Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992
31
ÍÞRÓTTIR
Skagamenn
selt heilt lið
Ekkert íslenskt lið hefur selt
X jafnmarga leikmenn til út-
landa og Skagamenn. Þetta
sannar auðvitað hve sementsblandað-
ur jarðvegurinn er heppilegur við upp-
vöxt knattspymumanna en hefur lítið
gert til að bæta gjaldeyrisstöðuna á
Akranesi að sögn Gunnars Sigurðs-
sonar, formanns knattspyrnudeildar-
innar.
Gunnar sagði að engin niðurstaða
væri komin í viðræðumar við Feyeno-
ord vegna sölunnar á tvíburunum
Bjarka og Arnari Gunnlaugssonum.
Vegna Evrópuleiks hollenska liðsins í
gær hefðu viðræður legið niðri það
sem af er þessari viku.
En hvað œtla þeir aðfá fyrir tvíbur-
ana?
„Viðræðurnar em nú ekki komnar
á það stig, en við höfum nú yfirleitt
reynt að hugsa fbekar um leikmennina
en okkur,“ sagði Gunnar og hann taldi
einnig af og frá að Feyenoord-menn
fengju magnafslátt þótt þeir keyptu tvo
í einu.
- En hvor er dýrari?
„Það er engin leið að segja, en eru
„senterarnir" ekki dýrastir," sagði
Gunnar.
Matthías Hallgríms-
son: Fórtll Halmia í
Svíþjóð.
Sveinbjörn Hákon-
arson: Spilaði í Sví-
Þjóð.
TeiturÞórðarson:
Seldur Jönköping
og þaðan til Öster í
Svíþjóð og síðan til
Lens og Cannes f
Frakklandi og í lokin
brá hann sértil
Sviss.
Bjarki Gunnlaugs-
son: Á leið til Fey-
enoord.
Karl Þórðarson: Fór
til Belgíu, þaðan til
Laval í Frakklandi.
Sigurður Jónsson:
Seldurtil Sheffield
Wednesday og fór
þaðan til Arsenal.
Bjarni Sigurðsson:
Seldurtil Brann.
Pétur Pétursson: Fór
til Feyenoord í Hol-
landi og þaðan til
Antwerpen í Belgíu
og Herkules á Spáni.
Ólafur Þórðarson:
Fórtil Brann og svo
Lyn.
Stefiti á HM 1995
„Þetta er það mesta sem ég hef
skorað á ferlinum,“ segir Páll Þór-
ólfsson, hornamaður í Fram, en hann
skoraði hvorki meira né minna en íjór-
tán mörk í leik gegn KA á dögunum.
Fimm afþessum mörkum skoraði
hann úr víti, en það dregur ekki úr af-
reki Páls því „það þarf að koma þeim
inn llka“, eins og hann bendir réttilega
á sjálfur.
Frömmurum hefur ekki gengið sem
skyldi í deildinni það sem af er vetri.
Liðið er geysilega efnilegt — um það deil-
ir enginn — en einhvern veginn hefur
herslumuninn alltaf vantað í leikjunum. Nú virðist
liðið vera farið að sýna sitt rétta andlit og hefur unnið tvo
síðustu leiki — annan í deildinni og hinn í bikamum —
mjög örugglega. „Það er vonandi að þetta sé að koma,
þarna fengum við tvö dýrmæt stig, og ég held að þetta sé
allt á uppleið hjá okkur,“ segir Páll.
Fjarvera Gunnars Andréssonar, leikstjóra Framliðs-
ins, sem er meiddur, hefur sett strik í reikninginn hjá
liðinu en flest bendir til þess að hann geti ekki byrj-
að að spila á ný fyrr en eftir jóL En maður kemur
í manns stað.
En hvað stefnir Páll á í framtíðinni, at-
vinnumennsku? „Það erkannski
draumurinn, maður lætur sig auð-
vitað dreyma um það. En það sem
er efst á blaði er að vinna sér sæti
í A-landsliðinu fyrir árið 1995,
er heimsmeistarakeppnin
verður hér á landi,“ svarar
Páll.
Meðtvo mark-
menn fremst _
aðstoðarþjálfara
á miðjunn
Keegan ætlar að gera
Newcastle að stórveldi
Páll Þórólfsson
skoraði fjórtán
1 mörkgegnKAá
dögunum. Hann er
tvftugurog hefur
feiklð meðöllum yngri
ndsliðum íslands
Stefnir nú á
rWdsliðið fyrir
hímsmeistara-
eppnina árið
1995.
Kevin Keegan er dáðasti maður í
Newcastle þessa dagana. Liðið hefur
‘eikið frábærlega undir hans stjórn og
drðist geta komið í veg fyrir að það
úrvalsdeildina eftir þetta
abil. f upphafi tímabilsins
íð hvern leikinn á fætur öðrum
og nrtist ósigrandi, nú hefur það fengið
aðeins bakslag í segiin og tapað tveim-
ur síðustu leikjum í deiklinni. Engu að
síður er liðið óárehrtilegt og»án efa það
besta í fýrstu deildinni. ‘ -
Keegan segir að bestu framkvæmda
stjórarnir í enska boltanum í dag, 18
sér sjálfum undanskildum, séu Bryan
Clough og Terry Venables, en sá besti
frá upphafi sé Bill Shankley sem var
einmitt stjóri Liverpool er Keegan kom
til liðsins. Keegan nefhir einnig Shankl-
ey sem manninn sem mest áhrif hefur
haft á hann sem framkvæmdastjóra.
„Shankley gerði mig að því sem ég er í
dag. Hann kenndi mér þúsund hluti en
það mikilvægasta sem hann kenndi
mér er hvemig á að örva fólk til dáða og
hvemig á að koma fram við ólíka leik-
menn með ólíka skapgerð,“ segir Keeg-
an.
Þegar Keegan er spurður hvaða félag
hann vildi helst þjálfa, að Newcastle-
liðinu undanskildu, svarar hann: „Ekk-
ert, og ég meina það.“ Hann segist telja
að Newcastle sé stærsta félagið á Eng-
landi sem ekki hefur náð viðunandi ár-
Newcastle er eina liðið sem Kevin Ke-
egan hefur áhuga á að stjórna, en
hann hefur hug á að taka við lands-
llðinu í fyllingu tímans.
angri og hann ætli sér því að verða
maðurinn sem leiðir þetta stóra félag til
mikilla sigra. „Ég býst við að það yrði
líka gaman að gera lítið félag að stóra.
Félag eins og Doncaster Rovers, liðið í
heimabæ mínum,“ segir Keegan. Og
enska landsliðiðinu gæti hann hugsað
sér að stjórna. „Ég veit að það væri
mjög gaman að stjórna enska landslið-
inu einhvern tíma. En ég þarf að læra
margt áður en af því gæti orðið; náms-
ár mín standa enn yfir,“ segir Keegan
og haldi hann áfram á sömu braut tekst
honum sjálfsagt að gera Newcastle að
stórveldi í enska boltanum. Það er það
sem hann stefnir að.
Afrísk knattspyrna er á stöð-
ugri uppleið. Margir knattspymu-
menn þaðan leika í Evrópu og
hafa yfirleitt staðið sig með mikl-
um ágætum. í Afríku eiga félagslið
og landslið hins vegar í miklum
erfiðleikum; peningaskortur og
stríðsrekstur eiga þar ekki
minnsta sök. Afríkuliðin hafa
einnig átt í mesta basli við að
komast í útileikina með sín sterk-
ustu lið.
Landslið Eþíópíu lenti fyrir
skemmstu í miklum erfiðleikum í
útiieik gegn Marokkó í undan-
keppni fyrir heimsmeistara-
keppnina í Bandaríkjunum árið
1994. Liðið komst að vísu til leiks-
ins í tæka tíð; það tímanlega að
sex leikmönnum þess gafst tæki-
færi til að stinga af til Ítalíu — og
hafa ekki sést síðan. Eþíópíu-
mönnum tókst ekki að kalla til
varamenn og máttu því byrja leik-
inn gegn Marokkómönnum með
tvo markmenn í fremstu víglínu
og fertugan aðstoðarþjálfara sem
leikstjórnanda. Með þessum að-
gerðum tókst þeim að stilla upp
ellefu manna liði. í hálfleik var
staðan orðin fjögur-núll, Marokkó
í hag að sjálfsögðu, en þá var svo
af sumum Eþíópíumönnunum
dregið að þeir gátu ekki haldið
áfram og einungis níu leikmenn
hófu síðari hálfleikinn. Þeir níu
týndu þó fljótt tölunni því þrír
leikmenn urðu að fara út af vegna
meiðsla og þreytu. Þá var alsírska
dómaranum nauðugur einn kost-
ur að flauta leikinn af, því sam-
kvæmt alþjóðlegum knattspyrnu-
reglum verða leikmenn á velltnum
að vera að minnsta kosti sjö. Þeg-
ar flautað var af var staðan orðin
fímm-núll.
KR-ingar fengu rúmar fimm
milljónir í kassann
í sumar komu 60.812 áhorfendur samtals á'leiki í fyrstu deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu, það er að segja þetta margir áhorfendur
borguðu sig inn.
I sumar kostaði 600 krónur á völlinn fyrir fullorðna en 200 krónur
fyrir börn. Yfirleitt er talið að 25 prósent þeirra sem borga sig inn séu
böm og miðað við það hafa áhorfendur greitt rúmar 30 milljónir og 400
þúsund í aðgangseyri í ár. Verðið var það sama í fyrra, en þá greiddu
áhorfendur tæpar 34 milljónir í aðgangseyri.
Frammarar hafa yfirleitt fengið flesta áhorfendur allra liða á heima-
leiki, en nú bregður svo við að þeir Ienda í þriðja sæti á eftir ÍA og KR. Á
heimaleiki KR í sumar kom 10.031 áhorfandi eða 1.115 að meðaltali.
Þetta þýðir að KR-ingar hafa fengið rétt rúmlega 5 milljónir greiddar í
aðgangseyri.
Akumesingar fengu næstflesta áhorfendur; 8.223 eða 914 að meðal-
tali. Skagamenn hafa því innheimt rúmlega 4 milljónir og 100 þúsund
krónur í aðgangseyri.
Frammarar eru í þriðja sæti með 7.367 áhorfendur eða 819 að með- .
altali á leik. Það gerir tæpar 3 milljónir og 700 þúsund í aðgangseyri. , 'm9ar voru þa i sem estir
Mest fækkun áhorfenda varð hjá Fram. f fýrra komu 13.326 á heima- foru að sjá sPlla 1 ^tboltanum i
leiki Fram eða 1.481 að meðaltali á leik. Jafnmikið kostaði á völlinn í sumar-
fýrra og þá tóku Frammarar inn ríflega 6 milljónir og 600 þúsund. Þetta
er mismunur upp á tæpar 3 milljónir.
Fæsta áhorfendur í sumar fékk Hafnarfjarðarliðið FH, einungis 4.095, sem gerir 455 á hvern leik. FH-ingar
fengu því einungis rétt ríflega 2 milljónir í kassann.
ArnarGunnlaugs-
son: Á leið til Fey-
enoord.
Um helgina
KÖRFUBOLTIÚRVALSDEILD
Haukar - Snæfell kl. 20.00.
Haukarnir unnu Skallagrím naum-
lega í síðasta leik oq Hólmarar
unnu Tindastól. (var Ásgrímsson,
þjálfari Snæfells, var áður hjá
Haukum.
Keflavík - Grindavík kl. 20.00.
Grindvíkingar hafa engan veginn
náð sér á strlk f deildinni í vetur og
eiga þarna erflðan leik gegn né-
grönnum sínum,
KÖRFUBOLTI
l.DEILD KVENNA
Keflavik - KR kl. 18.00. Keflavík-
urstúlkur eiga að vera sterkari, ekki
síst á heimavelli.
KÖRFUBOLTIÚRVALSDEILD
Breiðablik - Skallagrímur kl.
20.00. Blikum hefur gengið bölv-
anlega I vetur. Eftir góða byrjun
hafa Borgnesingar verið óheppnir
I undanfornum leikjum og tapað
þremur leikjum I röð naumlega.
Njarðvík - KR kl. 20.00. Fyrirfram
ættu Njarðvíkingar að vera sterk-
ari en Friðrik Rúnarsson, sem þjálf-
aði Njarðvíkinqa áður, er nú kom-
inn tii KR og hann kann kannski
ráð sem duga gegn fyrrum læri-
sveinum hans.
KÖRFUBOLTI 1. DEILD
KVENNA
unrauKur vinna sennuegast stt
inur.
HANDBOLTI 1. DEILD
KVENNA
Víkingur - (BV kl, 16.30. Víkings-
stúlkur hafa verið öðrum stúlkum
snjallari í handbolta undanfarið.
Fram - KR kl. 16.30. Framstelpurn-
ar hafa verið sterkar í vetur.
Stjarnan - FH kl. 16.30. Né-
grannaslagur í Garðabænum.
Valur - Haukar kl. 16.30. Haukar
eru með ungt lið og hefur ekki
gengið vel.
Fylkir - Armann kl. 16.30. Ár-
mennlngar eru með snjalla er-
lenda stúlku.
Grótta - Selfoss kl. 16.30. Stúlk-
urnar frá Selfossi kunna ýmislegt
fyrir sér eíns og karlalíð bæjarins.
FRJÁLSAR ÍÞRÖTTIR
Torfæruhlaup Heklu kl. 13.00.
Ungmennafélagið Hekla með tor-
færuhlaup. Mæting er við sund-
laugina á Hellu, þeir sem vilja skrá
sig setji sig I samband við Frið-
semd Hafsteinsdóttur hjá Heklu.
IMB11 «~MT'Wcf IM :M
KÖRFUBOLTIÚRVALSDEILD
Skallagrimur - Keflavík kl.
16.00. Borgnesingar eru feikisterk-
ir á heimavelli. Hér mætast bræð-
urnir Skúli Borgnesingur og Guð-
jón Keflvikingur Skúlasynir.
Grindavfk - Njarðvík kl. 20.00.
Suðurnesjaslaqur mikill og vænt-
anlega ekki geíin tomma eftir.
Valur - Haukar kl. 20.00. Bæði
þessi lið hafa frábæra útlendinga
innanborðs og aörir leikmenn
þeirra eru svo sem engir aukvisar.
KR - Tindastóll kl. 20.00. Valur
Ingimundarson er í miklu formi
þesa dagana og verður Vesturbæ-
ingum án efa erfiður.
Snæfell - Keflavík kl. 20.00.
Hólmarar eru erfiöir heim að
sækja en Keflvikingar eru hins
vegar sagðir með sterkasta lið
landsins nú um stundir.