Pressan - 05.11.1992, Page 36

Pressan - 05.11.1992, Page 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Klassíkin ’• Sinfóníuhljómsveitin ileikur Reflections, tónverk eftir Árna Egilsson, íslenska 'kontrabassaleikarann sem býr í Kaliforníu, Píanókonsert op. 54 eftir Robert Schumann og Sinfóníu nr. 9 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Einleikari er Krystyna Cortes, en hljómsveitarstjóri ungur Finni, Hannu Koivula. Háskóla- bíó kl. 20. • Gísli Magnússon & Gunnar Kvaran eru gamlir félagar og þaul- vanir að spila saman á píanóið og sel- lóið. Þeir halda tónleika í Útskálakirkju í Görðum. Utskálakirkja kl. 20.30 • Kórtónleikar verða haldnir í Kristskirkju undir yfirskrift Tónlistar- daga Dómkirkjunnar. Þar syngur ein- söng Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona. Kristskirkja, Landakoti, kl. 20.30. LAUGARDAGUR • Einar Kristján Einarsson gltarleik- ari heldur fyrstu sjálf- stæðu einleikstón- leika sína á höfuð- borgarsvæðinu. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Lennos Berkeley, Aug- ustin Barrios, Luis Milan, Luys de Nar- vaez, Fernando Sor og Hector Villa-Lo- bos. Seltjarnarneskirkja kl. 17. • Caput & Voces Tulis. Félagar úr þessum tveimur tónlistarhópum leggja land undir fót norður á Akur- eyri og flytja meðal annars nútíma- tónlist eftir Arvo Part og gamla ís- lenska kirkjumúsík. Akureyrarkirkja kl. 17. • Kirkjukór Dalvfkur er kominn suður yfir heiðar og heldur tónleika undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Dóm- kirkjan kl. 17. • Karlakór Akureyrar heldur tón- leíka í höfuðborginni. Langholtskirkja kl. 20. SUNNUDAGUR Leikhús FIMMTUDAGUR '• Hrœðileg hamingja Leikrit eftir sænska höfund- inn Lars Norén. Alþýðuleik- 'húsið frumsýnir í gamla Hafnarhúsinu. Hafnarhúsið, Tryggva- gata 17, kl. 20.30. • Uppreisn Þrír bandarískir ballettar í uppfærslu íslenska dansflokksins sem er að vakna aftur af værum blundi undir stjórn Maríu Gísladóttur. Þjóð- leikhúsiðkl. 14. • Heima hjá ömmu. Margt er ágætt um þessa sýningu að segja. Þó er eins og flest sé þar í einhverju meðallagi, sem ekki er beint spennandi, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhúsið kl. 20. • Vanja frændi. Vanja geldur sam- flotsins við Platanov. Þótt hugmyndin að nýta sömu leikara og leikmynd sé í sjálfu sér sniðug ber seinni sýningin það með sér að leikararnir voru valdir til að leika í þeirri fyrri, skrifar Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleikhús kl. 20. • Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði. Leikararnir smyrja vel á, en ævinlega með sannleika persón- unnar og atburðarins sem fastan grunn. Útkoman: grátleg og spreng- hlægileg blanda," segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, smíðaverkstœði, kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn „Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhússkemmtunina með hæfi- legu ívafi af umhugsunarefni, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu," sagði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Clara S er leikrit frá Austurríki og er þar sögð saga af því þegar og ef Clara Schumann, píanisti og eiginkona Ró- berts tónskálds, lendir í höllinni hjá ítalska saurlífisseggnum og skáldinu Gabriel d'Annunzio. Nemendaleikhús- ið sýnir. Lindarbcer kl. 20.30. • Lína langsokkur Hið vinsæla barnaleikrit með Bryndísi Petru Braga- dóttur í aðalhlutverki. Leikfélag Akur- eyrarkl. 18. ■ a'i ii • Hafið. Það er skemmst frá því að segja að áhorfandans í leikhúsinu bíða mikil átök og líka, eins og Ólafi Hauki er lagið í leikverkum sínum, húmor, oft af gálgaætt, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Dunganon. Ef maður gerir kröfu til að leikverk sé dramatískt í uppbygg- ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðr- um skilyrðum er fullnægt; maður skemmtir sér vel og fær nóg til að hugsa um eftir að sýningu er lokið, skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson ( leik- dómi. Borgarleikhús kl. 20. • Platanov. Sýningin á Platanov er þétt og vel leikin og skemmtileg, skrif- aði Lárus Ýmir Óskarsson. Borgarleik- hús kl. 20. • Rfta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Lucia di Lammermoor. Sigrún Hjálmtýsdóttir er stjarnan sem skín skært á íslensku óperufestingunni. /s- lenska óperati kl. 20. • Stræti. Þjóðleikhúsið, smíðaverk- stœði, kl. 20. LAUGARDAGUR • Heima hjá ömmu. Amerískur gamanleikur eftir Neil Simon. Borgar- leikhús kl. 20. • Platanov. Borgarleikhús kl. 17. • Vanja frændi. Borgarléikhús. kl. 20. • Kæra Jelena. Ungu og efnileg- ustu leikararnir í snjallasta leikritinu sem var fært upp á síðasta leikári. Það virðist líka ætla að ganga á stóra svið- inu. Þjóðleikhúsið. kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Clara S. Lindarbœrkl. 20.30. • Hræfiileg hamingja Alþýðuleik- húsið sýnir leikrit eftir Lars Norén. Hafnarhúsið kl. 20.30. • Lína langsokkur. Leikfélag Akur- eyrarkl. 14. SUNNUDAGUR • Dýrin í Hálsaskógi. Vinsælasta og skernmtilegasta barnaleikrit í ís- lenskri leikhússögu. Fyrsta leikhús- reynsla ótal íslenskra barna. Frumsýn- ing. Þjóðleikhús kl. 14. • Platanov Borgarleikhús kl. 17. • Vanja frændi. Borgarleikhús kl. 20. • Kæra Jelena. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Clara S. Nemendaleikhúsið. Lind- arbcer kl. 20.30. • Luda di Lammermoor. íslenska óperan kl. 20. Ókeypis Skautasvellið á Tjörn- I inni var kannski ívið róm- lantískara og tilkomu- I meira meðan það var og hét, svona á stjörnubjört- um vetrarkvöldum, en skautasvell- ið í Laugardal má eiga að þar er traustari og jafnari aðstaða til að iðka þessa prýðilegu íþrótt. Það er reyndar ekki alveg ókeypis, en frekar ódýrt; þeir sem vilja spara þá smámuni geta fundið sér ein- hverja polla til að skauta á. Og ef þeir eiga ekki skauta og tíma ekki að kaupa þá má benda á gamla lagið — sauðaleggi. Myndlist Guðmunda Andrés- ^PRfldóttir, gamalkunn listakona ^Jj^^sem telst til Septemhóps ^^^^^lhelstu afstraktlistamanna þjóðarinnar, heldur mál- verkasýningu í listhúsinu Nýhöfn. Op- ið kl. 14-18. • World Press Photo er árleg sýn- ing á fréttaljósmyndum. Fallegar myndir, en líka átakanlegar og hræði- legar. Opnuð á laugardag í Listasafni Alþýðu. Opið kl. 14-22. • Steingrímur Eyfjörð opnar sýn- ingu í Nýlistasafninu á laugardaginn. Opiðkl. 14-18. • Daði Guðbjörnsson fer norður til Akureyrar með myndirnar sínar og opnar sýningu í Galleríi Allrahanda í Grófargili. Opið kl. 13-18 virka daga, laugardaga kl. 10-12. • Orðlist Guðbergs Bergssonar. í tilefni af sextugsafmæli Guðbergs set- ur Gerðuberg upp sýningu á mynd- verkum eftir Guðberg. Opið kl. 13-16, lokað á sunnudögum. • Guðrún Kristjánsdóttir málari heldur sýningu í Norræna húsinu, en líka í FÍM-salnum í Garðastræti. Hún sýnir landslagsmyndir, svolítið óhlut- rænar þó. Opið kl. 14-19. • íslenski myndlistarrefillinn 1992 er yfirskriftin á sýningu sem stendur yfir á Mokkakaffi. Á hverjum morgni verður það svo viðfangsefni listamanns að koma einhverju til skila á þessum refli. Opið kl. 9.30-23.30. • Þrír myndlistarmenn halda sýn- ingu á Kjarvalsstöðum. í Austursal er yfirlitssýning á verkum Hrólfs Sigurðs- sonar. í Vestursal sýnir Eiríkur Smith, en í miðsal sýnir Þórir Barðdal, nýja skúlptúra. Opið kl. 10-18. • Hannes Lárusson sýnir í Galleríi 11 við Skólavörðustíg. Sýningin ber yfirskriftina „Aftur Aftur", en henni lýk- ur á fimmtudag. Opið kl. 14-18. • Steinunn Þórarinsdóttlr segist vera búin að taka manninn úr mynd- unum sem hún sýnir niðri í Hafnar- húsi. Síðasta helgi. Opið kl. 14-18. • Finnsk aldamótalist prýðir veggi Listasafns íslands. Opið kl. 12-18. • Suður-amerísk er sýnd í Geysis- húsinu. Opið kl. 9-7 virka daga. • Jóhann Eyfells í Listasafni íslands. Síðasta helgi. Opiðkl. 12-18. „Til að auka ennfrekar á gamanið er sýning- unni dreifthingað og þangað um húsið þannig að ég er ekki einu sinni viss um ég hafi séð alla sýninguna þótt ég hafi leitað vel. En það er kannski alveg í stíl við manninn. “ GUNNAR J. ÁRNASON Þessi ritröðAB er glœsilegasta yerk sinnar tegundar sem útgefið ifur verið hér á landi. Hún er svo ríkulega myndskreytt að helst er hœgt aðjafna því við önduðustu listasögubækur. “ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Staðurfyrir fóstrur ogkarla sem laðast að þeim ELDSMIÐJAN BRAGAGÖTU ★★ HELSTU KOSTIR: GÓÐAR PIZZUR, SMÁR OG LÁTLAUS EN HREINT ÁGÆTUR MATSALUR Á EFRI HÆÐ- INNI. HELSTU GALLAR: ÞJÓNARNIR VIUA GLEYMA GESTUNUM SEM FARAÁEFRI HÆÐINA. OEldsmiðjunni á Braga- götu tekst það sem svo margir veitingastaðir hafa reynt en mistekist. Eldsmiðj- an er látlaus veitingastaður sem býður upp á fábrejTtan matseðil og þar er enginn íburður; hvorki fyrir gesti né starfsfólk. Eftir sem áður er þetta hreint ágætur stað- ur. Flestir þeir veitingamenn sem hafa reynt svipað hafa setið uppi með hráslagalega staði en fáa gesti. Og þeir sem fá ekki gesti sitja líka uppi með ónýtt hráefni sem aftur kallar á lítinn hagnað og fljótlega hærra verð. Eldsmiðjan hefiir ratað ffamhjá þessum pytt- um. Það er varla fýrir aðra en inn- fædda Reykvíkinga að finna Eld- smiðjuna þar sem hún er falin einhvers staðar djúpt inni í Þing- holtunum. f ofanálag er hún í kjallara sem er í fljótu bragði lík- legri til að hýsa sjoppu eða dún- hreinsun en veitingastað. Neðri hæðin, þar sem gengið er inn, er vart stærri en 20 til 30 fermetrar, en þar rúmast samt ágætlega pizzukokkur og fjórir til fimm gestir. Á efri hæðinni geta síðan um tuttugu manns til viðbótar borðað. Eins og lesa má af lýsingunni á þessi staður sérstaklega vel við fóstrur og aðrar konur í uppeldis- og heilbrigðisstéttunum og þá karlmenn sem laðast að þessum konum. Þeim finnst nefiiilega all- ur atvinnurekstur sætur þegar hann er smár en óttast hann þegar honum vex fiskur um hrygg. Þeim mun því líða betur á Eldsmiðjunni en til dæmis Hard Rock. Verðið á pizzunum og drykkj- arföngunum í Eldsmiðjunni er líka í samræmi við laun þessara stétta — að minnsta kosti miðað við grunnlaun án vaktaálags. Orðfórnir ORÐLIST GUÐBERGS BERGSSONAR GERÐUBERGI I daglegu tali fara orðin sínu ffam án þess að láta mikið yfir sér. Orðið tími er t.d. þjált í munni og til margra hluta nytsamlegt, en ef það er stöðvað á vanabundnu flugi sínu er eins víst að manni hefnist fýrir. Orðið verður að heimspekilegri þráhyggju, hyldjúpri ráðgátu og hugarþraut, sérstaklega ef orð á borð við Tími verður fyrir valinu. — Þannig hljómar viðvörun franska skáldsins Paul Valéry. Guðbergur Bergsson grípur hóg- værari orð á lofti, af sannri um- hyggju fyrir málstað lítilmagnans í tungumálinu. Eins og t.d. orðið nál, eða ffekar lágt skrifað orð eins og tá. Það er alveg sama hversu mikið maður rýnir í þessi orð; þau opna ekki fyrir manni ffumspeki- leg djúp. Guðbergur hlustar frekar effir ómi orðanna og rekur sig eff- ir þeirri slóð sem þau skilja eftir á blaði. Hér er Guðbergur ekki að leggja út á víðáttur tungumálsins. Hann heldur sig við efnið, hljóð og krot á blaði, sem hann hefur smíðað sögur sínar úr og þegar menn byrja að fikta með efni er aldrei að vita nema úr því verði myndlist. Guðbergur er ekki myndlistar- maður nema í vissum skilningi, því hann er skáld og rithöfundur sem bregður sér í gervi myndlist- armannsins. Það er varla nokkur leið að skoða sýninguna án þess að líta á myndirnar sem hliðar- spor rithöfundarins þjóðkunna. Margir eiga eftir að gleðjast yfir því að sjá krukku sem inniheldur handritið að ljóðfórninni til Flat- eyjar-Freys, ásamt ljósmynd af skáldinu að ákalla líkneskið. Utan á krukkunni stendur áletrað: „Upphaf orðfómarathafnar“. Upplýsingar um einstök verk eru af afar skomum skammti, en ffam kemur að Guðbergur hafi verið af- kastamestur á myndlistarsviðinu á árunum milli ’68 og ’80 og sýnt víða um heim. Það var einmitt á þessum árum sem myndlistar- menn, sem fengust við myndlist af svipuðum toga, litu á sig sem myndlistarmenn aðeins í vissum skilningi, þannig að Guðbergur hefur fallið inn í hópinn. Á sýningunni kennir margra grasa: teikningar og skissur, teiknimyndasögur og ljósmynda- seríur sem vel mættu eiga heima í bók, Ljóðmyndir, hljóðverk sem hann kallar Ljóðhljóð, og svo mætti áfram telja, ekki allt jafn- spennandi, en ávallt gert af ffísk- legum anda. Til að auka enn ffek- ar á gamanið er sýningunni dreift hingað og þangað um húsið þannig að ég er ekki einu sinni viss um ég hafi séð alla sýninguna þótt ég hafi leitað vel. En það er kannski alveg í stil við manninn. Gunnar J. Ámason Tilfinningaríkur gœðaskáld- skapur ROMAIN GARY LÍFIÐ FRAMUNDAN FORLAGIÐ 1992 ★★★★ Franski rithöfundurinn Romain Gary sendi frá sér fjórar bækur undir dulnefni. Ein þeirra, Lífið fram- undan, hlaut Goncourt-verðlaun- in árið 1975 og kemur nú út í ís- lenskri þýðingu Guðrúnar Finn- bogadóttur. Verkið er frásögn drengsins Mómó sem elst upp hjá uppgjafa- hórunni Rósu og er eitt fjölmargra barna sem hún hefur tekið í fóst- ur. Hann lýsir samskiptum við fóstru sína, umhverfi og persón- um sem áhrif hafa á líf hans. Að vissu leyti má segja að í þessari bók hafi Stikilsberja-Finnur kosið að bregða sér til fátækrahverfa Parísarborgar og segja sögu sína innan um hórmangara og mellur. Mómó býr að ferskri barnslegri sýn á tilveruna sem spillt um- hverfi hefur vissulega sett mark á en nær þó aldrei að menga. Sú rödd sem talar í verkinu er stráks- leg og kotroskin. Tjáningin er oft- ast skemmtilega óvænt um leið og hún er heimspekileg: „Þegar mað- ur er lítill verður maður að vera fleiri en einn, annars er maður ekkert“ og „Lífið er nú ekki fyrir hvem sem er“. Mómó litli er heimspekingur enda þarf hann að vera það til að geta þraukað en hann er einnig drengur, vart af barnsaldri og minnir á það í setningum eins og: „Besti vinur minn á þessum tíma var regnhlíf sem hét Arthúr.“ Hann býr einnig að þeim eigin- leika barna að leggja nokkuð upp úr nákvæmni og er mikið í mun að lesandinn fylgi ffásögninni eft- ir. Hann er því sífellt að útskýra og skjóta inn í: „Ég segi ykkur þetta núna strax til þess að ykkur bregði ekki seinna," segir hann eftir að hafa tilkynnt um ill örlög eins melludólgsins. Romain Gary náði í þessari bók valdi á frásagnaraðferð sem þegar best tekst til er skotheld. Meðvitað og markvisst er henni ætlað það sem gífurlega miklu máli skiptir í skáldskap: að skapa trúnaðarsam- band milli lesenda og sögumanns. Vitanlega byggist þetta samband á fullkominni blekkingu sem höf-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.