Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 Sameinaði lífeyrissjóðurinn FJARFESTINGAR ÞVERT GEGN REGLUGERD SJÚBSI^H 1 reglugerð Sameinaða lífeyris- sjóðsins eru skýr ákvæði þess efn- is að sjóðurinn megi ekki eiga yfir 5 prósentum í öðrum fyrirtækj- um. Samt sem áður á hann 10 prósent í hinu nýstofnaða Eignar- haldsfélagi Aflgjafa hf. Augljóst er að forsvarsmenn sjóðsins fara ekki eftir reglugerð sjóðsins og hefur PRESSAN heimildir fyrir því að bankaeftirlitið hafi í hyggju að kanna hvort um er að ræða brot á lögum um lífeyrissjóði, en bankaeftirlitið hefur eftirlits- skyldu með lífeyrissjóðum. Hinn 27. maí síðastliðinn var Sameinaði h'feyrissjóðurinn stofn- aður með sameiningu Lífeyris- sjóðs byggingarmanna og Lífeyr- issjóðs málm- og skipasmiða. Til- gangurinn með sameiningunni var að ná fram hagræðingu í rekstri, auk þess sem forsvars- menn þeirra töldu sig betur í stakk búna til að nýta hluta fjár- magns sjóðsins til uppbyggingar atvinnulífsins með hlutafjárkaup- Suðurlandsbraut 30:1 þessu húsi er aðsetur Sameinaða lífeyrissjóðsins svo og lögmanns- stofa Guðjóns Ármanns Jónssonar. um eða lánveitingum til arðsamra fyrirtækja. Forsyarsmenn Sameinaða líf- eyrissjóðsins láta ekki sitja við orðin tóm. Fyrir tveimur mánuð- um átti sjóðurinn frumkvæði að stofnun Eignarhaldsfélagsins Afl- gjafa, en hlutur sjóðsins í því er 10 prósent eða 30 milljónir króna af 300 milljóna áætluðu hlutafé. f grein 8.1.6. í reglu- gerð lífeyrissjóðsins segir: „Lífeyrissjóðn- um skal eigi heimilt að eiga meira en 5% hlut í hverju fyrir- tæki.“ Reglugerðin er staðfest af fjármála- ‘ráðuneyti. ; Eitt fyrsta verk hins nýja eignar- haldsfélags var að festa kaup á um helmingi hlutafjár bifreiðainnflutnings- fýrirtækisins Jöfurs hf. fyrir um 50 millj- ónir króna. Með þeim kaupum og auknu hlutafé fyrri eigenda var fótum komið undir Jöfur á nýjan leik, en fyrirtækið hafði þá um nokkurt skeið rambað á barmi gjaldþrots. I gegnum 10 prósenta hlut sinn í Aflgjafa á Sameinaði líf- eyrissjóðurinn um 5 prósent í Jöfri. Sú eign brýtur einnig í bága við reglugerð sjóðsins, þar sem samkvæmt áðurnefndri grein má hann að- eins fjárfesta í hlutabréfum í fyrir- tækjum sem skráð hafa kaup- eða söiugengi hjá Verðbréfaþingi fs- lands. Hins vegar mun þessi regla vera brotin víðast hvar, sökum þess hve fá fýrirtæki eru skrásett hjá Verðbréfaþingi Islands og eins þess að stjórnvöld hafa hvatt líf- eyrissjóði til að fjárfesta í hluta- bréfum. ÁTTU FYRIRTÆKIÐ AÐ- EINS í FIMM DAGA Forsagan að stofnun Aflgjafa var stutt og forvitnileg. Guðjón Ámiann Jónsson, lögmaður Sam- einaða lífeyrissjóðsins, og Björn L. Bergsson, fulltrúi á lögmannsstofu Guðjóns, stofnuðu fyrirtækið þann 18. september síðastliðinn. Var hlutafé þess 400 þúsund krónur og átti Guðjón 95 prósent hlutafjár. Samkvæmt stofnsamn- ingi er tilgangur fyrirtækisins „að örva nýsköpun í íslensku atvinnu- Aflgjafi, fyrirtæki Sameinaði lífeyrissjóðsins keypti bílaumboðið Jöfur. lífi og efla arðsama atvinnustarf- semi“. Fimm dögum eftir stofnun fyrirtækisins seldu þeir félagar hins vegar fyrirtækið á nafnverði til Sameinaða lífeyrissjóðsins, Vá- tryggingarfélags Islands og fleiri aðila. Áðspurður sagði Guðjón breyttar forsendur hafa ráðið mestu um skyndilega sölu fyrir- tækisins. Stjórn hins nýja Aflgjafa er skipuð þeim Guðmundi Hilrn- arssyni, sem er formaður, Gunn- ari S. Bjömssyni, sem er varafor- maður, og Inga R. Helgasyni, stjómarformanni VIS. Til vara em Benedikt Davíðsson, nýkjörinn forseti ASf, Hallgrímur Gunnars- son verkfræðingur og Axel Gísla- son, forstjóri VIS. Enginn stjórn- armanna Aflgjafa situr í stjórn Jöf- urs hf., sem þó ræður yfir tveimur af þremur stjórnarmönnum fyrir- tækisins. Þeir sem sitja í stjórn Jöfurs fyrir hönd félagsins eru Hákon Björnsson í Áburðarverk- smiðjunni og áðurnefndur Guð- jón Armann Jónsson, en hann á einnig persónulegan hlut í Jöffi. Jónas Sigúrgeirsson Sverrir Hermannsson, fyrrum fasteignasali Þrisvar gjaldþrola á síðustu fimm árum Hefur á undanförnum árum ekki skilað inn skattframtölum og var á einu ári gerður upp eignalaus gagnvart yfir 28 milljóna króna kröfum. Sverrir hefur aðstöðu á Hverfisgötu 4b, þar sem mun vera hlutafé- Sverrir býr í íbúð við Skólavörðustíg, sem skráð er á fyrrum sambýl- lagið Scan-ám hf„ en síminn er skráður á óskráð félag sem kallað er iskonu hans. Hann er ekki skráður fyrir bifreið en fullyrt er að hann Eignaskrifstofan. Á sama gangi er lögfræðiskrifstofa Jóns G. Zoéga. aki um á glæsilegri BMW-bifreið. Sverrir Hermannsson, fyrrum fasteignasali, var í síðasta mánuði úrskurðaður til gjaldþrotaskipta að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík. Er það í þriðja sinn á rúmum fimm árum sem Sverrir er úrskurðaður til gjaldþrotaskipta og raunar í fjórða skiptið á sjö ár- um sem gjaldþrotakrafa hefur komið fram. 15 MILLJÓNA GJALDÞROT VEGNA SPRENGISANDS OG TJÓNS Fyrsta gjaldþrotabeiðnin kom fram í febrúar 1985, en hún var afturkölluð mánuði síðar eftir að Sverrir hafði borgað viðkomandi skuldir. 1 maí 1987 var Sverrir síð- an úrskurðaður gjaldþrota í fyrsta sinn, að kröfu Klemensar Eggerts- sonar lögfræðings. I því máli komu kröfur aðallega úr tveimur áttum. Annars vegar fékk Sverrir á sig 3 til 4 milljóna króna kröfur vegna ábyrgða sem hann hafði gengist í vegna stofnunar og rekstrar Sprengisands við Bú- staðaveg, en aðrir ábyrgðarmenn voru Tómas A. Tómasson í Hard Rock, Úlfar Eysteinsson og Ásgeir Hannes Eiríksson. Tómas mun hafa tekið á sig og greitt þessar skuldir. Hins vegar hafði Sverrir verið tjónvaldur í umferðarslysi í Þýskalandi og fengið kröfur á sig vegna þess. Gjaldþrotameðferð- inni lauk rúmlega tveimur og hálfu ári á eftir úrskurðinum eða í janúar 1990. Engar eignir fundust upp í kröfur að upphæð 7,7 millj- ónir, sem framreiknað frá úr- skurðardegi til núvirðis samsvarar tæpum 15 milljónum króna. GJALDHEIMTAN KNÚIN TIL AÐ KREFJAST GJALD- ÞROTS Aðeins tæplega fimm mánuð- um síðar eða í maí 1990 var Sverr- ir aftur úrskurðaður gjaldþrota, að þessu sinni að kröfu Tollstjór- ans í Reykjavík og Gjaldheimt- unnar. f báðum tilfellum mun hafa verið um áætlanir að ræða þar eð Sverrir hafði ekki skilað inn gögnum, þ.e. skattframtali og öðru. Að þessu sinni tók gjald- þrotameðferðin ekki nema rúma þrjá mánuði, skiptalok urðu í september 1990; í annað skiptið á sama árinu. Engar eignir fundust frekar en í fyrra skiptið og nú hljóðuðu kröfur upp á 12,1 millj- ón eða 13,5 milljónir að núvirði. Nú tveimur árum síðar kom fjórða gjaldþrotabeiðnin og þriðji gjaldþrotaúrskurðurinn, að þessu sinni að kröfu Gjaldheimtunnar. Krafa hennar mun hljóða upp á nálægt 4 milljónum króna og byggist á lögtaki þar sem Sverrir lýsti yfir eignaleysi. Að vonum vekur það athygli að sami maðurinn skuli tekinn til gjaldþrotaskipta hvað eftir annað á stuttum tíma. Engin lög banna gjaldþrotamönnum að taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar eftir skiptalok, en hins vegar fyrnast ekki kröfur, þótt til skiptaloka hafi komið, fýrr en að allt að tíu árum liðnum. Ef kröfuhafi telur þannig að fyrirtæki eða einstaklingur hafi eignast eitthvað eftir skiptalok er ný gjaldþrotakrafa eina leiðin til að reyna að fá eitthvað upp í hinar ófýrndu kröfur. BAGGIÁ RÍKISSJÓÐIEN BÚBÓT FYRIR LÖGFRÆÐ- INGA Reyndar mun það vera svo með Gjaldheimtuna að hún hefur lagalega séð ekki leyfi til að af- skrifa kröfur nema að undan- gengnum eignalausum skiptum. Þannig á Gjaldheimtan nú aðild að fjölda gjaldþrotabeiðna, sem vonlaust er að nokkuð fáist út úr. Slík mál fela að mati nokkurra viðmælenda blaðsins eingöngu í sér óþörf og mikil útgjöld emb- ættisins og þar með ríkissjóðs, því leggja þarf fram að minnsta kosti 150 þúsund króna tryggingu í hverju máii og fer stór hluti trygg- ingarinnar upp í skiptakostnað, oft helmingur. Ef þannig hundrað aðilar eru á ákveðnu tímabili gerðir eignalausir upp að kröfu Gjaldheimtunnar heftir embættið orðið að kría út fimmtán til tutt- ugu milljónir króna án þess að nokkuð kæmi á móti og sjö til átta milljónir farið í skiptakostnað. Einn viðmælandi blaðsins sagði að hér væri vissulega góð búbót fýrir fjölmarga lögfræðinga, en um leið oft ástæðulaus útgjöld fvrir ríkissjóð — skattgreiðendur. Áður fýrr hefðu skiptaráðendur sýslumannsembættanna sjálfir séð um þrotabú sem augljóslega voru eignalaus, en nú bæri sam- kvæmt lögum að ráða bústjóra í öll mál. í þessu sambandi má geta þess að frumvarpsdrög munu vera til þar sem breyta á lögum á þann hátt, að aðilum eins og Gjald- heimtunni verði gert kleift að af- skrifa kröfur án þess að fara út í kostnaðarsöm og vonlaus gjald- þrotamál. VANN MEÐ SVAVARIEG- ILSSYNI í ARNARFLUGIOG VERÖLD Sverrir Hermannsson hefur að sögn heimildamanna PRESS- UNNAR víða komið við í sölu- me'nnsku sinni og er greinilega umdeildur sem slíkur. Hann er sagður mikill sölumaður, sem þó fari stundum ansi geyst í hlutina, og er kallaður „Trukkurinn". Hann mun yfirleitt fara óhefð- bundnar leiðir og sagt að hann klúðri stundum málum með fljót- færni sinni. Hann hefur starfað við fasteignasölu hjá Brynjólfi Ey- vindssyni og Guðna Haraldssyni, Róberti Árna Hreiðarssyni, Þor- steini Steingrímssyni, Friðriki Stefánssyni og um skeið starfaði hann með Svavari Egilssyni í Arnarflugi og ferðaskrifstofunni Veröld. Að undanförnu hefur hann átt í samstarfi við Jón G. Zoega lögfræðing og hefur að- stöðu á Hverfisgötu 4b. Hann er hvorki skrifaður fyrir fasteign né bifreið, en býr á Skólavörðustíg 6b í íbúð sem skráð er á fyrrverandi sambýliskonu hans. Fullyrt er að hann aki urn á glæsilegum BMW- bíl. Þegar PRESSAN spurði um hann á skrifstofu Jóns G. Zoéga var þar gefið upp símanúmer, sem reyndist tilheyra einhverju sem kallast Eignaskrifstofan, en ekkert með því nafhi fýrirfinnst í fýrirtækjaskrá Hagstofunnar. Sverrir segir sjálfur að númerið tilheyri fyrirtækinu Scan-am hf. Það er fýrirtæki sem stofnað var af Sverri, Erni Óskarssyni, Bcering Ólafssyni og fleirum 1985 og til- gangur þess almenn markaðs- setning, sala einkaleyfa, fram- leiðsluleyfa, eignaumsýsla, al- menn ráðgjöf og fleira. Sverrir segist ekki vera í fasteignasölu. SVERRIR: BORGA SKATTA MÍNAOG SKULDIR „Það er búið að ffesta meðferð þessa gjaldþrots og ég geri mér vonir um að það verði að lokum afturkallað, því ég hef nú skilað inn framtölum fýrir síðustu þrjú árin, sem áætlanir Gjaldheimt- unnar og krafan byggðust á,“ segir Sverrir aðspurður um nýjasta gjaldþrotið. „Eg borga mína skatta og aðrar skuldir. Það er rétt að ég skilaði ekki inn framtölum og ég held að það sé bara rútína hjá skattinum að krefjast gjaldþrots og ég fer ekki í grafgötur með að um trassa- skap hafi verið að ræða hjá mér. Ég hef búið við óvissar tekjur og erfið mál, en ég er að gera upp það sem kalla má fýrri syndir og hef greitt allar skuldir ef Gjaldheimtan er undanskilin, en hún hefur tvisvar beitt sér fýrir gjaldþroti hjá mér,“ segir Sverrir. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.