Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 RASSSKELLUM ÞJÓFANA „Vegna herferðarinnargegn búðahnupli langar mig til að segja frá hvernig ég leysti það vandamál í minni verslun... Einn daginn stóðurn við þrjár stelpnanna að verki. Við lœst- um þá versluninni og fórum með þœr inn í bakherbergi og töluðum alvarlega við þcer... Þœr virtust fegnar og hafa trú- lega haldið að þœr slyppu með ákúrur. Þcer voru þó ekki eins ánægðar þegar við sögðum þeim hvað til stæði. Á endanum féllust þær þó á það. Og þarna á staðnum leystum við niður um þœr, hverja á fætur annarri, og rassskelltum þær duglega. — Þær hafa ekki sést héma síðan og ég er viss um að þetta hefur spurst út l skólanum því það dró mjög mikið úr rýrnuninni. Eg tel okkur hafa breytt rétt, því við losnuðum við stuldina." Kaupkona í DV Lára Pálsdóttir, varafor- maður Bamaheilla: „Ef þetta er satt, sem ffarn kemur í blað- inu, þá er það mjög alvarlegt mál. Unnið er að því að fullgilda barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna frá 1989 fyrir íslands hönd. í einu ákvæði sáttmálans er kveðið á um það hvernig koma skuli fram við börn sem brotið hafa af sér og þar stendur svo sannarlega ekki að þau skuli hýdd. Ég tel það ekki vera mannsæmandi að rassskella börn fyrir afbrot og fráleitt að niðurlægja þau með þessum hætti. Að sjálfsögðu er eðlilegast að bregðast við búðarstuldi með því að ræða við foreldra við- komandi barns. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi." « ** % Fórnfúsar RJÚPUR „Fuglafræðingar“ vilja halda þvífram, a.m.k. sumir hverjir, að veiði hafi engin áhrif á stofn- inn. Þessi furðukenning helgast af þeirri gömlu þjóðtrú, að rjúpnafár herji á stofninn á vissum árum. Stofninn verði í lágmarki og hámarki eftir ákveðinni áraformúlu. Allir dýrastofnar geta orðið fyrir veikindatímabilum ogfækkar þá dýrum, en um reglubundnar sveiflur hjá rjúpunni er ekki hægt að taka mark á nema um friðun sé að ræða, nema því sé haldið fratn að aðeins bráða- fársrjúpur láti skjóta sig.“ Hans Jörgensson í Morgunblaðinu. Arnþór Garðarsson, pró- fessor í líffræði við HÍ: „Það er reyndar ofsagt að rjúpnaveiði hafi alls engin áhrif á stofninn, hún getur gert það í ákveðnum tilfellum. Veiðar á fuglastofni eins og tjúpunni, sem einkennist af mikilli fjölgun á ári hverju og mjög mörgum dauðsföllum, virðast þó almennt ekki hafa teljandi áhrif á stofninn. Sam- kvæmt öllum fyrirliggjandi rannsóknum sem gerðar hafa verið bæði hér og erlendis, og eru viðamiklar, virðist haust- veiði á hænsnfuglum ekki hafa afgerandi áhrif á stærð fugla- stofnsins eða valda röskun á Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Járnblendiverk- smiðjunnar B E S T „Jón er að mörgu leyti mjög snjall maðurog duglegurog hugmynda- ríkur. Hann er vinsæll stjórnandi og að flestu leyti góður og vandaður maður." V E R S T „Hann er ráðríkur og get- ur verið frekur en þetta getur talist til kosta eins og galla. Jón stílar kannski fullmikið upp á vinsældir, gagnvart til dæmis starfs- fólki og fleirum, og það getur komið honum og öðrum í koll síðar." honum. Það er ekki veiðiálagið sem hefur úrslitaáhrif í þessum efhum. Ég er þó síður en svo að verja þær gróðaaðferðir sem ýmsir beita hér á landi við veiðar á rjúpunni og eru ófagrar.“ Nýmóðins HELLARISTU R „Einhverjir hafa gert mikið veður út afþví að máluð voru nöfn með fornum rithætti á veggi Jökulsárgljúfurs nyrðra. En eru þetta skemmdarverk? Er ekki sífellt verið að dásama hellaristur sem forfeður okkar hafa skilið eftir sig víða um heim? Það ætti að vera sama hvar slíkar minjar finnast eftir okkar dag. Ótrúlegur barna- skapur kemur fram hjá and- stæðingum þessara frábæru skreytinga. Þetta er menningar- arfur.“ Lérus Guðmundsson (DV Þóroddur Þóroddsson, ffamkvæmdastjóri Náttúru- vemdarráðs: „Mergur málsins er sá, að samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 1971 eru áletranir á náttúrumyndanir óheimilar. Þess verður að krefj- ast að menn fari eftir þessum lögum, en erfitt getur verið að útmá slíkt krot og jafnvel óger- legt. Burtséð frá lagaákvæðum er ég algjörlega ósammála bréfrit- ara um að þetta krot hollensku listamannanna sé einhver menningarverðmæti, sem beri að varðveita." GUÐMUNDUR EINARSSON aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra notaði sumarfríið sitt til að ljúka við að skrifa bók. Hún fjallar um heim sem er höfundinum fráleitt fjarlægur, en bókin hefur hlotið heitið „Mamma ég var kosinn“ og kemur út fyrir jól. Skyggnst inn í ókunnan heim Um hvaða kosningar snýst þessi bók? „Það má segja að bókin sé tvö- föld. f henni er að finna ýmsar lýs- ingar á því hvemig hlutirnir gerast í pólítík. Saman við þær fléttast svo sagan af ungum manni sem dettur inn í heim stjómmálanna, í orðsins fyllstu merkingu. Piltur- inn stendur á tímamótum, hefúr nýlokið námi og er óráðinn með framtíðina. Af góðsemi lánar hann nafnið sitt til uppfyllingar á framboðslista stjórnamálaflokks fyrir þingkosningar og er settur á blað sem fulltrúi ungu kynslóðar- innar. Síðan gerist það óvænta; flokkurinn vinnur stórsigur og pilturinn lendir inni á þingi. Bók- in spannar eitt kjörtímabil og lýsir ýmsu sem þingmaðurinn ungi lendir í, meðal annars miklu stjórnmálahneyksli. Hann er al- gjörlega reynslulaus og hreint ekki undir það búinn að setjast á þing og á oft í vök að verjast, ekki síst vegna ágangs fjölmiðla sem eru óvægnir. En hann lærir smám saman, meira að segja það hvern- ig á að fara í málþóf.“ Dregurðu fram manneskju- legu hliðina á stjórnmálamann- inum? „Já, ég vona það. Það vill gjarn- an gleymast að undir grímu stjórnmálamanna, sem stundum virðist vera úr stáli, leynist ósköp venjulegt fólk. Maður sem rúllað hefur verið yfir í kvöldfréttum heldur ef til vill andlitinu á meðan, en fer heim niðurbrotinn. Slíkt hefur auðvitað áhrif á alla fjöl- skylduna og frá þessu segi ég í bókinni, með aðstoð piltsins.“ Á söguhetjan sér ef til vill stoð í raunveruleikanum? „Nei, söguþráðurinn er hreinn hugarburður. Ég er ekki að skrifa mína eigin sögu, þótt einhverjir gætu haldið það áður en þeir lesa bókina. Auðvitað fléttast þó inn í ffásögnina einhver atriði lík því sem ég hef sjálfur upplifað. En þetta er ekki „mín“ saga, öðru nær.“ „Afhverju þetta viðfangsefin? „Ég valdi þetta sögusvið af því að mér hefur alltaf þótt það býsna áhugavert og finnst það ekki síður eiga erindi á bók en til dæmis frá- sögn af uppvaxtarárum í Vestur- bænum. Heimi íslenskra stjórn- mála hefur lítið verið sinnt í bók- um, nema sem sagnffæði og í ævi- sögiim, enda þótt hægt sé að segja frá svo ótalmörgu fróðlegu og skemmtilegu. Ég held að það sé alls ekki fráleitt að ætla að margir eigi eftir að hafa gaman af því að skyggnast með mér inn í hinn ókunna heim stjórnmálanna, en venjulega sjá menn ekkert nema ffamhliðina. Ég hef sjálfur haft af- skipti af stjórnmálum í tíu ár og setið á þingi, svo ég þekki þennan heim orðið ágætlega." Á hvorum staðnum kanntu betur við þig, í ráðuneytinu eða heima við skrifpúltið? „Ég kann mjög vel við mig í báðum hlutverkum. Ég hef ákaf- lega gaman af ritstörfum, enda væri ég annars trúlega ekki búinn að skrifa blaðagreinar um stjóm- mál í tíu ár. Ég hafði mjög gaman af að skrifa bókina og held að þessi pólitíska reynslusaga piltsins geti veitt innsýn í stjórnmálin á annan hátt en þrjátíu sekúndna viðtölin í sjónvarpinu og skylm- ingarnar sem við lesum um á fféttasíðum dagblaðanna.“ Kann að fara svo, að þetta verði ekki þín eina bók? „Það er ómögulegt að segja nokkuð til um það. Annars er aldrei að vita. Kannski verður ungi þingmaðurinn einhvem tím- ann ráðherra!" Á RÖNGUNNI KVAAARGI! Ég heffengið nóg af þér og þinni sérvisku Valdimar! Af hverju í ósköpunum þurfum við að flytjast suður á hverju hausti? TVÍFARAR Efþað hefur mátt kalla einhvern fótboltamann listamann á vellinum þá erþað líklega George Best. En eins og hann varsterkurá vellinum svo varhann veikurá svellinu. Þótt hann léti græða antabus-hylki ímagann á sérdugðiþað ekki til að halda honum frá drykkjunni. En þrátt fyrir alla drykkjuna líturkappinn vel út;jafn vel og sjálfur Baltasar, sem valittn var einn afmest sexíkörlum íslands ísíðustu PRESSU. Það erþvíIjóst að George sækir ekki útlitið í drykkjuna heldur listamannseðlið, sem eittsinn gladdi hjörtu fótboltamaníakka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.