Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 39 verið fjölyrt um þann þátt könnunarinnar sem lýtur að neyslu fíkniefna. Ekki virðist hægt að efast um niður- stöður sem segja að notkun slíkra efna sé meinóholl og hafi vond áhrif á nám og líf. Hins vegar versnar í því þegar fjölmiðlar lesa út úr könnuninni að hassneysla unglinga hafi aukist. Stað- reyndin er nefnilega sú að samkvæmt könnunninni segir að fjöldi þeirra sem hafa prófað hass og eru í efsta bekk ffam- haldsskóla hafi minnkað úr 30,3 prósent- um í 21,3 prósent síðan 1984. Meðal sex- tán ára unglinga hefur þó orðið pínulítil aukning, fjöldinn fer úr 8,2 prósentum í 9,5 prósent... l-/ögreglufélag Reykjavíkur hefur or- lofsaðstöðu í Hvammi við Hvammsvík í Kjós, þar sem er að finna einbýlishús, söluskála, íjós, hlöðu og ekki síst veiðitjörn. Þetta allt saman keypti fyrir nokkrum og reisti sér um leið hurðarás um öxl að ra mati. Hvort sem er rétt eða ekki þá var í gær, miðvikudag, undirritaður leigu- samningur milli félagsins annars vegar og þeirra Gunnars Bender laxveiðiáhuga- manns og Arnórs Benónýssonar leik- ara hins vegar þar sem tvímenningarnir taka aðstöðuna á leigu. Ætla þeir sér að sleppa duglega í tjörnina og selja veiði- leyfi, jafnt á sumri sem að vetri til... ndanfarna daga hefur mátt sjá í smáauglýsingum DV til sölu yfirbyggðan Nissan King Cab-pallbíl, sem auglýstur er sem virðisaukaskattsbíll og boðinn góður staðgreiðsluafsláttur. Við eftirgrennslan kemur í ljós að hér er á ferðinni annar bíl- anna sem PRESSAN skýrði frá fyrir nokkrum vikum og er í umsjá tálbeitunn- ar í kókaínmálinu, Jóhanns Jónasar Ingólfssonar. Skráður eigandi bílsins er enn sem fyrr kaupleigufyrirtæki Fjárfest- ingarfélagsins, Féfang hf., en af auglýsing- unni má ráða að það sé Jóhann sem býð- ur hann til sölu... F I virK og kunnugt er kallaði siðameist- ari Jóns Baldvins Hannibalssonar rússneska sendiherrann, Júrí Reshetov, á teppið um daginn vegna skrifa hans um alþjóðaskuldbindingar íslendinga í málefnum stríðsglæpamanna. í samtali Reshetovs og Harðar Bjarnasonar siðameistara var sendi- herranum ekki veitt tiltal vegna afskipta af innanríkismálum, eins og Morgunblaðið hélt fram, heldur var honum gerð grein fyrir hversu „viðkvæmt“ málið væri. Þetta var margendurtekið sem ástæða þess að sendiherrann var kallaður inn, en aldrei fékkst skýring á því nákvæmlega hvers vegna utanríkisráðherra þótti málið svona viðkvæmt... £T að verður einhver bið á því að viku- >lað Guðna Þórðarsonar í Sunnu líti lagsins ljós. Upphaflega var gert ráð fyrir að það kæmi út nú í vikulokin, en eitthvað hefur undirbúningur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, því nú er talað um fyrsta útgáfu- um miðjan nóvem- ber... A fjölmiðlunum bíða menn með nokkrum titringi eftir Gallup-skoðana- könnun um áhorf og hlustun sem gerð var fyrir nokkrum vik- um og birt verður næstu daga. Spennan er ekki minnsta á Rás 2 og fréttastofu Sjónvarps, en margir renna grun í að þessar deildir Ríkis- ^útvarpsins hafi farið heldur halloka fyrir mótherjum sínum í samkeppninni, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2. Einhver fundahöld munu hafa verið á fréttastofu Sjónvarps í haust og Bogi Ágústsson og hans fólk rætt hvem- ig mætti bregðast við harðnandi sam- keppni frá Ingva Hrafni Jónssyni og fréttaliði hans. En það kemur semsagt í ljós einhvern næstu daga hvort Bogi þarf að grípa til örþrifaráða... •XT að er hægt að nota ýmsar aðferðir til að lesa niðurstöður út úr skoðanakönn- unum. Nú í vikunni kynnti Þórólfur Þórlindsson prófessor könnun sem menntamálaráðuneytið lét gera á högum ungs fólks á aldrinum 13-20. Hefur mikið A r \ _ *' :w) k i piz; ÍAHL ISID 1 kt' ana hein FRfAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINQINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensátvegi 10 - þjónar þér allan aólartiringlnn c/ewi&i/ot ti/yA/ar á matýýr-ir iý-nin-^a/r- i mitur. c/Zoýwni ein-mý, a/Uá /e- ncf-uy iýnun(jpa/nc/a(jf-a-/i//r(/r- i-ntá'nétti, /ö/u-r oc/ /a/p,. <ó//ontwnariúnii /á//30

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.