Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 29.10.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. OKTÓBER 1992 19 E R L E N T Dagar páfa taldir? Líklegt er talið að páfi neyðist áður en langt um líður til að setjast í helgan stein af heilsufarsástæðum. Frjálslyndari kirkjunnar menn sjá sér þar leik á borði, en páfi þykir afburða íhaldssamur í skoðunum og vona margir að tími afturhaldssemi innan kaþólsku kirkjunnar sé senn á enda. Innan Vatíkansins í Róm eru nú uppi miklar vangaveitur um Jóhannes Pál páfa II, en margir innan kaþólsku kirkjunnar telja mjög líklegt að hann verði áður en langt um líður tilneyddur að láta af störfum af heilsufarsástæðum. Páfi, sem er 72 ára að aldri, á sam- kvæmt reglunni þrjú ár eftir af valdatíma sínum. Efheilsan neyð- ir hann til að hætta fyrr verður hann fyrsti páfinn í 700 ár sem sest í helgan stein áður en valda- tími hans er á enda runninn. Jó- hannes Páll II þykir afar íhalds- sámur í skoðunum og frjálslynd- ari menn innan kaþólsku kirkj- unnar binda nú vonir við að brátt renni upp nýir og betri tímar. Þegar Jóhannes Páll páfi II kom fyrst fram á svölum Vatíkansins fyrir fjórtán árum var engu líkara en hann væri ódauðlegur. Hann kom öllum á óvart, enda fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalsk- ur og í ofanálag talsvert ólíkur fyr- irrennurum sínum, sem allir ein- kenndust af yfirgengilegum há- heilagleika. Nýi páfinn var á allan hátt öðruvísi en þeir; eldheitur áhugamaður um íþróttir og kraft- mikill andlegur leiðtogi, sem lét ekkert tækifæri ónotað til að gagnrýna trúleysi og kúgun kommúnismans. VIÐHORF TIL FÓSTUREYÐIN- GA Páfi hefur aldrei séð ástæðu til að vera undir reglulegu eftirliti lækna, eins og annars hefur tíðk- ast í embætti hans, og er það nú að koma honum í koll. Sökum hirðuleysis hans fékk æxlið sem greindist í þörmum að stækka óáreitt í tvö ár, áður en það loks- ins fannst síðasta sumar. Var það þá orðið á stærð við stóra appels- ínu. Víst er að maður sem fær æxli á áttræðisaldri og lætur það afskiptalaust í tvö ár á stórlega á hættu að meinið taki sig upp að nýju. Hvort sem sú verður raunin eða ekki er mál manna að heilsa páfa sé farin að bila og hafi hann látið stórlega á sjá. Margir telja víst að hann muni ekki sitja út Best klædda fólkið Það útbreidda tímarit People hefur vaiið best klædda fólk í Bandaríkjun- um þetta árið og, eins og má sjá annars staðar á síðunni, líka það verst klædda. í efsta sæti trónir að þessu sinni leikkonan Annette Bening, eiginkona leikarans Warrens Beatty. Það segir að hún sé alltaf elegant og klassísk og lika þótt hún sé nýorðin móðir. í öðru sæti er körfubolta- hetjan Michael Jordan sem segist eiga svona þús- undpör afskóm. Síðan koma koll afkolli kántrí- söngkonan Tanya Tucker, Cindy, Terry, Dawn og Maxine í söngflokknum En Vogue, sjónvarpsmað- urinn Peter Jennings, leik- og danskonan Rosie Per- ez, leikarinn Gregory Hi- nes, leikkonan Candice Bergen, leikarinn Rob Morrow og forsetafrúin fyrrverandi Jackie Onassis. Sú síðasttalda er reyndar, líkt og Salóme Þorkelsdótt- ir hérlendis, ómissandi á svona lista. tímabil sitt, sem lýkur eftir þrjú ár. Óvenjuróleg dagskrá ferðar páfa til Santa Domingo á dögun- um, vegna hátíðahaldanna í tilefhi 500 ára afmælis fundar Ameríku, er talin skýrt merki um það að páfi sé nú tilneyddur að fara sér hægar í starfi. Hann er vanur að vinna sleitulaust á ferðum sínum erlendis, en í þetta sinn sinnti hann aðeins allra brýnustu skyldustörfum og hlífði sér við allri streitu. Þegar páfi komst fýrst til valda voru menn sammála um að þar væri á ferð nýr maður, sem væri öllu meira í takt við tímann en fyr- irrennarar hans. Hann höfðaði tvímælalaust meira til fólks og meðal annars vöktu andúð hans á kommúnismanum og áralöng barátta hans gegn valdakúguninni í heimalandi sínu, Póllandi, víða aðdáun. Það átti þó eftir að koma í ljós að páfi var ákaflega íhalds- samur í skoðunum. HÁVÆRAR GAGNRÝNISRADDIR Einkum er það afturhaldssamt viðhorf páfa til fóstureyðinga sem Basil Hume, breskur. vakið hefur mikla óánægju meðal fólks og aflað honum óvinsælda. Vinsældir páfa náðu í fyrstu að skyggja á íhaldssaman hugsunar- hátt hans en svo kom að því að menn sáu manninn í sinni réttu mynd. Þegar hann loks lýsti því yfir opinberlega að fóstureyðingar væru syndsamlegar áttu kaþólskir vart orð til að lýsa hneykslun sinni og milljónir manna snerust á augabragði gegn honum. Síðustu árin hafa gagnrýnis- raddirnar sífellt orðið háværari og augljóst að margir kirkjunnar menn eru óánægðir með páfa sinn. Mörgum þykir hann óhemju valdafrekur og segja brynvarða glerbíla hans Popemobile meðal annars staðfestingu á fullkomnu valdi Vatíkansins. Virtur maður innar kaþólsku kirkjunnar er þeirrar skoðunar að það sé hreint ekki nauðsyn- Iegt fyrir páfa að flengjast um allan heiminn. Hann eigi ffekar að ein- Carlo Maria Martini, jesúíti. beita sér að því sem standi honum nær, Róm. VANGAVELTUR UM ARFTAKA Miklar vangaveltur eru nú um það hver muni taka við af páfa. Frjálslyndari kirkjunnar menn eygja þar von um að maður úr þeirra röðum verði arftaki hans, enda finnst þeim tími til kominn að færa kaþólsku kirkjuna í nú- tímalegra horf. Aðrir íhaldssamari telja að skyndileg breyting á stefnu kirkjunnar muni leiða til klofnings innan hennar. Af þeim sem koma til greina sem arftakar páfa eru sjö líklegastir, og eru nokkrir þeirra úr röðum frjáls- lyndari manna. Mestan stuðning þeirra á meðal hefur Carlo Maria Martini kard- ináli, erkibiskup í Mílanó, en hann er 65 ára að aldri og af ítölskum ættum. Hann hefur náin tengsl við rússnesku strangtrúarkirkjuna en vandamálið er að hann er jesúíti, en sú regla er ffæðilega séð útilok- uð ffá Vatíkaninu. Francis Arinze kardináli er 60 ára Nígeríumaður og forseti ráðs á vegum páfastóls er fjallar um ólík trúarbrögð. Hann yrði fyrstur svartra til að Francis Arinze, svartur. gegna embætti páfa. Arinze er tal- inn munu hagnast á tengslum sín- um við íslamska trú. Camillo Ruini kardináli, full- trúi biskups í biskupsdæmi Rómaborgar, er ítalskur og 62 ára að aldri. Hann þykir íhaldssamur og fylgir Jóhannesi Páli páfa II al- gjörlega að málum. Er hann enda talinn þakka honum einum valda- stöðu sína. Pio Laghi kardináli, yfirmaður kardinálaráðs um kaþ- ólska menntun, er 70 ára að aldri og ítalskur að ætt. Hann mun njóta óvinsælda meðal frjálslynd- ari manna kirkjunnar. Giacomo Biffi kardináli, erkibiskup í Bologna, er 64 ára að aldri og einnig ítalskur. Hann mun þykja sísti kosturinn af þeim ítölsku kardinálum sem til greina koma sem arftakar páfa. Enda er talið að alls ekkert myndi breytast til hins betra undir hans stjóm. Hann yrði fyrsti páfinn ffá 1623 sem kæmi frá Bologna. En ekki eru allir kandídatarnir ítalskir. Belginn Godfried Daneels kardináli, erkibiskup í Bmssel, er 59 ára að aldri. Margir Evrópubú- ar eru hlynntari honum í embætt- ið en þeim ítölsku og ýmsir halda Waters ekki hógvær Roger Waters, fyrrum bassaleikari og aðallaga- höfundur hjómsveitarinnar Pink Floyd, hefur löng- um þótt með dularfyllri mönnum, en varla getur hann talist með þeim hógværari. Nýskeð kvaddi Waters sér affur hljóðs, í fyrsta sinn síðan á Wall-tónleikunum miklu í Berlín fyrir tveimur árum. Hann er búinn að gefa út plötuna Am- used to Death sem hefur fengið ágæta dóma, þótt að sönnu sé hún hvorki full af bjartsýni né gleði. f viðtali við breska tónlistartímaritið Q neitar hann hins vegar alveg að svara þegar hann er spurður hvort hann sé þunglyndasti maður í poppinu. Að öðru leyti liggur hann ekki á skoð- unum sínum. Hann segist hafa ógeð á Andrew Lloyd Webber og tónlist hans (Cats, Evita, Jesus Christ Superstar), en sjálfur sé hann einn af fimm bestu höfundum í breskri tónlist eftir stríð... því fram að hann verði óvæntur arftaki páfa. Síðastan ber að nefna Bretann Basil Hume kardinála, erkibiskup í Westminster, 69 ára að aldri. Hann er mjög virtur og vinsæll bæði meðal frjálslyndra innan kirkjunnar og almennings. Hann er reyndar eldd talinn vera mjög metorðagjarn og margir álíta að hann myndi neita, ef svo ólíklega vildi til að honum yrði boðin staðan. Hann yrði annar Bretinn til að setjast á valdastól í Páfagarði, en sá fyrsti var við völd á miðri tólftu öld. ÁHRIFAMIKIL ORÐ Hvað svo sem mönnum sýnist um ágæti Jóhannesar Páls páfa II blandast engum hugur um að orð hans hafa áhrif og eru mörg eftir- minnileg. Fáir geta gleymt því þegar hann lagðist á hnén og grát- bað írska lýðveldisherinn að binda enda á hryðjuverk sín. Þá vakti hann samúð og aðdáun meðal fólks um allan heim, þegar hann lýsti því yfir á sjúkrabeði sínum að hann fyrirgæfi Ali Agca af öllu hjarta, manninum sem reyndi að ráða hann af dögum. Vel heppnaður tappi Ætli sé ekki óhætt að fullyrða að breski leikarinn Stephen Fry sé óvenjuvel heppn- aður tappi. íslendingar þekkja hann sennilega best í hlutverki þjónsins Jeeves sem er hjálpar- hella Woosters í þáttum sem byggjast á bókum P.G. Wode- house. Fry hefur líka getið sér frægð fyrir að leika í grínþáttun- um Blackadder sem sýndir voru hér í Sjónvarpinu, en síðast fór hann með stórt hlutverk í nýrri kvikmynd eftir gulldrenginn Kenneth Branagh. Ekki nóg með það, heldur er Fry líka rithöfund- ur og hefur fyrsta skáldsagan hans, sem heitir einfaldlega Lyg- arinn, setið í efsta sæti breska pappírskiljumetsölulistans í tvær vikur. Sagt er að bókin sé verulega fyndin, en kannski ekki við allra hæfi. Richards slær ekki af Gamli Rolling- urinn Keith Ri- chards er í hljóm- leikaferð með sveit sem nefnist The Black Crowes og er tilgangurinn að kynna plötu þar sem hinir Roll- ingarnir koma hvergi nærri. Ri- chards hefur veitt mörg viðtöl upp á síðkastið og er hinn kjaftforasti. Hann viðurkennir að hafa lifað óreglulífi, segist ekki enn hafa sagt fullkomlega skilið við slíkt, en bætir við að hann hafi aldrei leyff sér að verða blár í framan inni á annarra manna klósettum. Að- spurður hvort RoIIing Stones komi saman aftur segist Richards ekki vita það. Stærsta vandamálið núorðið sé hversu bassaleikarinn Bill Wyman sé flughræddur. Það sé ekki lengur hægt að draga hann upp í flugvél. Geldorf tekur viðtöl Stórpoppar- inn Bob Geld- orf, sem varð heimsfrægur fyrir að skipu- leggja Live Áid- tónleikana og hjálparstarf þeim tengt, hefúr fúndið nýtt hlutverk í lífinu. Hann er farinn að vinna við sjónvarp og tekur viðtöl sem eru sýnd í morgunsjónvarpi í Bret- landi. Geldorf þykir hafa tekist nokkuð vel upp og beitir viðmæl- endur sína mátulegri hörku, en í þeim hópi er stórmenni á borð við Nelson Mandela, Yasser Arafat og Dalai Lama. Við þann síðast- nefnda ræddi Geldorf meðal ann- ars um sjálfsffóun. Verst klædda fólkið Tímaritið People bregður ekki út afvananum og hefur valið verst klædda fólkið þar vestra þetta árið. I efsta sætinu hafnar örugglega Iv- ana Trump, tékkneska konan sem áður var gift auðkýfingnum Don- ald Trump. Ivana þykirmeð ein- dæmum glysgjörn og ósmekkleg. I öðru sæti ergamanleikarinn Pauly Shore, íþvíþriðja systkinin Michael Jackson og La Toya Jackson. Svo koma í humáttina leikkonan Demi Moore, sem sögð er annaöhvort of fáklædd eða ofkappklædd, sjón- varpsmaðurinn Arsenio Hall, tenn- isleikarinn Monica Seles, leikkonan Roseanna Arnold, Axl Rose úr Guns N'Roses, Madonna og leik- konan Geena Davis.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.