Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 05.11.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 13 Gamla Kaupfélagshúsið í Hafnarfirði boðið upp BRASKARARNIR HÖFBII 20 MILLJÖNIR AF LANDSBANKANUM Nú er lokið ríflega tveggja ára braski með gömlu kaupfélagshúsin á Strandgötu 26 í Hafnarfirði. Ljóst er að ýmsar lánastofnanir verða að afskrifa verulegar upphæðir vegna viðskipta með húsið. Þar er tap Landsbankans tilfinnanlegast. Fyrir skömmu var Kaupfélags- húsið við Strandgötu í Hafnarfirði boðið upp. Mikil og flókin við- skipti hafa farið fram með húsið síðan KRON seldi það árið 1990. Hvert pappírsfyrirtækið á fætur öðru hefur átt húsið, sem hefur verið veðsett upp í topp. Komið hefur í ljós að brunabótamat húss- ins var allt of hátt og veðsetningar í engu samræmi við verðmæti þess. Uppboðið fór fram 21. október og var Lífeyrissjóði Hlífar og Framtíðarinnar slegin eignin fyrir 16 milljónir króna en sjóðurinn átti um 12 milljónir á hverri hæð húsins, sem er þrjár hæðir. Sam- tals gerir þetta um 36 milljónir króna og miðað við ástand húss- ins er óvíst hvort lífeyrissjóðurinn fær fyrir kröfum sínum. Strax eftir uppboðið var farið fram á nýtt brunabótamat sem kom 30. október og er upp á 46,3 milljónir. Það er verulega lægra en fyrra brunabótamat sem var upp á 76 milljónir frá árinu 1984. Ástand eignarinnar hefur versnað mjög síðustu árin og ljóst að verulegar upphæðir mun kosta að koma henni í þokkalegt horf. Það mun þó vera ætlun lífeyris- sjóðsins. LANDSBANKINN HLEYPTI VEÐIFRAM FYRIR Árið 1990 keypti fyrirtækið fst- an hf. húsið og fékk afsal fyrir því 25. nóvember 1990. Áður, nánar tiltekið 12. nóvember, hafði Landsbankinn veitt veðleyfi og hleypt 27.960.000 krónum á und- an sér á fyrsta veðrétt. f kjölfarið voru gefin út sex veðskuldabréf, hvert að upphæð 4.660.000 krón- ur. Kröfuhafi var Kaupfélagið en útgefandi fstan. Þessi bréf eru í eigu lífeyrissjóðsins, sem nú hefur leyst þau til sín vegna skuldar. Landsbankinn gaf eftir fyrsta veðrétt og hefur sjálfsagt talið tryggingar sínar nægar. Þessi krafa Landsbankans var 19.339.540 krónur við uppboðið og er að öllum líkindum töpuð nú. Engin svör fengust ffá starfs- mönnum bankans um þetta tap. Samkvæmt veðbókarvottorði hvíldu 67.483.936 krónur á eign- inni við uppboð. Við uppboðið fengust 16 milljónir sem ganga upp í þetta en dekka vitaskuld að- eins kröfu lífeyrissjóðsins. Á aftari veðréttum var meðal annars krafa ffá Fjárfestingarfélagi Islands upp á 5,9 milljónir, sem einnig verður að teljast töpuð. Þá Kaupfélagshúsið við Strand- götu: Ríflega tveggja ára brask- sögu lauk þegar húsið var sleg- ið Lífeyrissjóði Hlífar og Fram- tíðarinnar á 16 milljónir, en sjóðurinn átti hátt í 36 milljóna króna kröfur í húsið. Húsið er illa farið og óvíst hvaða verð líf- eyrissjóðurinn færfyrir það. Bakhlið hússins er ekki glæsileg en í bakhúsunum var ýmis starf- semi sem kallaði á athygli lög- reglunnar. voru nokkur handveðsbréf og einnig skuldabréfaröð upp á fimm milljónir þar sem kröfuhafi er Hafnarströnd hf. ÞRJÚ NAFNBREYTT FYRIR- TÆKIEIGNAST HÚSIÐ Viðskiptin með Kaupfélagshús- in síðustu tvö ár verða líklega ekki kölluð annað en brask. ístan var á sínum tíma í eigu Sigurðar Óla- sonar veitingamanns, en fyrirtæk- inu var nafnbreytt rétt áður en til viðskiptanna kom. Það hét áður Smur-, bón- og dekkjaþjónustan hf. Fyrirtækið er nú skráð í Aust- urstræti og í eigu annarra aðila. Nokkrum mánuðum seinna kom annað nafnbreytt fyrirtæki, Stórhýsi hf., og keypti eignina. Stórhýsi fengu afsal fyrir eigninni 22. maí 1991. Stórhýsi hétu áður Skírteinamyndir hf. og höfðu þá alls óskyldan rekstur með hönd- um. Núverandi stjórn Stórhýsa skipa Guðmundur Þórðarson lögmaður og Arnar Sölvason. Guðmundur mætti á uppboðið og gerði athugasemdir við fram- kvæmd þess. Þriðja nafnbreytta fyrirtækið kom síðan á þessu ári og keypti eignina. Það var GIB Hafnartorg hf., sem áður hét Guðmundur I. Bjarnason hf. og var heildsala stofnuð árið 1971, m.ö.o. virðulegt fyrirtæki með gamla kennitölu. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að Ólafur Thór- oddsen héraðs- dómslögmaður hafi komið þess- um viðskiptum á, en hann hefur lengi stundað verslunarrekstur í húsunum við Strandgötu. MEÐ GJALDÞROTA MENN í STJÓRN Við kaupin var stjórn GIB Hafnartorgs hf. skipuð þeim Magnúsi Garðarssyni, sem var stjórnarformaður, og Jóhannesi Jökli Jóhannessyni. Þeir hafa víða starfað saman, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Báðir eru þeir gjaldþrota þannig að stjórnarseta þeirra með tilheyr- Fjármálaráðuneytið berst við íjárlagahallann Byggir gufubaðsaðstöðu fyrir 3 milljónir Fjármálaráðuneytið stendur nú í framkvæmdum við gufubaðs- og/eða heitapottsaðstöðu fyrir starfsfólk stjómarráðsins. Verja á 2,5 til 3 milljónum króna í að breyta húshluta í SÍS—húsinu gamla við Sölvhólsgötu í þessum tilgangi. Haraldur Sverrisson, rekstrar- stjóri fjármálaráðuneytisins, stað- festi þetta í samtali við PRESS- UNA. „Þama er laust pláss og æd- unin að koma þarna upp bún- ingsklefa, sturtum og vonandi heitum potti eða gufubaðsklefa. Plássið er takmarkað eða aðeins um 60 fermetrar. Það verður að hafa í huga að þetta er ætlað til af- nota fyrir 400 til 500 manns, sem ffam að þessu hafa ekki haft nein tök á því að fara í bað í vinnunni. Kostnaðurjnn er áædaður á bilinu 2,5 til 3 milljónir, en það er aður sem yrði að leggja út í sem er, því öllu húsnæðinu verið illa við haldið,“ sagði aldur. Friðrik Sophusson fjármálar herra vill hresst fólk í stríðið gegn fjárlagahallanum og því heitan pott og/eða i gamla S(S-húsinu. andi ábyrgðum hlýtur að orka tví- mælis. Skiptalok í þrotabúi Jó- hannesar voru 6. mars 1991 og fundust engar eignir en kröfur voru upp á tæpar 9 milljónir að þávirði. Skiptalok í þrotabúi Magnúsar vom 13. ágúst 1990 og fundust heldur engar eignir þar en kröfur vom upp á tæpar þtjár milljónir að þávirði. PRESSUNNI er reyndar kunnugt um að síðar hafi komið nýjar gjaldþrotakröfur á hendur Magnúsi en þar sem heimilisfang hans fannst ekki hafi ekki verið unnt að stefna honum. 1. júlí sendi síðan Magnús til Hlutafélagaskrár tilkynningu um að hann væri genginn úr stjórn og afsalaði sér prókúruumboði. f staðinn kemur Jón Þórðarson inn í félagið. Nú 30. október kemur síðan enn ein tilkynningin sem segir að Jóhannes sé einn eftir í fé- laginu. ÞINGLÝSTILEIGUSAMN- INGITIL ÁRSINS 2000 19. október, tveimur dögum fyrir uppboðið, mætti síðan ðlaf- ur Thóroddsen með leigusamning til þinglýsingarskrifara í Hafnar- firði og vildi þinglýsa honum. Samningurinn er skráður til 1. janúar árið 2000. Þar sem upp- boðið á eigninni var tveimur dög- um síðar var skrifað upp á þinglýsinguna með fyrirvara. Þessi eignar- leigusamn- ingur var fyrir 104 fermetra á fyrstu hæð auk húsnæðis á ann- arri hæð, en þar hefur Ólafur verið með verslunarrekstur. Samning- urinn var skráður í gildi frá 10. apríl sfðastíiðnum og átti að hafa verið greiddur með skuldabréfi upp á 1,9 milljónir króna með fyrsta gjalddaga 10. apríl. Ólíklegt er talið að þessi samningur haldi, en réttarfarsbreytingin ffá 1. júlí á einmitt að torvelda slíka geminga. Á þessuni rúmlega tveimur ár- um sem húsið hefur gengið kaup- um og sölum hefur það óspart verið notað í pappírsviðskiptum. Eftir því sem komist verður næst hafa fæst þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að máli haft neina reglu- lega starfsemi og því lítið til af bókhaldsgögnum. Nýlega vom rifnar byggingar á baklóð hússins sem hafa nokkuð komið við sögu lögreglunnar í Hafnarfirði. I ágúst var komið upp um braggara sem þar var að störf- um og þegar húsin voru rifin fanst þar bíll sem skotið hafði verið undan uppboði. Hjá bílnum var kerra sem hafði nýlega verið stol- ið. Skráður eigandi bílsins hefur átt töluverð viðskipti við ffaman- greinda aðila.___________________ Siguröur Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.