Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 7

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 7 Deilur um ráðningu dósents í sálfræði við Háskólann Domnefnd söknö um aö misnwna umsækjendum í félagsvísindadeild Háskólans er hart deilt um ráðningu dósents í sálfræði. Dómnefnd var fimmtán mánuði að komast að niðurstöðu og hefur verið sökuð um hlutdrægni. Uppi hafa verið harðar deilur vegna veitingar stöðu dósents í sálarfræði við félagsvísindadeild Háskólans. Dómnefnd hefiir verið gagnrýnd fyrir óvönduð vinnu- brögð, mismunun umsækjenda og óréttmætt mat á þeim. Undir- tónninn í gagnrýninni er að dósentsstaðan hafi verið „búin til“ handa ákveðnum manni og aðrir hafi aldrei átt möguleika á að hreppa hana. Rektor hefur þetta mál nú til meðferðar og mun senda menntamálaráðherra greinargerð á næstu dögum með tillögum um aðgerðir. FIMMTÁN MÁNAÐA AF- GREIÐSLA Staða dósents í sálfræði var auglýst fyrir tæpum tveimur árum og umsóknarfrestur rann út 1. maí 1991. Umsækjendur voru sex: Sigurður Grétarsson og Friðrik Jónsson, báðir kennarar við Há- skólann, Loftur Reimar Gissurar- son, Jakob Smári, Guðmundur Amkelsson og Halldór K. Júlíus- son. Það tók dómnefnd fimmtán mánuði að komast að niðurstöðu, sem var á þá leið að fjórir um- sækjendur væru hæfir, en að tveir, Loftur og Friðrik, uppfylltu ekki kröfur. Nefndin setti Sigurð Grét- arsson efstan í hæfniröð og í at- kvæðagreiðslu félagsvísindadeild- ar 23. október síðastliðinn hlaut hann afgerandi meirihluta at- kvæða. Fljódega eftir afgreiðsluna tóku rektor að berast athugasemdir við vinnubrögð dómnefndar, meðal annars frá Lofti og Jakobi Smára og síðar frá einum umsækjanda til viðbótar. Athugasemdir þeirra lutu að töfum á afgreiðslu, meintri mismunun umsækjenda og röngu mati á þeim. Rektor sendi fyrir- spurn til dómefndar vegna þess- ara athugasemda. í dómnefndinni sátu Sigurjón Björnsson deildarforseti, sem var formaður, Gylfi Ásmundsson dósent og Tryggvi Sigurðsson sál- fræðingur. Nefndin var skipuð í júní 1991 og lauk störfum í októ- ber 1992. Hún tók sér því um fimmtán mánuði til að afgreiða umsóknir, leggja mat á umsækj- endur og raða þeim eftir hæfni. Það er þessi töf sem gerð er at- hugasemd við og þó ekki síður hitt, að þeir tveir umsækjenda sem starfa í Háskólanum fengu að Ieggja inn til dómnefndar ritsmíð- ar sínar allt að einu ári eftir að umsóknarfresturinn rann út. Með þessu virðist sem umsóknarfrest- ur hafi í reynd verið ffamlengdur, án þess að það væri tilkynnt og án þess að aðrir umsækjendur vissu af. Þá voru gerðar athugasemdir við mat sem lagt var á einstaka umsækjendur svo og setu Tryggva Sigurðssonar í nefndinni. Það spratt af því að Friðrik Jónsson var ekki talinn hæfur vegna skorts á doktorsprófi, en Tryggvi hefur sjálfur ekki doktorsgráðu. Það mun almenn venja erlendis að dómarar um hæfni í stöðu upp- fylli sjálfir skilyrði til að gegna henni. REKTOR LEITAR SVARA Formaður dómnefndar, Sigur- jón Björnsson, vildi ekki tjá sig um málið við blaðið, en í svörum við fýrirspurn rektors kvað nefnd- in skýringuna á tímatöf einkum vera þá hversu erfitt hefði verið að kalla nefhdina saman. Engin skýr- ing var gefm á því hvers vegna tekið var við ritsmíðum sem urðu til eftir útrunninn umsóknarffest, en sagt að engum umsækjanda hafl verið tilkynnt að það væri leyfilegt og því hefði enginn haft ástæðu til að ætla það. Varðandi setu Tryggva í nefhdinni var bent á að hann væri nú að vinna að doktorsritgerð við Sorbonne-há- skóla í Frakklandi. Háskólarektor, Sveinbjörn Björnsson, sagði að athugasemdir um langa afgreiðslu væru rétt- mætar, enda yfirleitt til þess mælst að dómnefndir skiluðu af sér inn- an þriggja mánaða. Hitt væri líka rétt að annaðhvort ætti dómnefnd ekki að taka við neinum gögnum eftir að umsóknarffestur væri lið- inn eða þá að allir ættu að vita af þeim möguleika svo þeir ættu kost á leggja fram ritsmíðar. Hann sagðist þó ekki hafa neina ástæðu til að ætla að dómnefndin hefði verið að mismuna umsækjend- um, en athugasemdin ætti rétt á sér. Þess væri líka að gæta að ef vitað væri að afgreiðslutími yrði svo langur og tekið væri á móti ritsmíðum eftir útrunninn um- sóknarfrest, þá gæti hugsast að fleiri hefðu sótt um stöðuna en ella. Þegar svör nefridarinnar höfðu borist rektor sendi hann deiidar- fundi erindi og spurði hvort þessir málavextir breyttu einhverju um meðmæli deildarinnar. Hún svar- aði neitandi, en að minnsta kosti einn kennari, Erlendur Haralds- son prófessor, var mjög ósáttur við afgreiðsluna og ritaði rektor bréf þess efnis. Erlendur vildi ekk- ert segja um málið í samtali við blaðið, en annar kennari innan deildarinnar sagði að gagnrýni hans væri þess eðlis að ekki væri Sigurjón Björnsson deildarfor- seti og formaður dómnefndar. Nefndin var á annað ár að af- greiða umsóknir og situr undir harðri gagnrýni. hægt að sitja undir henni þegjandi og aðgerðalaust. Rektor undirbýr nú greinar- gerð um málið til menntamála- ráðherra, sem ræður í stöðuna. Ráðherra á tveggja kosta völ, að ráða Sigurð eða auglýsa stöðuna aftur, en lögum um ráðningar í Háskólanum var breytt fyrir tveimur árum eftir deilur um ráðningu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í dósentsstöðu. Viðmælendur PRESSUNNAR, beggja vegna borðs í málinu, voru sammála um tvennt. Annars veg- ar að þetta væri innanbúðarmál í Háskólanum og ætti ekki að vera Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor. Leitaði skýringa hjá dómnefnd og undirbýr greinar- gerð um málið til menntamála- ráðherra. umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Þeir vildu því ekki tjá sig um málið op- inberlega. Hins vegar var sam- dóma álit að Sigurður Grétarsson væri fyllilega hæfur til að gegna þessari stöðu og gagnrýnin snerist því ekki um ráðningu hans út af fyrir sig, heldur um vinnubrögð dómnefndarinnar. Undirtónninn í þeirri gagnrýni, klæddur í bún- ing akademískrar kurteisi, er að staðan hafi ffá upphafi verið snið- in handa tilteknum einstaklingi og aðrir hafi aldrei átt möguleika á ráðningu. Einn gagnrýnenda segir æskilegt að tilkynnt sé „að halda [eigi] stöðunum „innan fjölskyld- unnar“ þannig að aðrir spari sér tíma og fyrirhöfh", eins og segir í bréfi til skólans. f besta falli telja gagnrýnendur að dómnefndin hafi með klaufskum vinnubrögð- um kastað nógu mikilli rýrð á hlutlægni sína til að auglýsa þurfi stöðuna á nýjan leik og skipa nýja dómnefhd._____________________ Karl Th. Birgisson Þorgrímur og KK söluhæstir um jólin Hér að neðan birtist niður- stöður metsölulista PRESSUNN- AR um bóka- og plötusölu fyrir jólin. Ætla má að heildarsölutölur hverrar bókar séu eilitlu lægri en efni standa til og stafar það af því að listinn mælir ekki sölu forlags- verslana til einstaklinga og fyrir- tækja né heldur sölu í gegnum bókaldúbba. Þrátt fyrir það sýna tölurnar glögglega að útgefendum hættir til að gefa upp mun hærri sölutölur um bækur sínar en raun ber vitni og fjölmiðlar hafa svo haft eftir þeim. Það er athyglisvert að sjá hve hátt hlutfall jólabóksölunnar fer fram síðustu dagana fyrir jól. Samkvæmt bóksölulista PRESS- UNNAR fara 77% sölunnar ffam síðustu 11 dagana, og hvorki meira né minna en 46% hennar fjóra síðustu dagana. Ætla má að Sóksalan hafi dregist saman um 15 prósent frá í fyrra. Sala hljómplatna fyrir jólin byrjaði fyrr en sala bóka og var jafnari. Hlutfall síðustu fjögurra daganna í heildarsölunni var 42% og fyrir síðustu ellefu dagana var það 67%. Heildarsala tíu sölu- hæstu platnanna var tæp 66 þús- und, en til samanburðar seldust tíu mest seldu bækurnar í tæplega 20 þúsund færri eintökum. HEILDARBÓKSALA 1992 HEILDARPLÖTUSALA 1992 Sæti Höfundur Titill Útgáfa Seld eint. Sæti Hljómsveit Titlll Útgáfa Seld eint. 1 Þorqr.Þr. Bak við bláu auqun Fróði 8,740 1 KK Bein leið KK/Japis 12,677 2 Þorqr.Þr. Lalli Ijósastaur Fróði 6,419 2 Bubbi Von Steinar 11,834 3 ÞorstJónss. , _ Dansað íháloftunum Setberg 5,457 3 Nýdönsk Himnasending Skifan 9,264 4 Viqdfs Gr. Stúlkan f skóqinum Iðunn 4,916 4 Jet BlackJoe JetBlackJoe Steinar 7,279 5 Einar Káras. Heimskra manna ráð M&M 4,493 5 Sálin hansJónsmíns Þessi þunqu höqq Steinar 7,182 6 Jónas oq Pálmi íslenskirauðmenn AB 4,034 6 Diddú Sópran Skífan 5,234 7 Helqa G.Joh. Lífsganga Lydfu Vaka 3,958 7 EricClapton Unplugged Steinar 4,788 8 inq. Marq. Hjá Báru Örn & Ö. 3,823 8 Ýmsir Minningar Skífan 4,164 9 Friðrik Erl. Alltaf til í slaginn Vaka 3,530 9 Stóru börnin Hókus pókus Steinar 4,090 10 Þórarinn Eld. Ófyrirframan Forlagið 2,894 10 Sigrún og Selma Ljúflinglög Steinar 3,304 Finnbogadóttir forseti hefur lagt grunn að hinni íslensku kremlólógíu með áramótaræð- um sínum. Innan Kremlar Sovétríkjanna réð það nefni- lega úrslitum fyrir menn að skilja merkingu þess í hvaða röð ráðamenn sátu á fyrsta maí og skilja hvað var eiginlega og nákvæmlega meint með vé- fréttarlegum, iangorðum yfir- lýsingum. Þessari aðferð þarf lfka að beita á ræður Vigdísar. Um hvern var hún að tala um áramótin þegar hún skamm- aði íslendinga, sérstaklega stjórnmálamenn, fyrir frekju og tillitsleysi? Jón BaldvitF. Dflvíð? Eða Pál Péturssont All- ir þessir og fleiri liggja undir grun, en svarið verður aldrei nema getgátur. Vegna þess að forsetinn má hafa skoðanir, en má því aðeins segja hverjar þær eru að það sé illskiljanlegt venjulegu fólki. Ölíkt ræðu herra ÓLAFS Skúlasonar biskups. Hann hefur þá skoðun að það eigi að tala vel um kirkjuna (og þá væntanlega biskupinn líka), en ekki um hitt sem vont er. Og hvað var það sem biskup Is- lands var að kvarta yfir? „Nei- kvætt tal, illgirni, rógur og — já — skítur,“ sagði hann skorinort í sjálfri Dómkirkj- unni. Þetta sagði herra Sigur- björn aldrei, svo vitað sé, og var hann þó skammaður öðr- um biskupum fremur hér áður og fyrr. En þá var heldur eng- inn Davíð Ösvaldsson útfarar- stjóri, sem biskupinn sagði í tímaritsviðtali að hefði verið að dreifa um sig skít. Og þá virtist kirkjan heldur ekki hvort tveggja í senn, áhugalaus og óáhugaverð. Eins og ræður séra HEIMIS Steinssonar útvarpsstjóra. Hann er hættur að þykjast og byrjar nú ræður sínar á að við- urkenna að hann viti að eng- inn ætli að hlusta. Sem er heið- arlegt og kjarkað, þótt það lýsi ekki miklum metnaði. Og Mogginn tók undir og birti ekki ræðu Heimis eins og venjulega, heldur endursagði páfann í staðinn. Sem er líka óvenjudjarft af Mogganum, sem aldrei segir beint það sem hann meinar. Og í stað þess að fá leiðindin í ræðu Heimis fengu lesendur Moggans spennuna sem fylgir því að velta fyrir sér kremlólógískt af hverju blaðið tekur páfadóm ffam fyrir útvarpsstjórann á þennan hátt. Kannski Vigdís búi yfir lyklinum að þeim leyndardómi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.