Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993
Fyrst neyddu konur
5 karla í kvenhlutverkin.
Létu þá þrífa í kringum
sig í stað þess að láta
húshjálpina, eiginkon-
una eða mömmu um
það. Þær þröngvuðu
þeim til að strauja skyrt-
urnar sínar sjálfir (og urðu
þess valdandi að kynsystur
þeirra í þvottahúsunum
misstu vinnuna). Þær
heimtuðu að þeir skiptu á
börnum og væru góðir við
þau — jafnvel annarra
manna börn. Og þær vildu
ráða umræðuefninu; hefð-
bundið daður vék fyrir
skilningsríkri samkennd um
tilfinningaflækjur, drauma,
bamauppeldi og sjáifsvitund.
Eftir þetta stóðu karlarnir
eftir ósjálfbjarga. Þeir höfðu ver-
ið leiddir inn í heim sem var
þeim framandi. Það voru engar
líkur til þess að þeir gætu lifað af
án leiðsagnar kvenna. Þeir þekktu
leyndardóma tíðahringsins sem
umlék þessa veröld.
Og þegar karlarnir stóðu þama;
áttavilltir og vansælir, yfirgaf kon-
an þá og tók með sér piparsveina-
formið. Fiún gerðist karríerkona,
fékk meiri áhuga á starfsframan-
um en heimilinu og fór að búa
ein. Hún vildi stjórna lífi sínu sjálf,
vera ffjáls og engum háð í einka-
lífinu. Um leið og hún hafði selt
karlinum veröld sína yfirgaf hún
hana og lét hann sitja einan uppi
með hana.
Svona var þetta
náttúrulega ekki. En
samt.
Vansælir karlar og öruggar
konur
Hvað er til dæmis langt síðan
það hefur sést almennilegur pip-
arsveinn í bíómynd? Varla síðan
Roger Moore tók við hlutverki
James Bond.
Ef karl í bíómynd býr einn er
hann vansæll. Annaðhvort er
hann örvinglaður Wall Street-
uppi sem hefur farið yfir um á
vinnu, kóki, konum og háum lífs-
staðli og mun tortíma sér ef hann
hittir ekki fljótt skilningsríka konu
sem flytur með hann í sveit, róar
hann niður og kynnir fyrir honum
hin raunverulegu gildi í lífinu. Eða
þá að hann er tilfinningalega rót-
laus og úttaugaður vesalingur sem
vafrar um í ólæknandi söknuði
eftir mömmu. Gangandi dæmi
um miskunnarleysi karlaveraldar-
innar og sönnun þess að hún er
ekki síður vond við karlana sjálfa
en konur og börn.
Konur sem búa einar í bíó hafa
það hins vegar fi'nt. Þær eru klár-
ari en starfsfélagarnir, smartari en
borðfélagarnir, hreinskilnari og
blygðunarlausari en bólfélagarnir
og ráða þúsund sinnum betur við
að skila öllum sínum hlutverkum
upp á hundrað en nokkur karl-
anna í aukahlutverkunum. Stund-
um undrar mann að þeir skuli
muna setningarnar sínar.
Heimska ljóskan og pipar-
sveinninn sldpta um hlutverk
Svona hefur þetta snúist við á
aðeins tuttugu árum eða svo.
Konumar hafa stolið Sean Conn-
ery af körlunum og skilið þá eftir í
hlutverki heimska einkaritarans,
sem þó má alltaf hlæja að og jafn-
vel gamna sér við ef sá gállinn er á
konunum.
Það unga fólk sem leitar sér í
Hollywood að fyrirmyndum að
sjálfstæðum einstaklingum verður
Piparsveinum er
nauðsynlegt að
... hafa á sér smokka
... líta út fyrir að h'ða vel í
smóking
... drekka mjög þurran
martíní
... vita hvemig á að blanda
mjög góðan martím'
... vita hvemig galdra á
firam góðan málsverð á 15
mínútum
... vita um gott þvottahús
... þekkja bestu restaurant-
ana
... þekkja bestu barina
... vera beðnir að vera
svaramenn
... eiga uppþvottavél
... muna eftir afimælisdegi
mömmu
... fá alltaf borð á Ömmu Lú
... geta losað um brjósta-
haldara með annarri hend-
inni
því að afskrifa karlana. Þeir ungu
sveinar sem finnst freistandi að
pipra í framtíðinni eru þess sinnis
vegna þess að þeir hafa heillast af
einhverri kvenhetjunni og vilja
Ifkjast henni.
Þannig er mýtan um pipar-
sveininn komin í hring. 007 og
Philip Marlowe eru ekki lengur
fyrirmyndir ungra drengja. Þeir
voru fyrirmyndir ungra kvenna
fyrir tíu árum og þessar konur eru
aftur orðnar einu nothæfu fyrir-
myndir drengjanna í dag.
Afturhvarf til sjöunda áratug-
arins
Ungu konumar á uppleiðinni í
dag eru einna líkastar piparsvein-
i