Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R Ein VINSTRIHANDARHOGG OG FERLINUM ER LOKIÐ Jón Snædal Logason, tuttugu og eins árs handknattleiksmaður í ÍBV, var á dögunum dæmdur í hálfs árs leikbann fyrir að veitast að Degi Sigurðarsyni, leikmanni Vals, og gefa honum kjaftshögg. Gerðist það eftir leik Iiðanna, sem haldinn var í Eyjum. PRESSAN hafði samband við Jón út af þessu máli. Ertu fúll 'yfir þessum dómi, Jón? „Já, það er ég, hann er allt of strangur." Hvert verður svo framhaldið hjá þér? „Þetta atvik er endirinn á hand- knattleiksferli mínum. Nú er bara að fara á sjóinn. Ég lýk stýri- mannsprófi næsta vor og ég var í raun búinn að ákveða að hætta eftir þetta keppnistímabil, — það varð bara styttra en ég ætlaði." Þú ert bara tuttugu og eins árs, er ekki fullsnemmt að leggja skóna á hillutia? „Nei, það er ekki hægt að sam- ræma sjómennskuna og hand- boltann. Maður getur verið svo lengi í burtu úti á sjó.“ Hver hafa viðbrögð eyja- skeggja verið við þessum atburð- um? „Flestir hafa verið jákvæðir í minn garð, en þó hafa örfáir menn verið eitthvað að röfla í mér. Flestir félaga minna hafa slegið þessu upp í grín.“ Fékkstu ekki skatnmir frá móðurþinni? „Nei, ég losnaði alveg við það.“ En ertu ekki óferjandi Jón? Þetta er ekki íjyrsta skipti sem þú hlýtur dóm í handbolta? „Nei, það held ég ekki. Ég var að vísu dæmdur í þriggja mánaða bann þegar ég var í öðrum flokki. Það var í einhverri túrneringu sem haldin var á Seltjarnarnesi að ég fékk rautt spjald. Ég var síðan dæmdur fyrir ósæmilega hegðun við dómtlrann.“ Er eitthvað sem þú vilt kotna á framfœri að lokum „Já, ég verð að segja að öll fjöl- miðlaumfjöllunin um þetta mál var mjög röng. Ég skallaði aldrei neinn, eins og stóð í DV, og ég henti aldrei fullri bjórdós í einn af forráðamönnum Vals af áhorf- endapöllunum, eins og á að hafa gerst í fyrra. f þeim leik lék ég með IBV og var því inni á vellinum, svo það sjá allir að þetta er bölvuð þvæla. Það verður svo eitthvað til að segja börnum mínum í fram- Jón Logason leikur ekki hand- knattleik framar að eigin sögn. tíðinni — að ég hafi lokið hand- knattleiksferli mínum með einu vinstrihandarkjaftshöggi!“ BOLI BEITIR BOLA- BRÖGÐUM Rétt eina ferðina hefur ffanski landsliðsmaðurinn Ba- sile Boli sýnt hvað í honum býr. Nú fara átökin þó ekki fram á knattspyrnuvellinum heldur í blöðunum. Þessi frækni kappi, sem leikur með Marseille, er þessa dagana að taka út bann sem hann var dæmdur í af franska knatt- spyrnusambandinu. Það er til- komið vegna þess að sjón- varpsvélar afhjúpuðu Boli þeg- ar hann gaf þýska landsliðs- manninum og leikmanni Mónakó, Jiirgen Klinsmann, hressilegt olnbogaskot. Og það sem meira var; boltinn var hvergi nálægur. Þetta var svo gróft brot að franska knatt- spyrnusambandið dæmdi hann í þriggja leikja bann. Boli var að sögn mjög brugðið þeg- ar hann frétti af banninu, en er þó brattur sem fyrr. „Auðvitað leik ég hart, en ég leik einnig heiðarlega. Ég er bara fórnar- lamb andstæðinga og öfundar- manna Marseille-liðsins,“ segir hann og bætir því við að franska knattspyrnusamband- ið hafi sleppt mönnum fyrir meiri sakir en þessar. Og eftir alla þessa uppákomu segist hann skilja betur þá ákvörðun Erics Cantona að halda af landi brott og fara að leika á Eng- Iandi.“ því til að otruieg- ustu hlutir geti flogið í gegnum hugann á svo skömmum tíma. „Ég leit auðvitað ekki á klukkuna þegar ég fékk boltann, en eftir að ég var byrjaður að drippla honum og kominn með vald á honum leit ég á klukkuna og ákvað að fara alla leið að markinu í stað þess að skjóta strax.“ Bætti Matthías því svo við að hann þakkaði leik- reynslu sinni hverng hann vann úr þessu og gat þess einnig að lík- lega hefðu Ijórar til fimm sekúnd- ur verið eftir af leiknum þegar hann fékk knöttinn, ekki þrjár eins ogsagði í Morgunblaðinu. Slakt hjá strákunum Á dögunum lék íslenska landsliðið á fjögurra þjóða móti í Danmörku og er óhætt að segja að árangurinn hafi valdið mikl- um vonbrigðum; tap gegn Portú- gölum og jafntefli við Hollend- inga og Dani. Þessar þjóðir eru ekki mjög hátt, skrifaðar í hand- boltaheiminum og því hafði PRESSAN samband við Sigurð Sveinsson (eldri) og spurði hann hvað hefði brugðist. „Þetta var fyrst og ffernst ein- beitingarleysi og aumingjaskap- ur hjá okkur. Það var ekki fýrr en í síðasta leiknum, við Dani, að menn áttuðu sig á því að þeir yrðu að taka á ef þeir ætluðu sér að sigra.“ Sigurður bætti við að hinar svokölluðu litlu þjóðir væru margar hverjar á mikilli uppleið og kvaðst hann þess fullviss að bæði Portúgalar og Hollendingar mundu ekki eiga í erfiðleikum með að sigra góð fyrstudeildarlið hér á landi. „Þessar þjóðir ausa peningum í handknattleikinn og raunar er það svo að handbolt- inn er á mikilli uppleið í mörgum löndum sem hingað til hafa verið lágt skrifuð. Brátt geta því engin lið bókað sigur gegn þeim.“ I Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag var frásögn um hetjuna Matthías Matthíasson, sem leik- ur með fyrstudeildarliði ÍR og skoraði sigurmarkið gegn Fram á lokasekúndum viðureignarinnar. Þar hafði blaðið svohljóðandi eftir Matthíasi: „Ég leit á klukk una um leið og ég fékk bolt ann, sá að það voru þrjár sekúndur eftir og vissi að tíminn var nægur. Þá bara að einbeita sér því að skora.“ PRESS- UNNI lék forvitni á vita hvernig í unurn væri hægt vera svona „kúl“ hugsa jafhmikið þeg- ar jafristutt var til leiksloka og frásögn- in gefur til kynna? Matthías svarar GERVIHNATTARSPORT 18.30 Hollenski boltinn Screen- sport Ekki seinna vænna fyrir Islendinga að fylgjast með hollenska boltanum vegna tvíburanna fré Akra- nesi, svo ekki sé talað um ef Rúnar Kristinsson gerir samning við stórliðið FC Twente. 19.00 Golf Screensport Eftir fót- boltaveisluna fáum við beina útsendingu frá Johnnie Walker-mótinu sem haldið er á Jamaica. 20.00 Railí Sky Sports Hvað er betra en að setjast niður með kaldan bjór eftir mat- inn og horfa á alvöru rallakstur? Hér verða sýnd- ar svipmyndir af Ford RS2000. 21.00 Spánski fótboltinn Screen- sport Knattspyrnuunnend- ur geta glatt augun með því að horfa á glæsileg mörk úr spænska boltan- um. 22.30 Körfubolti Eurosport Svip- myndir frá kappleikjum í Evrópu. Ólympiuleikarnir sýndu okkur að evrópskur körfubolti á enn langt í land með að né gæðum þess bandaríska. ■ jdm ■■ j ’jr.mm1 j ,■ 19.00 Fótboiti Eurosport Svip- myndir frá undankeppni heimsmeistarakeppninnar I knattspyrnu, sem haldin verður I Bandaríkjunum ár- ið 1994. 21.00 Hncfalcikar Eurosport Svipmyndir frá Evrópu- meistarakeppninni eða heimsmeistarakeppninni. 21.00 NBA-fjör Sreensport Þeir sem ekki hafa áhuga á hnefaleikum geta lyft sér upp með því að sjá valda takta úr NBA-körfuboltan- um, sem sýndir eru á sama tlma. 22.30 Fótboltahelgin Sky Sports Fréttir úr knattspyrnu- heiminum og spáð í leiki helgarinnar. 02.00 Keila Screensport Svip- myndir frá hollenska meistaramótinu. 18.30 Brasilíski fótboltinn Scre- ensport Knattspyrnusnill- ingar í Brasilíu leika listir sínar, auk þess sem sagðar eru fréttir úr þarlendri knattspyrnu. 19.00 Innanhússsiglingar Euro- sport Ótrúlegt en satt! Hér er á ferðinni bein útsend- ing frá keppni í siglingum innanhúss sem haldin er í París. Sérstakar vindvélar sjá um að skúturnar fái byr. 20.00 Golf Screensport Bein út- sending frá Johnnie Wal- ker-mótinu sem haldið er á Jamaica. Þeir sem ekki hafa áhuga á golfi geta í stað- inn öfundað kylfingana fyr- ir góða veðrið sem þeir leika í. K-a'jLB.m'j-jg.m-m'H,! 16.00 Enska knattspyrnan Sky Sports Bein útsending frá viðureign Crystal Palace og Leeds United. Tvö slök lið leiða hér saman hesta sína. Ágætlega beitt sókn Leeds-liðsins á líkast til ekki í miklum vandræðum með óþétta vörn Palace. 18.00 Þýski körfuboltinn Screen- sport Bein útsending úr þýsku úrvaldsdeildinni. Körfuboltinn er á mikilli uppleið í Þýskalandi og hver veit nema þarna séu upprennandi NBA-stjörnur á ferð. 19.00 Stcrkasti maður heims Sky Sports Hér eru á ferðinní gamlir þættir frá árinu 1983 og 1984. Var ekki Jón Páll byrjaður að keppa þá? Jólahátíð íþróttaunn- enda Á morgun, föstudag, verður , haldinn dansleikur á vegum ís- lenska handknattleikslands- liðsins á Hótel íslandi. Þar munu meðal annars stór- hljómsveitimar Sálin hans Jóns míns og Nýdönsk leika fyrir dansi. Einnig er verið að vinna að því að fá dúettinn „The Tra- iners“ til að troða upp með búkslátt að hætti Didda fiðlu, en hann skipa I an dsliðsþj álfar- arnir Þorbergur Aðalsteinsson og Einar Þorvarðarson. Á há- tíðinni fer einnig fram happ- drætti þar sem vinningarnir eru ferð á heimsmeistara- keppnina í handbolta, sem haldin verður í Svíþjóð í mars á ári komanda, og aðgöngumið- ar á landsleikina gegn Frökk- um, sem leiknir verða á milli jóla og nýárs. Með þessu dans- leikjahaldi vonast „strákarnir okkar“ til að safna einhverjum fjármunum sem nýst gætu til HM-fararinnar, en verð að- göngumiða er aðeins 1.200 krónur. HVAÐ SEGJA ÞJÁLFARARNIR UM KRISTIN? Kristinn Friðriksson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með Keflvíkingum í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Við fengum nokkra þjálfara til að gefa honum umsögn. Torfí Magnússon landsliðsþjálfari „Þegar Kristinn dettur í skotstuð þá getur hann skorað hvaðan sem er af vellinum. Ég hef séð menn gapa yfir hittni hans. Svo er hann líka mikill baráttumaður.“ ívar Ásgrimsson þjálfari Snæfells „Kristinn er mjög góður skotmað- ur og í mjög góðu liði.“ Birgir Mikaelsson þjálfari Skallagríms „Kristinn er alltaf hættulegur og þegar hann finnur sig er hann eins og vél. Hann er skemmtilegur leikmaður, frábær skytta og mjög fastur fyrir. Svo má ekki gleyma því að hann nýtir líkamsþyngd sína vel undir körfunni." Um helgina Nú eru flestir íþróttamenn komnir í jólafrí og því engir deildarleikir, hvorki I handbolta né körfubolta, það sem eftir lifir árs. Áhangend- um síðarnefndu greinarinnar er bent á NBA- körfuboltann á Stöð 2, en handboltamenn taka sér góða hvlld þar til landsleikirnir við Frakka verða leiknir milli jóla og nýérs.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.