Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 BÆTIFLÁKAR í FÓTSPOR GRÓU „En í hita leiksins eignar Hannes mér dálítið sem hann getur ekki hugsanlega staðið við. Hann segir um mig: „Nú beinir hann brandi sínurn að Davt'ð Oddssyni forsœtisráð- herra. Hann segir afar óvið- kunnanlegar sögur af drykkju- skap hans, sem ég veit að eru allar rangar." Ekki dreg ég í efa að Hannes vœri í stakk búinn að vitna um hugsanlegt sann- leiksgildi allra sagna um efnið sem hann tilgreinir hér að framan. En svo bregðast kross- tré sem önnur tréþvíþannig vill til að drykkjusögurnar um þennan tiltekna mann, sem Hannes vill kveða niður, er ekki aðfmna ígrein minni í Heims- mynd. Þœr hefur hann, eins og aðrir, sjálfsagt heyrt atmars staðar.“ Örnólfur Árnason (Kjallara DV. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson dósent:,, Þótt Ömólfur Árnason sé hér sakleysið upp- málað mælir hann gegn betri vitund. Hann reyndi í grein sinni í Heimsmynd að flýja frá fullri ábyrgð á hinum ósönnu slúðursögum, sem hann sagði þar, með því að láta einhvern sögumann sinn segja þær, en gangast ekki sjálfur við þeim. Gróa á Leiti sagði einmitt alltaf, að ólyginn hefði sagt sér, en ekki mætti bera sig fyrir því. Örnólfur Árnason fetar í fótspor hennar. Hann er slúðurkerling, sem reynir að bera illt á milli manna. Hann er hin glottandi flærð, hin hvíslandi illgirni, sem reynir að fela sig á bak við einhverja nafn- leysingja, enda á hann auðvitað best heima í skúmaskotum. Þessi maður hefur nú sem oft áður orðið sjálfum sér til skammar. Það segir margt um Heimsmynd, að hann skuli vera þar fastur penni.“ TJÓÐRUM BÖRNIN „ F y r i r skömmu var sagt frá því í fréttum Morg- unblaðsins, að talsvert vœri um óhöpp og jafnvel slys, þegar ungbörn dyttu út úr innkaupakerrum í verzlunum. Sigldur kunningi Víkverja sagði afþví tilefhi, að í Bandaríkjunum vœru höfð ör- yggisbeltijyrir börn í innkaupa- kerrunum. Víkverja finnst sjálf- sagt, að íslenzkir kaupmenn taki þá bandarísku sér tilfyrir- myndar, hvaðþetta varðar." Víkverji Morgunblaðsins Bjami Finnsson, formaður Kaupmannasamtaka fslands: „Ábending Víkverja er vissulega góðra gjalda verð. Auðvitað þarf fyrst og fremst að brýna fyrir foreldrum að gæta barna sinna í verslunum. Þó geta alltaf orðið óhöpp og þess eru nokkur dæmi hér að börn hafi dottið úr inn- kaupakerrum. Kaupmannasam- tökin eru að sjálfsögðu hlynnt því að fyllsta öryggis sé gætt í þessum efhum og mundu fagna því, ef boðið yrði upp á slík ör- yggisbelti hér á landi. Þess utan er ég sannfærður um að börnum fyndist það spennandi að hafa slíkan útbúnað á innkaupakörf- unum.“ MÓÐGANDI MYNDLIST „Enn einn furðufuglinn er komirin íheimsókn til Islands til þess að sýna fólki hér framlag sitt til menttingarinnar. Það stendur ekki á fölmiðlum að lofsyngja snillingintt. Viðburð- inum eru gerð sltk skil að það er eins og hér sé áferðinni eitm af hinum ódauðlegu utan úr hin- Jón Baldvin Hannibalsson B E S T Jón er með skarpgreindari stjórnmálamönnum, fljót- ur að hugsa, raunsær pól- itikus en þó harður bar- áttumaður. Hann er um- bótasinni að eðlisfari, læt- ur ekkert tækifæri ónotað til að ota stefnumálum sinum fram og er ekki bundinn neinum hags- munahópum. Hann hefur endurnært og endurbyggt Alþýðuflokkinn úr rjúk- andi rústum. Jón er einn besti ræðumaður samtím- ans, skynjar rómantikina i pólitik, er feiknagóður sögumaður og á auðveit með að hrifa fólk með sér. V E R S T Jón er fljótfær, ósvifinn og hrokafullur „ besserwiss- er" sem hefur enga þolin- mæði gagnvart þvi sem hann álitur vitlausar skoðanir. Hann er undir- förull og falskur og vilar ekki fyrir sér að fórna mönnum og málefnum á altari pólitiskra klækja. Af þessum ástæðum á hann sér fáa nána samstarfs- menn sem treysta honum. Hatur hans á Alþýðu- bandalaginu og gömlu kommunum er ekki heil- brigt. um stóra heimi. Ástceðan fyrir því að ég sting niður penna er að égfór ásamt fjölskyldunni á Kjarvalsstaði til að berja augum sýningu Jean-Jacques Lebel og bjóst við að sjá vandaða sýn- ingu. öll jjölskyldan varðfyrir sárum vonbrigðum. Okkur fannst lítið til sýningarinnar koma og tengdapabbi, sem er mikill áhugamaður um mynd- list, sagði að það vœri ekki að- eins tímasóun heldur hrein og bein móðgun að bjóða fólki svona nokkuð. í sannleika sagt var okkur ofboðið er við höjðum grandskoðað hvert einstakt verk.“ Jóhann í DV Kristín Guðnadóttir, safn- vörður Kjarvalsstaða: „í verk- um sínum er listamaðurinn Je- an-Jacques Lebel að fjalla um pólitík, erótík og húmor og vissulega eru verkin ögrandi. Það staðfestir aðeins styrk þeirra, að þrjátíu árum eftir að þau eru unnin skuli þau enn velcja viðbrögð.“ I F Y R S T F R E M S T KJÖTBÚR PÉTURS dregur nafn sitt af eigandanum, Pétri Péturssyni, sem hefur verið viðloðandi kaupmennsku í nær tvo áratugi. Hann sendir hundruð matarpakka utan um hver jól og ekki allt jafn fyrirsjáanlegt sem ofan í þá fer. Stöðugt fleiri bætast í hóp þeirra sem kaupa villibráð, hreindýr, hamborgarhrygg, kalk- ún, aliönd og feitan sauð í litlu hornbúðinni á Laugaveginum. „Við gefum okkur mikið út fyr- ir að vera með villibráð og reyn- um að sinna því eins og kostur er. Hreindýrakjötið, villtar gæsir og rjúpur eru því mikið keyptar en sömuleiðis hamborgarhryggir, kalkúnar og aliendur. Salan í hangikjötinu er þó alltaf mest.“ Eru menn ekkert fyrir óvenju- lega rétti? „Villiendur, stokkendur, há- vellur og fleiri andategundir eru í auknum mæli að ná vinsældum, en við fáum aldrei nóg af villibráð- inni og hún klárast mjög fljótt.“ Þú hefur ekki orðið var við fyr- irspumir gegnum tíðina sem þig hefursett hljóðan við? „Maður hefur heyrt nánast hvað sem er og það er fátt sem getur komið á óvart. I gegnum ár- in höfum við verið með sveita- reykt kjöt á ekta gamaldags máta, þá helst af veturgömlum sauðum sem hafa verið geltir. Fjöl- margir vilja þá helst fá „feita síðu af vænum sauð“. Eitt sinn var ég beð- inn um álft. Það var að vísu útlendingur og hann skildi engan veginn að ekki væri hægt að kaupa hana hér á landi. Það hefúr líka verið beðið um lóur, en það er mjög vinsæll matur á meginlandinu.“ Er einhver munur d fólkinu sem kaupir rjúpur og því sem kaupir ham- borgarhryggi? „Fólk sem borðar þenn- an mat kemur úr öllum þjóðfélagsstigum og það virðist enginn stigsmunur á því hvort það er banka- stjóri, verkamaður eða annar. Sem betur fer hefur hver sinn smekk.“ Holdafarið gefur ekkert til kynna? „Nei, nei, nei... enda er elckert spurt um holdafar þegar við erum í veislu- matnum." Er nóg til af rjúpu núna? „Það er til nóg af rjúpu í landinu en salan á henni hefur breyst töluvert og veiðimenn eru farnir að selja manna á milli. Stöð- ugt hefur staðið styr um verð rjúpunnar, en hún hefur alltaf verið dýr jóla- matur. Hún má svo sem alveg vera það en það er óþarft að hafa verðlag svo hátt að aðeins örfáir hafi ráð á að kaupa hana. Und- anfarin ár hefur rjúpan hins vegar verið það dýr að fólk hefur söðlað um og fengið sér aðra villibráð eða annan mat. Sumir eru til í að borga hvað sem er en við höfum lagt metnað okkar í að halda henni í því verði sem flestir geta ráðið við, því öllum þykir hún góð og vilja leggja töluvert á sig til að fá hana.“ Eru þetta mikið sömu við- skiptavinirnir sem til ykkar koma? „Ár eftir ár kemur fólk til okk- ar. Það er merki þess að maður haldi sínu og gott betur.“ BEÐIÐ UM ÁLFT, LÚU UG FEITAN SAUÐ Þið sendið ógrynni af matar- pökkutn til útlanda. Forvitna dauðlangar að vita hvað er í þeim. „Það fer aðallega í þá Húsavík- urhangikjöt og villilax, en það er með ólíkindum hversu fínt það þykir að vera með hann á erlend- um jólaborðum. Víðast hvar í heiminum er hægt að fá eldislax en það er ekki eins hlaupið að því að fá villilax.“ Fer ekkert skritið ofan í pakk- ana? „Það er ýmislegt sent og maður veit stundum ekki hvort verið er að hrekkja vini og kunningja. Sí- K vinsælar eru til dæmis grænar | baunir frá Ora, fiskbollurnar frá g sama fyrirtæki, mikið fer af Che- | erios og Cocoa Puffs til Norður- 5 landanna og Ópal og Prins Póló er S sent til barnanna. Dæmi eru um að við höfum sent fólki kók til Englands og í auknum mæli fer malt og appelsín. Hákarlinn og harðfiskurinn svíkur svo engan. Svo má benda á að áður fyrr var mikið reynt að smygla dönskum hamborgarhryggjum inn til lands- ins en nú fer það ört vaxandi að sá íslenski sé sendur utan.“ En hvað kaupirfólk til að hafa á borðum yfir hátíðirnar hér heima? Jahjarna, hvað hefur Vésteinn verið að bralla? — Jæja, aftur til vinnu og... Lúðvík... vilt þú vera svo vænn að gramsa í glósunum hans og reyna að endurtaka tilraunina. TVÍFARAR ar líklegastþekktastur fyrirþað að Hallgrímur Thorsteinsson hefurstolið flestum bestu hugmyndunum úrþœtti hans til af- nota í Reykjavík síðdegis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ekki síðri jjölmiðlamaður en David Letterman og eins og Letterman er hann þekkturfyrir að láta andstœðinga sínafá það óþvegið með vélbyssukjafti sínum. Með tvíförum vikunn- arer reyndar ekki nema rétt svipur, þegar borin eru saman eintök afholdi og blóði. Annað er hins vegar upp á teningn- um þegar litið er á málaða mytid afLetterman og hún borin saman við Ijósmynd afHannesi, þvímyndin ermun líkari Hannesi en Letterman.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.