Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 31 Eru raðamenn þjóðarinnar á endalausu fylleríi? Og ef svo er; skiptír það þá einliverju máli? Það getur vart talist nýlunda að stjórnar- og embættismenn dreypi á áfengi. Vísa má í sagn- ffæðUegan skáldskap eins og þeg- ar böðull Jóns Hreggviðssonar drakk með fanga sínum og tína má til kvart og kvein fyrri tíma yfir embættismönnum, einkum prest- um og sýslumönnum. Ekki voru slíkar uppákomur kunnar meðal alls þorra landsmanna en nú þeg- ar fjölmiðlar eru nánast inni í stofu almennings fer það ekki framhjá neinum þegar kjörnir fúlltrúar þjóðarinnar Ieyfa sér ögn of mikið. Áhrifamiklir menn hafa stigið á stokk og látið í ljósi álit sitt en sitt sýnist hverjum. Flestir telja þó að þetta sé ekkert einkamál lengur, krefjist umræðu og komi öllum við. Lengst í stjórnlausri ofdrykkju Sögur af áfengisneyslu ráð- herra, þingmanna og annarra æðstu valdhafa hafa ætíð lifað góðu lífi. Margar þeirra hafa átt sér stoð í raunveruleikanum þó að á stundum hafi verið nauðsynlegt í hinu smáa samfélagi að trúa frá- sögnum varlega. Ósjaldan hefur það komið fyrir að léttvægar uppákomur hafa verið barnaðar nokkrum sinnum og úr orðið meiriháttar viðburðir þannig að menn hafi neyðst til að bera af sér smáhneyksli eins og um misindis- verk væri að ræða. Það virðist hins vegar mikið feimnismál þegar um raunverulegan siðferðisbrest er að ræða og opinber umræða ein- kennist af mikilli varfæmi. Jónas frá Hriflu, ráðherra og forkólfur Framsóknarflokksins, var að þessu Ieyti ekki teprulegur og lét skammir óspart vaða yfir þá sem hann taldi ekki fylgja réttri braut, enda hafði hann haft ímug- ust á áfengisdrykkju ffá unga aldri og taldi vín til æsandi nautnaefna. Hann óttaðist ekki að nafhgreina menn fyrir áfengisnotkun en ffægasta málið sem hann hafði af- skipti af er frá haustinu 1925 er Árni Jónsson frá Múla, einn af pólitískum andstæðingum Jónas- ar, hafði verið sendur til Ameriku til að freista þess að fá afnumda tolla á íslenskri ull. Árni þurfti fyrst að ferðast til Kaupmanna- hafnar áður en hann kæmist áfram vestur um haf en veiktist í Köben og hætti við förina. Jónas ávítaði hann og sagði hann hafa lagst í drykkju og ekki klárað för sína af þeim sökum og að auki fengið skotsilfur af almannafé til fararinnar. Hann skrifaði harð- orðar greinar í Tímann: „...Sendimaðurinn fer ekki til Amertku. Hann kemst aldrei nema til Khafnar. Hann er þar í margar vikur og lengst í stjórn- lausri ofdrykkju, jafnvel svo að fá- dæmum sætir á mælikvarða ís- lenskrar óreglu... Sá maður, sem svo hrapallega hefur farið fyrir, er Árni Jónsson frá Múla. Honum hefur orðið svo mikið á, að óhugs- andi er að hann taki hér eftir sæti f löggjafarsamkomu landsins..." Jónas kallaði Árna eftir þetta „manninn sem sem fann ekki Ameríku" en Árni sætti því ekki og svaraði fyrir sig. Sagðist hann hafa skilað fénu öllu og ekki hafa unnið til saka annað en að hafa lyft glasi með félögum sínum. Þrátt fýrir átölur Jónasar, þess harða bindindismanns, þótti mörgum sjálfsagt að ráðamenn sinntu „selskapsskyldu“ sinni með viðeigandi gleði og þung drykkja var oft á mönnum. Miklar sögur gengu um Hannes Hafstein og Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, var þekktur fyrir léttleika. Mönnum var hins vegar aldrei fyllilega ljóst hvort hann væri við skál eða ekki, en töluvert var talað og skrifað um áfengis- neyslu hans. Ólafur hafði þrátt fyrir umtal mikinn „kvóta“ meðal almennings og komst því upp með ýmislegt. I ráðherratíð sinni er sagt að hann hafi eitt sinn átt að mæta til fundar í Stapanum. Suð- urnesjamenn voru óþreyjufullir „Sendimaður- inn fer ekki til Ameríku. Hann kemst aldrei nema til Khafn- ar. Hann er þar í margarvikurog lengst af í stjórnlausri ofdrykkju, jafnvel svo að fádæmum sætir á mælikvarða íslenskrar óreglu," skrif- aði Jónas frá Hriflu um Árna Jónsson frá Múla á sínum tíma. Jónas kallaði Árna eftir þetta „manninn sem fann ekki Ameríku". og var þeim orðið heitt í hamsi loks þegar Ólafur kom. f stað þess að sinna þeim horfir hann í kring- um sig og segir: „Hvar í andskot- anum get ég migið hérna?“ Það fauk allur vindur úr mönnum við þetta, svo var þeim skemmt. Víman hefur áhrif á stjórn landsins í núinu hefur Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV, einn fárra manna vakið máls á grófum drykkjusiðum fslendinga í Ieiður- um sínum og veist bæði að for- sætis- og utanríkisráðherra fyrir að ganga á undan öðrum með slæmu fordæmi og koma áber- andi ölvaðir fram í sjónvarpi. Hann telur vímuna svo mikinn þátt þjóðlífsins að hún hafi áhrif á stjórn landsins, stjórn fýrirtækja og stjórn heimila. Hann átelur einnig drykkjurúta sem verða sér til skammar kjólklæddir í kónga- veislum, en nefnir hvorki nöfn né embættisheiti í því sámbandi. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokks og fyrr- verandi forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsviðtali að drykkjusiðir hefðu breyst til batnaðar en menn sem sýndu slæma hegðun opin- berlega ættu að taka sjálfa sig taki ellegar láta af forystustörfum. Er almenningi í því sambandi enn í fersku minni er Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra, tók á móti heimsmeisturunum í bridge við komu þeirra til landsins, og færði þeim þá frægu skál er við Ber- múda hefur verið kennd. Var hann vel reifur við það tilefni en mikið hefur verið um persónu hans og neyslu áfengis rætt eftir það. Ráðherra segir sjálfur að úr hafi orðið rógburður sem hafi það að markmiði að skaða persónu hans og pólitískan feril, ekki ólíkt því sem Árni frá Múla ásakaði Jónas ffá Hriflu um á sínum tíma. Við erum ekki hrifin af flibbarónum Umræðan öll sýnir hversu við- kvæm mál er við að eiga en bendir þó til þess að breyting virðist orð- in á umburðarlyndi því sem áður þekktist. Fjölmiðlar eru nú ofan í hvers manns koppi og ráðamönn- um ekki lengur stætt á að drekka í opinberum veislum framundir morgun, eins og áður var. Sviðs- ljósið hefur sett áfengisneyslu og almennt siðferði ráðamanna und- ir smásjá almennings. Þeir við- mælendur sem PRESSAN leitaði álits hjá töldu drykkju ráðamanna ekki hafa aukist en hún hefði hins vegar fengið aðra og meiri um- fjöllun. „Það var ekki síður drukkið ótæpilega fyrir nokkrum áratug- um og drykkja hefur jafnvel minnkað,“ segir Pétur Tyrfings- son, dagskrárstjóri á göngudeild SÁÁ. „Vegna þess að fýlgst er með ráðamönnum betur en áður fer meiri sögum af drykkjuskap, en það virðist stundum vera tilhneig- ing að ýkja þær og er sjálfsagt ein- hverra hagur að koma hneyksli af stað.“ Pétur segir að ekld þyki lengur fínt að vera drukkinn á al- mannafæri og þaðan af síður þyki hún fi'n h'fskúnstin sem tengd var ofdrykkju sem til dæmis er getið um í Guðsgjafarþulu Halldórs Laxness. „Þetta er flibbarónaskap- ur og við erum ekki hrifin af flibbarónum." Þegar Jónas frá Hriflu ávítaði ráðamenn fýrir að veita slæmt for- dæmi urðu andstæðingar hans ævareiðir og töldu hann fara yfir öll velsæmismörk, þar sem álitið var að drykkja væri einkamál hvers og eins. Þessi röksemda- færsla hefur oftar skotið upp koll- inum. „Það eru siðferðislegar spurningar þessu tengdar,“ segir Pétur. „Ráðamenn eru í ábyrgðar- stöðum og í vinnu hjá almenningi, en því fýlgir að fóma verður hluta einkalífsins. Það kemur okkur við hvað kjörnir fulltrúar þjóðarinnar gera í frítíma sínum því við verð- um að geta treyst mönnum fyrir þeim verkum sem þeim er ætlað að leysa, þó ekki mæli ég með Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV, hefurtekið við af nafna sínum frá Hriflu sem harðasti vöndur ráðamanna um áfengisdrykkju þeirra. Jónas segir áfengisvímuna hafa áhrif á stjórn landsins, fyrirtaekjanna og heimil- anna ílandinu. hljóðnemum í herbergjum þeirra. Það ber að tala rólega um þessi mál en gera það jafnframt um- búðalaust. Ef mönnum er ekki treystandi að keyra bíl undir áhrif- um áfengis hvernig geta þeir þá siglt þjóðarskútunni?" Ráðamenn rorrandi ofan í míkrófóna fréttamanna Nú velta menn því fyrir sér hvort taka eigi fyrir veitingu áfengis við opinberar athafnir og önnur tilefni. Ólína Þorvarðar- dóttir, borgarfulltrúi Nýs vett- vangs, hefur lagt tillögu fram fýrir borgarstjórn um verulega tak- mörkun tóbaks- og áfengisveit- inga í veislum og móttökum, sem annars vegar er ætlað að skera niður útgjöld og hins vegar að veita siðferðislegt fordæmi. Telur hún þetta óþarflega stóran út- gjaldalið og nefnir sem dæmi að Listahátíðarnefnd hafi eytt tveim- ur milljónum í veitingar og þar af hafi um hálfri milljón verið varið til áfengiskaupa. „Það er eðlileg krafa almenn- ings þegar harðnar í ári að niður- skurður opinberra áðila beinist að ráðamönnum ekki síður en al- menningi. Sáralítið hefur verið að gert og ástandið er farið að minna á daga franska aðalsins þegar spil- að var á lúðra og sungið meðan al- þýðan lá sveltandi við haflarvegg- inn,“ segir Óh'na. „Opinberir aðil- ar verða að gefa siðferðislegt for- dæmi, ekki síst þegar ráðamenn „Það er ætlast tll að almennir launamenn séu allsgáðir við vinnu sína og það sama á að ganga yfir stjórnendur landsins," segir Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi, sem vill banna vínveitingar í borgarveisl- um í miðri viku. eru nánast inni í stoíu hjá fólki og öll þjóðin verður vör við það er þeir hinir sömu eru rorrandi ofan í míkrófóna fréttamanna. Það er ætlast til að almennir launamenn séu aflsgáðir við vinnu sína og það sama á að ganga yfir stjórnendur landsins." Ólína setur mörkin við opinber störf og gerir þá kröfu að menn séu allsgáðir þegar þeir stimpla sig út. Hvaða hneigðir ráði ríkjum heimavið sé hins vegar annað mál og lýsir hún feginleik yfir því að blaðmenn skuli ekki sitja inni á rúmstokki. „Það eru ákveðin vel- sæmismörk sem ætlast er til að menn fýlgi, en þótt menn skemmti sér, syngi og hlæi manna hæst á opinberum vettvangi er ekkert við því að segja. Sú krafa að fólk hagi sér skikkanlega á ekki að ganga út í þær öfgar að það megi ekki sýna gleði eða tilfinningar." Lokaði drukkinn borgarfógeta inni Ýmsar uppákomur tengdar áfengi og áfengisneyslu hafa vald- ið hneykslan manna og hefur það löngum verið á allra vitorði að á stundum hefur frjálslega verið far- ið með risnufé og önnur fríðindi. Er skemmst að minnast áfengis- kaupamáls Magnúsar Thorodd- sen, íýrrverandi hæstaréttardóm- ara og handhafa forsetavalds. Hann þótti hafa misnotað aðstöðu sína, réttað var í máli hans og hann dæmdur úr embætti. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður reyndi að sýna fram á það í málsvörn Magnúsar að til- felli þetta væri ekki einsdæmi og komst fimmtugsaímæli Bryndísar Schram í hámæli í framhaldi af því. I ljós kom að ekkert hafði ver- ið við það að athuga, en lán Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra á drykkjarföngum í gegnum embætti sitt til að veita í veislu vinar síns þótti hins vegar ámælisvert og baðst hann opin- berlega afsökunar. Ritstjóri DV fór þá hamförum á ritvellinum og sakaði ráðherra um spillingu og siðleysi. Uppákomur á opinberum vett- vangi eru ekkert einsdæmi, en um áramót 1987 kom Jón Baldvin fram í útsendingu útvarps, aug- ljóslega vel við skál. í viðtali sem haft var við Bryndísi Schram um ári síðar segir hún að það hafi ver- ið útbreidd saga að hann væri alkóhólisti, en segir það jafnframt slúður eitt og líkir illmælginni við galdraofsóknir. Jóhann Hafstein gerði sig eftirminnilegan við kirkjuvígslu Háteigskirkju í ráð- herratíð sinni er hann hóf að kalla til.biskupSjUtan úr sál. Það kom á menn þar sem Jóhann hafði alla tíð þótt vandaður maður. Augljós lögbrot hafa ekki verið mörg, en flesta rekur enn minni til er Gunn- ar Schram, þá þingmaður, keyrði drukkinn og varð fyrir óhappi. Ekki fór það hátt og ekki hefur heldur verið mikið um það rætt þegar þingmenn hafa verið undir áfengisáhrifum í ræðupúlti á Al- þingi, þótt iðulega berist mönnum slíkar sögusagnir til eyma. Sagt er að velflestir hafi verið kenndir á þingi sem á annað borð smakka áfengi, en fýrir þinglausnir borða þingmenn oft saman áður en vinnudegi lýkur og er vín ætíð haff um hönd. Á sjöunda áratugnum hefur verið sagt frá því er Kári Borgfjörð Helgason, kaupmaður í Reykja- vík, lokaði borgarfógeta inni er hann hugðist taka af honum hús- eign. Málsatvik voru þau að Kári rak bflaleigu, en Kristján Krist- jánsson borgarfógeti hugðist taka eignarnámi hús á Njálsgötu sem Kári átti. Ekki tókst betur til en svo að kaupmaðurinn lokaði hann inni, hringdi á Iögregluna og kærði fógeta fýrir drykkjuskap í starfi. Kristján hafði orð á sér fyrir áfengisneyslu og hafði innbyrt töluvert magn þegar hann kom til að ganga frá eignatökunni. Ekki fór þetta hátt í fjölmiðlum en mönnum þótti þetta skemmtilegt, „Ráðamenn eru í ábyrgðarstöð- um og ívinnu hjá almenningi, en þvífylgirað fórna verður hluta einkalífs- ins," segir PéturTyrfingsson, dag- skrárstjóri á göngudeild SÁÁ. því margir höfðu horn í síðu fóg- eta. Drykkjumenn finnast alls staðar Siðferðisspurningin sem hér um ræðir tengist áfengi og hegðun ráðamanna á opinberum vett- vangi. Erlendis þykir ekki tiltöku- mál að hafa áfengi um hönd og varð það Frakkanum Pierre Men- des-France meira að segja að falli að vera yfirlýstur bindindismaður. Það þótti gera hann tortryggilegan og varð til þess að hann náði ekki forsetakjöri, þótt af mörgum væri hann talinn einn merkasti leiðtogi landsins. „Ég tel það ekki stórmál þótt það hendi stjórnmálamann eða einhvern annan einu sinni að birt- ast kenndur fýrir ffarnan alþjóð, ef hann að öðru leyti sýnir að hann veldur starfi sínu vel. Að vandlæt- ast yfir slíku finnst mér sýna hræsni,“ segir Eyjólfur Kjalar Em- ilsson, dósent í heimspeki. „Sýnu alvarlegra er þegar verið er að rugla saman fríðindabrennivíni og einkaneyslu. Hitt er annað mál að ef dæma ætti af framsýni þeirra gæti maður oft haldið að íslenskir stjórnmálamenn væru sauð- drukknir. En vitaskuld hefur mátt finna drykkjumenn í öllum störf- um, sem ýmist eru kenndir eða með timburmenn í vinnunni. Þá á að sjálfsögðu að láta fara og gildir einu hvort þeir eru í háum stöð- urn eða lágum.“ Telma L. Tómasson smáa letrið Þeir sem fylgdust með kappræðum forsetaframbjóðendanna banda- rísku í Ríkissjónvarpinu á dögunum hafa sjálfsagt sannfærst um hversu miklu betur er að slíku staðið þar vestra en hér heima. Að mrmtsta kosti er nær ómögulegt að ímynda sér þá Ólaf Ragnar og Jón Baldvin halda sig jafn drengilega á mott- unni og innan tímamarkanna og þessir þrír heiðursmenn gerðu. En það er fleira í pólitíkinni sem Kanarnir gera betur en við. Til dæm- is vita þeir hvað skiptir máli í stjórnmálum og hvers er vert að spurja í skoðanakönnunum. Þannig birti bandaríska tímaritið Spy niður- stöður könnunar um daginn sem kemst ótrúlega nærri kjarna máls- ins. Lítum á þessar niðurstöður (ein- hverra hluta vegna var Ross Perot haldið utan við könnunina, ef til vill sökum þess að hún var gerð milli þess sem hann var í framboði og þar til hann fór í framboð að nýju): 43 prósent Bandaríkjamanna vildu frekár að Clinton væri pabbi þeirra en Bush. 39 prósent kusu hins vegar frekar að Bush gegndi þessu hlut- verki. Hins vegar vildu 42 prósent Banda- ríkjamanna frekar fá Bush sem barnapíu en Clinton. 31 prósent vildi heldur að Clinton gætti barn- anna. 48 prósent aðspurðra sögðu að þeir mundu síður kjósa frambjóðanda sem hefði orðið uppvís að fram- hjáhaldi, 50 prósent sögðu það ekki skipta máli en aðeins 2 prósent sögðu að þeir mundu frekar kjósa slíkan frambjóðenda en þann sem aldrei hefði haldið framhjá. 70 prósent aðspurðra sögðust telja Clinton betri bólfélaga en Bush. 24 prósent gátu ekki myndað sér skoð- un á málefninu en aðeins 6 prósent töldu Bush líklegri til afreka í bólinu en Clinton. 46 prósent töldu Clinton líklegri til að bresta í grát en Bush. Hins vegar töldu 25 prósent Bush líklegri til að vatna músum. 45 prósent Ameríkana töldu að meira kjaftæði kæmi frá Bush en Clinton en 31 prósent taldi að þessu væri öfugt farið. Clinton var hins vegar talinn líklegri til að grípa til kosningasvindls ef hann gæti (35 prósent á móti 30 prósentum hjá Bush). 56 prósent vildu frekar fá Barböru Bush fyrir móður en Hilary Clinton. 40 prósent vildu frekar móðurbarm Hilary. Hins vegar mundu fleiri, eða 53 pró- sent, kjósa Hilary en Barböru ef þær væru í framboði til forseta. 45 pró- sent mundu kjósa Barböru. Þegar varaforsetaefnin voru tekin með kom í Ijós að Quayle þótti lík- legastur til að hafa svindlað á próf- um í skóla (55 prósent). Næstur kom Clinton (27 prósent), þá Gore (8 pró- sent) og loks Bush (5 prósent). Þegar fólk var beðið að nefna rokk- stjörnu sem það gæti hugsað sér sem forseta fékk Billy Joel 28 pró- sent atkvæða, Don Henley úr Eagles 13 prósent og Madonna 8 prósent. Og loks var spurt hver ætti að end- ursemja þjóðsöng Bandaríkjanna ef það væri nauðsynlegt. írska sveit- in U2 fékk.26 prósent atkvæða og Bruce Springsteen 15 prósent.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.