Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 31

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 31 Rœningjadó ttirin heiðarlega BORGARLEIKHÚSIÐ RONJA RÆNINGJADÓTTIR EFTIR ASTRID LINDGREN LEIKGERÐ: ANNINA PASONEN OG BENTE KONGSBÖL TÓNLIST: SEBAST1AN LEIKSTJÓRI: ÁSDÍS SKÚLADÓTTIR ÞÝÐING: ÞORLEIFUR HAUKSSON OG BÖÐVAR GUÐMUNDSSON (SÖNGTEXTAR) jBf^*^Astrid Lindgren er einn ástsæl- 1-' yjasti og trúlega besti barnabóka- VCitf höfundur þessarar aldar. Hana er rétt að nefna í sömu andrá og HC And- ersen og Charles Dickens. Ekki hefur skort á að leikhúsið og kvikmyndirnar hafi nýtt sér það sem hún hefur skrifað, samanber Línu langsokk, Emil í Kattholti, Bróðir minn Ljónshjarta og margar aðrar bækur. Til er ágæt sænsk kvikmynd byggð á Ronju ræningjadóttur og svo riðu Danir á vaðið og gerðu söngleik eftir sömu bók. Óneitanlega hlýtur eitthvað af töfrum bókarinnar að fara forgörðum í sviðsverki eins og gengur, ekki síst þar sem bókin byggist mikið á samspili við náttúruna og allskonar vættir sem hana byggja. En í þessum söngleik er hinu mannlega og skoplega haldið vel til haga. A frumsýn- ingu í Borgarleikhúsinu skemmtu krakk- arnir sér vel og allvel tókst til með leik- mynd og umgjörð, sem er nokkuð flókið verk og byggist ákaflega mikið á notkun hringsviðsins sem snýst í sífellu. Hlín Gunnarsdóttir sá um leikmynd og ágæta búninga. Það er mikill styrkur fyrir sýninguna að svo snjöll leikkona sem Sigrún Edda Björnsdóttir getur leikið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í aldursmuninn. Mótleikari hennar Gunnar Helgason, sem leikur Birki Borkason, er augljóslega viðvaning- ur í samanburði, en hann bætir það nokk- uð upp með glaðværð og almennum geðslegheitum. Theódór Júlíusson og Pétur Einarsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Margrét Ákadóttir eru ljómandi í hlutverkum for- eldranna. Ekki síst er Theódór alveg kjör- inn í hinn hjartahlýja, fyrirferðarmikla og svoh'tið ffumstæða Matthías, föður Ronju. Karlmennimir eru reyndar allir hálfgerð- ar flumbrur (fýrir utan Skalla-Pétur) mið- að við Ronju og mömmu hennar, sem eru fulltrúar vits og mannlegrar reisnar. Skóg- arvættir voru haganlega gerðar og hæfi- lega hræðilegar eða hlægilegar brúður, sem Helga Arnalds gerði. Dansar ræn- ingjanna voru viljandi groddalegir og skoplegir, Auður Bjarnadóttir samdi þá og stýrði dansatriðum. Allt er þetta hæfilega spennandi fyrir krakkana og meiningin góð, eins og Ástríðar er von og vísa. Lárus Ýmir Óskarsson Leiðindi eru synd sem á ekki aðfyrir- gefa ORÐSNILLD KVENNA MÁLMFRfÐUR SIGURÐARDÓTTIR VALDI MÁLOG MENNING 1992 ® OÞúsund ára skortur íslensku þjóðarinnar á skáldkonum hefur trúlega leitt til þess að þeim kon- um er fást við skáldskapariðkun sem er ekki nema í meðallagi eða beinlínis afleit er sýnd meiri viðurkenning en afurðirnar bjóða upp á. Þetta kemur skýrt fram í þessu safni af spekiorðum og skáldskap eftir rúmlega hundrað íslenskar konur. Þar er blygðunarlaust hrúgað saman því sem mjög vel er gert og hinu sem er klúð- urslegt. Og því miður fer svo að lágkúran fær meira rúm en snillin. Vissulega eru þarna brot eftir margar bestu skáldkonur okkar, en flest virðast ekki hafa verið valin af kostgæfni. The- ódóra Thoroddsen var fi'n skáldkona og enn í dag mjög vanmetin, en brot úr mörgum af bestu þulum hennar rata ekki inn í þetta úrval meðan annað slakara efhi um sauma og armæðu er birt. Hulda var mistæk skáldkona og of mikið af slæmum skáldskap hennar er birt hér og þótt þeir bútar þjóni ekki listagyðjunni á neinn áberandi hátt birtist þar hugmyndaffæði sem er mjög í takt við aðra sem finna má 1 kverinu. Engin skáldkona er hæðnari en Málfríður Einarsdóttir, en þeir eiginleikar komast ekki til skila í því sem hér er eftir henni haft, enda er vel heppnuð kímni vandfundin í kverinu. Fleyg orð kvenna úr fornsögum eru í lágmarki enda kannski ástæða til að fara varlega þar því vissulega leynist sú hætta að karlmenn hafi ort í orðastað þeirra. En meðal þess fáa sem er birt eru þessi orð Melkorku Mýrkjartansdóttur: „Heiman hef eg þig búið svo sem best eg kann og kennt þér írsku að mæla.“ Varla telst þetta orðsnilld. En orð Melkorku vísa til þess að þarna hafi enn ein fómfus konan þurft, eins og hinar, að dekra við og dekstra karlmann til þess eins að sjá hann halda glaðan á braut að kanna ókunnar slóðir meðan hún varð eftir. Mér er held- ur ekki ljós snillin í þeirri næsta ójarð- nesku gæsku sem birtist í orðum Kristín- ar Sigfusdóttur: „Ég hef reynt að stíga létt til jarðar svo ég meiddi ekki moldina." En þetta lýsir vísast ósköp góðu innræti þess sem mælir, má jafnvel nefna engilmjúkt eðli. Gallinn við valið á efni í þessa bók virð- ist aðallega sá að þar er eins og áhersla hafi verið lögð á að birta mynd af hug- myndafræði, eðli og heimi kvenna, án þess skeyta nokkru um það hvort við- komandi konum tókst að búa hugsun sinni listrænan búning, gefa henni raun- verulegt skáldskapargildi. Því er stór hluti þess sem þarna birtist ófrumlegur, leiðin- legur og áberandi snauður af rismiklum skáldskap og orðsnilld. Það hefur ömgg- lega ekki verið ætlun þeirra sem áttu hug- myndina að þessu safni að það sem veru- lega snjallt væri týndist innan grasserandi meðalmennsku. En sú er því miður raun- in. „Það hefur aldrei verið ætlast til þess af konum að þær yrðu rithöfundar,“ er haft eftir Helgu Kress í þessu kveri. En það er eins og Málmfríður Sigurðardóttir hafi fyllst þvílíkri hrifningu yfir þeim fjölda kvenna sem þráð hafa að setjast á skálda- bekk að hún hafi hvergi staldrað við til að íhuga hvort afurðir þeirra stæðu undir því mikla nafni „orðsnilld“ heldur leitast við að leiða sem flestar þeirra til öndvegis. „Stór hluti þess sem þarna birtist er ófrum- legur, leiðinlegur og áberandi snauður af rismiklum skáldskap og orðsnilld.“ „Að vera leiðinlegur — er synd sem heimurinn fyrirgefur ekki,“ segir Guðrún Sveindóttir á einum stað. Ég kýs að breyta þeirri merkingu ögn og segja: Að vera leiðinlegur er synd sem á ekki að fyrirgefa — síst af öllu í skáldskap eða skáldskap- arvali. Þessa bók hefði þurft að vinna á allt annan hátt og af þjónustulund við skáld- skapinn og þær skáldkonur landsins sem virkilega standa undir nafni. Þær finnast kannski ekki ýkja margar en samt þó nokkrar og eiga betra skihð en að rata inn í þetta ólánlega hraðsuðusafn. Kolbrún Bergþórsdóttir Nýtt! Opið á föstudögum og laugardögum til kl. 03. Ath! Allar veitingar. Uác(e,aigV'£rðQýct(fI)oð alla virka daga Súpa og brauð fylgir. Hamborgari, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Samloka, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Tex-Mex réttur kr. 485,- Salatdiskur kr. 485,- Réttur dagsins kr. 585,- Kaffi kr. 50,- A^öru. st&i^artiHíoð Alla daga vikunnar Nauta-, lamba, og grísasteikur 180 g. með grænu káli og 1000-eyjasósu, kryddsmjöri, bökuðum og frönskum kartöflum. Verð kr. 790,- FRÍAR HBMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Qrtntáswgi 10 — pfonar por •iwn towmnngmn Tryggvagötu 20 s: 623456 TÍ Jl

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.