Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 29 ‘Kpníakið er kgnungurinn Aðalkoníakstími ársins fer nú i hbnd. Mörgum finnst vel við hæfi á jólunum að eiga eins og eina almennilega koniaksflösku í vínskápnum til að dreypa á með kaffinu og konfektinu, að ekki sé talað um við arininn í hópi góðra vina eða þá bara yfir góðum bókum. En koníak er ekki bara koníak. Þessi víntegund er i raun konungur allra brenndra vína, en gríðarmikil vinna liggur að baki ffamleiðslu þeirra, — reyndar mismikil eftir gæðum. Eða svo segir í það minnsta einn helsti sérfræðingur íslands um koníak, Óskar Borg, sem var fyrir nokkru boðið að fjárfesta í einu dýrasta og besta koníaki sem fundist hefur á þessari öld. Það heitir Suc- session JL og er frá Courvoisier og kostar einar 250 þus- und krónur. Þetta eðalkoníak var ekki selt á almennum markaði en þess í stað boðið áhugamönnum og um- boðsfyrirtækjum til kaups. Nákvæmlega 595 flöskur Óskari Borg var boöið að kaupa Sucsession JL-koníakið fyrir litlar 250 þúsund krónur. Þetta þykir eitt besta koníak sem fundist hefur á þessari öld. voru boðnar út og þar af voru aðeins fjórar þeirra ætl- aðar Skandinavíu. Hönnun umbúðanna var heldur ekki af verri endanum en þær hannaði að þessu sinni ERTE, einn upphafsmanna Art Deco-stílsins, sem hefur til dæmis hannað ilmvatnsfiöskur fyrir Coco Chanel. ERTE átti aldarafmæli á árinu en kvaddi þennan heim reynd- ar stuttu eftir það. Óskar afþakkaði boðið pent, enda bauð budda hans ekki upp á koníakskaupin að sinni. Franska koníaksráðið hélt ekki vatni yfir þessu tiltekna koníaki, en tunna af því fannst fyrir tilviljun í Frakk- landi. Það er einmitt koníaksráðið sem leggur dóm á hvað er gott koníak og hvað ekki, en til þess þarf koniak að uppfylla ákveðin skilyrði. Margir hafa reynt meö misjöfnum árangri að kópíera koníak en ekki tekist, enda þarf sérstök skilyrði til að búa þennan eðaldrykk til. Þar ber fyrst að nefna mjög kalkrikan jarðveg til ræktunar berjanna. Vökvinn sem koniak er búið til úr er gerjaður og eimaður tvisvar. Eftir það er koníakið jafntært og vodki. Þá er það sett í sér- stakar eikartunnur sem hafa verið brenndar að innan, en við það myndast sót sem gefur koníakinu þennan sérstaka brúna lit. í tunnum þessum er það geymt í minnstþrjúár. Koníaki má skipta niður i fimm meginflokka eftir gæð- um og fást fjórir þeirra í verslunum ÁTVR, á veitinga- húsum eða í fríhöfninni. Segja má að fimmti flokkurinn sé ekki fyrir buddu (slendinga. Flokkamir eru eftirfar- andi: VS eða ★★★ koníak er neðsti flokkur koníaks. VS stendur fyrir Very special og er það nafn tilkomið á Bretlandsmarkaði en þriggja stjörnu stimpillinn frá Frakklandi. VS-koníak er yfirleitt þriggja til fimm ára gamalt og hefur að geyma ákveðið hlutfall gæðakon- íaks en þó minna en í öllum flokkunum hinum hér að neðan. Best miðað við gæði i þessum flokki er Cour- voisierVS, sem kostar 3.410 krónur, og Frapin, sem er reyndar VSOP og fæst á 3.460 krónur. VSOP stendur fyrir Very special old pale. Þarerým- ist að finna bara VSOP eða VSOP fine champagne. Hið síðarnefnda er mun betra, enda hefur það að geyma blöndu af gæðakoníaki frá Grand champagne-hérað- inu sem er eitt besta koníakshérað sem um getur. VSOP er sex til tíu ára gamalt koníak en nafnbótinni fine champagne fylgir gamalt eðalkoníak. (þessum flokki eru þestu kaupin í VSOP fine champagne- teg- undunum; Hennessy, sem er miðlungsbragðmikið og fremur sætt, á 4.130 krónur; Courvoisier, sem einnig er miðlungsbragðmikið en með þurrt eftirbragð, kost- ar 4.300 krónur; og Remy, sem er mitt á milli þessara tveggja og fremur létt. Það kostar 4.440 krónur. Napóleón-gæðaflokkurinn á ræturað rekja allt aftur til þess er sjálfur Napóleón gerði samning við ákveðinn vínkaupmann í París um að útvega sér alltaf saman koníakið. Fáar góðar tegundir koníaks miðað við verð er að finna í þessum flokki, en upphaflega tegundin, sem er frá Courvoisier, fest í ffihöfninni og kostar um 6.000 krónur. Bæði Camusinn og Frapin í þessum gæðaflokki kosta tæpar 7.000 krónur í ríkinu en eru töluvert miklir ruddar, þó þykir mörgum rudd- inngóður. XO-flokkurinn er fremur nýr og stendur fyrir extra old eða mjög gamalt koníak. Hann var upphaflega búinn til fýrir heldri manna hóp sem gat ekki hugsað sér að drekka bragðsterkt koníak. XO-koníak er frá Grand og Petit champagne- héruðunum þar sem kon- íakið er ekki nothæft fyrr en eftir 25 til 30 ár. Upp- runalega XO-ið er ffá Hennessy og þykir best í þessum flokki. Það kostar 9.130 krónur. Þá þykir XO-koniakið frá Remy einnig gott. Það kostar nánast það sama eða 9.120 krónur. Mikið er lagt upp úr útliti XO-flaskn- anna í þessum gæðafiokki og minna þær oft á styttur eða ilmvatnsflöskur. Extra má flokka sem undirflokk XO, því hér er í raun um sama koníakið að ræða og XO nema aðeins eldra. Vín í þessum gæðaflokki er aðeins fáanlegt í fríhöfn- inni og á einstaka veitingahúsum í bænum. Enn dýrara koníak og oftar en ekki betra en það sem hér hefur verið nefnt eru svokallaðar viðhafnar- koniakstegundir sem gefnar eru út af sérstöku tilefni, t.d. í tengslum við Ólympíuleika. Yfirleitt er þetta koníak ekki framleitt í yfir 12.000 eintökum. Umbúðirnar eru venjulega silkiþrykktar og gull- slegnar og kostar hver flaska ekki undir 25.000 krónum. Fdllej, óvenjuleg oí ódýr jóldijöí Ársmappa Pósts og síma með frímerkjum ársins 1992 er falleg, ódýr og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til þess fallin að vekja áhuga á frímeikjasöíríun hjá ungu kynslóðinni. Stingdu ársmöppunni í jólapakkann. Hún kostar aðeins 960 krónur og fæst á póst- og símstöðvum um allt land. (SIANP 30«>: FRIMERKJASALAN W"- Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sími 63 60 51 PÓSTUR OG SÍMI Amerísl drhvíkl larstólar P' ■ ■ K& - v' 4 Wmm ; ■ f MÆsiNktí... , ■ "■ Ruggustóll.. hvíldarstóll.. og jafnvel svefnstóll ALLT ÞETTA f E :iNUM OG SAMA STÓLNUM Verð frá kr. 3Sm OOO/ “ afb verð IVIcirCO húsgagnaverslun Opið laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16 Langholtsvegi 111, sími 680 690

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.