Pressan - 05.11.1992, Síða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
15
kvaemt mál vegna þess að allt sé í
ólestri í fjármálum þeirra. Það
heyrir þvert á móti til undantekn-
inga að verkalýðsfélag sé rekið
með tapi. Algengt er að félögin
geti skilað af sér hagnaði upp á tíu
og allt að sextíu prósentum af
veltu. Þau fá sínar pottþéttu tekj-
ur; félagsgjöld, styrktar- og
sjúkrasjóðsiðgjöld, orlofssjóðsið-
gjöld, fjármunatekjur og fleira.
Utgjöld eru mismimandi, en eftir
því sem félag er minna fer stærri
póstur í laun og launatengd gjöld.
Hjá BSRB og Verkamannasam-
bandinu fara um fjörutíu prósent
útgjalda í laun og launatengd
gjöld, um þijátíu prósent hjá ASf
og um sautján prósent hjá VR.
Hjá Vinnuveitendasambandinu
eru launin ekki sérgreind í árs-
reikningi, en árið 1990 var skrif-
stofú- og stjómunarkostnaður 48
milljónir af 71 milljónar króna
gjöldum eða um 67 prósent. Laun
eru ekki heldur sérgreind hjá Fé-
lagi íslenskra iðnrekenda, en árið
1990 var skrifstofu- og stjórnun-
arkostnaður FÍI nær sjötíu pró-
sent af rekstrargjöldum. Hjá báð-
um þessum aðilum fóru mun
lægri upphæðir í fundi, ráðstefnur
og kynningarstarfsemi. Árið 1989
voru laun og launatengd gjöld
43,5 prósent af gjöldum rekstrar-
sjóðs Verslunarráðs fslands.
ERU HAGRÆÐINGARAÐ-
GERÐIR í VÆNDUM?
Á komandi þingi ASf verður
fjallað um fleiri mál en hver verði
eftirmaður Ásmundar Stefáns-
sonar, forseta sambandsins. Búast
má við talsverðum umræðum um
skipulagsmál verkalýðshreyfmg-
arinnar. f tvö ár hafa legið tilbún-
ar ýmsar tiilögur um hvað megi
betur fara í þeim efnum og meg-
inþemað þar samvinna og sam-
eining.
Atvinnurekendur eru einnig að
ræða hagræðingu innan vébanda
sinna. Rætt er t.d. um að byggja á
þverfaglegum samtökum fyrir at-
vinnuh'fið í heild með sameiningu
allra þátta starfseminnar, að
stofna samtök eftir atvinnugrein-
um sem sjá um kjarasamninga
viðkomandi greinar eða að efla at-
vinnugreinasamtökin með sam-
einingu. Gunnar Svavarsson við-
skiptafræðingur velti þessum
möguleikum fýrir sér í fféttabréfi
VSIí sumar og lokaorð hans voru:
„Atvinnulífið gerir þá kröfu til
samtaka sinna að þau líti í eigin
barm, stokki spilin og gefi á nýjan
leik.“ Án efa gera umbjóðendur
hagsmunasamtaka launafólks
sömu kröfu til sinna samtaka.
Friðrik Þór Guðmundsson
Þórarinn V. Þórar-
insson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ:
Of lítil félög
með of mikla
peninga en
litla pjónustu
„Það er ekki minnsti vafi á því í
mínum huga að það er full nauð-
syn á að hagræða á vettvangi
hagsmunasamtaka. í þau fara of
miklir peningar með of dreifðum
hætti, þar sem eru of margar litlar
einingar og þar sem of stór hluti
orkunnar fer í að ,Jifa af‘, en ekki
í faglega virkni og góða þjónustu,“
segir Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands Islands.
Þórarinn segir að markviss um-
ræða sé í gangi innan samtaka at-
vinnurekenda um hagræðingu á
þessu sviði.
„Þessi mál eiga bæði við um
samtök atvinnurekenda en þó
miklu fremur um samtök launa-
manna. Þar er um að ræða allt að
400 stéttarfélög og stéttarfélags-
deildir sem ná til um 125 þúsund
manna. Séu Félag starfsmanna
ríkisins og Verslunarmannafélag
Reykjavíkur undanskilin ná eftir-
standandi félög til aðeins um 80 til
90 þúsund manna. Það er lítið vit í
því og borðleggjandi að of lítil
þjónusta er veitt um leið og of
miklir peningar eru teknir með
takmörkuðum árangri. Þetta á
einnig við um lífeyrissjóðina og
sveitarfélögin; rekstrarkostnaður-
inn er úr öllu samhengi, það fer
svo mikið í sjálft sig.“
Þórarinn viðurkennir að það sé
auðvelt fýrir atvinnurekendur að
halda þessu ffam, samtök þeirra
séu í stærri einingum og starfið
miðstýrðara.
„Kannski liggur skýringin í því
að samtök atvinnurekenda eru
frjáls — fyrirtækjunum er ekki
skylt að vera í þeim. Samtökin
þurfa því að réttlæta tilvist sína og
starfsemi. öðru máli gegnir um
stéttarfélögin. Það má ímynda sér
hvað gerðist ef skylduaðildin yrði
afnumin, eða ef þessu yrði breytt
þannig að skylduaðildin héldist en
Það kostaryfir þrjá
milljarða á ári að
reka samtök launa-
fólks, atvinnurek-
enda og annarra
hagsmunaaðila.
Talsmenn VSÍ og
ASÍeru sammála
um aðfélögin séu
ofmörg, oflítil og
ofvanmáttug til að
veita umbjóðend-
um sínum þá þjón-
ustu sem þeir eiga
kröfu á.
Þórarinn: „... of lítil þjónusta er
veitt um leið og of miklir pen-
ingar eru teknir með takmörk-
uðum árangri... rekstrarkostn-
aðurinn er úr öllu samhengi,
það fer svo mikið i sjálft sig."
menn fengju að velja sér félag. Þá
kæmi upp samkeppni milli félaga
um þjónustu og ársgjöld. Félögin
yrðu að slást um kúnnana og þau
félög mundu sigra sem gætu veitt
mestu og bestu þjónustuna fyrir
sem minnstan kostnað."
Búnaðarfélagið og Fiskifélagið:
TELJAST STJÓRNSÝSLUEININGAR
EN EKKIHAGSMUNASAMTÖK
Inn í meðfylgjandi samantekt um hags-
rnuna- og starfsgreinasamtök vantar m.a.
Búnaðarfélag Islands, Framleiðsluráð
landbúnaðarins og Fiskifélag fslands. Þótt
þessir aðilar skilgreinist sem hagsmunaað-
ilar í hugum fólks er það ekki reyndin í at-
vinnugreinaflokkun Hagstofunnar. Þar
flokkast þeir undir „almenna stjórnsýslu
og réttargæslu ríkisins".
Þannig hefur t.d. Búnaðarfélag íslands
samkvæmt þessu sömu stöðu og t.d. Tób-
aksvarnarnefnd eða Jafnréttisráð. Ekkert
vafamál er að félagið sinnir fyrst og ffemst
hagsmunum landbúnaðar, á kostnað
skattgreiðenda. í fjárlagafrumvarpi næsta
árs er gert ráð fyrir 80 milljóna króna
framlagi til Búnaðarfélagsins, þar sem
starfa að meðaltali 43.
Sömu sögu er að segja af Fiskifélaginu.
Þar hefur sú grundvallarbreyting orðið að
búið er að setja á laggirnar svokallaða
Fiskistofu til að annast stjómsýslu ríkisins
á sjávarútvegsmálum. Til þessara hluta á
Fiskistofan að fá 160 milljónir á næsta ári.
Fiskifélagið situr eftir sem hagsmunafélag,
en framlag til þess lækkar úr 44 milljónum
í 6,3 milljónir. Þar af eiga 4,3 milljónir að
renna í reksturinn og 2 milljónir til að
standa straum af fiskiþingi.
Stjórn Búnaðarfélags-
ins að störfum fyrir
nokkrum árum, ásamt
búnaðarmálastjóra.
Búnaðarfélagið er 43
ársverka apparat sem
gerir útfjölda ráðu-
nauta og veitlr land-
búnaðinum marg-
háttaða sérfræðilega
aðstoö. Það telst þó
ekki til bagsmuna-
samtaka, heldurer
flokkað með aðilum
semsjáumstjórn-
sýslu og réttargæslu
fyrir ríkið.