Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 15 STJÓRNMÁL Utandagskrárumrœður HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Stjórnarandstaðan íslenska reynir að bæta það upp með mælgi, sem kann að skorta á um rök. Furðu sætir, hvernig stjórnar- andstaðan hefur með örfáum undantekningum snúist gegn samningnum um evrópskt efna- hagssvæði, — ekki aðeins vegna þess, að núverandi stjórnarand- stæðingar stóðu að málinu, á meðan þeir voru í stjórn, heldur vegna þess, að okkur Islendingum liggur lífið á að einangrast ekki. í nýrri veröld örra breytinga og harðnandi samkeppni verðum við að geta selt fisk og rafmagn á markaði Norðurálfunnar. Eitt helsta tæki stjórnarand- stöðunnar er utandagskrárum- ræður á Alþingi, en forsætisnefnd Aiþingis hefur þar sýnt henni allt of mikla undánlátssemi. í hvert skipti, sem eitthvað gerist, sem stjórnarandstöðunni finnst fengur í, rýkur einhver kjaffaskurinn, Steingrímur Hermannsson, Stein- grímur J. Sigfússon eða sjálfur mælskusnillingur gagnfræðaskól- anna, Ólafur R. Grímsson, upp í ræðustólinn og bunar út úr sér orðum án innihalds, en truflar og tefur eðlileg þingstörf. Tvö mál, sem ættu að vera til- efni utandagskrárumræðna á Al- þingi, liggja þar hins vegar í lág- inni. Annáð er uppljóstranirnar í bók tveggja ungra sagnfræðinga, Árna Snævarrs og Vals Ingimund- arsonar, Liðsmenn Moskvu. Þar kemur fram, að Hjörleifur Gutt- ormsson hefur leikið tveimur skjöldum gagnvart löndum sín- um. Hann tók saman leyniskýrsl- ur handa íslenskum skoðana- bræðrum sínum um slæmt ástand í Austur-Þýskalandi. Þegar Morg- unblaðið náði í þessar skýrslur af- neitaði hann þeim við austur- þýsk stjórnvöld. Hvenær er þessi maður að segja satt og hvenær að Ijúga? í bók þeirra Árna og Vals kem- ur líka fram, að ýmsir forystu- menn Alþýðubandalagsins, Lúð- vík Jósepsson, Ingi R. Helgason og fleiri, héldu nánu sambandi við Kremlverja langt fram á áttunda áratug þrátt fyrir opinberar yfir- lýsingar um hið gagnstæða. Þau Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir fóru líka í frægar ferð- ir til Rúmeníu. Þarf ekki að ræða það alvarlega mál utan dagskrár, að liðsmenn og gistivinir eins blóðugasta valds, sem sagan kann um að geta, skuli hafa setið eða jafnvel sitji enn á Alþingi? Hitt málið, sem ætti að taka til utandagskrárumræðu á Alþingi, er uppljóstranirnar í bók Hdldórs Halldórssonar, Laxaveislan mikla, um þá Steingrím Hermannsson og Steingrím J. Sigfússon. Þar „Þarfekki að rœða það alvarlega mál utan dagskrár, að liðsmenn oggistivin- ir eins blóðugasta valds, sem sagan kann um að geta, skuli hafa setið eða sitji enn á Alþingi?“ kemur fram, að þeir nafnar hafa sóað tugmilljónum af fé skatt- greiðenda, — ykkar, sem lesið þessa grein, — til þess að bjarga vinum sínum í fiskeldi, þvert á ráð allra sérfræðinga. f raun og veru eru ásakanirnar á hendur þeim Steingrímum svo alvarlegar, að krefjist þeir ekki sjálfir opinberrar rannsólcnar á sannleiksgildi þeirra ættu fjölmiðlar að krefjast hennar. Höfundur er lektor i Háskóla Islands STJÓRNMÁL Áfram Eiður! EINAR KARL HARALDSSON Norrœnir menningar- vitar voru með snúð út afáformum um nor- rœnt sjónvarp (saman- ber rímið semfrcegt varð: „Skit ár skit om án per satellit“), höfundar stóðu á sínu eins og hundar á roði, stjórn- málamenn töluðu um sjónvarpstœkni eins og þeir hefðu tæknivit... “ Á þessu hausti hefur það orðið tæknilega mögulegt að taka á móti norskum og sænskum sjónvarps- sendingum á fslandi og í Færeyj- um. Um síðustu helgi byrjaði rík- issjónvarpið í Danmörku til- raunasendingar til Grænlands og nást þær vel hér á landi og í Fær- eyjum. Þetta er dæmigert fyrir þá öru þróun sem orðið hefur á síð- ustu misserum í sjónvarpssend- ingum um fjarskiptahnetti. Sá möguleiki er nú fyrir hendi að skapa norræna sjónvarpsrás sem hægt væri að horfa á um öll Norð- urlönd samtímis og dreifa efninu um leið inn á kapalnet í Banda- ríkjunum, Suður-Ameríku, Evr- ópu og norðvesturhluta Affíku. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi mætti á svipstundu og með litlum tilkostnaði setja saman nokkurra klukkustunda norræna fréttarás á hverju kvöldi. Það má gera með því að tengja saman fréttir og fréttatengdar dagskrár norrænu sjónvarpsstöðvanna. Málið er flóknara þegar kemur að útsendingum á frumsömdu sjón- varpsefni af öðru tagi, en þegar höfundarréttardeilur hafa verið útkljáðar sýnist fátt geta staðið í vegi fyrir burðugri norrænni sjón- varpsrás. Það er bæði laus senditíðni í fjarskiptahnettinum sem ffá því í september hefur náð fslandi með sendingum Rásar 2 í Noregi og Rásar 1 og 2 í Svíþjóð og í þeim hnetti sem Danir nota til að senda sjónvarpsefni beint til og frá Grænlandi. Hægt er að taka á móti sendingum úr fyrmefhda hnettin- um með einföldum móttökudiski og myndlykli. Geislinn ffá hinum síðarnefnda verður aðeins num- inn með jarðstöð til dreifingar um kapalnet. Á móti kemur að sendi- svið hans nær öllum ströndum við Atlantshaf. Norðurlandaráð fjallaði í tvo áratugi um norrænt sjónvarp, en NORDSAT varð ekki að veruleika og TELE-X varð annað en til stóð. Norrænir menningarvitar voru með snúð út af áformum um nor- rænt sjónvarp (samanber rímið sem frægt varð: „Skit ar skit om án per satellit"), höfundar stóðu á sínu eins og hundar á roði, stjóm- málamenn töluðu um sjónvarps- tækni eins og þeir hefðu tæknivit, iðnjöffar flæktust í hagsmunanet- um sínum og tæknimenn deildu um pólitíska stefnu í sjónvarps- málum. Enginn hélt sig við sinn leist og þess vegna tókst aldrei að skóa NORDSAT til geimferðar- innar. Nú er hin erfiða spurning hvernig ekki lengur að þvælast fyrir. Og þá verður ekki heldur undan því vikist að svara því hvort viljinn sé til staðar. Eiður Guðnason mat stöðuna rétt þegar hann kom norrænu sjónvarpi eft- irminnilega á dagskrá með til- löguflutningi undir liðnum önnur mái á fundi samstarfsráðherra Norðurlands í Kaupmannahöfn 9. desember sl. I Ijós kom að fleiri höfðu ætlað sér að hreyfa málinu á næstunni og ráðherrarnir settu af stað skyndikörmun sem gæti leitt til athafna á næstunni. Til hvers norrænt sjónvarp? spyr sjálfsagt einhver lesandi þess- arar greinar. Til þess að við fáum fleira að heyra og sjá en allt það enska og þýska sem nú er hægt að fá ofanúr háloftunum niður í ís- lensk móttökutæki. Svo að við slitnum ekki úr mál- og hugsana- tengslum við næstu grannþjóðir okkar. Þá þurfa Norðurlanda- þjóðirnar ekki síður að halda þjóðtungum sínum „á lofti“ en Frakkar og Þjóðverjar gera með sjónvarpi um allar jarðir á frönsku og þýsku. Og svona mætti lengi telja menningarleg rök fyrir nor- rænni sjónvarpsrás. Einhverjir staldra hér við og minna á þýðingarskyldu og mæla varnaðarorð gegn innrás erlendra sjónvarpssendinga í íslenska mál- og menningarlandhelgi. Þar verð- ur að finna farsælar leiðir sem hvorki einangra okkur né leiða í ófærur. Hitt er svo sannað mál að við skiljum betur frændur okkar annarsstaðar á Norðurlöndum en vini 'okkar á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Kannanir sýna nefnilega að stúdentar (sænskir) halda að þeir kunni ensku en skilja næstum ekki neitt og trúa því að þeir kunni ekki dönsku en skilja hana til nokkurrar hlítar. Norrænu málin (önnur en finnska, samíska og grænlenska) eru náskyld og eins hugsuð. Þau verðskulda sameiginlega sjón- varpsrás með því besta sem fram- leitt er af almennu sjónvarps- stöðvunum í norrænu ríkjunum fimm. Hér á landi eru fjölmargir með norræn tengsl sem mundu eflast við slíkt sjónvarp og kannski er norræn sjónvarpsrás síðasta tækifærið sem gefst til þess að bjarga dönskunni frá því að verða aldauða á íslandi. Við megum ekki láta tómlætið drepa dönsk- una vegna þess að í Evrópu þurfa sem flestir Islendingar að vera þrí- tyngdir á útlensku, eina norræna, enska og að minnsta kosti eina meginlandstungu. Annars lepjum við dauðann úr skel EES.___________ Hötundur er tramkvæmdastjóri Alþýdu- bandalagsins. U N D I R Ö X I N N I Er þetta málþóf ekki terrorismi gagnvart vilja meirihlutans, Ólafur Ragnar? „Það hefur ekkert málþóf átt sér stað. Það sem hefur gerst er að þrír fulltrúar minnihluta og fulltrúi meirihluta utanrík- ismálanefndar hafa flutt fram- söguræðu í máli sem er eitt hið stærsta í lýðveldissög- unni. Það er ósköp eðlilegt að það taki nokkurn tíma að fjalla um málið." - Hvað þá með hina löngu þingskapaumræðu? „Þar var rætt um ósmekkleg ummæli utanríkisráðherra á blaðamannafundum erlendis og hérá landi. Það kom skýrt fram að ef hann bæðist af- sökunará því níði sem hann lét þar fara frá sér mundi það greiða fyrir málum á þingi. Hann kaus að svara i engu." - Var það ekki til að tefja framgang EES-málsins? „Það er rangt. Það er ekkert málþóf byrjað ennþá. En þegar menn hafa álit færra lögfræðinga um að samþykkt EES- samningsins feli í sér brot á stjórnarskránni, nú síð- ast álit Björns Þ. Guðmunds- sonar um aðfrumvarpið standist ekki vegna brottfalls Sviss, er eðlilegt að um það sé rætt." - Það er verið að reyna að koma í veg fyrir að málið komi til atkvæðagreiðslu, ekki satt? „Nei. En menn vilja vita hvað er að gerast í málinu. Samn- ingurinn getur ekki tekið gildi vegna Sviss og EB á eftir að segja hvað gerist eftir að Sviss hefur fellt samninginn. Það gerist ekki fyrr en 21. desem- ber. EES á síðan ekki að taka gildifyrren íjúníog því þá ekki að bíða og sjá til. Erlendis hefur málið verið afgreitt með auknum meirihluta á þingi eða í þjóðaratkvæða- greiðslu. Hér ætla menn að afgreiða þetta eins og hvert annað þingskjal — um hundahreinsun eða eitthvað ámóta." - Heldurðu að almenningur hafi einhvern annan skilning á þessum umræðum en að þetta sé málþóf? „Fjölmiðlakerfið hefur til- hneigingu til að gera svona umræður að fótboltaleik. Ég hygg að þeir sem horfa á út- sendingar Sýnar af þinginu horfi öðruvísi á málin en þeir sem fá matreiðsluna bara úr öðrum fjölmiðlum. Og mál- þóf er þegar menn tafa klukkustundum saman út og suður, en það hefur enginn qert í þessu máli." Stjórnarmeirihlutinn reynir að koma EES-málinu til atkvæða fyrir áramót, en fulltrúar minni- hlutans pína meirihlutann með linnulausum þingskapaumræð- um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.