Pressan - 05.11.1992, Page 14

Pressan - 05.11.1992, Page 14
14 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 5. NÓVEMBER 1992 Yfir 1.100 hagsmunasamtök með æ fleiri starfsmenn: Ársverkum starfsmanna hagsmuna- samtaka hefur fjölgað um 120 prósent frá 1980 og eru átta sinnum fleiri en 1963. Nú eru 353 landsmenn á bak við hvert ársverkhjá hagsmuna- samtökunum, þar sem starfs- menn eru þrír eða færri í 80% tilvika. MANNA IfllilA SAMAflLUTINN HVBISINI Starfsmönnum hagsmuna- og starfsgreinasamtaka hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofimnar flokkuðust 1.105 aðilar undir þessa „atvinnugrein“, mið- að við september 1991. Þetta er allt frá því að vera stóru hags- munasamtökin á borð við ASÍ, VSÍ og BSRB niður í félög á borð við Félag forstjóra Pósts og síma og Félag húseigenda á Spáni. STARFSMENN Á HVERN LANDSMANN ÚR 2 ÞÚS- UNDUMÍ350 Engum vafa er undirorpið að „hagsmunagæsla" er orðin mikil atvinnugrein hér á landi, en þá er átt við hagsmunasamtök bæði vinnuveitenda og launafólks. Árið 1990 höfðu samtök í þessum flokki á sínum snærum um 1.900 launþega. Mjög hátt hlutfall þess- ara starfsmanna reyndist í hluta- störfum, því ársverkin eru, þrátt fyrir fjölgun, enn innan við eitt þúsund. Árið 1975 töldust ársverk starfsmanna hagsmunasamtaka vera 330. Árið 1980 voru þau komin í 450 og 1989 í 705. Árið 1990 fór talan síðan upp í 725 og er ekki talið ólíklegt að hún sé nú um 750. Miðað við ársverk hefur þá starfsmönnum þessara sam- taka fjölgað um 120 prósent á síð- ustu fimmtán árum og um sextíu prósent á síðustu tíu árum. Starfs- menn eru þó sem fyrr segir tals- vert fleiri eða um 1.900. Skoða má fjölgun ársverka í þessum atvinnugreinaflokki í öðru ljósi. Árið 1963 voru ársverk- in 91 og samsvaraði það einu árs- verki á hverja 2.054 landsmenn. Árið 1975 voru ársverkin 330 eða eitt á hverja 664 landsmenn. Árið 1990 voru ársverkin 725 og um leið eitt á hverja 353 landsmenn. Til að ná svipuðum fjölda starfs- manna á bak við hvern lands- mann og var 1980 þyrfti ársverk- unum hjá hagsmunasamtökun- um að fækka um 220 til 225 manns. 80 PRÓSENT FÉLAGANNA MEÐÞRJÁEÐAFÆRRI STARFSMENN Þótt hagsmunasamtök séu um 1.100 talsins í gögnum Hagstof- unnar eru aðeins um 200 sem telja „Það er að mínu mati nauðsyn- legt að koma á meiri samvinnu milli einstakra félaga og jafnvel sameina félög á sama landsvæði, þannig að félögin verði betur í stakk búin að veita þá þjónustu sem ætlast er til af þeim. Strax og félög sameinast eykst möguleiki þeirra á því að ráða til sín sérhæft starfsfólk og þjónustan verður betri,“ segir Þóra Hjaltadóttir, formaður skipulagsnefndar Al- þýðusambands íslands. Skipulagsnefndin skilaði fyrir tveimur árum af sér tillögum um skipulag verkalýðshreyfmgarinn- ar, en þær eru enn til kynningar og hefur þvl ekki reynt á þær. má til hefðbundinna samtaka at- vinnurekenda og stéttarfélaga launafólks, en innan þeirra er síð- an mikill fjöldi „deilda". í þessu samhengi eru samtök atvinnurek- enda 57 talsins með um 174 árs- verk. 46 þeirra eða yfir 80 prósent eru með þrjú eða færri ársverk á bak við sig, átta eru með fjögur til tíu ársverk og aðeins þrjú með yfir tiu ársverk. Stéttarfélög launafólks teljast samkvæmt þessari mæli- stiku vera 144 með um 377 árs- verk. Þar af eru 116 með þrjú eða færri ársverk á bak við sig eða 80 prósent eins og hjá atvinnurek- endum. 21 stéttarfélag er með fjögur til tíu ársverk og sjö með meira en tíu ársverk. „Þessi mál hafa ekki beint þró- ast í ranga átt, heldur einfaldlega ekki þróast. Bara fyrir tíu árum voru samgöngumöguleikar miklu fábreyttari og sú samskiptatækni sem við ráðum nú yfir ekki komin í gagnið. Nú er hægt að halda símafundi, senda fax og landið er orðið miklu minna. Mér finnst blasa við, að félögin eru of mörg og of lítil og vanmáttug til að þjónusta eigendur sína á þann hátt sem þeir eiga kröfu til.“ Þóra nefnir að á Reykjavíkur- svæðinu séu félög eins og Dags- brún, Framsókn, Iðja, Hlíf og Framtíðin öll að vinna að sömu málum fýrir sama fólkið. Greidd laun í þessari atvinnu- grein reyndust árið 1990 vera á núverandi verðlagi um 1.100 milljónir. Samanlögð velta stéttar- félaga er talin allt að 2.500 milljón- um króna og eignir sömu aðila að líkindum yfir átta milljarðar. Ekki reyndist með nokkru móti unnt að ná fram nákvæmu umfangi þeirra, en fram hafa komið tölur um að rekstur stéttarfélaga launa- fólks kosti um 1.600 milljónir á ári, rekstur samtaka atvinnurek- enda um 800 milljónir og rekstur ýmissa annarra hagsmunasam- taka, svo sem ýmissa búnaðarfé- laga landsins, um 700 milljónir til viðbótar. Samkvæmt þessu kostar það um þrjá milljarða á ári að reka „Félög eins og þessi eiga að efla samvinnu sín á milli, ef ekki sam- einast. Síðan eru landssamböndin hvert í sínu herbergi út um allan bæ að sinna sömu hlutunum. Ég kysi frekar að sjá landssamböndin undir sama þaki og Alþýðusam- bandið eða jafnvel deildaskipt Al- þýðusamband án þessara milli- liða.“ Þóra taldi ýmislegt hafa komið í veg fyrir hagræðingu á þessu sviði. „Ekki er það þó smákónga- pólitíkin, hún er að deyja út með nýjum mönnum. Ástæðan er meðal annars sú að í öllum þess- um félögum er fólk svo upptekið við að leysa hin daglegu vandamál hagsmunasamtök landsins. MEST FER í AÐ HALDA APPARATINU GANGANDI En þessar veltu- og kostnaðar- tölur eru bara áætlanir. Upplýs- ingaöflun er afar erfið. Félögin eru ekki skatt- eða framtalsskyld og ekki eftirlitsskyld; þurfa ekki að gera opinberlega skil á tekjum sín- um, gjöldum, eignum og skuld- um. Til að komast að óyggjandi niðurstöðu um umfangið þarf að leita til hvers einasta félags fyrir sig — og þar er dyrum oftar en ekki lokað á „utanaðkomandi“ aðila. Þetta þýðir þó ekki endilega að rekstur hagsmunasamtaka sé við- að það vinnst enginn tími til að skipuleggja framtíðina. Og um- ræðu hefurvantað.“ Þóra segir að munur sé á hags- munasamtökum atvinnurekenda og launafólks hvað þessi mál varðar. „Gagnstætt atvinnurek- endum höfum við lagt mikla áherslu á lýðræðið, að það sé gras- rótin sem ræður. Tillögur okkar snúast ekki um að draga úr lýð- ræðinu, en auðvitað verður að huga að því ef lýðræðið snýst upp í andhverfu sína. Það gerist þegar félögin eru of mörg og of lítil til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Þá er þetta orðið eitthvað allt ann- að,“ segir Þóra. Þóra Hjaltadóttir, formaður skipulagsnefndar ASÍ: Félögin upptekin við hin daglegu vandamál

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.