Pressan - 05.11.1992, Page 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
skaplega lítils virði hér og nú. Þar
sem þetta hefúr aftur á móti verið
rannsakað með dáleiðslu og farið
aftur fyrir núll kemur í ljós að við
höfum átt forveru og hún hefur
verið mjög hversdagsleg. Við höf-
um verið venjulegir Jónar og
Gunnur hér og þar í tilverunni.“
Hvemigýtir þú undir skilning
fólks á eigin manngerð?
„Með tilliti til þess að það er að-
eins til eitt eintak af hveijum væri
alger synd ef við hefðum ekki
staðgóða þekkingu á þessu ein-
taki. Þegar ég skoða manngerðina
geri ég það framhjá ytri aðstæðum
og uppeldi. Ég fer beint inn að
upplaginu og þá kemur ýmislegt í
ljós. Þá tíni ég ekki aðeins til kosti
fólks heldur veikleika líka, sem já-
kvætt er að skoða þótt ekki sé alið
á þeim eða yfirleitt lögð nokkur
ræktvið þá.
Ég hef eitthvað sem heitir sjötta
skilningarvit, sem gerir mig að
sálrænni manneskju þó að öðru
leyti sé ég hversdagsleg, og gerir
að verkum að ég hef skilning á
manneskjunni á dulfræðilegan
máta, sem er öðruvísi og ekki
hefðbundinn. fslenska þjóðin
elskar fólk eins og mig og hefur
sterkar taugar til sjáenda og miðla.
Það þarf ekki að útskýra frekar.“
Miðill&
— ein a moti straumnum
PRESSAN/JIM SMART
„Miðillinn ogsjá-
andinn hefur eng-
an áhuga á dul-
rænum hlutumfyr-
irutan það aðýta
undir tiltrúfólks á
eigið gildi og eiga
mögulega þátt í að
auka skilningþess
á sjálfu sér, því ekk-
ert okkar erfull-
komið og án veik-
leika. “
Telma L. Tómasson
Jóna Rúna Kvaran, miðill og
sjáandi — sérfræðingur í mann-
gerðum, skoðar allar hliðar
mannlegrar tilveru. Þær björtu,
þær dökku... og finnst gaman að
kveikja ljós. Ljós sem skýrir tilver-
una. Skært eða dauft, en ljós samt.
Hún er túlkandi og bendir á leiðir,
ekki lausnir. Viðfangsefni hennar
er fólk.
Hún er sérstök fýrir hæfileika
sína, en ekki síður fýrir hugmynd-
ir sínar um tilveru mannsins. í
tuttugu ár hefúr hún verið að þróa
kærleikshvetjandi heimspeki sem
byggð er á kristilegum grunni og
blönduð dulrænu innsæi. f dag
stendur hún á fertugu, þrír ára-
tugir eru síðan hún ákvað að
þjálfa upp mjög sérkennilega og
fjölþætta dulræna gáfú og fimm-
tán ár eru síðan hún tók þá
ákvörðun að koma sér fýrir í ró-
legheitum í samfélaginu án tillits
til þess hvað öðrum fýndist um
það. Tímamót.
ANDÚÐ Á NIÐUR-
RIFSÖFLUMOG
VANDRÆÐASMIÐUM
Fólk skrifar henni og ber henni
fréttir af aðstæðum, atburðarás og
einstaklingum þar sem tekist er á
við hvers kyns sammannlega
reynsluþætti og ekki síst leyndar-
mál. Þessu reynir hún að vinna úr
en þrátt fyrir að vera fyrst og
fremst sjáandi og miðill ber hún
starfsheiti blaðamanns.
Á þennan hátt hittir þú mik-
inn fjölda fólks. Hvernig slœr
hjarta þjóðarinnar?
„í ljós hefur komið að stærstur
hluti fólks þráir frið og jafnvægi
og andúð á niðurrifsöflum og svo-
kölluðum vandræðasmiðum er
alger. Fólk viU styrkja sjálft sig og
innra líf sitt og þar með stuðla að
bættu samfélagi, þar sem það
hvetur hvað annað til ábyrgðar á
sjálfu sér og gerir sér jafnframt
grein fyrir því að til er eitthvað
sem heitir val. Mér hefur þótt
vænst um að þama hafa unglingar
verið langmest áberandi en í þeim
býr mikil þrá eftir kærleikríku
lífi.“
Sjá þau sjálfleið til að vinna í
málum sínum?
„Þau vilja hafna kerfi dauðra
hluta og tUgangslausra, þegar þeir
eiga að koma í stað eðlilegra,
djúpra og nærfærinna sam-
skipta.“
Finnurðufyrir samfélagsmein-
um?
„í öllum samfélögum eru til
staðar ákveðnir annmarkar og
ákveðin afskræming á mannlegu
eðli sem á sér stoð í veruleikanum.
Ofbeldi, sifjaspell og áfengis- og
eiturlyfjaneysla ganga gróflega á
rétt barna og friðhelgi og með
þeim upplýsingum sem ég hef
fengið, til dæmis í gegnum bréfa-
skriftirnar, er ástæða til að ætla að
í þeim gögnum komi aðeins topp-
urinn á ísjakanum fram.“
VILJUM SJÁINN
Er munur á hugarfari einstak-
linga eftir því hvaða kynslóð þeir
tilheyra eða kyni?
„Unga fólkið er víðsýnna,
sveigjanlegra og ekki haldið affur-
haldi eða fordómum. Þegar ég fór
fyrst að svara bréfum voru það
helst stúlkur og konur sem not-
uðu sér þjónustuna. Þróunin hef-
ur orðið sú að nú eru strákar og
karlar stöðugt meira áberandi.
Það er að renna upp fyrir þeim að
þeim stendur stuggur af svoköll-
uðu hetjuuppeldi, þar sem ofúrtrú
á styrk einstaklingsins kemur
harðast niður á möguleikunum til
að takast eðlilega á við sterkar til-
finningar. Styrkur verður aldrei
kyngreindur eða stéttskiptur og
við verðum öll fýrr eða síðar að
takast á við sammannlega
reynsluþætti og rækta okkur upp
á jákvæðan máta til að vera færari
um að takast á við hvers kyns
höfnun, missi, vonbrigði, órétt-
mætar fyrirstöður og annað sem
tímabundið má fella undir mót-
læti.“
Fólk leitar mikið í andlegt
skjól; trúarsöfnuði, íhugun og
aðra andlega ástundun. Kem-
urðu auga á ástœðu?
„Andleg ásókn íslendinga er
engin nýjung, við höfum alltaf
haft þessa þrá, og mannkynið yfir-
höfuð. Það er því alger misskiln-
ingur að við séum að gera þetta í
meira mæli en áður þótt ef til vill
sé það meira áberandi nú þar sem
við kærum okkur ekki um samfé-
lag sem byggist á fólki sem sér
bara það sem er utan á öðrum.
Við viljum sjá inn.“
HÆGT AÐ VERA LIFANDI
DAUÐUR
Jóna Rúna segist gera sér grern
fýrir því að hún eigi aldrei eftir að
breyta neinu en telur dulfræðilega
þætti tilverunnar, það leyndar-
dómsfulla, eiga fúllkominn rétt á
sér... svo lengi sem það er jarð-
tengt og kærleikskvetjandi en ekki
skylt flugi ofar skýjum.
Geturðu skýrt þetta nánar?
„Ég tel að það sé ekki gagn í
dulfræðilegum þáttum tilverunn-
ar ef þeir ýta undir hégóma og
græðgi. Ef þeir aftur á móti ýta
undir ábyrgð einstaklingsins á at-
höfnum sínum og lífi eiga þeir
fullkomlega rétt á sér. Hollara er
að við reiknum með meira lífi, og
eilífú h'fi, vegna þess að þá förum
við öðruvísi gegnum þetta jarðlíf
okkar og öxlum markvissar
ábyrgð, því þá vitum við að sjálf
þurfum við að taka afleiðingum
gerða okkar. Kristur fullvissaði
okkur um að sá sem trúir á hann
muni aldrei að eilífu deyja og ég
trúi því.“
Erum við með þeirri trú ekki
aðfirra okkurábyrgð?
„Sá sem leggur sig eftir því að
breyta eins og kristin hugmynda-
fræði segir til um heldur lífi í sjálf-
um sér á réttan hátt. Það er hægt
að deyja hér og annars staðar. Það
er hægt að fara í gegnum lífið lif-
andi dauður og telja sjálfum sér
trú um að maður lifi. Lífið er þá
ekkert annað en draumsýn —
sem getur ekki orðið neitt raun-
verulegt líf.“
Hvernigfer saman trú þín á
Krist og dulrcent upplag þitt?
„Síðustu tuttugu ár hef ég þró-
að kærleikshvetjandi heimspeki
sem byggist á siðfræði Krists,
tveimur köflum úr Nýja testa-
mentinu. Ég hef ekki búið til neitt
nýtt en aðeins stílfært ákveðna
þætti sem til voru andlega í tilver-
unni. Þetta samræmist fýllilega
hugmyndafræði frelsarans, því
mikil var til dæmis dulúðin í
kringum fæðingu hans; urmull
tákna, drauma, fyrirboða ásamt
öðru tengdu því óræða. Þessi
heimspeki á rétt á sér sem ein af-
mörkuð leið án þess að ögra ann-
arri. Við eigum að sameinast í því
að einstaklingurinn geti valið sér
þá leið sem augljóslega er honum
notadrýgst við að auka tiltrú sína
á betra mannlífi.
Ég get ekki hafnað sjálfri mér
og þeim eðlisþáttum sem ég bý yf-
ir, sem tengjast þessu sjötta skiln-
ingarviti, bara vegna þess að það
fer fýrir brjóstið á öðrum. Ég get
ekki séð að ég sé fötluð þrátt fyrir
þetta og þetta virðist samræmast
ágætlega þeim viðhorfum sem
rflctu áður en ég fæddist.“
HEF EITTHVAÐ SEM
HEITIR SJÖTTA
SKILNINGARVIHÐ
„Miðillinn og sjáandinn hefur
engan áhuga á dulrænum hlutum
fyrir utan það að ýta undir tiltrú
fólks á eigið gildi og eiga mögu-
lega þátt í að auka skilning þess á
sjáHú sér, því ekkert okkar er full-
komið og án veikleika.11
Flestir mundu tengja hæfileika
þína dulrœnu innsæi fremur en
kristilegum málefnum?
„Hér er komin fram þversögn,
því ég tengist hvorki nýaldarsam-
tökunum né sálarrannsóknarfé-
lögunum og hef staðið ein á móti
straumnum með aðstoð kirkjunn-
ar. öll andleg uppbygging er til
staðar í kristilegu hugmyndakerfi
og ástæða þess að ég er heilluð af
myrkrinu er sú að mér finnst
gaman að kveikja ljós.“
Þú trúir á eilíft líf. Hvað með
önnurlíf?
„Ég er ekkert á þeim buxunum
að taka endilega undir þá umfjöll-
un sem hefur verið hvað mest
áberandi og ef til vill ýtt frekar
undir misskilning á mögulegri
forveru fólks.
Ef við gefúm okkur að við séum
eilíf hljótum við að hafa lifað áður.
Hvar er kannski ekki aðalatriði,
heldur hvemig, og ég er mun hall-
ari undir úttekt vísindanna í þessu
en hinna svokölluðu forverusjá-
anda. Það er tilkomið vegna þess
að mér hefur fundist gæta mis-
skilnings í sambandi við kenning-
una um fýrri líf og hef á tilfinning-
unni að í dulfræðilegum útskýr-
ingum sé lögð meiri áhersla á að
við höfúm verið eitthvað sérstakt
einhvern tíma áður. Það er af-