Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Auglýsingastjóri Sigriður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Gamlir draugar á nýju ári Nú um áramótin hefúr mátt sjá marga drauga úr efnahagsum- ræðunni fara á kreik í kjölfar breytinga á sköttum, niðurgreiðsl- um, vöxtum og verðlagi. öll helstu hagsmunasamtök þjóðarinn- ar hafa látið frá sér aUskyns samþykktir og yfirlýsingar sem bera vott um oftrú á handstýrðu efnahagslífi. Tökum dæmi: Neytendasamtökin og bændur hafa komið ffam með þá kröfú að ríkið haldi áffam að styrkja svína-, hænsna- og nautabændur svo verð á afúrðum þeirra þurfi ekki að hækka. Ef farið yrði að óskum þeirra kæmi tvennt til. Annars vegar yrði að hækka skatta til að standa straum af styrkjunum. Hins vegar mætti auka halla ríkissjóðs og láta skattgreiðendur ffamtíðarinnar um að greiða niður í okkur kjötið. Það er fúrðulegt að fylgjast með forystumönnum Neytenda- samtakanna slást með þessum hætti í hóp bænda, stéttar sem má með fúllum rétti kalla helsta óvin neytenda á þessari öld. Eðli- legra væri að Neytendasamtökin krefðust þess að hætt væri að endurgreiða virðisaukaskatt á allar kjötvörur, einnig lambakjötið, til að neytendur gætu hindrunarlaust og án afskipta ríkisvaldsins valið hvað þeir vilja hafa í matinn. Síðan ættu samtökin að krefj- ast þess að banni á innflutningi á landbúnaðarvörum yrði aflétt. Sú búbót sem það hefði í för með sér fýrir neytendur mundi meira en draga til baka þá kjaraskerðingu sem aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa haff í för með sér. Það var athyglisvert að sjá eina ffétt innan um allar fréttirnar af hækkun vöru, þjónustu og skatta nú um áramótin. Það var ffétt af helmingslækkun fargjalda hjá SAS. Ástæða lækkunarinnar er aukið ffelsi í viðskiptum í tengslum við upptöku innri markaðar EB. Þessi litla ffétt, sem var svo á skjön við aðrar í þessari viku, ætti að vera íslenskum neytendum leiðarljós út úr þrengingun- um. Hagsbætur neytenda liggja nefnilega í frjálsum viðskiptum og verslun en ekki hjá einokunarsamtökum bænda. Viðskiptabankarnir brugðust við spám um aukna verðbólgu og afleitri afkomu á síðasta ári með því að hækka vexti. í kjölfar þess lýstu nær öll hagsmunasamtök lýðveldisins yfir hneykslan á atferðinu. Þau litu framhjá því að um sama leyti þurfti Lands- bankinn að slá Seðlabankann um 1.250 milljóna króna lán sem var síðan gert óvirkt í reikningum bankans með bókhaldsbrögð- um. Ástæðan var sú að bankinn stóðst ekki lagaákvæði um eigin- Qárhlutfall. Á vormánuðum þarf ríkissjóður síðan að borga um tvo milljarða inn í bankann til að hann standist þessi ákvæði. Vandi bankans liggur meðal annars í því að ekki var til siðs að afskrifa ónýt útlán hjá honum. Eiginfjárstaða bankans sem birtist í reikningum hans var því röng. Útlán til Sambandsins, Álafoss og annarra gamalla drauga voru bókfærð eins og þau væru gulls ígildi. Fyrir þremur árum fór bankinn síðan að afskrifa verstu út- lánin og heftir effir það ekki getað byggt sig upp bókhaldslega til að standast lagaákvæði. Þessu verki er langt í frá lokið og á næstu árum mun ríkissjóður eflaust þurfa að dæla enn ffekara fé inn í bankann. Þótt ekki sé vafi á því að hagræða megi í Landsbankanum og öðrum viðskiptabönkum eru raddir þeirra sem tala um óþarflega mikinn vaxtamun eilítið hjáróma. Fyrir utan hættu á tapi vegna bágs ástands atvinnuveganna í dag burðast allir bankamir með syndir fýrri ára. Ef dregið yrði úr vaxtamun mundi það leiða til þess að greiða þyrffi samsvarandi upphæð í bankana að stuttum tíma liðnum. Þeir fjármunir yrðu teknir úr ríkissjóði og lagðir á skattgreiðendur. Sjálfsagt er vænlegasta leiðin til vaxtalækkunar sú að selja helst erlendum bönkum stóran hlut í ríkisbönkunum. Samhliða því að endurfjármagna mætti bankana með þeim hætti er von til þess að með eignaraðild útlendinganna kæmi þekking á bankavið- skiptum sem kæmi í veg fýrir að viðskiptabankarnir yrðu reknir með sama hætti og hingað til Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. GunnarsdÖttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Ámason, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Ámason, Ólafur Hannibalsson, Óli Bjöm Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI HVERS VEGNA Framsóknarflokkurinn er klofinn í afstöðunni til samningsins um EES. Á flokksþinginu í nóvem- ber lýsti formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, sig andvígan samningnum. Fimm þingmenn flokksins hafa aftur á móti ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu á frumvarpi til laga um EES, þar á meðal varaformaður flokksins, Halldór Ásgrímsson. Nú síðast á mánudag bættist Finnur Ingólfsson í hópinn. Geta framsóknarmenn komið sér saman uni framtíðarstefnu flokksins, þegar þeir eru þvers ogkruss í afstöðunni til EES? FINNURINGÓLFSSON, ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS „Það er mikill mis- skilningur að þing- menn Framsóknar- flokksins séu þvers og kruss í afstöðunni til EES. Það er ljóst að enginn þingmaður flokksins mun greiða atkvæði með EES- samningnum. Þing- menn flokksins munu því annaðhvort greiða atkvæði gegn samn- ingnum eða sitja hjá við afgreiðslu hans. Sagan segir okkur að hin síðari ár heíúr ríkt meiri eindrægni og samstaða innan Fram- sóknarflokksins en innan annarra flokka. Ástæðan fyrir því er ekki síst sterk forysta, virðing, fyrir einstak- lingnum og umburðar- lyndi. Engum stjórn- málaflokki hefúr geng- ið betur en Framsókn- arflokknum að móta framtíðarstefnu — stefnu sem orðið hefúr íslensku þjóðinni til hagsældar. Á 22. flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið var nú í lok nóvember, voru áhersluatriði ffamsóknarmanna í efnahags-, atvinnu- og velferðar- málum til næstu tveggja ára mót- uð. Tillögur um nýsköpun at- vinnulífsins, til að draga úr at- vinnuleysi, til að draga úr ríkis- sjóðshalla, til að standa vörð um velferðarkerfið og hvernig treysta megi kaupmátt þegar til lengri tíma er litið. Það er á grundvelli þessara tillagna og þeirra viðhorfa sem í framsóknarstefnunni felast sem framsóknarmenn eru tilbúnir að stjórna landinu. Það var á þessu sama flokksþingi sem af- staðan til EES-samningsins var endanlega mótuð. Það er á grund- velli hennar sem þingflokkur ffamsóknarmanna vinnur nú.“ „Engum stjórn- málaflokki hefur gengið betur en Framsóknar- flokknum að móta fram tíðar- stefnu — stefnu sem orðið hefur íslensku þjóðinni til hagsœldar. “ FJÖLMIÐLAR Enn skaup úr tuðgeiranum Ég skrifaði ekki áramóta- skaupið. Ég vil bara taka það fram til að fyrirbyggja misskiln- ing þar sem við lok skaupsins var þvi' haldið fram að íslenska þjóð- in hefði samið handritið. Ég man ekki einu sinni eftir að hafa sent brandara til Ríkissjónvarpsins. Og ef ég hef gert það í einhverju óminni hefur hann ekki verið notaður. Að minnsta kosti kann- aðist ég ekki við húmörinn í neinu atriðanna. Mér fannst hann ekki einu sinni góður. Og enginn sem ég þekki kann- ast við neitt úr skaupinu sem sína hugsmíð. Og þótt það sé vinsælt hjá þeim sem gera af sér einhvern óskunda að kannast ekki við gjörðir sínar þá trúi ég þessu fólki. Ég trúi Þórhildi Þorleifsdóttur og öðrum óumdeilanlegum að- standendum skaupsins hins veg- ar ekki. Ég veit að þau, og líklega sérstaklega hún, sömdu öll atrið- in. Hún skrifaði þjóðina fyrir handritinu til að takmarka ábyrgð sína á afkvæminu. Ekki ólíkt því að einhver gæti haldið að lesendur PRES- SUNNAR hringdu inn alla slúðurmolana undir símunum vegna þess að símanúmer slúð- urlínu PRESSUNNAR er á baksíðunni. Eða þegar Stein- grímur Hermannsson segir að einhver hafi sagt við sig að ein- hver hafi gert hitt eða þetta. Og hvers vegna veit ég að Þór- hildur samdi skaupið? Vegna þess að það var eins og ræðan sem hún náði ekki að halda á Al- þingi áður en henni var skipt út. Það var eins og ein stór aftur- halds/femínisma/kvennalista- stefnuræða: Til dæmis var það fá- ránlegt í skaupinu að börn fæðist utan ríkisspítala (eins og allar mæður fornaldar hafi gengið með bömin sín í aldir eða allt þar til einhverjum kallinum datt í hug að stofiia til ríkisvalds). Flest annað bar einkenni þröngrar heimssýnar Þórhildar og félaga. Hún komst á mest flug þegar hún fjallaði um ýmsa leyndardóma tíðahringsins en náði því miður ekki að lenda eftir það. Ég held að þetta sé þriðja eða fjórða skaupið í röð sem mótað er af BSRB/- kvennalista-sjálfbirg- ingshætti. Ég legg til að næst verði leitað út fyrir tuðgeirann að höfundum skaupsins. Annað vil ég leggja til sem ég sakna alltaf fyrstu dagana eftir áramót; að höfundar næsta skaups verði tilbúnir með langa grein í Mogganum undir fýrir- sögninni „Hvað er fyndni?“ og verji skaupið út í rauðan dauð- ann. Það ætti að halda h'finu leng- ur í umræðunni um skaupið sem er miklu skemmtilegri en skaup- ið sjálft. Og líka fáránlegri. Eins og þessi grein. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.