Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 13
43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. jANÚAR. 1993 . .
STJÓRNMÁL
Steingrímur spennir upp vexti
Reyndu að fá bankamann til að
segja þér hvað var í matinn í há-
deginu í mötuneytinu. Hann neit-
ar þér örugglega um upplýsing-
arnar og ber við bankaleynd enda
blaðra bankamenn ekki um hags-
muni fólks og fyrirtækja. Þess
vegna var það óneitaniega dálítið
sérstök tilfmning að horfa á Stein-
grím Hermannsson á sjónvarps-
skerminum um daginn þar sem
hann stóð við þingsalinn niðri í
Alþingi og gaf fjölmiðlum viðtöl
um hvað hann hafði haft um vexti
að segja á bankaráðsfundi í
Landsbankanum. Hann taiaði svo
frjálslega um bankamálin að næst
átti ég von á að hann segði í leið-
inni frá innstæðulausu ávísuninni
sem ég missti inn milli jóla og ný-
árs. Reyndar virðast almennar
reglur um hvað sé eðlilegt að segja
aldrei hafa átt við um Steingrím
Hermannsson. Einu sinni sögðu
þeir Alþýðubandalagsmenn að
buliið í Steingrími væri mesta
efnahagsbölið á íslandi.
Þetta fréttaviðtal er sérlega
sterkt fyrir hugskotssjónunum
vegna þess að Steingrímur var í
Alþingi þegar hann ræddi ákvarð-
anir bankaráðsins. Hann er al-
þingismaður og situr í bankaráði.
Til þess er hann kosinn af sínum
flokki. Sama kvöldið var frétt í
sjónvarpinu um niðurstöður
norskrar skýrslu um erfiðleika
þarlendra banka. Þar var sérstak-
lega tekið fram að raunasögu
norska bankakerfisins mætti rekja
til afskipta stjórnmálamanna af
lánveitingum og vaxtaákvörðun-
um þar í landi. Jafnvel þótt stjóm-
málamennirnir ættu ekki sæti í
bankaráðunum sjálfum gætu þeir
beitt bankana þrýstingi til að ráð-
stafa fé og ákveða vexti gegn betri
vitund.
Ofan á þessar hugsanir bættist
svo það að einmitt sömu dagana
vom fféttir um að Landsbanki ís-
lands hefði fengið víkjandi lán hjá
Seðlabankanum til að uppfyUa al-
þjóðlegar reglur um fjárhagsstöðu
banka. Það renndi ekki beinlínis
stoðum undir þá fullyrðingu
Steingríms bankaráðsmanns að í
stað þess að hækka vexti í Lands-
bankanum hefði átt að lækka þá.
En hvernig fara nú almennt
saman orð og gerðir Steingríms
alþingismanns og bankaráðs-
manns um vexti? Hann segist vUja
lækka vexti. En þegar Steingrímur
Hermannsson sem stjórnmála-
maður hefur flutt tillögur um og
beinlínis staðið að því að ríkis-
sjóður sé rekinn með buUandi
haUa þá er Steingrímur að hækka
„Kannski vill hann
ekki láta taka mark
á sér lengur. Þeir eru
líka að mestu hœttir
því samflokksmenn
hans. Halldór tekur
ekki mark á honum í
EES og Guðni Ág-
ústsson tekur hann í
nefið í vaxtamálun-
vexti. Og þegar hann lætur Fram-
kvæmdasjóð henda peningum út
um gluggann með því að kaupa
eina litla laxeldisstöð miUi vina þá
er Steingrímur Hermannsson líka
að stuðla að því að á endanum
hækki vextir vegna lánsfjárþarfar
ríkisins.
Og þegar Steingrímur beitir
áhrifum sínum á bankakerfið til
þess að peningar séu lánaðir eða
gefnir í vonlaus fyrirtæki mUli
vina þá er hann um leið að fara
fram á að vaxtamunur bankanna
sé hækkaður. öðru vísi fá þeir
ekki peninga til að stoppa í götin
sem lánveitingar Steingríms sldlja
eftir sig. Með öllu atferli sínu er
Steingrímur nefnilega hávaxta-
maður.
Á síðustu árum hafa orðið
miklar breytingar á starfsemi ís-
lenskra banka. Og þrátt fyrir
steingrímana í bankaráðunum og
tilraunir þeirra tii að taka skamm-
tíma pólitísk sjónarmið fram yfir
þau faglegu hefur tekist að halda
bönkunum á réttum kili. Þess
vegna eru ekki hér á ferðinni þau
vandræðamál sem við höfum í
löndunum í kringum okkur. Fleiri
og fleiri gera sér grein fýrir því að
bankar eru líka fyrirtæki.
Vextir eru auðvitað ekkert
feimnismál og þá er sjálfsagt að
ræða. Og Steingrímur getur haft
þá skoðun með mér að þeir séu of
háir. En hann verður að viður-
kenna einhverjar leikreglur og
hann verður að vera samkvæmur
sjálfum sér, ef hann vUl vera tek-
inn alvarlega.
Kannski vUl hann ekki láta taka
mark á sér lengur. Þeir eru lúca að
mestu hættir því samflokksmenn
hans. Halidór tekur ekki mark á
honum í EES og Guðni Ágústsson
tekur hann í neftð í vaxtamálun-
um.
Nú ætti þjóðin að taka hann í
bakaríið.
Hötundur er aðsroöarmaður
viðskiptardðherra
ÓLI BJÖRN KÁRASON
Á að fórna forsetanum?
Eins og stundum áður, þegar
kemur að alþjóðlegum samning-
um, hefur miklu moldviðri verið
rótað upp í kringum samninga
um evrópskt efnahagssvæði, EES.
Undirritaður er einn þeirra fjöl-
mörgu stuðningsmanna samn-
ingsins sem fram til þessa hafa
staðið hljóðir hjá, í þeirri von að
skynsemi næði yfirhöndinni í
þessu máli líkt og í öðrum. Sú von
verður æ veikari, enda sjást and-
stæðingar samningsins ekki fyrir í
baráttu sinni, frekar öðrum öfga-
mönnum í gegnum tíðina.
Andstæðingar EES hafa farið
hamförum og í málefnalegu von-
leysi sínu gripið til þess óyndisúr-
ræðis að rægja helstu hvatamenn
samningsins, kaUað þá landsölu-
menn, — brigslað þeim um land-
ráð. Eftir að meirihluti alþingis-
manna sýndi þann kjark að hafna
kröfu þeirra um þjóðaratkvæði
hafa þessir talsmenn einangrunar
og hafta beint spjótum að forseta
lýðveldisins og reynt með einkar
ósmekklegum hætti að draga per-
sónu og embætti forsetans inn í
pólitíska umræðu. Með skipuleg-
um hætti hefur þessi hreyfing aft-
urhaldsins krafist þess að forset-
inn beiti sér fýrir þjóðaratkvæða-
greiðslu um samninginn. Jafnvel
sveitarstjómir em famar að álykta
í þessa veru. Krafa þeirra byggist á
misskilningi svo ekki sé tekið
dýpra í árinni.
Eftir að Alþingi samþykkir
EES-samninginn (sem ég er fuil-
viss um að það gerir) fær forsetinn
samþykktina til undirritunar og
staðfestingar. Samkvæmt stjórn-
arskránni getur forseti neitað að
staðfesta lagafrumvarp sem öðlast
engu að síðttr lagagUdi, en „leggja
skal það þá svo fljótt sem kostur
er undir atkvæði aUra kosninga-
„Þeirsem nú vilja
draga embœttifor-
setans inn í deilurn-
ar um EES-samning-
inn virðast reiðu-
búnir að sundra
þeirri sameiningu
sem ríkt hefur og
raunarfœ ég ekki
betur séð en þeir séu
tilbúnir aðfórnafor-
setanum til að ná
fram baráttumáli
sínu um þjóðarat-
kvæði. “
bærra manna í Iandinu til sam-
þykktar eða synjunar". Af þessu er
Ijóst að forsetinn hefur ekki vald
til að efna tU sérstakrar þjóðarat-
kvæðagreiðslu, líkt og andstæð-
ingar EES reyna að telja almenn-
ingi trú um. Aðeins með því að
neita að staðfesta frumvarp, sem
meirihluti Alþingis hefur sam-
þykkt sem lög, getur forsetinn
kallað fram þjóðaratkvæða-
greiðslu. Og með neitun sinni hef-
ur forsetinn lýst yfir andstöðu við
vilja réttkjörins meirihluta Al-
þingis. Þetta er ekki flóknara.
Hvort lög faUa úr gUdi eða ekki fer
eftir niðurstöðum í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Björn Bjarnason, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis,
svarar ágætlega í síðustu viku
spurningu PRESSUNNAR um
þetta efni og segir meðal annars:
„Málið hefur verið á döfinni í tæp
fjögur ár og fjórir af fimm stjóm-
málaflokkum þjóðarinnar hafa
lagt framgangi þess lið. Af sjálf-
sagðri varkárni, þegar viðkvæm
stjórnarmálefni eru annars vegar,
hefur forseti íslands haldið sig
fjarri öUum umræðum og deUum
um Island og EES.“ Og Bjöm bæt-
ir við: „Ég er þeirrar skoðunar, að
forseti fslands eigi ekki að blanda
sér í stjórnmáladeilur. Frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands,
hefur starfað í þeim anda og hlotið
traust alþjóðar.“
Forseti fslands hefur verið sam-
einingartákn okkar fslendinga,
hafinn yfir pólitískt þras og deUur.
Þeir sem nú vilja draga embætti
forsetans inn í deUurnar um EES-
samninginn virðast reiðubúnir að
sundra þeirri sameiningu sem ríkt
hefur og raunar fæ ég ekki betur
séð en þeir séu tilbúnir að fórna
forsetanum tU að ná fram baráttu-
máli sínu um þjóðaratkvæði.
Kjörorðið er þjóðaratkvæði um
EES hvað sem það kostar. Verði
þeim að óskum sínum, þannig að
nauðsynlegt verði að efna tíl þjóð-
aratkvæðagreiðslu þar sem forset-
inn neitar að staðfesta vUja meiri-
hluta Alþingis, er ekki aðeins rek-
inn fleygur miUi þings og forseta,
heldur verða embætti hans og
persóna dregin inn í harðar pólit-
ískar deUur. Og komi upp sú staða
að meirihluti þjóðarinnar (sem
mestar líkur eru á, enda íslend-
ingar upp til hópa skynsamir)
samþykki samninginn er óvíst
hvernig forsetinn getur setið
áfram í embætti. Eftir hörð átök
og deilur verður sameiningar-
táknið að engu gert. Þannig virð-
ast andstæðingar EES tilbúnir að
fóma forsetanum.____________________
Hötundur er framkvæmdastjóri Almenna
bókafélagsins.
VIKAN
SEM VAR
31/12
Lögreglan í Keflavík handtók tvo
menn í Njarðvíkum og fann á
þeim 14 skammta af LSD, 10
grömm af hassi og 2 til 3 grömm
af kókaíni. Þeir sögðust hafa ætl-
að að halda duglega upp á ára-
mótin. Lögreglan í Breiðholti
lokaði síðan síðustu bruggverk-
smiðju ársins á gamlársdag og
játaði eigandinn að hafa selt 150
lítra af landa á síðustu fjórum
mánuðum ársins. Hann viður-
kenndi jafnfr amt að hafa drukk-
ið sjálfur álíka magn. Það eru
um 1,25 Iítrar á dag að meðaltali
eða 41 einfaldur snafs.
1/1
Dagurinn hófst með því að
fýrsta barn árs fæddist á Akur-
eyri (eins og síðasta ár) og vík-
ingasveitin handtók fyrsta
byssumanninn í Reykjavík (eins
og í hitteðfýrra). Fyrsta barnið
var stórt — 17 merkur — er frá
Hrútafirði og heilsast vel. Fyrsti
byssumaðurinn var 21 árs og
slapp við gæsluvarðhald. Lögg-
unni þótti sannað að hún fengi
ekki gæsluvarðhaldsúrskurð þar
sem maðurinn væri hvorki
hættulegur né væri hann vís
með að spiUa rannsóknargögn-
um. Byssumaður nýársnætur-
innar 1990 var hins vegar settur í
gæsluvarðhald og síðar dæmdur
þrátt fýrir að hann hafi ekki
skotið einu skoti úr sturtuheng-
inu sem hann ógnaði nágranna
sínum með.
2/1
Fyrsta þrettándabrenna ársins
brann við Snælandsskóla í
Kópavogi á öðrum degi ársins
eða fjórum dögum fýrir þrett-
ándann. Einhverjir óprúttnir ná-
ungar stóðu fýrir brennunni en
eigendur hennar, skátar í Kópa-
vogi, stefria að því að búa til nýja
og kveikja í henni á réttum tíma
eða 6. janúar.
3/1
Fyrsta kjaradeUa ársins leystist
og fýrsta verkfaUinu var aflýst
þegar vélstjórar hjá Hafrann-
sóknastofnun sömdu við ríkið.
Þeir fengu 4 prósenta launa-
hækkun gegn meira vinnuffam-
lagi.
4/1
Á fýrsta degi þingsins bættist
Finnur Ingólfsson í hóp stjórn-
arandstæðinga sem hafa lýst því
yfir að þeir ætli að sitja hjá við
afgreiðslu Alþingis á EES-samn-
ingnum. Félag hrossabænda
bættist í hóp þeirra samtaka sem
mótmæltu afnámi endur-
greiðslna á virðisauka til kjöt-
bænda. HaUdór Gunnarsson
sagði ákvörðun ríkisstjómarinn-
ar óþolandi og kaUaði á stríð.
Þetta var fýrsta stríðsyfirlýsingin
gegn rfkisstjórninni á árinu en
hún fékk nokkrar slíkar á síðasta
ári frá fjölbreytilegasta hópi
samtaka, félaga og einstaklinga.
5/1
Jón Bogason sjómaður hlaut
þann óvænta heiður að fá snigU
skírðan í höfuðið á sér. Þessi
sniglategund heitir héreffir
Bogasonia volutoides. Jón hefur
verið óþreytandi við að safna
lindýrum og færa vísindamönn-
um við Háskólann.
6/1
Þrettándinn. Draumur rakettu-
sala var að geta endurvakið há-
tíðarskap fslendinga á þessum
degi. Það gekk tregt. Hins vegar
verður æ meira vart við djöful-
móð í ungum sálum; einkum ef
þrettándinn er um helgi. Það var
ekki þetta árið.