Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 í Þ R Ó T T I R 29 Heimir Karlsson og starfsmenn hans á íþróttadeild Stöðvar 2 byrja með nýjan fjögurra tíma íþróttaþátt á sunnudaginn. NBA, ítalski fótboltinn og íslenski handboltinn Á sunnudaginn kemur hleypir Stöð 2 af stokkunum nýjum íþróttaþætti sem hlotið hefur nafnið íþróttir á sunnudegi — skiljanlega kannski. Aðalefhi þátt- arins verður NBA-körfuboltinn, ítalska knattspyrnan og fyrsta deildin í handbolta, Stöðvar 2- deildin. „Við verðum með þátt sem heitir NBA Action, þar verða sýnd ýmis atriði úr körfuboltan- um, viðtöl við leikmenn og fleira, þá kemur bein útsending frá ítalska fótboltanum og í hálfleik verður fylgst með fýrstu deildinni í keilu, þá verður sýnt ffá Stöðvar tvö-deildinni í handbolta og að því loknu verður leikur vikunnar í NBA á dagskrá,“ segir Heimir Karlsson, yfirmaður íþróttadeild- ar Stöðvar 2. Þar sem NBA-deildin í körfu- knattleik er ekki byrjuð verður þátturinn ekki alveg með endan- legu sniði á laugardaginn kemur. Sýndur verður NBA Action-þáttur frá síðasta vetri og eins verður sýnt ffá leikjum Chicago og Port- land í NBA-deildinni síðasta vor. Heimir segist vonast til að splunkunýtt efni verði á skjánum áttunda nóvember og þátturinn verði þá fullmótaður, reyndar verður leikur vikunnar í NBÁ ekki á dagskrá en þess í stað verður þáttur þar sem spáð verður í spilin fyrir komandi tímabil. Einar Bollasón körfuboltaspekúlant verður að sjálfsögðu með í NBA- boltanum í vetur eins og áður. Þarna ætlið þið að fara að eyði- leggja fjölskyldulífið hjá fólki og skammist ykkar ekkert fyrir það? „Nei nei, við ætlum að bæta fjöl- skyldulífið og safna saman allri fjölsk\'ldunni fýrir framan skjá- inn. Eg vona að þetta fari ekki í taugarnar á konunum en þær hafa þá ekki uppgötvað hvað það er skemmtilegt að horfa á þetta. Þetta er fi'nt skammdegisefhi og ef fólk hefur áhyggjur afþví að þetta eyðileggi fjölskyldulífið á sunnu- dögum þá getur það bara gert eitt- hvað á laugardögum í staðinn," segir Heimir. Dönsku liðunum gengur illa Danir eru nú hundsvekktir út i knattspyrnumenn sina, bæði landsliðið og eins fé- lagsliðin. Sjálfsagt hefur engin þjóð orðið eins stolt af íþróttamönnum sinum og Danir er landslið þeirra varð Evrópumeistari í Svíþjóð í sumar öllum að óvörum. Sumir sögðu reyndar að þetta hefði verið tómur grís og gæfi engan veginn rétta mynd af styrkleika Evrópu- þjóðanna á knattspyrnusvið- inu — þeir hinir sömu brosa nú út í annað. En Danirnir eru hálfniðurbrotnir yfir slöku gengi undanfarið. Danska landsliðið hefur ekki náð sér á strik í riðlakeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum árið 1994 og dönsku félagsliðunum hefur ekki gengið vel í Evrópu- keppnunum i ár. Þrjú dönsk lið taka þátt í Evrópumótunum i fótbolta núna. FC Kaupmannahöfn er þegar dottið út úr keppni, AGF vann reyndar leik sinn á heimavelli gegn Steua Búk- arest þrjú-tvö en róðurinn verður erfiður í Búkarest og Eins og menn kannski muna ætlaði Stöð 2 að senda út beint frá handboltaleik um þar- síðustu helgi. Afþví gat ekki orðið „vegna óviðráðanlegra or- saka"eins og það heit- ir. Ástæða þess að Stöð 2 reyndist ekki kleift að senda út handboltann er sú að örbylgjusendirinn sem stöðin notar er ekki nógu góður; ekki nógu sterkur. Á sama tima og Stöð 2 ætlaði að senda út handboltann var Ríkissjónvarpið að sýna beint frá körfu- boltaleik, sendingarn- ar frá stöðvunum tveimur i móttakara sem staðsettur er í Hallgrímskirkjuturni voru nánast í sömu línu og þar sem sendir Stöðvar 2 er ekki öfl- ugri en hann er þá truflaði sending Ríkis- sjónvarpsins sendingu Stöðvar 2 þannig að Stöðvar 2-menn fengu eitthvert óskilgreint sambland handbolta og körfubolta á skjá- inn hjá sér og urðu að hætta við alltsaman. Hefði sendirinn hins vegar verið öflugri hefði máttsenda út handboltann án þess hann truflaði send- ingu Ríkissjónvarpsins á nokkurn hátt. Ingvar og synirnir Jón Arnar og Pétur ásamt frændanum Jóni Erni. PRESSUMYND/Jim Smart Ættarveldið í Haukum „Þetta eru nú eiginlega allt strákarnir minir, að minnsta kosti hvað varðar körfubolta- uppeldi," sagði Ingvar Jónsson þjálfari Hauka í Hafnarfirði þeg- ar hann var spurður um ættar- veldið í úrvalsdeildarliði Hauka. Svo skemmtilega vill til að ílið- inu spila tveir synir Ingvars, þeir Jón Arnar og Pétur, ásamt ná- frænda sinum Jóni Erni Guð- mundssyni. Jón Örn er nýgeng- inn i liðið en Jón Arnar og Pétur eru aldir upp undir handleiðslu Ingvars sem hefur lengi haft nafngiftina „guðfaðir" körfu- knattleiksins í Hafnarfirði. Jón Örn er systursonur Ingvars. Ingvar tók við liðinu ísumar og hafa Haukarnir byrjað vel og þá sérstaklega frændgarðurinn. Er til dæmis talað um Pétur sem „spúttnikk" i úrvalsdeildinni en hann hefur leikið sérlega vel það sem aferog er undir smásjá landsliðsþjálfarans. Það gæti því farið svo að þeir bræður lékju báðir í landsliðinu i fram- tiðinni. Valgeir Guðbjartsson, íslandsmethafi í keilu, leikur með Lærlingum í fyrstu deild, en liðið varð fslandsmeistari í fyrra. Fimm til sex sinn- um í viku er Valgeir við æfingar eða keppni í tvo til fimm tíma í senn. Hvenær verður 300 stiga múr- inn rofinn? Keilarinn Valgeir Guðbjarts- son setti íslandsmet í keilu um daginn er hann náði 289 stigum í einum leik. Valgeir náði tíu fellum í röð, tók síðan níu keilur niður og feykti í síðasta kastinu; samtals 289 stig og nýtt íslandsmet í keppni. Besti leikur sem hægt er að ná í keilu er 300 stig eða tólf fellur í röð. I Ijósi árartgurs Val- geirs spyrja menn hvort 300 stiga múrinn sé ekki að falla? „Það er aldrei að vita. Hann hefur fallið á æfrngu en það er langt á milli þess að spila á æfingu og í móti, ég náði 300 stiga leik á æfingu í vor,“ svar- ar Valgeir. Eins og Valgeir segir þá er munurinn mikill milli æfingar og keppni, en draumurinn hlýtur að vera að spila 300 stiga leik í móti? „Jú, það væri alveg stórkostlegt að ná svoleiðis leik í móti. Ég vil meina að það sé bara spurning hvenær einhver gerir það, það er fullt af efnilegum mönnum til þess. En það er ótrúlega langt á milli þess að spila á 289 og 300; þótt það séu ekki nema ellefu pinnar þá er ótrúlega langt þama á milli,“ svarar Valgeir. Valgeir er landsliðsmaður í keilu og nú stendur fyrir dyrum ferð á Norðurlandamót sem hald- ið verður í Finnlandi í lok nóvem- ber. Norðurlandabúar eiga feiki- góða keiluspilara og eru tQ dæmis Finnar og Svíar taldir meðal fimm bestu þjóða í heimi í íþróttinni í dag, Finnar eru til að mynda nú- verandi heimsmeistarar, og Danir og Norðmenn era engir aukvisar í greininni heldur. íslendingar hafa því átt á brattan að sækja á Norð- urlandamótunum til þessa, en við erum alltaf að sækja í okkur veðr- ið og eigum orðið töluvert af mjög góðum spilurum sem veitt geta danska pressan hefur litla trú á að liðið komist áfram og Frem tapaði leik sínum heima gegn Real Zaragoza núll-eitt. Danskir fótboltasér- fræðingar segja nokkuð ör- uggt að Frem og AGF falli út eins og Kaupmannarhafnar- liðið. Danskir fótboltaaðdá- endur eru miður sin; landslið- ið sem þeir töldu eitt það besta i heimi spilar illa og fé- lagsliðin gera litlar rósir i Evrópukeppnunum. hverjum sem er verðuga keppni. Valgeir byrjaði í keilu af fullum krafti fljótlega eftir að keilusalur- inn í Öskjuhlíð kom til sögunnar, áður hafði hann lítið haft af íþrótt- inni að segja; einu sinni prufað í sumarleyfisferð til Bandaríkjanna. En hvað er svona spennandi og heillandi við keiluna? „Það er góð spurning. Eiga ekki allir erfitt með að svara þessu um sína íþrótt? En þetta einhvern veginn nær tökum á manni,“ svarar Valgeir. Um helgina HWi'iæR'JMWfMii KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD Haukar - Grindavík kl. 20.00. Grindvíkingar töpuðu fyrir Skalla- grími f fyrsta leik mótsins. Þeir verða að spila betur en þá ætli þeir að sigra Haukana. Keflavík - Valur kl. 20.00. Keflvfk- ingum er spáð sigri í deildinni. Myndrokkhetjan Booker er Völsur- um dýrmæt. ■WJ-JiJ'J-JI.WWliJ KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD Breiðablik - KR kl. 20.00. Þessum liðum hefur ekki gengið vel það sem af er móti. Njarðvík - Snæfell kl. 20.00. Njarðvlkingar hafa virkað annars hugar ( undanfömum leikjum. Hólmarar hafa sýnt að þeir kunna ýmislegt fyrir sér. KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA fS - Tindastóll kl. 20.00. Stúdínur eru góðar. Njarðvík - Grindavík kl. 21.30. Suðurnesjaslagur. IMlliMI».MilIffi KÖRFUBOLTI 1. DEILÐ KVENNA Keflavík - Tindastóll kl. 14.00. Norðanstúlkur láta sig ekki muna um að spila tvo leiki á jafnmörg- um dögum. ÍR - KR kl. 17.00. Breiðholt - Vesturbær. UULJL^LJUEJUL^Uj KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD Skallagrímur - Haukar kl. 16.00. Hörkuleikur þarna. Henning Henningsson, leikmaður Borgnes- inga, lék áður með Haukum. Grindavík - Breiðablik kl. 20.00. Pétur Guðmundsson er drjúgur að vanda fyrir Blika. Grindvíkingar hafa tapað fyrir báðum Vestur- landsliðunum. Valur - Njarðvík kl. 20.00. Þetta er forvitnilegur leikur tveggja liða sem bæði geta meira en þau hafa sýnt. KR - Keflavík kl. 20.00. Hætt er við að róðurinn verði KR-ingum þunguríþessumleik. Snæfcll - Tindastóll kl. 20.00. Heimavöllurinn er Hólmurum dýr- mætur en Valur Ingimundarson getur reynst þeim þungur í skauti. Úrslitakeppnin eða dauði Ef mönnum hefur þótt mikil barátta í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik og fyrstu deildinni í handknattleik þá skýrist það með- al annars af peningum. Já, einfald- lega vegna þess að það er um líf og dauða að tefla fyrir íþróttafélögin að komast í úrslitakeppnina. Eftir að sérstök úrslitakeppni var tekin upp í þessum íþróttagreinum miðast tekjumöguleikar liðanna við það að komast áfram. í körfuknattleiknum komast fjögur lið af tíu áfram. Liðið sem stendur uppi sem íslandsmeistari getur þurft að leika átta leiki og þar af fimm heimaleiki eins og Keflavík í fyrra. Keflvíkingar íýlltu íþróttahúsið og fengu um hálfa milljón króna í aðgangseyri af hverjum leik - tvær og hálfa til þrjár milljónir króna. Sömuleiðis fengu þeir verulegar upphæðir í auglýsingatekjur og fyrir sölu á sjónvarpsréttindum. Áuk þess fá úrslitaliðin bónusa ffá styrktarað- ilum sínum og hæstu bónusana að sjálfsögðu efþeir sigra. Þá tíðk- ast að lið fái sérstakar greiðslur ffá viðkomandi sveitarfélagi fyrir að skila inn titlum. Auk þess virðast framlög til liðanna hækka ef þau komast áfram. Þarna virðist því um að ræða fimm til tíu milljóna króna aukatekjur allt eftir því hvort liðin komast áffam eða ekki. í handboltanum er svipað ástand nema hvað þar geta úr- slitaviðureignirnar orðið ellefu. Þá hafa handknattleiksfélögin enn sem komið er gert betri sjón- varpssamninga en körfuknatt- leiksliðin.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.