Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 36
tr rátt fyrir harkalegar deilur reyna al- þingismenn yfirleitt að hafa í frammi lág- marksháttsemi hver í annars garð í ræðu- stóli. Óvenjuleg undan- tekning frá þessu varð síðastliðið þriðjudags- kvöld, þegar Anna Ol- afsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalist- ans tók stuttlega til máls. Eitthvað skvaldur í hliðarherbergi var henni til ama, en í stað þess að biðja þingmenn að gefa hljóð eða gera athugasemd við forseta, svo sem venja er, þá galaði Anna yfir salinn: „Vilj- ið þið þegja!“ Reyndari þingmenn urðu hvumsa við, en forseti leit ekid einu sinni upp úr lesningu sinni. Kannski orðinn öUu vanur á þessum síðustu og verstu... ISL lauk skiptum í þrotabúi Frí- stundar - Rafeindatækja sf. Samtals voru lýstar kröfur krónur 77.531.819. Upp í forgangskröfur, sem voru 4,3 milljónir greiddist 11 prósent. Fyrirtæki þetta var í eigu Ástþórs Bjarna Sigurðssonar sem einnig hefur verið í gjaldþrotameðferð með fyrirtæki sitt Frístund hf. og persónulega. Er ljóst að heildarkröfur vegna gjaldþrota í kring um Ástþór eru komnar vel á annað hundrað milljónir króna... T -I. álbeita fíkniefnalögreglunnar, Jó- hann J. Ingólfsson, sem lagði gildruna fyrir Stein Ármann Stefánsson í stóra kókaínmálinu, hefur aftur snúið sér að hefð- bundnari viðskiptum í heildsölufyrirtæld sínu, Þokka hf. í vikunni var dreift í hús bréfi frá Þokka þar sem boðið er upp á undirfatnað og aðra gjafavöru á heildsöluverði „vegna væntanlegra flutninga“. Svipaðir við- skiptahættir urðu verslunareigendum mikið reiðiefhi fyrir síðustu jól, þegar Jó- hann hafði selt þeim vöru sína en auglýsti svo vöruna sjálftrr til sölu. Því lauk reynd- ar með því að auglýsingastofan, sem hannaði auglýsingarnar, kærði hann til Rannsóknarlögreglu ríkisins... P JL asteignin Vesturgata 6 til 8, ásamt númer 10, er betur þekkt sem Naustið. Undanfarin ár hafa fjölmargir aðilar átt fasteignirnar og átt eða leigt út rekstur veitingastaða þar; Naustið sjálft, Geirs- búð, Naustkrána og fleira. Nú er svo kom- ið að eignarhaldið á fasteignunum er ekki á hreinu. Svavar Egilsson keypti þær af Geir og Halldóri Zoéga í mars 1987. Svavar seldi Helga Rúnari Magnússyni og félögum í Vesturvangi í ágúst 1989, en þeirri sölu var skyndilega rift skömmu síðar. I staðinn seldi Svavar Ólafi H. Jónssyni og félögum í Dugguvogi 12 hf. Ólafur H. Jónsson í Dugguvogi hf. seldi síðan Ólafi H. Jónssyni í Hagi hf. eignimar fáeinum mánuðum síðar. Ári síðar seldi Ólafur Hagskiptamönnunum Sigurði Erni Sigurðssyni og Sigurði Garðars- syni í Sölu og Markaði. Hagur fór á haus- inn og kom það í hlut bústjórans að skrifa upp á afsal 27. febrúar 1992 og daginn á eftir seldu Sigurðarnir í Sölu og markaði stóran hluta eignanna sömu Sigurðunum, í Hagfleti- Vesturvangi hf, sem Helgi Rún- ar hafði tekið þátt í að stoffia. Ekki var þá seld Vesturgata 10, enda hafði sá hluti skömmu áður verið sleginn fslandsbanka á uppboði, en það uppboð var kært og engin niðurstaða komin...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.