Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU POPP FIMMTUDAGUR Tregasveitin heldur Iútgáfutónleika á Púlsinum ( kvöld í beinni útsend- lingu á Bylgjunni í boði O. Johnson og Kaaber. Feðgarnir Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Péturs- son eru aðalnúmer hljómsveitarinn- ar, en auk þeirra skipa sveitina á plöt- unni þeir Sigurður Sigurðsson söngvari, Björn Þórarinsson bassa- leikari og Guðvin Flosason trommu- leikari. Tveir þeir síðastnefndu eru hættir og í kvöld spila með þeir Jó- hann Hjörleifsson trommari og Stef- án Ingólfsson bassaleikari. • Rokkabillíband Reykjavíkur, með þeim Tómasi Tómassyni, Birni Vilhjálmssyni og Sigfúsi Öskarssyni, sþilar á Gauknum. Þess má geta að þetta er ein örfárra hljómsveita sem ekki hafa skiþt út af í lengri tima. • KK-band þarf ekki að fara mörg- um orðum um. Það skemmtir gest- um Tveggja vina í kvöld. • Haraldur Reynis verður fyrstur til að taka lagið á stórri trúbadorhelgi sem er framundan á Fógetanum. HFIlHll • Papar halda upþi jólagleði á Púls- inum með piparkökum og tilheyr- andijólaglöggi. • Camemberts er ný samsuða, þótt gömul sé, meðal annars úr gömlu Rikshaw og fleiri hundgöml- um hljómsveitum. Á Gauki á Stöng. • Bjarni Ara og félagar hafa nú fengið inni á J^z í Ármúla. • Stjórnin faer nú aftur að spila saman óáreitt, því Mezzofortefélag- arnir úr Stjórninni fá að vera í friði fyr- ir gömlu félögunum, um stund að minnsta kosti, á Tveimur vinum. • Nýdönsk er að verða fastur liður á Hótel fslandi og þar sþilar sveitin bæði í kvöld og annað kvöld og kannski næstu og þarnæstu helgi eða jafnvel langt fram á næsta ár. Ætli þeir séu að taka við af Stjórninni? • Hermann Ingi er annar trúbador- inn sem kemur til byggða. Hann gef- ur gestum Fógetans eitthvað gott í skóinn í kvöld. LAUGARDAGUR • Papar frá Vestmannaeyjum hafa risið úr rekkju eftir skemmtun föstu- dagskvöldsins og ætla að skemmta annað kvöldið í röð á Púlsinum. Jóla- glóð og piparkökur á hverju borði. • Bjarni Ara og félagar hafa komið sér vel fyrir á Ármúladjassinum. • Deep Jimi and the Zep Creams leika í eitt af örfáum skiptum hér á landi á Tveimur vinum. Strax eftir ára- mót bregða þeir sér aftur til Banda- ríkjanna. • Camembert er ein besta ostteg- undin sem Osta- og smjörsalan hefur upp á að bjóða, enda vantar margar tegundir enn á Frónið svo við getum talist til heimsborgara. En hvað um það. Þetta ostlíki er hljómsveit nokk- ur sem spilar á Gauknum í kvöld. • Scobie & X-rated eru nú veður- tepptir á Vestfjörðum þar sem ekki hefur verið flugveður á milli ísafjarðar og Reykjavíkur síðan um helgi. En nú hefur jólasveinninn gerst svo rausn- arlegur að bjóða sveitinni pláss á sleðanum svo meðlimir hennar nái til Reykjavíkur fyrir laugardagskvöldið til að spila á Hressó. • Sálin hans Jóns míns og ... • Nýdönsk og Sálin hans Jóns míns leiða saman hesta sína á Hótel íslandi í kvöld á HSÍ-hátíð. • Hermann Ingi er þrjóskur jóla- sveinn sem skemmtir annað kvöldið í röð á Fógetanum. 1 S U N l\ 1 U D A G U R 1 | t '# f ,í? | Wm • Lipstick Lovers notuðu haustið til spilamennsku í skólum og félags- miðstöðvum auk þess sem þeir gáfu sér tíma til að semja nvtt efni. Nú eru þeir aftur komnir á fulla ferð með nýjan bassaleikara í farteskinu og heitir sá Sævar Þór. Hinir varaþykku meðlimirnir eru Bjafki Kaikumo sem syngur og leikur á gítar, Anton Már sér einnig um gítarplokk og Ragnar Ingi trommar. Þeirverða á Púlsinum. • Bogomil Font og hinir kvensömu Milljónamæringar elska beibs. Þeir halda uppi hátíðardagskrá á Gauki á Stöng í kvöld. • Meistari Megas hefur upp raust sína í fjórða sinn með stuttu millibili á Hressó. Á það má benda að í síð- ustu skipti sem Megas hefur rekið inn nefið hefur húsfyllir verið á Hressó og færri komist að en vildu. • Guömundur Rúnar, öðru nafni Stúfur, er þriðji jólasveinninn sem skemmtir á Fógetanum. SVEITABÖLL i Edinborg, Keflavík fær ÍDeep Jimi and the Zep Creams á heimaslóðir í kvöld. • Edinborg, Keflavík með Rúnar Júlíusson og Larry Otis. • Sjallinn, Akureyri Loðin rotta verður á efri hæðinni en Vinir Dóra á þeirri neðri. DXBEEE013 • Edinborg, Keflavik Rúni Júi og LarryOtis. • Sjallinn, Akureyri Loðin rotta með gógóþíunum. • Hótel Selfoss Guðmundur Hauk- ur spilar einn gömul og ný lög. BARIR )• Þessa dagana er vart hægt að kveikja á útvarpinu án þess að þar gjalli í ein- hverri þjóðarsálinni kerl- ingakvein um mikilvægi þess að halda jólin án áfeng- is. Og þá er átt við jólin í víð- asta skilningi: Þorláksmessu, aðfangadag, 1., 2. og 3. í jól- um, næstu daga þar á eftir, gamlárskvöld, nýársdag og gott ef menn eiga bara ekki að hanga þurrir fram yfir þrettánda. Af hverju í ósköp- unum kemur þetta fólk bara ekki út úr skápnum fyrir fullt og fast og játar að það vilji bara skýlaust áfengisbann árið um kring? Nú er það svo að drykkjumaður PRESS- UNNAR hefur frá blautu barnsbeini vanist á að drekka blöndu af maltöli og appelsíni á aðfangadags- kvöldi, svo að Bakkus kon- ungur kallar ekkert sérstak- lega hárri raustu til hans það kvöld, en hvað um það þó svo væri? Á það má minna að áfengið hefur aldrei gert neinum manni neitt, svona að fyrra bragði. Alkarnir munu vafalaust ekki ansa áskorunum bindindispostula um jólaþurrk, en hvers vegna skyldu þeir, sem með áfengi kunna að fara, ekki mega lyfta rauðvínsglasi yfir jólamatnum? Ég man ekki betur en afmælisbarnið hafi lyft glasi í síðustu kvöldmál- tíðinni og skorað á alla læri- sveina sína upp frá því að halda þeim sið til að minnast sín. Hér með er því skorað á fólk að fá sér endilega í glas yfir jólin ef því svo sýnist. Slíkt er þó ekki unnt nema í heimahúsum yfir hátíðarnar vegna þeirrar fráleitu lög- gjafar, sem fyrirbýður allt skemmtanahald á þessum helgu dögum, og þá er einskis spurt um trú eða trú- leysi neytenda. Þetta er sama vitleysan og tíðkast á föstudaginn langa og hefur gert þann dag að brjálæðis- legasta partídegi ársins. Nú dregur senn að því að ísland gerist aðili að EES, aldamótin færast sífelit nær og almennt er nokkur von þess að á fs- landi verði unnt að lifa á svipuðum forsendum og á Vesturlöndum. Er ekki kom- inn tími til að menn megi fara á barinn þá daga sem þeim sýnist en ekki sam- kvæmt boði bindindisfasist- anna, sem virðast stýra því sem þeir vilja stýra í áfengis- málum landans? Það væri þá jafnvel hægt að slá tvær bar- flugur í einu höggi og gefa mönnum frelsi til þess að fara á barinn á þeim tímum sólarhrings, sem þeim það hentar, en ekki samkvæmt lögboðinni sérvisku fyrr- nefndra fasista. Hvað eru popparar og leikarar annað en sviðsfíklar sem elska að baða sig í frægðinni, helst fyrir framan sem flesta áhorfendur? Sagt er að draumur sérhvers poppara sé að leika í kvikmynd og draumur sérhvers leikara að syngja brjálað popp fyrir framan æsta aðdáendur sem dýrka þá og dá. Tilgátuna má styðja með því að fjölmargir hérlendir popparar og leikarar hafa látið þennan draum sinn rætast, líkt og kollegar þeirra Mick Jagger og David Bo- wie hafa þegar gert í útlöndum. Ásókn leikara í popparabrans- ann má ef til vill skýra með því að poppurum leyfist ýmislegt sem leikurum er meinað að gera; þeir fá óheft að sýna sinn innri mann og tilburðir á sviði geta, ef því er að skipta, farið yfir öll velsæmis- mörk án athugasemda. Leikarar hafa lært að temja sér agaðri framkomu út á við og halda eg- óinu niðri... þeir fá einfaldlega útrás fyrir sýniþörfina sem popp- arar. Og hljóðfærin eiga víst að vera framlenging á einhverju dónalegu. Á tímum jafnréttis á sú kenning jafnt við um bæði kynin. o r . Egill Olafsson er ókrýndur kon- ungur popparaleikarastéttar- innar. Hann náði fyrst tökum á poppinu en síðan hann hóf feril sinn sem leikari á hvíta tjaldinu hefur honum brugðið fyrir í nánast hverri einustu íslenskri mynd. Hann fær sjálfsagt í bráð titilinn „afi íslenkra kvikmynda- leikara" llkt og Gunnar Þórðar- son fékk sem dægurlagasmið- ur. JólalQsjngThönd- um Rsfveilunnar Jólaljósin í miðbænum eru til að skapa stemmningu í skammdeginu og létta mönn- um sporin í kappfilaupinu um jólagjafirnar. Það sýnist sitt hveijum um gæði og útlitsfeg- urð ljósanna, en rauðu þver- böndin á Skólavörðustígnum geta hvorki talist falleg né eftir- tektarverð svo dæmi sé tekið. Lafandi hvítar perur á snúru í Austurstræti eru svo sem held- ur ekki til að hrópa húrra fyrir, þótt vissulega líti þær betur út að kvöldi til en um hábjartan dag. Það er hins vegar vel að verki staðið á Laugaveginum, en þar hefur verið komið fyrir ljósum á trjánum sem gera götuna alla aðlaðandi og gimi- lega til búðaráps. Umsjón með jólalýsingu miðbæjarins er í höndum Raf- magnsveitu Reykjavíkur en hönnunarlínur voru lagðar í borgarstjórnartíð Davíðs Oddssonar í samráði við Guð- mund Kr. Kristinsson arkitekt. Kaupmenn vilja fá lýsingu á fleiri götur, en shk þensla stendur í þeim borgarmönn- um, því kostnaður mun vera töluverður og viðhald óheyri- legt. Það er mat manna að lýs- ingin sé viðunandi og þeir sem á annað borð gefa sér tíma til að líta upp verða því að vera sælir með núverandi fyrir- komulag, því vart er að vænta breytinga í nánustu framtíð. Þeim Daníel Ágústi Haraldssyni og Páli Óskari Hjálmtýs- syni brá fyrir ( mynd Kristínar Jó- hann- esdótt- ur, Svoájörðu sem á himni. Það er dómurflestra að þeim sé margt ann- að beturtil lista lagt en kvikmynda- leikur. Popparanunm Birni Jörundi Friðbjörnssyni tókst vel upp í Sódómu Reykjavík, en hann hefurá sér sterka popparaímynd enda segist hann fyrst og fremst vera popp- ari. Hver veit nema hann feti í fótspor Egils Ólafssonar? Steinn Ármann Magnússon sló í gegn í Veggfóðri. Þar sannaðist fyrir landi og þjóð að hann á betur heima á leiklistarbraut- inni en sem Kátur piltur. Ingi- björg Stefánsdóttir, mótleik- kona hans í Veggfóðri, er ekki leikmenntuð en fékk þokkalega dóma í Veggfórðri. Hún er einn- ig ágæt í Pís of keik. Sviðsframkoma Helga Björnssonar sem poppara hefur vakið athygli og þykir ein sú besta hérá landi. Hverju er þaðaðþakka öðru en leiklistarmenntuninni? Hann hefur fyrst og fremst sýnt sviðsleiklistartilburði. Ragnhildur Gísladóttir sýndi fyrst tilburði í Stuðmannakvik- myndunum en sióígegn ísöng- leiknum Kysstu mig Kata sem sýndur var hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Nú hefur menningarfull- trúafrúin látið drauminn rætast og náð sér í leiklistargráðu frá London. Björk Guð- mundsdóttir hef- ur einnig fengið tækifæri á leik- listarbrautinni. mxym&p < Það var þegar hún lék aðalhlutverkið í sjón- varpsmynd Kristínar Jóhannes- dóttur, Glerbrotum. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir leikkona hefur sýnt feiki- góða takta sem slík. Hún hefur einnig sýnt það og sannað með kvennahljómsveitinni Jarþrúði að hún hefur tónlistarhæfi- leika. Felix Bergsson varð Greifi löngu áðuren hann lagði leik- listina fyrir sig. MAKALAUSAR jVS/JíIJ)IR Menn eru ýmislegt að snudda í lífinu og kemur því vart á óvart að félagsfræðingur nokkur í Banda- ríkjunum skuli hafa fundið sér það til dundurs að komast að því hvemig stendur á því að gallabux- ur em jafn makalaust vinsælar og raun ber vitni. Hann hefur sett fram þá tilgátu að vinsældirnar felist helst í því að í gallabuxum felur fólk raunverulegt andlit sitt; það verður stéttlaust, kynlaust, aldurslaust. í gallabuxum geti flestir, ef ekki allir, gengið vegna þess að táknrænt hafa þær litla merkingu þótt þær gefi á stund- um eitt og annað til kynna. Fræðingurinn hefur líka komist að þeirri niðurstöðu að í gallabux- um finnist einstaklingnum sem fjöldinn gleypi hann. Um leið verði hann ósýnilegur án þess þó að tapa sjálfstæði sínu. Þvert á móti finnur hann jafnvel til ögr- unar; unglingur sendir kerfinu, foreldrunum og öllu hinu pakkinu langt nef og miðaldra forstjóri lösnar undan hefðbundnu hlut- verki sínu. Félagsfræðingur þessi hefur skrifað um þetta heillangt mál, sem ekki skal rakið hér, en þetta er dæmi um hverju menn velta fyrir sér í Bandarflcjunum, óskalandi gallatískunnar. Magnús Jónsson og ValdimarÖrn Flygenr- ing hafa báðir látið drauminn rætast og víkkað starfssvið sitt; Magnús með Silfur- tónum og Valdimar mestmegnis sem trúbador. Leikarinn Skúli Gauta er í Snigla- bandinu. Sigurjóni og Ótt- ari Proppe úr Ham brá fyrir í Sódómu Reykjavík. Þar sýndi Sigurjón ýmislegt nýtt og gott. Fjölíþróttir borga sig ekki Kristín Ómarsdóttir gaf út fyrstu skáld- sögu sína nú fýrir jól, Svarta brúðarkjóla, en Lóuhráður — kaffihúsið sem gleymdist í síðustu PRESSU var greint ffá kaffihúsunum á leiðinni frá Rauðarárstíg niður í Aðal- stræti. í upptalningu þessari gleymdist að nefha Lóuhreið- ur, sem er til húsa í Kjörgarði og rekið af Hirti nokkrum Iík- legum, sem kenndur hefur ver- ið við Bifhjólasamtök lýðveld- isins, Sniglana. Hann og starfs- fólk hans bjóða upp á nýbakað rúgbrauð, vöfflur, kökur og kaffi allan guðslangan daginn. f Shiglafféttum birtist nýverið rýni um staðinn undiryfir- skriftinni Spáð í kaffibolla. Þar fer rýnirinn heldur ófögrum orðum um staðinn. Hér birtist klausa úr greininni: „Þetta byrjar ekki vel. Fljótvirk þjón- usta, vel útilátið, þægilegir stól- ar og snyrtileg húsakynni. Við skulum sjá hvort við getum ekki úthýst matnurn," hugsaði rýnirinn. Hann gretti sig, tók vænan bita af tertusneiðinni og hellti hálfum bolla af kaffi á eft- ir henni. Augnabliki síðar kom tertubitinn ásamt kaffinu fljúg- andi út úr manninum og lenti á veggnum fyrir affan Hjört (lík- legan). „Fjandinn sjálfur, þetta er gott!“ hóstaði hann upp úr sér. áður hefur hún gefið út nokkrar ljóðabækur, skrifað leikrit og smásögur. Hún hefur jafhff amt sett tengivagninn sinn í Ljósvfldnga ffam að jólum. „Ég hef ver- ið „fjölíþrótta" og ekið um á þessum þremur bílum; ljóðum, leilcritum og smá- sögum, en nú hef ég sameinað viðfangsefnin í eitt og komist að því að það er bölvuð vitleysa að halda þessu aðskildu.“ Kristín segist hafa snúið baki við formfastri, ungri og íhaldssamri manneskju og það hafi gefið sér ffelsi til að skrifa söguna. Rithöfundar þurfa að hala inn aurinn sinn, lflct og aðrir, en Kristín segist ekki hafa fylgst mjög náið með sölu bóka sinna hingað til. Nú sé þetta hins vegar spurning um afkomu. „Til að vera sæmilegur í þessu formi sem bókamennskan er þarf maður lflca að vera góður bissnissmaður. I framtíðinni hyggst ég koma mér upp kráku á öxlinni sem segir mér hvemig ég eigi að haga hlutunum/ Kristín Ómarsdóttir hefur sameinað í eitt þrjú ritform; Ijóðlist, leikritun og smásögur. Afkvæmið er skáldsaga. ■.fi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.