Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 13 Tveir Eistlendingar sem Mikson fangelsaði „Strákar, ég skal skióta bann fyrsta" Evald Mikson ásamtfélögum sínum ívopnuðum sveitum þjóðernissinna, „Omakaitse". Tveir fangar þjóðernissinna segja sömu söguna af meintum morðum Miksons og manna hans. Tveir menn, sem sluppu lifandi úr fangelsi þjóðern- issinna undir stjórn Mik- sons, hafa sömu að segja um meinta glæpi hans. Vitnisburður þeirra er að- eins brot af þeim gögnum sem eistnesk stjórnvöld hafa nú gert opinber. PRESSUNNI hafa borist ensk- ar þýðingar á nokkrum þeirra skjala sem innanríkisráðherrann í Eistlandi, Lagle Parek, hefur ákveðið að gera opinber í máli Ev- alds Miksons. Gögnin eru úr skjalasafni eistneska ríkissaksókn- arans og eiga rætur að rekja til réttarhalda í Tallinn árið 1961. Um er að ræða vitnisburð og framburð við yfirheyrslur. Töluverður fjöldi gagna hefur fundist frá haustinu 1941, en minna hefur fundist skjalfest um athafnir Miksons með vopnuðum sveitum þjóðernissinna, „Omakaitse”, sumarið 1941. Þar til nú að eistnesk stjómvöld opn- uðu skjalageymslur sínar. Hér fer á eftir óstyttur vitnis- burður tveggja manna sem báðir segjast hafa persónulega reynslu af störfum Miksons í júní 1941. Báðir virðast hafa orðið vitni að sömu atburðunum, hvor frá sín- um sjónarhóli. Þetta eru aðeins fá- einar síður af þeim sjö hundruð sem Wiesenthal-stofhunin í Jerú- salem er nú að rannsaka og eru valdar af handahófi. Lesendur em varaðir við því að lýsingar á of- beldisverkum eru einkar ógeð- felldar. , JG SKAL SKJÓTA ÞANN FYRSTA” Fyrra vitnið er Johannes Loos, fæddur árið 1911 eins og Mikson, þá búsettur í Tartú-héraði í Eist- landi. Honum segist svo frá: „Ég var handtekinn í júní 1941 og farið með mig í hlöðu við Rokka-höfða, en þar vom þá fleiri fyrir. Nokkrum dögum síðar vom við flutt til Vonnu-sýslu og sett í gamla geymslu sem tilheyrði sam- yrkjubúinu. Þar upphófst hræði- legur tími. Farið var með fólk til yfirheyrslu á kvöldin. Þeir sem sneru aftur reyndust hafa verið barðir með gúmmíkylfum þar til blæddi úr þeim. Hinir, sem ekki snem aftur, vom skotnir til bana. Við heyrðum hróp og byssuskot handan veggjarins. Sunnudagsmorgun einn fýrir sólampprás var farið með alla út á götu, þeim var raðað upp og hót- að að allir yrðu skotnir. Þarna vom margir menn með byssur og allir vom þeir drukknir. Mikson, sá gamli böðull, sagði: „Strákar, ég skal skjóta þann fyrsta“, og skaut því næst mann frá Piirsaare, sem stóð í öðmm enda raðarinnar. Því næst sagði Mikson að þriðji hver maður yrði skotinn, gekk ffarn hjá tveimur mönnum og skaut þann þriðja. Hann var líka frá Piirsaare. Ég man ekki númer hvað ég var í röðinni, en það var nær hinum endanum. f kjölfar skotanna frá Mikson hófu aðrir að skjóta af rifflum. Skyndilega birtist annar „Omakaitse“-maður handan við eldiviðarstafla og þekkti ég þar Eduard Paabud. Hann sagði: „Hættu þessu, Mikson, nú er nóg komið“. Þá var okkur skipað aftur inn í geymsluna. Við hlupum öll af stað, en einn þeirra sem aftastur fór féll í hendur þeim og þeir rifu fötin hans í tætlur. Um það bil tveimur tímum síð- ar komu tveir ungir böðlar, skoð- uðu alla-fangana og sögðu að í dag hefðu þeir drepið fimm manns og væm að athuga hvern þeir ættu að drepa næst. Annar stóð fyrir framan mig og sagði „Þú“ og benti líka á konu sem var þar skammt frá. Þeir skipuðu okkur að koma með sér. Við stóðum upp og fómm. Þeir fóm með okk- ur að skrifstofu sýsluskrifstofunn- ar og sagði: „Hér verður að þrífa allt á fimm mínútum." Á borðinu voru vopn og úti í horni nálægt ofhinum vom þykkir blóðkleprar og gúmmíkylfur. Við hreinsuðum herbergið, en það var ekki hægt að ljúka því verki á fimm mínútum. Þeir hæddu okkur allan tímann sem á þessu stóð og kölluðu okk- ur ónefnum. Þegar við höfðum þrifið var far- ið með okkur í lítið herbergi þar sem þeir sýndu okkur tvær vél- byssur og sögðu að þær yrðu not- aðar til að taka okkur öll af lífi. Aðeins þremur yrði þyrmt. Því næst snerum við aftur. Fangarnir komu á móti okkur og spurðu hvað hefði komið fýrir okkur. Ég vildi lítið segja, enda hefði það haft slæm áhrif á fólkið. Að kvöldi þriðja dags, fýrir sól- arlag, voru vélbyssur settar upp fyrir framan staðinn þar sem fangamir vom geymdir. Þá gat ég ekki lengur leynt hina fangana því sem ég hafði séð á sunnudeginum og hvað mér hafði verið sagt. Ég sagði föngunum að þeir hefðu hótað að setja upp vélbyssur og skjóta okkur öU. Þá lá við að fang- arnir misstu vitið af skelfingu. Skyndilega opnuðust dyr og einn varðmannanna stakk höfðinu í gættina og sagði að nú ætti að herða gæsluna svo enginn slyppi. Það var rólegt næsta dag. Um kvöldið kom til okkar böðull og sagði að þeir væru að fara til að frelsa Tartú-borg. Undangengna tvo daga og kvöld höfðu þeir barið fangana og spottað þá. Þennan sama dag var kallað á mig og sagt að ég mætti fara heim. Ég komst heim með erfiðismunum, enda hafði ég þolað hungur og kvalræði í tvær vikur. f þessar tvær vikur gáfu þeir okkur aðeins þrisvar vatnsblandaða mjólk og lítinn brauðbita. Þegar ég var kominn heim heyrði ég að nokkrum öðr- um hefði verið sleppt, en að farið hefði verið með hina á Sýningartorgið í Tartú og þaðan í skrið- drekavarnarskurð þar sem þau voru skotin. Þeirra á meðal var faðir minn, Hendrik Sooru, sjötugur að aldri. Mér sýndist að Mikson væri hæst settur í fangels- inu í Vonnu og blóðbaðið fór fram undir hans for- ystu. Af hveiju þessi voða- verk voru framin veit ég ekki, en glæpirnir voru á ábyrgð Miksons.“ „BARÐIMIG MEÐ BELTINU” Vitnisburður Jan Loos er styttri, en hann segist hafa verið handtekinn ásamt öldruðum föður sínum, haldið á sýsluskrifstofunni í Vonnu og síð- an í gamaUi fóðurgeymslu, sömu stöðum og Johannes Sooru greindi frá. Loos segist svo frá: „Við vorum settir í fóður- geymslu og skömmu síðar var far- ið með mig í einhverja íbúð. Þar var Mikson ásamt um tíu „Omak- aitse“- mönnum. Mikson stillti mér upp úti í homi, tók af sér belt- ið, hóf að berja mig og hrópaði hvort ég ætlaði ekki að játa. Hann barði mig látlaust á herðarnar og með beltissylgjunni í höfuð mér. Það blæddi undan höfuðhöggun- um og ég fékk blóðnasir af högg- um í andlitið. Hann kýldi mig tvisvar í kviðinn og við það féU ég í gólfið. Ég man ekki meira frá þessu atviki, en líklega hafa þeir látið mig lykta af ammoníaki [til að vekja mig]. Seinna fóru „Om- akaitse“-mennirnir affur með mig í gömlu þurrkgeymsluna. Þangað var einnig komið með föður minn, sem hafði fengið sömu meðferð, en sár hans voru stærri en mín. Á þriðja degi var farið með okkur tit Vonnu. f Vonnu drukku þeir á hverju kvöldi og eftir miðnættið, á bUinu frá eitt til þtjú, komu þeir til okkar fanganna. Þeir athuguðu fangana í skini vasaljósa og fóru með þá burt sem betur voru klæddir. Þessir menn sneru ekki aftur. Þeir voru sérstaklega hrifnir af háum stígvélum. Föður mínum var skip- að að grafa sjálfum sér gröf fýrir aftan gripahúsið, en hann hélt lífi af því að hann var í lélegum stíg- vélum og fatalörfum. Eitt sinn var ég í yfirheyrslu og þar var staddur kennarinn Toots, sem ég kannað- ist við. Ég var látinn þrífa herbergi þar sem fangar voru drepnir og þar var gólfið blóði drifið. Ég man ekki dagsetninguna, en það var á aðfaranótt sunnudags um klukkan þrjú að öllum föng- unum var skipað að koma út og raða sér upp. Þar var Mikson með skammbyssu í axlarbelti og einnig hafði vélbyssa verið sett upp. Mik- son gekk fram og aftur og var drukkinn. Hann staðnæmdist fýr- ir framan mig, dró upp skamm- byssuna, miðaði á mig og hleypti af. Skothvellur kvað við og fýrir aftan mig féll til jarðar maður. Hann var Rússi frá Piirsaare. Aðr- ir, sem stóðu fjær mér, voru líka skotnir tíl bana. Ég man ekki eftir- nöfn þeirra sem stóðu með mér í röðinni á meðan á morðunum stóð. Ég man ekki fleira að segja frá Mikson.“ FRÁSÖGN MIKSONS Á „Sýningartorginu" í Tartú- borg, sem Johannes Sooru minnt- ist á, voru fangabúðir þar sem bæði gyðingar og samverkamenn Sovétmanna voru drepnir, en þar er Mikson gefið að sök að hafa tekið þátt í fjöldamorðum. í end- urminningum sínum greinir Mik- son nokkuð frá atburðum sum- arsins 1941 og stemma lýsingar hans á rás atburða við lýsingar So- oru og Loos, þótt óneitanlega sé tónninn annar. Honum segist svo frá: „Á yfirráðasvæði okkar [þetta var áður en Þjóðveijar komu Eist- lendingum til liðs, innsk. blm.] lentum við oft í blóðugum átök- um við Sovétmenn og mannfall varð á báða bóga. Þegar óvinirnir höfðu verið teknir höndum og af- vopnaðir fluttum við þá í fanga- búðir og innlendir samverka- menn þeirra voru lokaðir inni í alls kyns kjöllurum, skýlum og hlöðum á svæðinu. Viku síðar, þegar meiri ró var komin á, lagði ég það til við yfir- menn mína, eistnesku herforingj- ana sem stjórnuðu öllum skæru- liðasveitum í sýslunni, að inn- lendum föngum yrði sleppt gegn tryggingu. [... ] Mér var þegar í stað fengið umboð til að sjá um að framkvæma þetta á eigin ábyrgð og sleppa öllum föngum nema þeim sem höfðu orðið uppvísir að því að taka þátt í að myrða al- menna borgara. Þeir fáu sem það höfðu gert voru seinna fluttir til Tartú og settir þar í fangabúðir sem komið hafði verið upp á íþróttaleikvanginum." (Bls. 114) Karl Th. Birgisson Um 50 milljónir töpuðust á gjaldþroti gamla RAFHA Húseignin seld á gjafverði og eftirlaunasjóðurinn tómur Raftækjaverksmiðjan RAFHA í Hafnarfirði hefur verið gerð upp gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofn- að var 1936, var úrskurðað til skipta í janúar 1991 og námu samþykktar almennar kröfur í bú- ið rúmum 65 milljónum króna. Upp í þær greiddust rúmar 17 miUjónir. Upp í veðkröfur greidd- ust 26 miUjónir með því að Spari- sjóður Hafnarfjarðar keypti hús- eign íýrirtækisins við Lækjargötu. Árið 1988 hljóðaði brunabótamat hússins upp á 125 milljónir og fékkst því aðeins brot af því mati fýrir eignina. Forgangskröfur voru sáralitlar, en í mars 1990 stofnaði forstjóri RAFHA, Ingvi I. Ingason nýtt hlutafélag sem nú er í rekstri í hluta húsnæðis gamla félagsins. Gamla fyrirtækið var því yfir hálfrar aldrar gamalt þegar það var gert upp, en lengstum var höf- uðpaur fýrirtækisins Axel Krist- jánsson. Ríkið átti frá fýrstu árum þriðjung hlutafjár í RAFHA. Fyrir- tækið var þekktast fyrir fram- leiðslu og sölu á raffækjum, eink- um elda- og þvottavélum, og málmsmíði. í lok áttunda áratug- arins var fjöldi starfsmanna á bil- inu 65 til 70, en á níunda áratugn- um lengst framan af 40 til 50. Gjaldþrotið nú má rekja til áfalla 1989, en á því ári fækkaði starfs- fóUd um helming. Nokkrum árum áður hafði Albert Guðmundsson þáverandi fjármálaráðherra hug á því að selja hlut ríkisins og fékk tilboð frá Ingva forstjóra. Tilboðið var um 10 milljónir (nálægt 25 miUjónir að núvirði) og nokkuð í samræmi við sérstakt mat. Því tíl- boði hafnaði Albert og hafa menn nú á orði að hann hefði betur tek- ið því tilboði. Til hliðar við þetta gjaldþrot, en óháð því þó, liggur nú endanlega fyrir að Eftirlaunasjóður RAFHA sé þrotinn. Lífeyrisiðgjöld starfs- fólks RAFHA voru lögð í þann sjóð frá því um 1970 til 1982, er ið- gjöld voru lögð í aðra sjóði eftir það. Um 320 einstaklingar áttu mismörg stig í sjóðnum. Trygg- ingafræðileg úttekt á skuldbind- ingum sjóðsins fór fram 1990 en ekki tókst að fá upplýst hverjar þær voru. Þó er ljóst að sjóðseig- endur hafa til samans tapað nokkrum tugum milljóna hið minnsta. Árangurslaust var reynt að fá aðra til að yfirtaka þessar skuldbindingar, en eignir sjóðsins höfðu brunnið upp í verðbólg- unni árin áður en hætt var að greiða í hann. Einn fyrrverandi starfsmaður sem blaðið ræddi við sagði að hann hefði tapað 10,2 stigum, sem hefði gefið honum um 15 þúsund á mánuði í eftir- laun. Friðrik Þór Guðmundsson JÓHANNES Jónsson í Bónus skilur sam- hengi Mutanna í lífinu. Þess vegna selur hann bæði svína- kjöt og hveiti. I flestra augum eru engin tengsl þarna á mHli, en Jóhannes er klókari en svo. Nú eru svínabændur nefnUega farnir að kaupa ódýrt hveiti hjá Jóhannesi í fóður handa svín- unum. Hveitið hjá Jóhannesi er ódýrara (og örugglega miklu bragðbetra) en margtollaða byggið sem bændur hafa notað hingað tH. Með þessu móti græða líka allir: Jóhannes á meiri sölu, bændur á lægra fóðurverði, neytendur á lægra svínakjötsverði og svo vitan- lega svínin á mUdu betra fóðri. Þetta lýsir skilningi á hringrás lífsins, sldlningi sem ASMUNDUR Stefánsson bankastarfsmaður hefur ekki. Hann hefur setið í bankaráði fslandsbanka og samið við launþega sína á sama tíma og hann sat í ASI og samdi við VSÍ um einhver aUt önnur kjör (enda fór hann beint í bankann þegar það bauðst). En Ásmund skorti heUdarsýn á hringinn sem hann er farinn í: bankaráðs- maður, viðsemjandi og um- boðsmaður launþega í senn og nú launþegi sjálíur og viðsemj- andi bankaráðs. Enda ráeður hann ekki við þetta og verður atvinnulaus ef svo heldur ffarn sem horfir. Og SaDUME Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, virðist ekki ráða við sitt starf heldur. Það er eitt að taka smá- mál eins og EES á dagskrá án þess að ráðfæra sig við þá sem eiga að tala um það, en alveg ófært að hafa ekki uppi betri varnir þegar þeir fara að kvarta. Efnislega sagði nefni- lega forseti Alþingis að það væri kominn tími til að hún héldi með ríkisstjórninni í ein- hverju máli, nóg hefði hún lát- ið undan vitleysunni í stjórnar- andstöðunni samt. Sumsé mönnum eins og I Þ. Þórðarsyni sem líst ekki á að nú eiga meðlagsgreiðendur að fara að bera næstum því ein- hverja ábyrgð á lifikostnaði bamanna sinna. Hann fékkþá háamerísku hugmynd að þeir skyldu fara í mál við ríkið fýrir þessa ósvífni, þótt ekki séu for- sendurnar alveg á hreinu. Nema það sé rfldnu að kenna að börnin komu undir, for- eldrarnir geta ekki búið saman og/eða að fólk hefur of lág laun í þessu landi. Þetta síðast- nefnda má reyndar skrifa á reikning framsóknarmanna á borð við Ólaf, en það þarf alveg sérstaka ffamsóknarhagffæði til að ætla að Ieysa það með því að taka á sig ábyrgð á kynlífi landsmanna. Það dytti Jóa í Bónus aldrei í hug.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.