Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 23 Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs: „Ef það væri á mínu valdi mundi ég gefa honum kerti sem gæti lýst upp dökkar horfur næsta árs og spil til að spiia úr í erfiðu árferði. Góð ráð hef ég líka að gefa, ef hann aðeins vildi þiggja. En eins og sakir standa er besta jólagjöfin áreiðanlega einlæg ósk um gleðileg jól og farsæld í lífi og starfi.“ Markús Öm Antonsson borgarstjóri: „Ólínu mundi ég gefa bókina Sjálf- stjórn og heilsa eftir þá Sæmund Hafsteinsson og Jóhann Inga Gunnarsson. Ætli ég léti ekki nýja svipu silfúrslegna fylgja með, er hún ekki svo mikil hestakona? Hún gæti líka beitt.svipunni á minnihlutann, hún er jú oddviti hans.“ lína Þorvarðardóttir reiddist ummælum Markúsar Arnar Antonssonar um per- sónu hennar, skundaði affundi og krafð- ist afsökunarbeiðni. Þau hafa skipst Ágústa Ágústsdóttir söngkona: „Ég gæfi Guðmundi hljómplötuna mína Sönglög með Ágústu sem kom út fýrir nokkrum árum. Reyndar er ég af fullri alvöru að hugsa um að senda honum plötuna fýrir jól. Ég hefði líka gaman af að senda honum garnhnykla og prjóna. Það er verst hvað garnið er orðið dýrt.“ Guðmundur Jónsson söngvari: „Hún fengi einhverja uppbyggilega bók frá mér í jólagjöf. Til dæmis bók um mannasiði, en þær hafa verið gefnar út nokkrar á Islandi." Ágústa Ágústsdóttir og GuðmundurJónsson hafa sent hvort öðru tóninn i löngum og kjarnyrtum bréfum til Veivakanda Morgunblaðsins. Ólafur Sigurgeirsson lögmaður og kraftlyffingamaður: „Ég mundi gefa Pétri íþróttagalla í jólagjöf og segja hon- um að drífa sig í líkamsrækt." Pétur Pétursson læknir: „Ég held að biblían væri einmitt rétta gjöfin handa ÓIafi.“ Pétur Pétursson og Ólafur Sigurgeirsson hafa deilt i fjölmiðlum og fyrir dómstólum um steranotkun kraftlyftingamanna. Þóra Hjaltadóttir reitti Guðmund J. Guðmundsson til reiði á fundi miðstjórnar ASÍ, sem varð tilþess að hann gekk affundi og dró Dagsbrún út úr viðræðum ASlog aðila vinnu- markaðarins. Þóra Hjaltadóttir, formaður V erslunarmannafélags Akureyrar: „Gjöf mín til Guðmundar yrði baráttukveðjur og góðar óskir.“ Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: „Hvaða Þóru er eiginlega verið að meina?“ Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups: „Pétur fengi ódýrar Levi’s-gallabuxur úr Hagkaup frá mér í jólagjöf. Ef mjög vel lægi á mér ntundi ég láta gott hangikjötslæri fýlgja með, svo hann færi ekki í jólaköttinn frekar en aðrir góðir fslendingar." Pétur Arason, ffamkvæmdastjóri Faco: „Mín gjöf til Jóns yrðu auðvitað ekta Levi’s- gallabuxur úr Faco-versluninni.“ Levi's-gallabuxurbofaveriðmikiðisviðsjjósinu.þar sem deilur hafa snúist um það hverjir bjóði ekta ievi's- buxur til sölu og hverjir ekki. Eyjólfúr Konráð Jónsson þingmaður: „Ég á í vandræðum með að finna jólagjafir handa mínum nánustu og hef ekki hugsað mér að gefa gjafir út fýrir heimilið, en eflaust mundi ég gefa Birni eitthvað fallegt og eigulegt.“ Bjöm Bjamason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis: „Við Eyjólfúr Konráð áttum lengi gott samstarf hjá Almenna bókafélaginu og því mundi ég gefa honum bók sem forlagið hefúr nýverið gefið út og heitir Liðsmenn Moskvu.“ EyjólfKonráð Jónsson og Björn Bjárnason greinirá um af- stöðuna til EES. Fór svo i haust að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins ákvað að Björn skyldi taka formannssæti Eyjólfs i utanríkismálanefnd, við litla hrifningu þess siðarnefnda. Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknamefhdar Digranesprestakalls: „Helst vildi ég gefa Gylfa rakhníf. Það gaeti verið gaman að sjá hann skegglausan.“ Gylfi Sveinsson, varaformaður Víghólasamtakanna: ,Ég mundi færa Þorbjörgu ást og umhyggju." Mikiil ófriður ríkti innan Digranessafnaöar siðastliðið $um- ar, þar sem Vighólasamtökin mótmxltu harðkga fyrirhug- aðri kirkjubyggirrgu við Vighól í Kðpavogi. Samtökin höfðu betur og kirkjan mun risa annars staðar. Þráinn Bertelsson rithöfúndur: „Ég vildi helst senda Einari óskir um gleðileg jóloggottár." Einar Kárason rithöfundun „Mér dettur bara ekkert í hug til að gefa Þráni.“ Þráinn Benelssontók við formennsku í Rithöfundasam- bandílslondsafEinariKdrasyni, sem kallaði stuðnings- : menn Þrdins óskrifandi menn. smaa letrið Þeir segja það bók- salarnir að bóksalan í ár verði um 20 prósentum minni en í fyrra. Og kjötkaupmennirnir segja að hamborgarhryggirnir sem fólk kaupir séu fjórum rifjum minni. Og leikfangasalarnir segja dúkkurnar minni og kubbana færri sem fara í jólapakkana í ár. Meira að segja jólasveinarnir virðast eitthvað nískari en áður ef marka má gjafir þeirra skóinn. Það verða kreppujól í ár. Það er því kominn tími til að rifja upp gömul húsráð til að gera það besta úr því litla sem til er. Þeir sem búa í blokk og hafa ekki efni á hangikjöti geta til dæmis keypt sér bjúga og soðið á Þorláks- messu. Þótt lyktin af bjúgunum sé eilítið verri en af hangikjötinu er erf- itt að greina muninn þegar hún læðist fram á gang. Nágrann- arnir munu því ekki renna grun í að íbúarnir á annarri hæð til hægri eigi ekki fyrir hangikjötinu þetta árið. Gott ráð fyrir barnmargar fjölskyldur er að mála skrattann á vegginn. Halda því fram allan desember að ekkert verði af jólunum, ekki séu auraráð til að kaupa jólatré og eng- ar gjafir komi á aðfangadag. Á að- fangadagskvöld læðast pabbi og mamma síðan niður í geymslu og koma upp með oggulítið jólatré og ofursmáa pakka. Börnin verða þá himin- glöð yfir því litla sem þau fá í stað þess að fussa og sveia yfir að þau fái ekki þær gjafir sem þau höfðu gert sér í hugarlund. Þeir sem eiga stóran frændgarð geta komið af stað duglegu fjöl- skyldurifrildi í desember. Til dæm- is með því að láta alla víxla og skuldabrcf sem systkini þeirra hafa skrifað upp á falla. Og þegar systk- inin hringja til að forvitnast um hvað gangi á er réttast að rífa stólpakjaft og láta í veðri vaka að það standi cinfaldlega ekki til að borga víxlana eða bréfin. Ef vel er að verki staðið má með þessu móti losna við allar jólagjafir til systk- ina og systkina barna. Þeir sem eru í vandræðum með lausafé ættu að láta taka sig fulla á bílnum. Ef þeir missa prófið rétt fyr- ir jólin má fara með bílinn á bílasölu og ná sér í skotsilfur. Það fer eftir því hvað fólk telur sig þurfa langan tíma til að safna fyrir nýjum bíl hvað það á að vera mikið drukkið þegar löggan stoppar það. Þeir sem telja sig eiga fyrir nýjum bíl í febrúar mega aðeins drekka tvö glös. Þeir sem þurfa lengri tíma til að safna þurfa aðdrekka meira. Annað ráð er að fá vitrun og gerast búddisti; hafna öllu jólastússi og þylja möntrur um há- tíðirnar. Ef fólki finnst ekkert af ofantöldu mögulegt er líklega eina ráðið að láta strætó keyra yfir fótleggina á sér á Þorláksmessu. Gæta ber þess að láta báðar lappir undir bílinn því annars er hætta á að viðkomandi verði útskrifaður á aðfangadag með gifs á annarri löppinni. Þá missir hann af jólasteikinni á sjúkra- húsinu. Fólk er hins vegar varað við að ganga þvert fyrir strætó, því það getur valdið inn- vortis meiðslum, sem aftur þýðir fijótandi fæði.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.