Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 Istjön Wie- rhal-stofnun- tnar lætur | erðaleysi ís-1 ;ku ríkis- rnarinnar i stöðva sig í tson-málinu. ín segir ríkis- rnina ekki geta hlaupist | Indan ábyrgð sinni í málinu o| ætlar að kynna J íslendingum málið beint. Og ) hann ætlar sjálf- ur til Eistlands að hafa uppi á gögnunum sem ríkisstjórnin vildi ekki leita Efraim Zuroff, forstjóri Wiesenthal-stofnunarinnar „Afgreiðsla ríkisstjórnarinnar á málinu er hneyksli." „Mikson á ekki að njóta ævikvöldsins” einhver hefði tnálað gyðinga- stjörnuna á teppaverslun Atla Eðvaldssonar. Var það gert á þín- um vegum? „Ég vil að það sé alveg skýrt að ég fordæmi slíkt undantekningar- laust. Atli Eðvaldsson ber enga ábyrgð á glæpum föður síns og það er engin lausn fólgin í slíkum aðgerðum. Ásakanimar á hendur föður hans eru alvarlegri en svo. Hefði ríkisstjórnin hins vegar sinnt skyldu sinni, þá hefði þetta kannski ekki gerst. Þeir eru til sem vilja taka réttlætið í eigin hendur þegar það fæst ekki öðruvísi.11 Karl Th. Birgisson ÞEIR REYNA EF TILVILL NÆST NAIMIG Skýrsla lögffæðinganna í Mik- son-málinu verður ekki enda- punkturinn í málarekstri Wie- senthal-stofnunarinnar. Nú hafa tvö lönd gripið til aðgerða, Banda- ríkin með því að setja hann á lista yfir stríðsglæpamenn og vera hans í Bredandi verður teldn upp á þingi þar. Effaim Zuroff undir- býr nú ýmsar leiðir tíl að þrýsta á íslensku ríkisstjórnina um að- gerðir, en hefur mætt litlum áhuga í stjórnkerfinu hér. PRESS- AN átti samtal við hann í gær. Er orðið markmið ykkar að gera gamla manninum lífið leitt, nú þegarflest sund virðast lokuð i opinberum málarekstri? „Frá okkar sjónarhóli eru sundin alls ekki lokuð. Ég skrifaði embætti ríkissaksóknara og bauðst til að koma gögnum til hans. Við sendum líka rússneska sendiráðinu bréf og báðum þá um aðstoð við að komast yfir gögn sem er að finna í fyrrum Sovét- ríkjunum. Þá á ég ekki við gögnin í Eistlandi, heldur þau sem eru geymd í Rússlandi, þar sem er að finna frumgögn um rannsóknina sem fór fram í Eistlandi. Við höfum líka í hyggju að fara til Eistíands og leita beint til ríkis- stjórnarinnar um að fá aðgang að gögnum. Við höfum ástæðu til að ætla að gögnin, sem þar er að finna, gætu sannfært íslensku rík- isstjórnina um að ástæða sé til rannsóknar, ef ekki saksóknar." Það sem gerðist í Bretlandi í vikunni virðist þó hafa verið ætl- að til þess að gera Mikson erfitt fyrir að heimsœkja son sinn. „Við erum þeirrar skoðunar að menn sem hafa ffamið svo skelfi- lega glæpi eigi ekki að geta ferðast um heiminn og notið lífsins. Við erum ekki einir um þá skoðun; ríkisstjórnir margra landa hafa koniist að sömu niðurstöðu. Ef Mikson hefði til dæmis reynt að heimsækja einhvern í Bandaríkj- unum, þá hefði hann ekki komist inn í landið. Honum er bannað að koma þangað, enda er hann á lista dómsmálaráðuneytisins yfir stríðsglæpamenn sem það gildir um. Þetta er því engin einkaskoðun Simon Wiesenthal- stofnunarinn- ar. Þeir eru margir sem telja að slíkir glæpamenn eigi að bera ábyrgð á gerðum sínum. Stríðs- glæpanefnd breska þingsins lét í ljós vanþóknun sína á ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar og skoska sjónvarpið, sem hefúr ver- ið ötult við að finna og rannsaka stríðsglæpamenn nasista í Bret- landi, var reiðubúið að eyða mikl- um tíma og mannafla í að vekja athygli á veru Miksons í Skot- landi." Hvers vegna? „Vegna þess að stríðsglæpa- menn eru ekki velkomnir í Bret- landi eða Bandaríkjunum, lönd- um sem fórnuðu miklu, ekki síst í mannslífum, til að losa heiminn við nasisma." SKÝRSLA LÖGFRÆÐING- ANNA HLÆGILEG Hvernig meturðu viðbrögð ís- lenskra stjórnvalda miðað við önnur lönd sem þú hefur leitað til með svipuð mál? „Ég myndi skipta því í tvennt. Upphaflegu viðbrögðin á íslandi voru allt öðruvísi en hjá ríkis- stjórnum Kanada, Ástralíu og Bretlands, sem settu sérstök lög svo hægt væri að sækja glæpa- menn til saka. En staðan á íslandi er töluvert öðruvísi, af því að þar eru ekki margir stríðsglæpamenn eins og í hinurn löndunum. Það hefur auðvitað áhrif. Skýrsla lögfræðinganna var hins vegar hneyksli og ekki síður að ríkisstjórnin skyldi gera niður- stöður þeirra að sínum. Sumt af því sem stendur í þessari skýrslu er móðgun við hugsandi fólk. Það er einfaldlega fáránlegt að halda ffam til dæmis að ef vitni séu á lífi, þá muni þau líklega ekkert. Þetta er hlægileg fullyrðing. Síðast í gær flutti ég fyrirlestur fyrir hóp fólks sem slapp lifandi úr fangabúðum nasista og er á sér- stöku námskeiði sem ætlað er að hjálpa því að miðla reynslu sinni til yngra fólks. Ég sagði þeim sög- una af Mikson og því sem lög- fræðingarnir sögðu og þau voru bæði hneyksluð og móðguð. Þarna hittust til dæmis tvær kon- ur sem höfðu ekki sést síðan í fangabúðunum fýrir 47 árum og þær mundu vel hvor eftir annarri. í réttarhöldunum yfir nasistafor- ingjanum Schwamberger, sem dæmdur var í sumar, báru áttatíu manns vitni. Það er augljóst að þeir sem skrifuðu skýrsluna vita ekkert hvað er að gerast á þessu sviði annars staðar í heiminum. Það var alveg rétt sem rússneski sendi- herrann sagði í Morgunblaðinu, að svona réttarhöld eru í gangi um allan heim.“ Er ekki Ijóst að þið þwflð að beraframfrekari sönnunargögn? „Eg get fallist á að afla þurfi ffekari gagna. Hins vegar er mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að einkastofhun eins og okkar á mun minni möguleika á að fá þau gögn heldur en rfldsstjórn. Það er hlut- verk ríkisstjórnar að hefja opin- bera rannsókn og sjá til þess að gögnin komi fram í dagsljósið. Eistneska ríkisstjómin gæti neitað okkur um skjölin, en hún gæti varla neitað íslensku ríkisstjórn- inni um þau. Það gætir líka fyrirsláttar í skýrslunni, sem mér þykir alvar- legur. Það er ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til rannsóknar þegar engin tilraun er gerð til að finna gögn í málinu. Þar fyrir utan em margar efnislegar villur í því sem þeir segja og sýnir algert skilningsleysi á viðfangsefninu. Það var til dæm- is enginn eistneskur her til sumar- ið 1941. Þeir virðast hafa tekið það sem heilagan sannleika sem Mik- son sagði þeim, án þess að reyna að komast að því hvort það var satt eða ekki.“ Miðað við önnur mál sem þú hefur fengist við, hversu alvarleg- ir eru meintir stríðsglœpir Mik- sons? „Þeir eru mjög alvarlegir og Mikson hefur mikið á samvisk- unni. Hann var háttsettur í því kerfi sem tók að sér að ffamfylgja útrýmingarstefnunni og tók virk- an þátt í því sem gerðist. Það eru stærstu mælikvarðarnir sem við notum og hann fellur undir þá báða.“ MARGIR ÍSLENDINGAR VILJA VITA SANNLEIKANN Hvernig svararðu þeim sem segja að þetta sé gamall, varnar- laus maður sem á að láta í friði efliröllþessiár? „Þeir eru margir sem eru ekki lifandi nú vegna þess sem þessi gamli, varnarlausi maður gerði. Þeir eru margir sem eiga ömmur og afa og margir sem misstu fjölskyldur sínar. Ef ein- hver á ekki skilið að njóta ævi- kvöldsins, þá er það maður eins og hann. Sú staðreynd að tíminn líður breytir í engu því að þeir sem fremja slíká glæpi eiga að bera ábyrgð á gerðum sínum. Afstaða íslensku ríkisstjórnar- innar virðist vera að þeir, sem eru nógu heppnir, nógu ídókir og eiga nógu valdamikla vini, komist upp með morð og ofsóknir á hendur saklausum borgurum. Sú afstaða ýtir undir glæpi; við viljunt senda þau skilaboð, að þeir sem fremja slíka glæpi geti ekki vonast til að sleppa við refsingu." Það eru margs konar glœpir framdir á stríðstímum. „Þessir glæpir komu ff amgangi stríðsins ekkert við. Þetta voru glæpir gegn saklausum borgur- um.“ Sumir hafa sagtframferði ísra- elsmanna á Vesturbakkanum hliðstœtt við það sem gerðist í stríðinu. „Og hvað á að vera hliðstætt í því?“ íbáðum tilfellum eru saklausir borgarar drepnir afhemámsliði. „í fyrsta lagi eru þeir Palestínu- menn fleiri, sem látið hafa lífið fyrir hendi Palestínumanna sjálffa en vegna aðgerða ísraelska hers- ins. f öðru lagi höfðu langflestir þeir, sem herinn drap í intifada- uppreisninni, gripið sjálfir til of- beldis gagnvart hermönnum eða saklausum borgurum. Ég varð sjálfur fyrir árás í Jórdanárdalnum í fyrradag og slapp lifandi fyrir heppni. Sá árásarmaður veit ekki hver ég er og veit ekki hvaða skoð- anir ég hef á ástandinu hér, heldur réðst á mig vegna þess að bíllinn minn er skráður í ísrael. Ég held að enginn, sem þekkir til, geti bor- ið þetta tvennt saman.“ Hvaða tilgangi þjóna „réttar- höld“sem þíð eruð að undirbúa á íslandi? „Þau eru ætluð til að koma sannleikanum á framfæri við ís- lenskan almenning. Ég held að það sé mikilvægt að fólk skilji af hverju við erum að þessu. Þetta er ekki hefnd, heldur spurning um réttíæti. íslenska ríkisstjórnin get- ur ekki hlaupist undan ábyrgð. Málið er ekki búið og við erum ekkert á förum. Ef ríkisstjórnin vill ekki hlusta, þá er hægt að koma þessu beint á framfæri við almenning.“ Hefur hvarflað að þér að al- menningur hafi ekki áhuga á að þessu máli sé haldið vakandi? „Ég held ég viti af því sem ég hef lesið og þeim bréfum sem ég hef fengið að margir vilji vita sannleikann. Þeir eru trúlega ekki meirihluti, en mér þykir ótrúlegt að íslendingar almennt vilji skjóta skjólshúsi yfir mann sem ofsótti saklaust fólk, böm og konur.“ Hefurðufengið mörgbréf? „Þau eru allmörg, sem lýsa þakklæti og stuðningi við það sem við erum að gera.“ íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki tekið við sér eins og kollegar þeirra annars staðar. Hvernig skýrirðu það? „í öllum þessum málum gegna fjölmiðlar lykilhlutverki. Sem bet- ur fer eru á íslandi blaðamenn sem hafa viljað fylgja málinu eftir. Stjórnmálamenn fýlgja yfirleitt í kjölfarið þegar upplýsingar liggja fyrir opinberlega. Engin ríkis- stjórn, að þeirri ísraelsku undan- skilinni, hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að lögsækja stríðsglæpa- menn. Að því leyti er ísland ekk- ert öðmvísi; það gæti verið erfið- ara en sum önnur lönd, en vonandi tekst okkur vel upp þar líka.“ Það bárust fréttir af þvt að Undírmaður Miksons gaf úl aftökuskipun Snemma í vor hafði blaða- maður PRESSUNNAR uppi á Martin Jensen, sem verið hafði samverkamaður Evalds Mik- son í öryggislögreglunni í Tall- inn haustið 1941. Jensen flutti til Kanada árið 1951, en blaðið talaði við hann þar sem hann dvaldi á Flórída. Jensen sagðist í samtali við blaðið hafa starfað við skjala- vörslu í öryggislögreglunni og hefði ekki tekið þátt í neinum ofsóknum á hendur gyðingum. Blaðinu er nú kunnugt um að störf Jensens hafa verið til rannsóknar hjá bæði banda- ríska og kanadíska dómsmála- ráðuneytinu. Eli Rosenbaum, aðstoðarforstjóri Office of Special Investigations, undir- stofnunar bandaríska dóms- málaráðuneytisins, staðfesti þetta í samtali við blaðið, en kanadíska stofnunin hefur þá stefnu að neita hvorki né játa hvaða rannsóknir em í gangi. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum PRESSUNNAR lést Jensen í ágúst síðastliðn- um, rúmlega sjötugur að aldri. Við rannsókn kanadíska dómsmálaráðuneytisins fannst aftökuskipun með undirritun hans í ríkisskjalasafninu í Tall- inn, en það gengur þvert gegn fullyrðingum Jensens við blaðamann í vor. Mikson var hærra settur en Jensen í öryggislögreglunni, en þeir þekktust ágætlega síðan þeir léku knattspyrnu með sama liðinu. Undirritun Jens- ens hefur fundist meðal annars á „dauðalistanum“ svonefnda, sem hefur að geyma nöfn þeirra gyðinga sem höfðu verið teknir af lífi 4. október 1941. Þann lista sendi Jensen til eist- nesku manntalsskrifstofunnar, væntanlega til að fólkið yrði tekið afþjóðskrá. Nafn Jensens kemur að minnsta kosti einu sinni fýrir í frásögn af meintum stríðs- glæpum Miksons. Samkvæmt þeirri frásögn setti Mikson Jensen á vakt í íbúð Micahels Gelb, effir að Mikson handtók Gelb og lét greipar sópa um íbúð hans, að því er frásögnin hermir. KB

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.