Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 27 Karlakór Reykjavíkur söng fyrir Alsírbúa ... nema þú eigir gott koníaktil að rífa úr þér hrollinn. efþúfœrð ekkert í skóinn. ...án þess að finna ráð til að spara við þig í matarinnkaupum. að leggja regn- hlifinni og taka fram snjóþrúgurnar. „Mikið rosalegtþol hafa þessir þingmenn. Þeirgeta talað endalaust, vakað endalaust ogþeirþurfa ekki einu sinni að bregða sér á klósettið. Mérfinnst eitth vað sjarmerandi við þetta. Og reynslan segir mér að sá sem hefurþol áeinu sviði hefur þol áflestum öðrum. “ Það mun reyna á“ „mh Bassasöngvarinn Tómas Tómasson verður einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit ís- il lands í Langholtskirkju í kvöld þar sem flutt verður meðal annars aría úr Jólaóratoríu johanns Sebastians Bach. Tómas mun þar debútera með hljómsveitinni ásamt Skóla- j kór Kársness. „Mitt hlutverk verður ekki mjög stórt á tónleikunum en það mun reyna ÍWBBr á,“ segir Tómas, sem nýkominn er úr inntökuprófi í óperudeild Royal College-tónlist- arskólans í London og fær væntanlega niðurstöðumar úr því í dag. Tómas er ekki óreyndur á óperusviðinu því hann hefur sungið nokkur hlutverk hjá íslensku óperunni; senr Sparafucile í Rigoletto, Sarastro í Bk Töfraflautunni og nú síðast hlutverk Lodovicos í Otelló. * En er ekki lítill markaður fyrir bassa hér á landi? ,Jú, á Islandi eru Ijölmargir bassar en það sama er ekki að segja um heiminn því bassar eru enn töluvert eftirsóttir." Auk aríu úr Jólaóratoríunni verður Bran- denborgarkonsert nr. 3 fluttur ásamt Sigfried Idyll, þáttum úr Hnotubrjótnum og jólasálmum og jólalögum úr ýmsum áttum. Stjórnandi er Há- kon Leifsson. Tómas Tómasson bassasöngvari „debúterar" með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Það er árstíðabundin sveifla í aðsókn að bömm og danshúsum bæjarins. Fyrirsjáanlegar bylgjur. Þannig er góð vertíð á sumrin þegar krakkar eiga pening en eftir að skólar byrja færist ögn meiri ró yfir mannskapinn. Svo kemur niðursveiflan í október og nóv- ember en líf færist aftur í menn og konur í desembermánuði og fyllast þá krókar og kimar af glöðu fólki sem þjórar oft á tíðum ótæpilega. Áður en bjórinn kom var þetta tími jólaglöggsins en sá siður virðist vera á undanhaldi (sem gerir ekkert til, við fengunt hann hvort eð er bara lánaðan).7 Kreppan hefur þau áhrif að fólk tekur með sér nesti á pela, laumar því út í blandið sem það kaupir sér á barnum og sparar nokkrar krónur. Barþjónar og dyraverðir eru því varir urn sig og vísa kreppusvindlurum umsvifalaust á dyr. Þá eru ótaldir námsmennirnir sem koma að utan, hitta vini sína og drekka bjór af ákafa. Stemmningin nær loks hámarki milli jóla og nýárs og fer fólk þá gjaman spariklætt á' pöbbarölt. Eftirminni- legt fyllerí upphefst hjá sönnum drykkjumönnum á gamlárs- kvöld og snemma á nýju ári en að því loknu leggst stemmningin í dvala og rankar ekki al- mennilega við sér á ný fýrr en sumarið kemur. Það eru fyrirsjáanleg- arárstíðabundnar bylgjur í næturlífi borgarinnar. Gleðin nær hámarki í desem- bermánuði. Hinn sanni andi jólanna. í fyrsta lagi veit enginn hvað það er. I öðm lagi hefur nánast hvaða auli sem er komið fram í útvarpi að undanförnu og tilkynnt að hann hafi þennan anda að leiðarljósi (og það er því ekki til eftir- breytni). í þriðja lagi er hinn ósanni andi (jólagjafir, gotterí, matur og meiri matur) mun skemmtilegri en helgislepjan sem kölluð er sönn. f sjálfu sér er alit í góðu með að þykja vænna um vini sína og vandamenn á jólum. En það þýðir ekki að maður þurfi að búa þá til- f i n n i n g u einhverjum ytri tákn- um; sálma- s ö n g , heimsókn í Þjóðnrinja- safnið að sjá í s 1 e n s k a jólasveininn, heimatilbún- ^ urn jóla- r g j ö f - um... ... án þess að borða i það minnsta einn svepp. VIP MÆLUM MEÐ ... að fólk setji alla sína skó út í glugga það er aldrei að vita nema jóla- sveinninn rétti við Qárhaginn ... megrun fyrir þá sem eru of feitir ... að fólk hugsi vel til þing- mannanna okkar þeir þurfa greyin að halda uppi lýðræðinu í desember á meðan við hin erum í jólaundirbúningn- um eða jólaglögginu ... reglustrikum þær hjálpa okkur að draga beina línu ... rjómaosti með piparblöndu sérstaklega með tekexi Að bera sig vel í kreppunni. Ekki vegna þess að það sé neitt sérstaklega inni að vera ríkur eða vel stæður. En þegar allir kvarta og kveina er einfaldlega ekki á það bætandi að taka undir. Ef fólk get- ur í heiðarleika ekki borið sig vel getur það hummað krepputalið ffarn af sér. Til dæmis með því að segja: Hafið þið lesið bókina hennar Rósu? Eða: Sáuð þið ein- hvern mun á tunglmyrkvanum og venjulegu minnkandi tungli? Eða: Guð, ég vona að pilsatískan fari að stkka áður en ég fæ blöðrubólgu. Eða: Hvort viljið þið að Karl eða Vilhjálmur verði næsti Breta- kóngur? 421 íslendingur fór í siglingu með rússneska skemmtiferðaskip- inu Baltiku árið 1966. Það var Karlakór Reykjavíkur sem tók skipið á leigu og var ferðinni heitið til Alsír, en stansað var í flestum höfnum við Miðjarðarhafið. Til- gangurinn var að halda söng- skemmtun fyrir Aisírbúa. Með í för voru Þórbergur Þórð- arson og ffú Margrét, en Þórbergur segir svo frá ferðinni: „Barinn var oftast nær fullur af fólki, því eitt- hvað varð það að gera sér til af- þreyingar... Tilburðir í ástarlífi voru þarna dálitlir, en fæstir náðu endanlegu takmarki, því afkimar voru fáir og ótryggir." Aðbúnaður um borð var skelfilegur: „...Það var ekki heldur vatn og enginn vaskur. Til að kom- ast á klósett, eða hella út íláti, varð maður að fara upp á næstu hæð fyrir of- an. Mér þótti það því ekki tilhlökkun- arefni að ganga til kukks...“ Þórbergur sagði óseðjandi verslun- arhungur íslending- anna hafa orðið til vandræða en til- hæfulaus væri sá kvittur að áfeng- Karlakór Reykjavíkurfór í isþurrð hefði orðið í fyrstu höfn og mikla skemmti-, söng- og lús komið upp um borð. drykkjuferð til Alsír árið 1966. Baltikuferðin er fynrmynd kvik- perð þessj erfyrirmynd kvik- myndarinnar Karlakórsins Heklu myndarinnar Karlakórsins sem irumsynd verour a laugardag. Heklu Linda P. opnar umboðsskrifstofu Jólavertíð ð pöbbunum Linda Pétursdóttir stofhaði í síðustu viku nýja umboðs- og fyrirsætuskrifstofu, Wild. Ein- <hver kurr mun hafa vaknað hjá þeim tveimur skrifstofum sem þegar eru starfandi, Módel 79 og Icelandic Models, og Linda fer nú í samkeppni við. Hún kannast hins vegar ekki við vandkvæði úr þeirri átt og til- kynnti starfsemi sína þegar í upphafi. „Samkeppnin er nauðsynleg til að bæta starf- semina, þetta er ekki það stór markaður sem við sláumst um,“ segir Linda, sem hefur í hyggju að standa upp úr og vill því ráða til sín góðar fyrirsæt- ur. „Það er kominn tími til að fólk átti sig á því að þetta er hörkuvinna og Jangt frá því að vera góðgerðarstarfsemi. Við þurfum að temja okkur fagleg vinnubrögð, sent nokkuð hef- ur skort á fram að þessu.“ Ráðgert er að á skrá hjá Wild verði fáar en góðar fyrir- sætur, en að öðru leyti verður starfsemin í svipuðum farvegi og hjá hinum skrifstofunum tveimur. Stefnt verður að því að koma sem flestum nýjum andlitum á blað jafnframt því sem reynt verður að fá þær til Linda Péturs segir að ekki veiti af samkeppni í fyrir- sætubransanum. vinnu sem þegar eru starfandi og þykja mjög góðar. Les, kær- asti Lindu, verður alþjóðlegur tengiliður, en að hennar sögn hefur hann starfað fyrir öll helstu tískuhús heims. Leit stendur yfir að ferskum módelum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.