Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17.DESEMBER 1992 Þetta blað er fullt af hlýhug ... eins og þeirfjand- vinirsem velja jóla- gjafir handa uppá- haldsóvinum sínum á blaðsíðu 22. ... eins og Þjóðkirkj- an. Hún er það, þótt fátækir njóti þess kannski síðuren smiðirnir sem reisa safnaðarheimilin ef marka má upplýsing- ar sem koma fram á blaðsiðu 12. ... eins og Vigdís Grímsdóttir. Hún er fullaf hlýhug ígarð gagnrýnenda. Enda kannski ekki nema von. Þeir hafa hlaðið nýju bókina hennar lofi. Sjá viðtal og dóm á blaðsiðu B7. ... einsog ungtfólkí Þýskalandi. Hlýhugur þess takmarkast hins vegar við þá sem eru einsálitinn, tala eins og geta rakið ættir sínartil Sigurðar Fáfnisbana. Sjá blað- siðu 17. ...einsogþjóðiner fullaf hlýhugtil leik- ara — ef þeir fara ekki að leika eitthvað of alvarlegt. Þjóðin elskar gamanleikara eins og sjá má á blaðsíðu 20. ... eins og starfs- menn Flugmála- stjórnar hljóta að vera gagnvart fjár- veitingavaldinu. Það hefur gert þeim kleift að heimsækja allar heimsins byggðir eins og sjá má á blaðsíðu 9. Væri ekki ráð að fjölga ræðupúltum, Salóme? „Ég er ekki viss um að það myndi flýta fyrir þingstörfum, enda sé ég ekki alveg í hendi mér hvernig þingritarar ættu að fara að því að fylgjast með mörgum ræðumönn- um í einu.“ Málgleðin á Alþingi hefurverið með mesta móti undanfarna daga og tafið framgang þingmála. Sérstaklega hafa stjórnarliðar gert athugasemdir við meint málþóf stjórnarandstöðunnar. Salóme Þorkelsdóttir er forseti Samein- aðs Alþingis. F Y R S T R E M S T INGÓLFUR MARGEIRSSON: Fékk óverðskuldað hrós fyrir aksturinn. ANDREA JÓNSDÓTTIR: Neðanjarðargrúppurnargeta þakkað henni jólaglaðninginn frá STEF. í BÍLNUM HJÁ BÁRU (UT- AN VEGAR) Það gengur á ýmsu í jólabóka- vertíðinni eins og Ingólfur Margeirsson og Bára Sigur- jónsdóttir fengu að reyna um daginn þegar þau voru á ferð í Vík í Mýrdal til að árita ævisögu Báru. Það var hált á vegum sunnan- lands, en Bára ók BMW-inum að venju greitt með Ingólf í farþega- sætinu. Svo fór að bíllinn fór á skrið á veginum og dansaði nokkra tugi metra á milli vegar- kanta, en endaði að lokum á gaddavírsgirðingu sem bjargaði honum frá að lenda úti í skurði. Þegar þau skötuhjúin stauluðust út úr bílnum dreif að tvo sunn- lenska bændur sem höfðu fýlgst með bílnum og töldu þeir Ingólf mikinn ökusnilling að hafa tekist að halda bílnum á veginum þó þetta lengi. Ingólfur varð vand- ræðalegur, en vandræðalegri urðu bændurnir þegar þeim var bent á að ökumaðurinn væri konan sem stóð hjá þeim og hún væri að auki komin á áttræðisaldurinn. JÓLASVEINNINN ÁRÁS2 Þessa dagana er verið að borga út STEF-gjöld til eigenda höfund- arréttar tónlistar sem flutt er á öldum ljósvakans. Það hefur verið gefið út mikið af íslenskri tónlist á árinu, þótt hún hafi selst misvel og þá líklega lakast ýmiss konar neð- anjarðarmúsík, „þyngri" tónlist, dauðarokk og hvað það heitir allt. Höfundar þessa efnis eiga sér þó hauk í horni sem er Andrea Jónsdóttir, útvarpskona á Rás 2. Hún hefiir verið með rokkþætti á mánudagskvöldum þar sem hún lætur gamminn geisa og spilar tónlist sem heyrist yfirleitt ekki að degi til á Rásinni og enn síður á frjálsu stöðvunum. Það er fyrir hennar framtak að STEF-gjöld berast nú fýrir lagasmíðar hljóm- sveita á borð við Sororicide, In Memoriam og Strigaskó nr. 42, en þær gáfu út safnplötu með fjórum lögum hver í sumar. Meðal ann- arra skjólstæðinga Andreu má nefna Bleeding Volcano, sem á nýlega plötu, og Ham, sem átti uppistöðuna af tónlistinni í Sód- ómu Reykjavík, en heyrist aldrei í útvarpi. Jólabónus hljómsveit- anna er misjafn, en STEF-gjald fýrir frumflutning verks mun vera tvöþúsundkall og safnast þegar sarnan kemur ef frumfluttar eru heilu plötumar eins og komið hef- ur fýrir. ÓLAFUR RAGNARINN- ANBÚÐAR í HVfTA HÚS- INU Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ólafur Ragnar Grímsson, lætur sig heimsmálin enn varða þótt mikið sé að gera í þinginu hér heima. Hann hefur skotist til Bandaríkjanna nokkrum sinnum í haust og látið til sín taka umræður um nýjar leiðir í öryggismálum að loknu köldu stríði. Þannig kom hann í haust fýrir sérstaka nefnd sem forseti Bandaríkjanna og þingið settu á stofn til að kanna framtíðarhlutverk Sameinuðu þjóðanna. Meðal nefndarmanna er Jeane Kirkpatrick, sem les- endur PRESSUNNAR þekkja, en þetta mun vera í fýrsta sinn sem erlendur þingmaður kemur íýrir slfka nefnd. I lok síðustu viku átti Ólafur svo fund með Tom Hark- in öldungadeildarþingmanni og nánum ráðgjöfum Clintons, verðandi forseta. Erindið var að ræða hugmyndir um að víkka út samning um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og að hefta frekar útbreiðslu þeirra. Ólafur hefur unnið að þessum hugmynd- um með bandarískum stjórn- málamönnum undanfarin ár, en þær hafa öðlast nýtt líf með til- komu demókrata í Hvíta húsinu. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að formaður Al- þýðubandalagsins ætti einkafundi með helstu ráðgjöfum Banda- ríkjaforseta um nýjar leiðir í ör- yggismálum. LOGASAGTAÐTAKA POKANN SINN Deilunni um ráðningarmál á íþróttadeild RÚV virðist nú ætla að ljúka með því að Logi Berg- mann Eiðsson verði látinn Sykurmolarnir númer eitt í Bandaríkjunum í nýjasta hefti Billbo- ard, hins-virta bandaríska tónlistartírnarits, dagsettu þann 19. desember 1992, kemur í ljós að Sykurmol- arnir eru í fyrsta sæti á hins svokallaða banda- ríska danslagalista með lagið Leash Called Love, en það er í fýrsta skipti sem íslensk hljómsveit á lag númer eitt í Bandaríkj- unum. Lagið er að finna á nýjustu plötu Molanna It’s It sem hefur að geyma danslagaútgáfur af eldri lögum hljómsveitarinnar, en upprunalegu útgáfuna er að finna á plötunni Stick around for Joy. „Fyrsta sæti Billboard- listans merkir að lagið er mest spilað á bandarískum dansstöðum um þessar mundir. f nýafstaðinni tónleikaferð okkar með U2 var okkur sagt að þetta lag væri að fá mikla spilun á útvarpsstöðvunum en við bjuggumst ekki við svona mikilli spilun,“ sagði Einar Orn Benediktsson, að vonum ánægður með árangurinn. „Af því þetta er Billboard-listinn hefur þetta áhrif út um allt. Og nú var ég að fá fregnir af því að því það er einnig byrjað að spila lagið á dansklúbbum í Bretlandi.“ Hefur þetta mikil áhrif á plötusöluna? „Já, stóra platan hefur þegar tekið smákipp en það er ekki enn búið að gefa út smáskífu.“ Þess má geta að Billbo- flrd-tímaritið er aðaltón- listartímaritið í heiminum í dag og hefur ein mest áhrif á þá sem versla með og dreifa popptónlist. Það hefur ekki tekið lag- ið nema fjórar vikur að komast úr tíunda sæti list- ans í það fýrsta. Frá tíunda sætinu stökk lagið í það fimmta, næstu vikuna var það komið í Ijórða sæti og nú vermir það toppsætið. I öðru sæti listans er lag með Soul System en þess má geta að nýjasta lag Madonnu vermir 16. sæti sama lista. f tilefhi árangursins munu Sykurmolarnir iðka dansmennt á tónleikum í Tunglinu á föstudags- kvöld þar sem þeir munu meðal annars flytja nýj- asta topplagið í Bandaríkjunum. Sykurmolarnir eru fyrst íslenskra popphljóm- sveita til að komast í bandarískt toppsæti. hætta, í óþökk flestra samstarfs- manna. Það eru að minnsta kosti boðin sem Heimir Steinsson út- varpsstjóri hefur látið út ganga. Þegar Heimir réð Adolf Inga Er- lingsson fyrir um þremur mán- uðum eftir atkvæðagreiðslu í út- varpsráði var jafnframt ákveðið að Logi yrði áfram á íþróttadeild, enda hótaði yfirmaður hennar, Ingólfur Hannesson, að segja upp störfum ella. Það var skiln- ingur flestra, þar á meðal Páls Benediktssonar, fyrrum for- manns Félags fréttamanna, sem beitti sér í málinu, að þetta fýrir- komulag væri til lengri tíma, en nú hefur Heimir ráðlagt Loga að leita sér að vinnu frá og með ára- mótum. Þetta hefur valdið tölu- verðri ólgu á fréttastofunni og mun Logi nú vera að kanna réttar- stöðu sína, en hann var beðinn að sækja um á sínum tíma með for- orði um fastráðningu að fengnum reynslutíma. ÞORGRÍMUR EINRÁÐI Bóksölulisti PRESSUNNAR þessa vikuna ber með sér að þetta ætla að verða Þorgríms-jól. Þor- grímur Þráinsson á tvær mest seldu bækur landsins, Bak við bldu augun og Lalla Ijósastaur, hvort heldur litið er til viku- eða heildarsölu. Salan á bókum hans tveimur er fjórfalt meiri en þeirrar sem næst kemur, Dansað í háloft- unum eftir Þorstein Jónsson flugmann. íslenskir auðmenn halda sínu striki, Alltaf til í slag- inn, skráð af Friðriki Erlings- syni, tekur þokkalegt stökk en stærsta stökkið á Lífsganga Lydíu eftir Helgu Guðrúnu Johnson, sem er nú í 8. sæti, en náði ekki inn á lista síðast. Á ógæfuhliðina sígur Hjá Báru og hjá Rósu Ing- ólfsdóttur og hennar málum. Út af lista fellur Ásgeir Ásgeirsson Gylfa Gröndals og Guðbergur Bergsson metsölubók hefur ekki reynstveraþað. ÓLAFUR RAGNAR: Á einkafundum með ráðgjöfum nýrra valdhafa í Flvíta húsinu. HEIMIR STEINSSON: Rekur íþróttafréttamanninn aftur og enn í óþökk samstarfsmanna. LOGI BERGMANN: Leitar réttar síns vegna meintra svika útvarpsstjóra. ÞORGRlMUR ÞRÁINSSON: Þetta verða Þorgríms-jól. Hann á tvær sölu- hæstu bækurnar. UMMÆLI VIKUNNAR „Éggœti gerst verktaki, unnið svart, greitt mín meðlög og haftþað gott. “ ^^■^^^■■■^■■■■■i Sigurður Rúnar Ástvaldsson meðlagsgreiðandi. LisNn „Það er mun öruggari fjárfesting að kaupa verk effir látna listmál- ara en lifandi." Guðmundur Axelsson listaverkasali En jólagjafalisti Davíðs! „Ég byrjaði að spyrja, þegar ég kom heim, hvort ekki lægi fýrir óskalisti forsætisráð- herra um afrgeiðslu mála fýrir áramót. Hann liggur ekld fýrir.“ Steingrímur Hermannsson farfugl og Svíavinur ^ i Fœr þá hver ánn fjáriagahalla? Friðrik Sophusson fjármélaráðherra Greiddi hann þungaskattinn? „Ég er bara vörubílstjóri að norðan sem fór að skrifa.“ Indriði G. Þorsteinsson skáld Kanniki (llófiikatntfUa/uuA. Uaji minnkað? „Þegar ég var þrítugur vissi ég ekkert í minn haus, en síðan hefur h'fsgát- an verið að leysast smám saman þannig að í dag skil ég margt sem mér var hulið á yngri árum.“ Keith Richard .rollingur' ' Trúfélagið Kroseinn hefur komist að pvíað meðai- smákrimmi á isiandi kosti samfélagið 1 til 1,5 milljónir i á ári. Pessi kostnaður hleðst upp vegna fjófnaða, skemmda, fíkniefna- oq áfengismeðferðar og par fram 1 eftír götunum. En erþetta há upphæð? Eru ipessir smákrimmar svo hættuieqir? Ef 65 smákrimmar sætu á þingi mundu jpeir vaida skaða upp á 63 til 95 milljónir. Pað telst varia mikið. Þeir 63 sem sitja nú á pinqi ætía tíl dæmis að afgreiða fjárlög með 6,3 millj- óna króna haiia eða 100 milljóna halla á mann. Og ef einstök þingmál, fjárvettínqar oq önnur smærri afbrot peirra væru skoðuðyrði dæmið sjáifsaopt enn verra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.