Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 17 E R L E N T í Þýskalandi fara ofbeldisverk gegn útlendingum vaxandi með degi hverjum en stærsti hluti hægriöfga- manna er kornungt fólk, sumir jafnvel á barnsaldri. Unglingarnir svífast einskis enda blindir af útlendinga- hatri og hafa yfirvöld eðlilega þungar áhyggjur af því hvernig komið er fyrir þýskri æsku. Vart líður sá dagur að ekki ber- ist fréttir af ofbeldisverkum hægriöfgamanna í Þýskalandi, of- sóknum og jafnvel morðum. f sjónvarpi og blöðum gefur sí og æ að líta myndir af þýskum öfga- sinnum með hnefa á lofti og blakt- andi sigurfána í hendi. Það sem vekur ef til vill hvað mestan óhugnað er að stærstur hluti hægriöfgamanna er kornungt fólk; fólk sem sér Hitler í óskiljan- legum hillingum og hreykir sér af „afrekum" hans í síðari heims- styrjöldinni; ljótasta kaflanum í sögu Þýskalands. Sífellt yngra fólk lætur heillast af baráttu hægri- öfgahópa og margir enn svo ungir að þeir eru tæpast þornaðir á bak við eyrun. Þau eru mörg barnung sem sótt hafa um inngöngu í hin ýmsu hægriöfgasamtök í Þýskalandi, en undanfarið hafa ekki síst ellefu og tólf ára börn sýnt slíkum samtök- um mikinn áhuga. Öfgasinnarnir eru þó enn ekki svo langt leiddir að hleypa börnum inn í félög sín. Vissulega hindrar það samt engan í því að halda uppi ofsóknum gegn útlendingum og því geta yngstu aldurshóparnir eftir sem áður lagt útlendinga í einelti og kveikt í heimilum þeirra, ef þeim sýnist svo. Eins og gefur að skilja hafa yfirvöld í Þýskalandi þungar áhyggjur af því hversu ískyggilega móttækileg þýsk ungmenni eru orðin fyrir boðskap hægriöfga- manna, svo ekki sé talað um for- eldra, félagsfræðinga og alla aðra sem láta sig málið einhverju varða. Æ YNGRA FÓLK SNÝST TIL OFBELDIS Það er engu líkara en ofbeldi gegn útlendingum sé komið í tísku meðal þýskra ungmenna og fyrir skemmstu lýsti tímaritið Tempo því yfir, að útlendingahat- ur væri allra nýjasta „bólan“ með- al þýskra unglinga. Ekkert annað virtist vera eins vinsælt meðal unga fólksins og að hata útlend- inga. Ummælin eru vissulega ekki ljarri sannleikanum, því kannanir hafa leitt í ljós að 28 prósent ung- menna í Þýskalandi leggja hatur á útlendinga. Sýnu verst er þó ástandið í fyrrum Austur- Þýskalandi, en nýleg rannsókn á vegum félagsvísindastofnunar- innar í Leipzig leiðir í ljós, að hvorki meira né minna en 54 pró- sent ungmenna í þeim landshluta hafa andúð á útlendingum. Alls eru tæplega áttatíu skipu- lögð hægriöfgasamtök í Þýska- landi með um fjörutíu þúsund fé- laga á skrá, þar af eru rúmlega tvö þúsund nýnasistar. Þótt þessi fé- lög auki stöðugt við félagatöl sín er stærstur hluti hægriöfgamanna í Þýskalandi ekki bundinn ákveðnum samtökum og segir það sitt um umfang vandans. Mikill meirihluti hægriöfgasinna í Þýskalandi er ungt fólk og flestir á aldrinum fjórtán til tuttugu ára. Á þessu ári hafa lögregluyfirvöld í Þýskalandi skráð hátt í tvö þús- und ofbeldisverk gegn útlending- umm. Rúmlega sjötíu prósent þeirra sem handteknir hafa verið eru á aldrinum sextán til 21 árs og aðeins fimm til tíu prósent ofbeld- isverkanna voru unnin af skipu- lögðum öfgasamtökum. I grimmdarlegustu árásinni til þessa, morðunum á tyrknesku konunum þremur í Mölln, áttu einnig ungmenni sök að máli. FLESTIR AF VANDRÆÐA- HEIMILUM Af skiljanlegum ástæðum hafa margir velt óheillaþróuninni í Þýskalandi fyrir sér og helstu ástæðum þess að ungt fólk snýst nú í auknum mæli á sveif með hægriöfgahópum. Orsakirnar virðast vera margar en eríitt reyn- ist að komast að rót vandans. Flest ungmennin sem láta heillast af öfgafullum boðskapnum koma frá „vandræðaheimilum", þar sem þau hafa mátt búa við ofbeldi og eða ofdrykkju foreldra. Margir unglinganna hafa alist upp í fá- tækrahverfum stórborganna og eiga það sameiginlegt að búa við atvinnuleysi og óttast ffamtíðina. Flestir hafa aðeins lokið grunn- skólanámi, eru lítt upplýstir um atburði líðandi stundar og skapa sér sína eigin mynd af umheimin- um með því að liggja yfir hryll- ingsmyndum og hlýða á boðskap rokkhljómsveita hægriöfga- manna. Einkum í fyrrum Austur- Þýskalandi, þar sem útlendinga- hatur hefur breiðst út meðal ungs fólks með óhugnanlegam hraða eftir sameiningu Þýskalands og versnandi lífsafkomu í kjölfarið, eiga öfgafullir unglingar það sam- eiginlegt að finnast þeir einskis verðir. Framtíðarsýn þessara ung- menna er oft býsna svört, þau iifa í einhvers konar „tómarúmi“ og finna sér enga hefðbundna lífsfýll- ingu. Þau eru því sérlega móttæki- leg fyrir boðskap öfgahópa og líta á útlendingahatur sem kærkomna og spennandi tilbreytingu í öllum tómleikanum. Sérstaklega eru það ungmenni úr lægstu stigum þjóð- félagsins sem njóta þess að níðast á þeim sem standa enn verr að vígi í samfélaginu — útlending- um. Margir unglingar í fyrrum Austur-Þýskalandi eiga í erfiðleik- um með að aðlagast breyttum þjóðfélagsháttum, finna sig ekki í neinu og finnst tilgangur sinn á þessari jörð enginn. Uppsöfnuð reiði þeirra og örvænting fær því útrás í hömlulausu hatrinu gegn varnarlausum útlendingum. KYLFAN TÁKN SAMEINAÐS ÞÝSKALANDS Þýskir unglingar í Dresden, sem stofnuðu með sér öfgasamtök eftir að Berlínarmúrinn féll, lýstu því yfir í nýlegu blaðaviðtali að þeir bæru fyrst og fremst hag Þýskalands fýrir brjósti og með ofsóknum sínum á hendur út- lendingum væru þeir aðeins að gera það sem væri þjóðinni fýrir bestu. Markmiðið væri að stöðva straum innflytjenda inn í landið svo að þær aðstæður gætu skapast á ný í Þýskalandi, að það væri þess virði að búa þar. Unglingarnir lýstu því yfir að ekki yrði hjá því komist að beita ofbeldi til að ná fram ætlunarverkinu. Ofbeldi leysti að vísu engin vandamál, en aftur á móti yrði það oft til þess að vekja athygli á vandamálunum. Til þess væri því leikurinn gerður. Eitt vinsælasta barefli hægri- öfgahópa í Þýskalandi er hafna- boltakylfa og sagði í þýsku dag- blaði fyrir skemmstu, að engu væri líkara en kylfan væri orðin að tákni fyrir sameinað Þýskaland. Aðeins eru um þrjú hundruð manns á skrá í þýska hafnabolta- félaginu og þó hefur ekkert lát orðið á sölu kylfa síðustu vikur og mánuði. Til að mæta síaukinni eftirspurn hafa margir verslunar- eigendur tekið upp á því að bæta kylfum við vöruúrvalið og sjá ekk- ert því til fýrirstöðu að selja þær krúnurökuðum ungmennum. Víst er að unglingarnir eru séðir, því hafnaboltakylfur teljast ekki til hefðbundinna vopna og því geta þeir gengið með þær um götur án aðfinnslu lögreglu. Ekki er nóg með að Þjóð- veijar horfi með hryllingi til vaxandi útlendingahaturs meðal unglinga. Foreldrar og skólayfirvöld í Þýska- landi hafa nú æ meiri áhyggjur af yngstu kynslóð- inni, þar sem neikvæðni í garð útlendinga er meira að segja farin að gera vart við sig í yngstu bekkjum. Börn- in hafa níð um innflytjend- ur í flimtingum og leika sér með leikfangavopn í frí- mínútum, m.a. kylfur. Eða skyldi ekki, annars vera full ástæða til‘að hafa áhyggjur þegar vinsælasti brandar- inn í mörgum þýskum barnaskólum hljóðar svo: „Veistu hvað Kínverjinn sagði þegar hann keyrði yfir Tyrkjann?" — „Og hvað með það“! Stórleikarar i Húsi andanna Upptökur eru hafnar á mynd- inni Húsi andanna, eftir þekktri samnefndri bók suður-amerísku skáldkonunnar Isabel Allende. Leikstjórn er í höndum Danans . Bille August, en hann gerði m.a. myndina frægu Pelle sigurvegari. Miklar vangaveltur voru um það hver mundi hreppa aðalhlutverk- ið og gerðu ýmsar ffægar leikkon- ur sér vonir. Sú heppna er Meryl Streep og fer hún með hlutverk hinnar dulspöku Klöru í mynd- inni, en eiginmanninn harð- brjósta leikur Jeremy Irons. Hlut- verk piparmeynnar systur hans er í höndum Glenn Close en dóttur Klöru leikur hin unga og bráðefni- lega Winona Ryder. Upphaflega stóð til að eiginkona leikstjórans, Pernilla August, færi með hlut- verk dótturinnar, en hún neyddist til að draga sig í hlé þegar í ljós kom að hún átti von á barni. Naomi önuglynd Það er greinilega ekki allir jafn- hrifnir af þekktustu fyrirsætum heims. Undanfarið hefur mikið borið á gagnrýni í garð frægra sýningarstúlkna og þær sagðar hrokafullar og sjálfsánægðar. Fyr- ir stuttu bættist blökkustúlkan Naomi Campbell, ein eftirsóttasta fyrirsæta í heimi, í hóp þeirra er gangrýndar hafa verið. Naomi þurfti að sitja fýrir á „brúðkaups- mynd“ ásamt Heike Henkel, þýskum meistara í hástökki kvenna, þar sem þær klæddust fatnaði frá þýska hönnuðinum Otto Kern. Naomi var að sögn hreint ekki skemmt yfir að vera látin vinna með slíkum byrjanda í fýrirsætustörfum og hafði allt á homum sér á meðan á myndatök- um stóð. Var hún afar óþolinmóð og svo afspymu önuglynd að við- stöddum var nóg boðið. Að myndatökum loknum gerði ljós- myndarinn sér far um að hrósa byijandanum Heike Henkel í há- stert fýrir þolinmæði og sjálfsaga og sagði hana hafa slegið stór- stjörnunni við. I ofanálag neyddist Naomi Campbell til að viður- kenna, að Heike hefði lengri fót- leggi en hún, sem henni þótti að sjálfsögðu alvont. Neðanjaröarhagkerfið í Rússlandi blómstrar Þegar kommúnistar réðu lög- um og lofum í Sovétríkjunum var margrætt um neðanjarðarhag- kerfið þar, sem oftast reyndist betur en hið opinbera. Nú orðið er megnið af neðanjarðarhagkerf- inu komið upp á yfirborðið, en um leið hafa athafnamenn leitað undir yfirborð jarðar, í bókstaf- legum skilningi! f miðju Kalda stríðinu eyddu sovéskir ráðamenn andvökunótt- um með yfirvofandi kjarnorku- árás Bandaríkjanna á heilanum. Til að öðlast svefnff ið var því ráð- ist í byggingu neðanjarðarborga, sem tengdar voru með leynilegu járnbrautarkerfi og sjálfar sér nógar með tilliti til súrefnis, vatns, matar og annarra vista. í hverri einustu stórborg Sovétríkj- anna voru slík neðanjarðarbyrgi til taks fyrir æðstu embættis- menn, þannig að jafnvel þó svo að öll siðmenning kynni að þurrkast út myndi skrifræðið alltjentlifa. Nú er öldin önnur, því í neð- anjarðarbyrgjunum þrífast karateskólar, bílaumboð og barir svo nokkuð sé nefht. Vöðvarækt- arkappi nokkur segir neðanjarð- arbyrgi sérstaklega góð til heilsu- ræktar, því loftið þar sé miklu betra en gerist á illa menguðu yfirborðinu. „Jú, því er ekki að neita, við leigjum út neðanjarðarbyrgi," segir Gennadíj Fílatov hershöfð- ingi með nokkrum mæðusvip, en hann er yfirmaður almannavarna hersins. „Við höfum mjög dýran rekstur með höndum og höfum einfaldlega ekki efni á að hafa byrgin tóm. Við verðum að skila hagnaði." Fílatov játar að ekki beri lengur að líta á Bandaríkin sem óvin, en er samt sem áður á varðbergi gagnvart spurningum um þessi djásn Kalda stríðsins. Hann segir að í Sovétríkjunum fýrrverandi séu tugþúsundir slíkra byrgja og nú þegar séu 40-60% þeirra leigð út sem vörugeymslur, heilsu- ræktarstöðvar, verkstæði og skrifstofuhúsnæði. Skammt norður af Moskvu var áður fyrr ein hinna fjölmörgu lokuðu borga Sovétríkjanna, sem einkum var fræg fyrir að vera fæðingarborg rússnesku kjarn- orkusprengjunnar. Djúpt undir einni íbúðarblokkinni þar er sprengjubyrgi, sem aldrei var notað sem slíkt, en nú er þar rek- ið fyrirtæki, sem sérhæfir sig í húsgagnasmíði og framleiðslu peningaskápa. Forstjórinn játar því að þarna sé ffábær lýsing og almögnuð loftræsing, sem eigi engan sinn líka á yfirborðinu, en segir að vitaskuld vildi hann ffek- ar vera ofanjarðar. „Staðreyndin er bara sú að það húsnæði, sem okkur myndi best henta, er enn í höndum alls kyns ríkisfyrirtækja, sem enn eru ekki farin á hausinn. Það tekur sinn tíma.“ Umboðsmaður japanskra bíla tekur í sama streng. „Við viljum ekki vera neðanjarðar, en í augnablikinu höfum við ekkert val.“ Leigusamningurinn er þó ekki gallalaus, því leigjendurnir þurfa að yfirgefa húsakynnin með sex klukkustunda fyrirvara ef neyð- arástandi er lýst yfir. Þangað til blómstrar hagkerfið neðanjarðar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.