Pressan - 05.11.1992, Side 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
19
E R L E N T
erfingjans Athinu, sem nú er
orðin sjö ára og vellauðug.
Hefur hann annast uppeldi
hennar frá því móðir hennar
lést og alltaf sviðið sárt, að
honum skyldu ekki vera fengin
yfirráð yfir auðæfum hennar.
Onassis-arfúrinn er nú metinn
á um 86 milljarða íslenskra
króna, en hann samanstendur
m.a. af stórum skipaflota, ýms-
um fasteignum og verðbréfúm.
Tæpur helmingur Onassis-
auðæfanna féll Athinu í skaut,
en hitt var látið renna í Alex-
ander Onassis-styrktarsjóðinn,
sem stofnaður var til minning-
ar um bróður Christinu, Alex-
ander, og styrkir málefni er
varða vísindi, menningu og
listir. Roussel heldur því fram
að úr því að hann hafi forræði
yfir dóttur sinni hljóti það að
koma f hans hlut að hafa yfir-
ráð yfir arfi hennar. Hann er
síður en svo á því að gefast upp
og hefúr í hyggju að leita réttar
síns með hjálp franskra dóm-
stóla.
fenstahl komu út í Bretlandi fyrir
stuttu og er bókin að hluta vamar-
rit, þar sem hún reynir að bæta
mannorð sitt og færa rök fyrir því
að hún hafi aldrei fylgt Hitler að
málum, né vitað af því sem koma
skyldi. Hún segir myndú sínar að-
eins vera heúnildamyndir og hún
hafi aldrei litið á þær sem áróð-
ursverk fyrir nasista. Leni segist
hafa dáð Hitler í byrjun og ekki
séð hann í réttu ljósi fyrr en undir
lok stríðsms. Þegar hún komst að
raun um lygamar og öll voðaverk
hans hafi hún lagt hatur á hann og
oft hugsað um hve hana langaði til
að svipta Hitler lífi.
Leni segir í bók sinni að hún
hafi ekki haft minnsta grun um
útrýmingarbúðir nasista og fyrst
heyrt um þær eftir að hún var tek-
in til fanga af bandamönnum.
Ekki einu sinni einkaritarar Hitl-
ers hafi haft hugmynd um hvað
var á seyði og þó hafi þær góðu
konur hitt hann á hveijum einasta
degi.
Ekki eru allir trúaðir á þessar
skýringar Leni Riefenstahl á for-
tíðinni og telja miklu frekar að
hún, rétt eins og svo margir aðrir í
Evrópu á þessum tíma, hafi kosið
að loka augunum fyrir því sem var
að gerast. Enn þann dag í dag
standa deilur um það hvort túlka
beri myndir Leni Riefenstahl sem
heimildamyndir eða áróðursverk.
Margir halda því fram að það sé
útilokað að konan hafi getað stað-
ið í þeirri meiningu að hún væri
Leni Riefenstahl við tökur á mynd sinni Ölympíu sem fjallaði um
Ólympíuleikana í Berlín 1936.
Roussel girnist
Onassís-auöæfin
Þegar Christina Onassis,
dóttir gríska auðjöfursins Ari-
stoteles Onassis, lést 1988 eftir-
lét hún þriggja ára dóttur sinni,
Athinu, öll sfn auðæfi, og sat
eiginmaður hennar og barns-
faðir, Frakkinn Thierry Rous-
sel, eftir með tvær hendur tóm-
ar. Reyndar er honum engin
vorkunn manninum, því hann
fær drjúgan framfærslueyri á
ári hverju úr sjóðum hinnar
látnu eiginkonu og skyldi mað-
ur ætla að hann gerði sig
ánægðan með það. En sú er
ekki raunin. Roussel fer með
forræði dótturinnar og einka-
að gera saklausar heimildamyndir
um vin sinn Hider.
Bömin hennar
Leni Riefenstahl segir í bók
sinni að hún hafi aldrei getað sætt
við að verða að hætta í kvik-
myndagerð. Myndirnar hennar
séu í raun og veru bömin hennar
og hún hafi eingöngu snúið sér að
ljósmyndun vegna þess að hún
hafi verið tilneydd að leggja hitt á
hilluna. Leni heldur því fram að
hún væri enn að hefði hún fengið
að halda ótrauð áfram að gera
kvikmyndir. Þótt hún segi það
ekki beint í bókinni má ganga út
ffá því sem vísu, að hefði Leni Rie-
fenstahl haldið áfram í kvik-
myndagerð hefði viðfangsefnið
orðið eitt og hið sama: fegurð
mannslíkamans, hreysti og þor.
Leni Riefenstahl varð heimsfræg fyrir tilkomumiklar kvikmyndir sínar
um Hitler og nasismann, en átti sér ekki viðreisnar von í kvikmyndagerð
eftir að stríðinu lauk, enda litið á myndir hennar sem svæsnasta áróður. í
æviminningum sínum heldur hún því fram að hún hafi aldrei fylgt Hitler
að málum né hafi sig grunað hvað fyrir honum vakti.
Þeir sem séð hafa mikilfengleg-
ar kvikmyndir Leni Riefenstahl
gleyma þeim aldrei. Þær eru án
efa með glæsilegustu verkum
kvikmyndasögunnar, því miður
liggur manni við að segja, sökum
þess hve viðfangsefnið var and-
styggilegt: upphafning og skraut-
sýningar þýskra nasista, hlægileg-
ar en þó á vissan hátt heillandi til-
raunir til að endurvekja andrúmið
úr fornum germönskum hetju-
sögum. Þetta festi Leni Riefenstahl
á filmu af slíku næmi að sýn
hennar telst í raun ein af tákn-
myndum tuttugustu aldarinnar.
Fyrri kvikmyndin, Sigur vilj-
ans, fjallar um flokksþing nasista-
flokksins í Númberg 1934 og sýnir
Hitler stíga líkt og guð af himnum
ofan, niður til fagnandi fjöldans á
jörðu niðri. Sú síðari, Ölympía,
fjallar um Ólympíuleikana í Berlín
1936 og sýnir hetjuleg tilþrif þrótt-
mikils æskufólk sem ber flaktandi
fána og logandi kyndla með sigur-
bros á vör. Mikið hefúr verið rætt
og ritað um það hvernig túlka
megi myndir Riefenstahl og hvort
þær skuli flokka undir heimilda-
myndir eða nasistaáróður. í nýút-
komnum æviminningum sínum
reynir kvikmyndagerðarkonan,
sem nú er níræð að aldri, að bera í
bætifláka fyrir sig og sannfæra
heiminn um að hún hafi ekkert
vitað af fyrirætlunum Hitlers og
ekki gengið nema gott eitt til með
myndum sínum.
Heillaði Hitler upp úr skónum
Leni Riefenstahl, sem er fædd
og uppalin í Berlín, var bergnum-
in bæði af fegurð náttúrunnar og
mannslíkamans og lét heillast af
öllu sem var ævintýralegt og yfir-
gengilegt. Hún varð ung heltekin
af kvikmyndaleik og fékk sitt
fyrsta hlutverk 22 ára í myndinni
Heilaga jjallið, sem leikstýrt var
af Arnold Franck og tekin upp í
Ölpunum. Myndin sló í gegn og
Leni varð á skammri stundu
stjarna og lék effir þetta í nokkr-
um myndum Francks. Eftir að
hafa fylgst með kvikmyndagerð
um nokkurt skeið ákvað hún að
snúa sér sjálf að leikstjóm og gerði
myndina Bláa Ijósið árið 1932,
þar sem hún fór sjálf með aðal-
hlutverkið. Myndin sagði frá lífi
ungrar stúlku í ölpunum og þótt
sagan væri bamslega einföld voru
sögusviðið og myndatakan stór-
kostleg, og myndin sló í gegn,
bæði innan Þýskalands og utan.
Meðal þeirra sem hrifust af
Bláa Ijósinu var Adolf Hitler, sem
á þessum tíma var um það bil að
komast til valda í Þýskalandi. Leni
segist í æviminningum sínum
fýrst hafa litið Hitler augum þegar
hann hélt þrumandi ræðu í
íþróttahöllinni í Berlín í febrúar
1932. Þótti henni ræðan svo
áhrifamikil að hún ákvað að skrifa
þessum áhugaverða manni bréf
og freista þess að ná tali af honum.
Hitler hafði heillast af leikstjóran-
um og leikkonunni Leni Rie-
fenstahl í Bláa Ijósinu og var því
ekki svifaseinn þegar honum
barst bréfið frá henni. Sagði Hitler
við stúlkuna að hann mundi ráða
hana til að gera kvikmyndir fyrir
sig, þegar hann kæmist til valda í
Þýskalandi.
Margfaldar verðlaunamyndir
Fyrr en varði var Hitler sestur í
valdastól og Leni fékk starfið sem
henni hafði verið lofað. Hún hafði
alltaf verið hugfangin af
ómennskum fullkomleika; líkam-
legum þrótti, hreinleika, fegurð og
æskuljóma, eins og reyndar sést
ljóslega á myndunum tveimur
sem hún gerði fyrir Hitler og varð
heimsfræg fyrir, Sigri viljans og
Ólympíu. Myndimar vöktu geysi-
lega athygli og þóttu meistaralega
vel gerðar, þótt sitt sýndist hverj-
um um innihaldið. Báðar hiutu
þær fjölda verðlauna, meðal ann-
ars gullverðlaunin á kvikmynda-
hátíðinni í Feneyjum, fyrri mynd-
in árið 1936 en hin 1938.
Leni varð góð vinkona Hitlers
og naut velvildar hans í hvívetna,
þótt aldrei hafi þau stofnað til
nánari kynna. Mikið var þó slúðr-
að um þessa konu sem fékk allt
upp í hendurnar og því ýmist
haldið ffarn að hún væri ástkona
Hitlers eða Jósefs Göbbels.
Um leið og heimsstyrjöldinni
lauk var áróðurs-
meistari Hitlers,
Leni Riefenstahl,
handtekin og
hald lagt á mynd-
ir hennar. Effir
þriggja ára fang-
elsisvist var hún
látin laus, enda
ekki talið að hún
væri sek um
stríðsglæpi þó að
hún væri yfirlýst
sem „hliðhoir
Hitler og nasism-
anum. Þann
stimpil hefur hún
aldrei losnað við.
Hún gerði nokkrar tilraunir til að
halda áfram kvikmyndagerð að
stríðinu loknu, en mætti hvar-
vetna mótstöðu og neyddist að
lokum til að gefast upp.
Ljósmyndimar af Núba-ætt-
bálknum
Um miðjan sjötta áratuginn
fékk Leni þá hugmynd að fara til
Afríku effir að hafa lesið sögu effir
Hemingway, ekki síst til að flýja
niðrandi umfjöllun evrópskra fjöl-
miðla, sem aldrei virtust geta
fengið nóg af að rifja upp grugg-
uga fortíð hennar. Þar kynntist
hún Núba-ættbálknum í Súdan
sem átti effir að verða myndefnið í
ljósmyndum hennar, sem gerðu
Leni Riefenstahl fræga á ný og
komu henni á réttan kjöl, ekki síst
fjárhagslega.
Leni átti eftir að fara off til Afr-
íku og dvelja langtímum á meðal
Núba-ættbálksins og rannsaka
lifnaðarhætti hans.
Það þurfti svo sem ekki að
koma neinum á óvart að hún varð
bergnumin af öllu sem viðkom
þessum frumbyggjum Afríku;
nekt þeirra, hreysti og ekki síst
ffelsi. Bera ljósmyndir hennar því
glöggt vitni og skín í gegnum þær
eirilæg, bamsleg aðdáun hennar á
myndefninu. Kannski er hún þar
ekki á ósvipuðum slóðum og í
kvikmyndum sínum.
Ævisagan varnarrit
Endurminningar Leni Rie-
Hið útskúfaða
kvikmynda-
skáld Hitlers
Young ekki brunninn út
Það er betra að brenna út en að
láta gleyma sér. Eitthvað í þessum
dúr söng bandaríski rokkarinn
Neil Young fyrir næstum fimm-
tán árum og vildi með því heiðra
kollega sinn, pönkarann Johnny
Rotten. En sjálfúr hefur Neil Yo-
ung hvorki brunnið út né látið
gleyma sér þótt hann sé orðinn 47
ára. Hann er að gefa út plötu þessa
dagana sem ber heitið Harvest
Moon og er sagt að þar leiti hann
aftur til plötunnar Harvest, sem
kom út 1972 og er mest selda verk
Youngs til þessa. Það er sama
hljómsveit og spilar með Young
og þá og affur syngja Linda
Ronstadt og James Taylor bak-
raddir. í erlendri músíkpressu
hefúr að undanförnu mátt íesa að
Young sé sá þátttakandi í Wood-
stock-hljómleikunum sem best
hafi tekist að varðveita trúverðug-
leika srnn. Hann má líka eiga það,
Young, að hann hefúr aldrei látið
neinn segja sér fyrir verkum.
Óforvarendis hefúr hann skipt um
stíl, oft þegar aðdáendur voru
farnir að kaupa plöturnar og
héldu sig vita hvar þeir hefðu
hann. Þá hefur hann átt til að
söðla um og gefa til dæmis út
kántríplötu eða pönkplötu. Enda
segir sagan að einhveiju sinni hafi
hljómplötufyrirtæki sem hann
starfaði fyrir höfðað mál á hendur
honum — fyrir að reyna vísvit-
andi að eyðileggja feril sinn.
Veggjakrot í náðhúsum
Ekki eru allir vanir að veita kroti á veggjum almenningssalerna mikla at-
hygli, enda oftast gengið út frá því sem vfsu að skilaboðin sem þar er að finna
séu ekki ýkja merkileg. Það kann því að vekja fúrðu margra, að veggjakrot í
náðhúsum hefúr verið áhugamál ýmissa fræðimanna um langt skeið og hafa
þeir getað lesið ýmislegt forvitnilegt út úr krafsinu. Fyrstu rannsóknimar
sem gerðar voru á „náðhúsakroti" birtust í tímaritinu Anthropophyteia, sem
kom út í Vínarborg á áranum 1904 til 1913, en meðal starfsmanna þess var
engfrm annar en Sigmund Freud. Blaðið komst að þeirri niðurstöðu að loftið
á útikömrum hefði greinilega andlega hvetjandi áhrif á fólk. Núna, 80 árum
síðar, eru menn enn að velta vöngum yfir veggjakroti í Austurríki. Sálfræð-
ingurinn Norbert Siegel hefur gert viðamikla rannsókn á veggjakroti á sal-
ernum háskóla Vínarborgar og leiðir hún í ljós, að karlmenn eru mun árás-
argjamari í skrifum sínum en kvenfólk. Niðrandi orð um flóttafólk og grófar
yfirlýsingar þar að lútandi var nær eingöngu að finna á karlasalernum, og
virðast hægrisinnaðir öfgamenn einkum fá andann yfir sig á náðhúsum. Á veggjum kvensalernanna gaf al-
mennt að líta mun friðsamlegri ummæli og var þar einkum fjallað um málefni er varða konur. Mjög mikið
af kroti kvennanna snerist um ástir og kynlíf og var heilu ástarsögurnar að finna á sumum náðhúsunum,
sem greinilega höfðu verið skrifaðar á löngum tíma og af ýmsum höfundum.