárdrög- unum. Fjöldi hinna fýlkjanna, sem það gerði líka, er hins vegar frekar vandræðalegur. Fæstir trúa því að megn andstaða við breytta þingskipan, fjárhagslega ábyrgð fylkjanna eða sjálfstjórn ffurn- byggja hafi valdið því að menn fóru í hrönnum á kjörstaði til að fella drögrn. íbúar vesturfylkjanna — Bresku Kólumbíu, Albertu, Saskatchewan og Manitoba — voru mun sennilegar að segja þvert nei við frekari undanláts- semi í garð „froskanna“ eins og Québec-búar eru gjarnan nefndir af kanadískum engilsöxum lfkt og Bretar nefna vini sína handan Ermarsunds. Skilaboðin til aðskilnaðarsinna í Québec voru skýr: „Ef þið viljið fara, farið þá í Guðs bænum. Hverjum er ekki sama?“ ÞJÓÐARVITUND KANADA- MANNA En hvað tekur þá við? Sundrast Kanada, svona allt að því fýrir mistök, líkt og er að gerast í Tékkóslóvakíu? Sennilegast ekki, enda eru Kanadamenn þekktir fyrir flest annað en flan. Þeir þurfa hins vegar að taka sig saman í andlitínu og velta því fýrir sér til hvers þeir eru eiginlega tengdir þessu ríkjabandi. Hvaða ríku sameiginlegu hagsmunir það séu, sem krefjist þess að Kanada sé til. Staðreyndin er sú að þeir hags- munir eru ekkert sérstaklega aug- ljósir. Varnar- og öryggishags- munir þeirra fara saman, en það myndu þeir hvort eð er gera jafn- vel þó svo ríkið klofnaði þvers og kruss, því þrátt fýrir allt er ffernur ósenniiegt að Québec-búar hyggi á landvinninga í Ontario eða að Montana í Bandaríkjunum sendi þjóðvarðlið sitt inn í Albertu. Litlu fátæku fýlkin á austurströndinni sjá sér vitaskuld hag í byggða- stefnu alríkisins, en skilningur vesturfylkjanna á henni fer aftur mjög þverrandi. Ontariobúar sjá lítið vit í landbúnaðarniður- greiðslum til Saskatchewan og Al- berta og svo ffamvegis. Hið eina, sem heldur ríkinu saman, er óttinn við það að sogast inn í Bandaríkin. Þar nyrðra líta menn á sig sem Svía nýja heims- ins og finnst granninn í suðri ráð- ríkur barbari sem setji efnishyggj- una ofar öðrum gildum. Margir — sérstaklega bændur — eru lflca .fúllir efasemda um ágætí Fríversl- unarsamnings Norður-Ameríku (NAFTA), sem þeir telja að þjóni fyrst og fremst hagsmunum Bandaríkjanna. Ems vilja Québec- búar (af tvennu illu) frekar vera komnir upp á náð annarra Kan- adamanna en Bandaríkjamanna. í þessu felst sennilega kjarni málsins. Þjóðemisvitund Kanada- manna byggist að mestu leyti á samanburði við Bandaríkjamenn og það er hin knýjandi nauðsyn þess að Kanada sé ein efhahagsleg heild gagnvart Bandaríkjunum, sem sennilega mun valda mestu um það að Kanadamenn í fýlkjun- um tíu og auðnunum norður frá munu áður en yfir lýkur kjósa að búa saman í einni Könödu. Andrés Magnússon í 09 2lnflelw T|fraí0 Það vantar skýra léimsókn Akihitos keisara til Kína er sú fýrsta í tvö þúsund ára sögu japanska konungdæmisins og hefur að markmiði að bæta samskipti ríkjanna. Andrúmsloftið í kringum heimsóknina gæti þó haft alveg þver- öfug áhrif. Kínverjar hafa aldrei fellt sig við hvernig stjórnin í Tókýó hefur á óljósan hátt tjáð eftirsjá vegna stríðsrekstrar Japana. Það er lítíl von til þess að Akihito keisari bregði út af vananum og segi eitthvað annað. Samt er keisarinn tákn japanska ríkisins. Skýr afsökunarbeiðni vegna framferðis Japana í stríðinu yrði túlkuð um alla Asíu sem upphaf nýs kafla í japanskri sögu. Því miður myndi slíkt reita til reiði volduga hægrisinnaða þjóðemis- hyggjumenn sem snúast öndverðir gegn öllum hugmyndum um að Jap- anir biðjist afsökunar á hegðun sinni í stríðinu. Sannleikurinn er sá að Japanir hafa forðast að horfast í augu við ábyrgðina og sektina vegna stríðsins. í Asíu velta margir því fýrir sér hvort þessi afneitun Japana á staðreyndum sé ekki tilefni til að spyrja alvarlegra spurninga um framtíð lýðræðisins þar í landi. Það þarf að hafa hemil á þjóðernissinnunum. ,Góðar fréttir! Okkur tókst að hafa hemil á verðbólgunni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.