Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 PRBSSAN Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Blað hf. GunnarSmári Egilsson SigurðurMár Jónsson Sigríður Sigurðardóttir Haukur Magnússon Hræsni I PRESSUNNI í dag er dregið fram að innan við 1/2 prósent af ráðstöfunartekjum Þjóðkirkjunnar rennur til aðstoðar við fátæka hérlendis eða erlendis. Megnið af þeim fjármunum, sem ekki fer í beinan rekstur á þeirri stofnun sem Þjóðkirkjan er orðin, fer í byggingar safnarheimila, kaup á kirkjumunum og orgelum og í annað sem frekar er til að upphefja stofnunina sjálfa en til að uppfylla þann boðskap sem hún telur sig standa fyrir. I raun er ekki hægt að hafa mörg orð um þá staðreynd að Þjóð- kirkjan láti 1/2 prósent af ráðstöfunarfé sínu renna til fátækra og hungraðra. Með þessa staðreynd í huga er ekki hægt að taka mark á prestastéttinni og öðrum talsmönnum Þjóðkirkjunnar. Hún afhjúpar að hugur fylgir ekki máli þeirra. Það er einfaldlega sorglegt að kirkjan skuli hafa leiðst svona mikið af vegi; að þrá presta og kirkjunnar manna eftir prjáli og veraldlegum táknum skuli hafa blindað þá. Það er hins vegar gleðilegt hversu rausnarlega þjóðin sjálf hef- ur tekið þátt í söfnunum til líknarmála. Það sýnir að verðmæta- mat kirkjunnar hefur ekki smitast út í þjóðfélagið. Rannsakið Mikson-málið 1 PRESSUNNI í dag er birtur vitnisburður sjónarvotta sem segjast hafa orðið vitni af stríðsglæpum Evalds Miksons í Eist- landi. Þessi vitnisburður er meðal þeirra gagna sem Wiesenthal- stofnunin í Jerúsalem hefur aflað sér hjá eistneskum stjórnvöld- um. Það er tvennt sem ætti að vekja Islendinga til umhugsunar eftir lestur þessa vitnisburðar. í fyrsta lagi ættu þeir að velta fyrir sér hversu auðveldlega Wie- senthal-stofnuninni tókst að verða sér úti um þessi gögn. Hefði ekki verið eðlilegra að hin stjórnskipaða nefnd sem rannsaka átti Mikson-málið og leggja dóm á réttarfarslega stöðu þess hefði leit- að til eistneskra stjórnvalda og óskað eftir þessum gögnum? Hvers konar vinnubrögð eru það hjá nefndarmönnum að slá því fram að líklega sé enginn sjónarvottur af meintum ódæðisverk- um Mikons á lífi án þess að gera minnstu tilraun til að ganga úr skugga um það? Það hefur verið bent á það áður hér í PRESSUNNI að Mikson- málið er ekki einkamál hans og fjölskyldu hans né sérstakt mál gyðinga. Það snertir samvisku íslensku þjóðarinnar og er því mál hennar allrar. Það er þess vegna óþolandi að nefnd skipuð af stjórnvöldum fjalli um málið eins og það sé óþægileg flasa sem hægt sé að dusta af öxlum sér. Þessi vinnubrögð eru blettur á samvisku íslensku þjóðarinnar. Þau gögn sem Wiesenthal-stofn- un hefur fengið afhent hjá eistneskum stjórnvöldum hafa gert ís- lendinga að fíflum. í öðru lagi ættu íslendingar að velta fyrir sér hversu mikið ís- lensk stjórnvöld hafa vitað um þetta mál á umliðnum áratugum. Þeir ættu að spyrja sig hvort sá kattarþvottur sem núverandi rík- isstjórn stóð fyrir sé svo einstakur. Lá ekki ljóst fyrir um leið og Mikson fékk hér landvistarleyfi og síðar ríkisborgararétt að um meintan stríðsglæpamann var að ræða? Var íslenskum stjórn- völdum ekki fullkunnugt um það en kærðu sig kollótt? Eins og bent hefur verið á áður í PRESSUNNI er nauðsynlegt að Islendingar sjálfir rannsaki Mikson-málið. Ekki aðeins hvort Mikson sjálfur er sekur eða saklaus af ásökunum um stríðsglæpi heldur einnig öll afskipti íslenskra stjórnvalda af málum hans; hvað þau vissu og hvernig þau brugðust við þeirri vitneskju. Það er óþolandi fyrir almenna borgara á íslandi að fá upplýs- ingar um þessa hluti frá útlöndum. Þeir hafa engan hag af því að þagað sé um misgjörðir íslenskra ríkisborgara eða stjórnvalda á umliðnum áratugum. Þeim er hins vegar nauðsynlegt að íslend- ingar sjálfir geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli — jafnvel þótt sá sannleikur geti verið sár fyrir einstaka menn og jafnvel þjóðina alla. Hér er því enn og aftur skorað á stjórnvöld — og ekki síst sak- sóknara — að taka Mikson-málið til rannsóknar. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissúrarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun:ODDI V 1 K A N ÚLFUR, ÚLFUR f vikunni hótaði Gvend- ur Jaki stríði á vinnumark- aðinum í áttugasta og ní- unda sinn. Þrátt fyrir hinar áttatíu og átta hótanirnar er þetta margboðaða stríð ekki enn hafið. Það er því engin ástæða til að búast við stríði þótt Gvendur hóti því í áttugasta og níunda sinn. Ekki nema sagan um drenginn semhrópaði „Úlf- ur, úlfur“ endurtaki sig. En í tilefni af þessum hótunum: Man nokkur hvenær Gvendur fór í þessa fylu sem hann er búinn að vera í síðustu árin? Var það þegar hann endurgreiddi Albert sjúki'astyrk Hafskips og Eimskips? Eða var það þegar honum fannst ekki lengur gaman í Alþýðu- bandalaginu? Eða var það þegar aðrir verkalýðsforkólfar vildu fara í samflot undir merkj- um ASf en hann ekki? Eða skiptir einhverju máli hvaðan ólrmdin í Gvendi er kom- in? GJAMM POUR LA GJAMM Einhverju sinni sagði Guðberg- ur Bergsson að öll umræða á fs- landi einkenndist af því að þar gjömmuðu menn gjammsins vegna. Engin von væri til þess að þetta gjamm leiddi til eins eða neins og í raun ædaðist enginn til þess. Umræða á íslandi hefði hvorki upphaf né endi, þar ríkti gjammið eitt. Alþingismenn eru nú að sanna þessa kenningu Guðbergs og ekki í fyrsta skipti. Þeir tala sleitulaust nótt sem nýtan dag. En ekki einu sinni þeir sjálfir reyna að ljúga því að sjálfum sér að þetta tal skipti einhveiju máli. Allavega ekki inni- hald þess. Hins vegar standa þeir á því fastar en fótunum að ef þeir þagna leggist lýðræði á fslandi niður. Þess vegna halda þeir áffam að tala — ekki um neitt sér- stakt, heldur bara eitthvað. HÓL DREGIÐ TIL BAKA f fjölmiðladálki PRESSUNN- AR í síðustu viku var DV hælt fyr- ir breytingar á leiðaraopnu sinni. Það hól er hér með dregið til baka. í gær var efiirfarandi efni á opn- unni: Ellert B. Schram fjallaði um málþóf, Svavar Gestsson um efnd- ir kosningaloforða, Dr. Hannes Jónsson um vitleysu. Reynir Hugason um nýsköpun. Einhverra hluta vegna hefur ekki að hvarflað að nokkrum manni fyrr að spyrja þessa menn um akkúrat þessi efni. Og það er ótrúlegt að nokkurn langi til að vita um skoðanir þeirra á þeim. HVERS VEGNA Er það hlutverk ríkisins að ákvarða meðlag með börnum en ekki foreldranna sjálfra? JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNSSON FORMAÐUR TRYGGINGARÁÐS „Það er ekki hlutverk ríkisins að ákvarða upphæð meðlags. Meðlög eru ekki sérstakur bóta- flokkur hjá Tryggingastofnun rík- isins, heldur byggist greiðsla með- laga ffá stofnuninni á þjónustu við framfærendur barna, sem stofn- unin fær síðan endurgreitt frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Sú stofnun hefúr svo það hlutverk að innheimta meðlögin hjá með- lagsgreiðendum. Náist ekki að innheimta fulla upphæð meðlaga í tæka tíð hjá meðlagsgreiðendum krefúr Innheimtustofnun Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga um mismun- inn. Þeim mun hærri sem krafa Innheimstustofnunar er á Jöfnun- arsjóð, þeim mun lægri verður upphæðin sem kemur til skipt- anna til einstakra sveitarfélaga á landinu úr Jöfnunarsjóði. Innan tveggja mánaða hefur Tryggingastofnun fengið allt það til baka sem hún hefur greitt í meðlög fjórum og átta vikum áð- ur. Jöfnunarsjóður ber hallann, Innheimtustofnun heldur kröfun- um um endúrgreiðslu skuldarinn- ar gagnvart meðlagsgreiðanda til streitu, en sú skuld fyrnist aldrei. Hér áður fyrr tók sveitarsjóður heimasveitarfélags meðlagsgreið- anda á sig hallann, sem var óbæri- leg kvöð fyrir minni sveitarfélög. Jöfnunarsjóður bætti þar mikið úr. Nú er það ekki hlutverk ríkisins að ákvarða meðlag, eins og áður sagði. Það er fyrst og fremst sam- komulagsatriði milli foreldra, til dæmis við skiln- að. Þó segir í 17. gr. barnalaga nr. 20/1922, að.eigi sé heimilt að semja um lægra meðlag en upphæð barna- lífeyris nemur. Foreldrar hafa þó framkvæmdina í hendi sér. Eins er hugsanlegt að dómari komist að annarri niður- stöðu, ef efni eru góð hjá væntan- legum meðlags- greiðanda og sam- komulag tekst ekki um upphæð meðlags. Það er heldur ekkert sem segir fyrir um það að framfærendur skuli notfæra sér þjónustu Trygg- ingastofnunar í þessum efnum. Foreldrar geta að sjálfsögðu komið sér saman um það, að greiðslur gangi einungis þeirra í milli án milligöngu nokk- urs annars aðila og þá geta í raun hveijar þær upphæðir gengið þar á milli sem þau koma sér saman um. Þetta á til dæmis við í þeim fjölda tilfella, þar sem samkomu- lag er um hærri meðlagsgreiðslur en Tryggingastofnun greiðir. Ef hins vegar framfærandi treystir ekki á reglulegar greiðslur PRESSAN/JIM SMART frá meðlagsgreiðanda, kærir sig ekki um bein fjárhagsleg sam- skipti við hann, eða hreinlega þekkir hann ekki, þá getur fram- færandi barns notfært sér 73. grein almannatryggingalaganna og snúið sér til Tryggingastofnun- ar með úrskurð yfirvaids um rétt sinn til meðlags. Tryggingastofn- un tekur þá að sér greiðslu með- lags, sem aldrei er hærra en skil- yrði 15. greinar laganna segja til „Foreldrar geta að sjálfsögðu komið sér saman um það, að greiðslur gangi einungis þeirra í milli án milligöngu nokk- urs annars aðila ogþá geta í raun hverjarþœr upp- hceðir gengið þar á milli sem þau koma sér saman um.“ um, um upphæð barnalífeyris fyr- ir hvert barn. Breytingar á upp- hæðum barnalífeyris hafa einung- is áhrif á upphæð þeirra meðlaga, sem Tryggingastofnun hefúr verið falið af forræðismanni barns að sjá um að greiða. Eftir stendur að ef foreldrar ná samkomulagi um upphæð meðlags, þá eru það þeir einir sem ákvarða upphæð þess en ekki ríkið.“ FJÖLMIÐLAR Hvernig losna á við áhorfendur Það er ljótt að hnýta í bjartsýn- isfólk. Ef til vill aldrei ljótara en í desember. Ég get samt ekki setið á mér að benda á að það var ekki alls kost- ar rétt þegar því var haldið ffam að beinar útsendingar frá Alþingi mundu leiða til þess að þing- menn færu að hegða sér eins og menn. Kenningin var byggð á því að enginn vildi gera sig að fífli frammi fyrir alþjóð. Og ef alþjóð gæti fylgst með þingmönnum í ræðustól og hlustað á ffammíköll hinna þá mundu þingmennirnir hafa hægara um sig, verða mál- efnalegri, kurteisari og jafnvel taka upp á því að hafa heilbrigðar skoðanir. Þessi kenning stóðst ekki. Og ástæðan er nákvæmlega sú sama og liggur að baki því að leiðinlegustu þættirnir í Ríkisút- varpinu hafa verið óbreyttir mörg undanfarin ár. Á meðan skemmtilegri, ffóðlegri og áhuga- verðari þættir taka reglulega stakkaskiptum breytast hinir þurru, leiðinlegu og óintressant ekki neitt. Það fær þeim ekkert haggað. Og ástæðan er sú að það hlust- ar enginn á þá. Þeir eiga sér eng- an hlustendahóp sem kvartar eða hrópar húrra. Hinir svokölluðu þáttagerðarmenn halda því áffam á sinni brauL Og yfirmenn Ríkisútvarpsins sjá enga ástæðu til að breyta neinu þar sem eng- inn kvartar. Þannig hefur það verið lengi hjá útvarpinu. Besta leiðin til að verða langlífúr þáttagerðarmaður er að fjalla um efni sem enginn hefúr áhuga á og á þann hátt að áhuginn kvikni ekki hjá neinum. Og þingmennirnir okkar hafa áttað sig á þessu. í stað þess að fara að hegða sér eins og menn komust þeir að því að betra væri að ganga út fyrir öll velsæmis- mörk í tvo daga eða svo. Að þeim tíma liðnum væri ekki nokkur maður sem nennti að horfa. Og þá gætu þeir tekið upp fyrri iðju; talað sig þindarlausa og þeim mun meira sem þeir hefðu minna vit á umræðuefninu. Og allra best væri ef það hreyfði ekki einu sinni tilfínningar þeirra, eins og glögglega má sjá á öllum þeim sem fara upp í púlt til að gráta velferðarkerfið. Og nú er Sýn orðin eins og þingpallarnir; engir áhorfendur til að trufla þingmennina sem tala út í loftið.____________ GunnarSmári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.