Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 Jölin eru hátíð friðar 09 sátta. En er svo f raun? Hvaí með þá sem hafa elt grátt silfur á árinu? Vilja þeir helst af öllu nota tækifærið 09 friðmælast í/ið andstæðinginn með hlýlegri jólagjöf eða kjösa þeir frekar að bæta gráu ofan á svart? Steingrímur Ari Arason, varaformaður stjómar LÍN: „Helst mundi ég vilja gefa Pétri traust og gott 1 námslánakerfi í jólagjöf." B Pétur Óskarsson, ■ formaður Stúdentaráðs: ■ „Ég mundi gefa Steingrími Ara fjarstýrðan ■ leikfangabfl þar sem hann hefur unun að W því að stjórna. Þar gæti stjórnunarástríða ^ hans beinst í jákvæðan farveg." Harðar deilur hafa staðið milli Steingríms AraAra- 1 sonar, sem er fulltrúi rlkisins I stjórn Lánasjóðs ís- I lenskra námsmanna, og Péturs Óskarssonar, sem ■ gætir hagsmuna nemenda, vegna skerðingar ■ námslána. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent: „Ég gæfi Svani blessuðum nýju bókina mína um Jón Þorláksson for- sætisráðherra. Hann þekkir þessa sögu að vísu nokkuð, því hann skrif- aði doktorsritgerð um íslensk stjórnmál 1916-1944. Sú ritgerð er fróð- leg, þótt ekki sé hún gallalaus. En mér hefur tekist, held ég, að draga fram í dagsljósið ýmsar upplýsingar og gögn, sem varpa nýju ljósi á söguna. Þó tek ég fram, að ég skrifaði eldci þessa bók mína handa stjórnmálafhæðingi, heldur upplýstum almenningi.“ Svanur Kristjánsson prófessor: „Ég nenni nú ekki að taka þátt í svona fíflagangi." Svanur Kristjánsson og Hannes H. Gissurarson hafa verið gagnstæðir pólar i félgsvísindadeild Háskólans. Nú síðast greiddi Svanur atkvæði gegn stöðuhækkun Hannesar, einn örfárra. .Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- k lagsins: „Ég mundi gefa Svavari einhverja ævisögu. Ég ^yrði þó að vera öruggur um að það væri saga sem hann væri ekki búinn að lesa, hann er búinn að lesa þær svo B býsna margar." W Svavar Gestsson þingmaður: „Ólafur Ragnar fengi W nýjustu bókina hans Þórarins Eldjárn, Ó fyrir framan.“ Ólafur Ragnar Grimsson og Svavar Gestsson hafa verið á öndverðum meiði innan Alþýðubandalagsins frá þvíelstu menn muna. Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins: „Ég mundi að sjálfsögðu gefa Bimi Inga bókina mína Frelsa ossfrá illu sem kom út á dögunum. Ætli ég mundi ekki líka gefa honum góðan trefil.“ Björn Ingi Stefánsson, forstöðumaður Vegarins: „Ef ég hefði tök á mundi ég gefa Gunnari Vífilsstaði. Svo fýndist mér ekki annað hægt en gefa honum jólasveinabúning.“ Gunnar Þorsteinsson og Björn Ingi Stefánsson eru helstu keppinautarnir I trúmálum utan við hina ís- lensku Þjóðkirkju og hafa deilt hvor áannan.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.