Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 26
26
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 5. NÓVEMBER 1992
a
Spurt var
A. Hver er heisti kosturinn
við ReykjavTk?
B. Nefndu þrennt sem
mundi gera hana að betri
borg.
Hallveig
Thorlacius brúðu-
leikari
A. Hversu mátulega stór hún
er, lítil heimsborg, og hvað
mikið er að gerast þrátt fyrir
stærð hennar.
B. 1. Gera hana mennskari
fyrir börn og byrja á að bjóða
þau velkomin á viðeigandi
hátt með sómasamlegri fæð-
ingaraðstöðu þannig að kon-
an hafi val.
2. Viðhalda sköpunargleði
barna með því að koma upp
aðstöðu til brúðuleikhúss og
fjölbreyttrar starfsemi þar sem
þau gætu búið til brúður og
tjáð sig með listsköpun, til
dæmis við Fríkirkjuveg 11.
Klukka úti f garði með brúð-
um sem gægðust út gæti lífg-
að upp á miðbæinn.
3. Þaó þyrfti að gera stórátak
til að leiða saman börn og
gamalt fólk í leik og starfi.
tónlistarmaður
A. Mannlífið í miðbænum.
B. 1. Lækka verð á mat og
drykk á veitingastöðunum.
2. Auka tillitssemi í garð ná-
ungans á flestum sviðum.
3. Auka frítíma fólks almennt
til að það geti notið þess sem
borgin hefur upp á að bjóða.
A. Þar býr gott og skemmtilegt
fólk.
B. I.Tryggjaatvinnu.
2. Að þess verði gætt að
byggð verði ekki of þétt og
haldið verði í útivistarsvæði,
græn svæði, og gamla bæn-
um sýnd virðing.
3. Að auka umferðaröryggi.
Sigurður
Gröndal
tónlistarmaður
A. Öflun aðfanga er þægileg
og vöruúrval gott.
B. I. Lækka fasteignaverðið
2. Gera skemmtanalífið frjáls-
ara. Rýmka reglur um opnun
skemmtistaða og leyfa fólki að
skemmta sér eins lengi og það
vill og hefur úthald til.
3. Fjölga íbúunum um tíu til
fimmtán þúsund, þá væri
þetta orðin þægileg stærð.
Það vantar fleira fólk í menn-
ingarlífið og annað, það er of
fátt eins og er.
María
Pálsdóttir
lögregluþjónn
A. Maður er í nálægð við allt
og það er stutt að fara til að
afla þess sem maður þarf.
B. 1. Efla löggæsluna.
2. Hugsa betur um börn og
unglinga, fólk þarf að gefa sér
tíma til að sinna þeim.
3. Fólk taki meira tillit hvað til
annars f umferðinni og á öll-
um stöðum þar sem fólk kem-
ur saman.
Sigurþór
Hallbjörnsson
„Spessi"
Ijósmyndari
A. Borgin stendur við sjó.
B. 1. Ég mundi brjóta niður
allt Breiðholtið með krönum
— eða jafnvel ameríska hern-
um, hann gæti æft sig á þvf —
og það yrði látið vera þannig;
skúlptúr. Aldrei mætti byggja
slíkt aftur.
2. Það þarf að gera meira af
því að byggja hús þannig að
fólk búi við götur en ekki bíla-
stæði. Byggja þannig að fólk
sé við götu og við götuna sé
pöbb, bakarí og kaupmaður-
inn á horninu. Ef það yrði
byggð svona lengja við Miklu-
brautina yrði hún til dæmis
strax miklu hlýlegri. En húsin
þyrftu samt ekki öll að vera
eins; ekki eins í laginu og eins
á litinn. Það er svolítið of mik-
ið skipulag hérna; allt svo ríg-
neglt niður.
3. Jafna Morgunblaðshöllina
við jörðu með Scud-eldflaug,
og jafnvel Kringluna líka.
Bjarki
Pétursson
menntaskólanemi
A. Það sem mér finnst best við
Reykjavík er hvað hún er
heimilisleg og rómantísk.
B. 1. Laga gatnakerfið og bíla-
menninguna.
2. Á sumrin fái götutónlistar-
menn að leika í Austurstræti
eins og gerist í stórborgum er-
lendis.
3. Mála Ijótu gráu skelja-
sandshúsin í fallegri litum.
framkvæmdastjóri
A. Smæð borgarinnar er
hennar helsti kostur sem og
nálægðin við fólk.
B. 1. Dregið verði úr bílaum-
ferð í miðbænum og almenn-
ingssamgöngur bættar til
muna.
2. Haldinn verði „hafnardag-
ur" a.m.k. einu sinni í mánuði
og helst í hverri viku. Hann
var svo sérstaklega skemmti-
legur.
3. Borgarbúar brosi meira
hver til annars og séu jákvæð-
ari í hugsun og viðmóti.
Steingrímur
Eyfjörð
Kristmundsson
myndlistarmaður
A. Ég sé ekki nokkurn einasta
kost við Reykjavíkurborg.
B. 1. Loka ætti fyrir alla um-
ferð einkabíla um miðbæinn.
2. Menn ættu að hætta að
byggja einbýlishús f borginni
og reisa eingöngu fjölbýiishús,
með sameiginlegu mötuneyti
fyrir íbúana.
3. Allir ættu að hafa sömu
skoðun á hlutunum.
A. Hvað henni tekst lygilega
vel að þykjast vera meiri
heimsborg, menningarlegri og
fallegri en hún er.
B. 1. Vantar miklu meira af lit-
ríku og skemmtilegu fólki sem
hefur tíma til að gefa af sér.
Einnig helling af fólki til að
njóta þessa... það má vera
sama fólkið.
2. Miðjarðarhafsloftslag.
3. Stór og smá, fjölnota, vel
útbúin listhús (art centers) án
dyravarða, þar sem leika má
lausum ha
Július
Agnarsson
„nemi"
A. Hvað borgin er fámenn.
B. 1. Fá betra veður.
2. Vegalengdir eru svo miklar
að það þyrfti að þjappa borg-
inni betur saman.
3. Byggja svo yfir hana stóra
Perlu.
Heloa
Bjarnadóttir
framkvæmdastjöri
A. Hún hefur allt til alls, fjöl-
breytt vöruúrval og margþætta
þjónustu. Borgin er hreinleg
og enn erum við svo heppin
að búa við tiltölulega lága
glæpatíðni.
B. 1. Halda áfram að ganga
snyrtilega um.
2. Minnka umferðarþunga á
götum borgarinnar.
3. Eftil vill vantar vetrarleik-
svæði fyrir krakka, skautasvell
eða eitthvað í þá veruna.
Jönas
Tryggtfason
íþróttafræöingur
og flugumferöar-
stjóri
A. Hversu borgin er fjölbreytt,
lítið eitt af öllu; alls kyns fólki,
atvinnuvegum, möguleikum
til íþróttaiðkunarog lista. Svo
ekki sé talað um leguna, því
borgin er stórkostlega vel stað-
sett, með sjó og fjöll allt um
kring.
B. 1. Almenningssamgöngur
eru glataðar og þær mætti
bæta stórlega svo fólk hefði
valkost. Einkabílaflóðið mundi
minnka og það drægi úr
mengun.
2. Djörf atlaga hefur verið
gerð að grænum svæðum og
víða risið stórar byggingar og
eldrimannakastalar. Það ætti
að láta byggðina teygja sig og
láta vera að þrengja að þeim
útivistarsvæðum sem til staðar
eru.
3. Leggja gönguleiðir, skokk-
og hjólabrautir.