Pressan - 05.11.1992, Page 21

Pressan - 05.11.1992, Page 21
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 5. NÓVEMBER 1992 21 E R L E N T Skrýtnara nafnið vann Sigur Bills Clinton á þriðjudaginn stað- festi eina reglu sem lesa má út úr banda- rískri stjórnmálasögu. Það er sú stað- reynd að bandarískir kjósendur eru sér- staklega elskir að frambjóðendum með sérkennileg millinöfn. Þetta sást Paul Tsongas yfir þegar hann gafst upp í prófkjörsbaráttu í vor. Því Paul Effhemios Tsongas hljómar einhvem veg- inn eins og það ætti að vera forsetanafn. Það er í stfl við nöfn Bandaríkjaforseta á síðustu öld, þegar það var til siðs að heita kröftugum og óframberanlegum nöfnum. Og það er ábyggilega ekki of grískt, ef ein- hver skyldi ætla það. Síðasti Grikkinn sem reyndi að verða forseti Bandaríkjanna hét nefnilega því ofurvenjulega nafni Michael Stanley Dukakis. Það hjálpaði honum ekki neitt. Hann átti ekki möguleika gegn George Herbert Walker Bush, sem saman nálgast það að vera aristókratískt, þótt hvert nafn fyrir sig sé ómerkilegt. And- stæðingar Bush gerðu sér leik að því í vet- ur að kalla hann alltaf nöfnunum fjórum, en það dugði hvorki Patrick Joseph Bu- chanan né hinum millinafnslausa Tom Harkin. Bandaríkjaforsetar hafa allir borið millinafn frá því Herbert Clark Hoover réð í kreppunni. Og öll em þau óvenjuleg, ef undan er skilinn Dwight David Eisen- hower. Honum tókst þó að bjarga sér með „Ike“. Á undan Ike ríkti Franklin Delano og á eftir kom John Fitzgerald. Síðan komu Lyndon Baines og Richard Milhous, en Jimmy Carter notaði aldrei millinafn sitt. Það er ekki óhugsandi að honum hefði gengið betur gegn Ronald Wilson ef hann hefði notað James Earl í staðinn fyrir hið alþýðlega „Jimmy“. En meira að segja Jimmy“ var skárra en nafnið á forvera hans, Gerald .. .Rudolph. Af nýgengnum forsetum á þó Harry S Truman metið. Hann hét nefnilega það. Harry S. Það eru til margar skýringar á þessu, en sú skásta er að foreldrar hans hafi ekki getað komið sér saman um hvort hann ætti að heita Shippe eða Sol- omon, sem voru nöfh afa hans tveggja. S- ið, eitt og sér, var sumsé málamiðlun. Fyrr á öldinni var forseti í tvö ár Warr- en Gamaliei Harding, en á nítjándu öld sátu til dæmis Rutherford Birchard Hayes og James Knox Polk. Flestir notuðu bara skammstöfun á U.S. Grant, sem var yfir- leitt talið standa fyrir „Unconditional Surrender" sökum hörkunnar sem hann beitti sem hershöfðingi í borgarastyrjöld- inni. En hann hét hvorki meira né minna en Ulysses Simpson og láir honum enginn að hafa kosið styttinguna. Og nú hefur Bill Clinton staðfest kenn- inguna. Áður en móðir hans giftist bfla- salanum Roger Clinton hét verðandi Bandaríkjaforseti nefnilega William Jef- ferson Blythe IV. Sigur ársins Það er óhætt að gleyma öllum stóryrð- unum um sigur Clin- tons og annarra pót- intáta demókrata í bandarísku kosning- unum. Stærsta sigur- inn áttj nefiiilega eng- inn annar en fyrrum borgarstjóri Washing- ton, Marioti Barry, nýkominn úr fangelsi og pólitískt ódrepandi. Barry var hand- tekinn í janúar 1990 fýrir að reykja krakk fýrir framan myndbandsvélar FBI; hann hafði komið á hótel til að sofa hjá gömlu viðhaldi, en reykti kókaínið þegar ljóst varð að annað gæfist ekki. Barry sat sex mánuði í fangelsi, en sneri að því búnu aftur og settist að í einum fátækasta hluta borgarinnar. Þar gaf hann kost á sér í borgarstjórn og fékk sjötíu prósent at- kvæða í prófkjöri demókrata. Repúblik- anar eru varla til í borginni og Barry var öruggur með sigur á þriðjudaginn. Það þyrfti engum að koma á óvart ef þetta væri aðeins byrjunin á nýjum ferli. GaiL Archrtektur-Keramik FLÍSAR WÉ Stórhöföa 17, við Gullinbru sími 67 48 44 Síðustu sætin til Kanarí um jólin með Heimsferðum Nú er jólaferðin okkar aðseljast upp. Við höfum nú þegar fengið stærri flugvél til Kanaríeyja um jólin og seljum nú síðustu viðbótarsætin. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust. NÝ DÖNSH FÖSTUDAGSKVÖLD S/oÓá(‘Jt/)é'J'(/ /’/(j//(J J'/ Jt J/ Ausiurstræti 22 17. desember 3 vikur Verð frá kr. 55-500j Verð per mann m.v. hjon með Tveir í íbúð 74.900,- 7. janúar — 3 vikur Verð frá kr. 39-70 ^ ^ ^ Verð per mann m.v. hj _ HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 ara 1 927-1 992 Málailrjn Vbidurþér í afmælisveislu! AF OLLUM VORUM MIKID URVAL APGCðDUM VORIÍJM m.a. GOLFTEPPI - GÓLFDREGLAR FILT GÓLFTEPPI 2m-4m HÖHNS parket VEGGFÓDUR VEGiSDUKAR 5lcm á breL RIML^GARDÍNIÍIR plast-ál GÓlfFDÚKAR 2m-3m-4m br£i(óir VILLEROY OG BOCH gólfflfsar KVERKLISTAR 6 geróir LOFTRÓSIR 14 geróir ROWNEY Listmálaravörur MÁLNINGAVÖRUR H arpa-Sado I i n-Po I ytex Mjarabou 02 * livuruirvn k Grensásveg 11 • Sími 813500

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.