Pressan - 05.11.1992, Qupperneq 38
LÍÚ birtir aftökulista sinn
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUOMAR
44. tbl 3. árgangur
GULA PRESSAN
Fimmtudagur 5. nóvember
Yfirheyrslur í stóra kókaínmálinu
f
T ALBEITAN SEGIST HAFA
VERIfl DREGIN Á TÁLAR
Einn lögreglumanna í fíkniefnadeildinni var
notaðursem tálbeita til að fá starfsbróður
sinn til að vera tálbeita á tálbeituna. Ég er
löngu hætturað botna íþessu máli, - segir
dómarinn, sem hyggst ekki einvörðungu
loka réttarhaldinu fyrir fjölmiðlum heldur
loka því endanlega.
Komið hefur (Ijós að Steinn Ármann, aðalsakborningurinn
í kókafnmálinu, er sá eini sem tengist því sem hefur tiltölu-
lega hreinan skjöld. Allir aðrir málsaðilar — og þá einkum
lögreglan — léku ýmist tveimur eða þremur skjöldum.
Efnahagstillögur verða til úti í bæ
ÉG VEIT EKKIHVER BJÚ ÞÆR
TIL EN MÉR LIST VEL A ÞÆR
segir Davið Oddsson forsætisráðherra, sem segist hafa fengið sent mikið úrval tillagna
að undanförnu. „Það er ánægjulegt hvað þjóðin hefur tekið við sér," - segir forsætisráð-
herra, „og miðað við undirtektirnar bendir allt til þess að við i rikisstjórninni þurfum ekki
einu sinniað velta þessum málum fyrir okkur."
Áfengisvarnaráð og ungtemplarar
GERBU SAMEIGIN-
LEGT TILBOfl í
Meðal nýjunga sem ungtemplararog áfengis-
varnaráð hyggjast brydda á efríkið gengur að til-
boði þeirra er að hækka aldurstakmark íáfengis-
búðirnarí35 ár, hækka verðið á víni um helming
og raða einungis í efstu hillurnar svo fólk minna
en 170 sentimetrar á hæð nái ekki í þær.
Stefnum að því að hafa búðirnar opnar milli klukkan átta
og hálfníu á mánudags- og þriðjudagsmorgnum, -
segir Hjalti Baldursson ungtemplar.
f
Eftirað Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra birti aftökulista sinn yfir sjávarútvegsþorp þau
sem legðust íeyði efgjaldþrotaleiðin yrði farin hefur LÍÚ birt sinn aftökulista til að koma í veg
fyrir að þessi umrædda leið verði farin.
Reykjavík, 5. nóvember.
„Eins og sjávarútvegsráð-
herra hefur sett þetta fram
bendir allt til þess að gjald-
þrotaleiðin muni leggja fjöld-
ann allan af sjávarþorpum í
eyði. Hann hefur sjálfur lesið
upp aftökulistann. Þetta mál er
því farið að snúast um líf og
dauða og við teljum ekkert at-
hugavert þótt við svörum í
sömu mynt,“ segir Kristján
Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, en sam-
tökin hafa birt aftökulista með
nöfnum þeirra sem stutt hafa
gjaldþrotaleiðina svokölluðu á
einn eða annan máta.
LÍÚ hefur látið prenta plakat
með myndum og nöfnum 32
manna. Yfirskrift þess er: „ANN-
AÐHVORT DEYJA ÞESSIR
MENN EÐA JAFNMÖRG ÞORP
LEGGJAST í EYÐI“. f texta á plak-
atinu er íbúum sjávarþorpa bent á
að málið sé upp á líf eða dauða;
„annaðhvort drepstu eða snýst til
varnar“ eru hvatningarorð LÍÚ til
útvegsmanna og annarra íbúa
þorpanna.
„Ég skil þetta ekld,“ sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson í samtali
við GP, en hann er eitt nafrianna á
plakatinu. „Ég hef ekkert skipt
mér af sjávarútveginum utan hvað
Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson eru meðal þeirra 32
manna sem eru á aftökulista LlÚ. Yfirskrift listans er „ANNAÐHVORT
DEYJA ÞESSIR MENN EÐA JAFNMÖRG ÞORP LEGGJAST (EYÐI".
ég sagðist meðmæltur veiðileyfa-
gjaldi í útvarpsþætti fyrir mörgum
árum. Nú á að stilla mér upp fyrir
framan aftökusveit sökum þess.
Mér finnst það fulllangt gengið.“
„Ég er feginn að ég er ekki á
listanum," sagði Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB. „Mér
finnst hugmyndin góð og við hjá
BSRB erum að undirbúa svipað
plakat, þar sem því fólki, sem hef-
ur lýst sig fýlgjandi samdrætti í
ríkisumsvifum, verður stillt upp.
Það er á þriðja tug þúsunda opin-
berra starfsmanna og ég trúi því
ekki að þeir láti einhvern fámenn-
an hóp manna vaða yfir sig.“
„Ég styð útgerðarmennina,“
segir Haukur Halldórsson, for-
maður Stéttarsambands bænda.
„Það er löngu kominn tími til að
þessir kjaftaskar, sem þykjast hafa
vit á öllu og öllu vilja breyta og
umsnúa, fái til tevatnsins."
Þjóðhagsstofnun gerir út-
tekt á sjávarútveginum
BÍLAEIGN SJÁVARÚT-
VEGSFYRIRTÆKJA
KEFUR VAXIB HRAÐAR
EN SKIPASTBLLINN
Mesta aukningin varð þegar
jepparnir komust í tísku en
þeir eru að meðaltali um 25
prósentum dýrari en forstjóra-
bílarnir voru á árum áður.
Svo virðist sem sjávarútvegurinn kaupi um átta nýja forstjórabíla
á móti hverjum frystitogara. Auk þess má benda á að mun betur
er séð um viðhald á bílunum en skipunum, - segir Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
Ólympíuleikar stjórn-
málamanna
ÍSLENSKIR
RÁÐHERRAR
VINNA GULL-
VERBLAUN
Beittum íslenskum aðferðum
á þrautir í efnahagsmála-
pakkanum og þær vöktu
lukku, - segir Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra, sem
fór fyrir íslensku sveitinni.
Fjölskyldutilboð: Hádegishlaðborð: Hausttilboð: pi^ca
« Þú færð einn og hálfan Heitar pizzusneiðar Heit Hawaianpizza
| lítra af Pepsí og og hrásalat eins og þú getur fyrir tvo ásamt skammti -Hut.
brauðstangir frítt með í þig látið fyrir aðeins 590 kr. af brauðstöngum
stórri fjölskyldupizzu. alla virka daga frá kl. 12-13. á aðeins1.090 kr. Hótel Esju, sími 680809 Mjódd,sími682208