Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 II Bankaráðið EyjólfurK. Sigur- Kjartan Gunnars- Steingrímur Her- Lúðvík Jósepsson, Kristín Sigurðar- jónsson, Alþýðu- son, Sjálfstæðis- mannsson, Fram- Alþýðubandalagi dóttir, Kvenna- flokki flokki sóknarflokki lista ber ábyrgð á öllum útibúum og afgreiðslustöðum á sínu svæði. Svæðin eru fjögur í Reykjavík og sex fyrir einstaka landshluta. Breytingamar fela meðal annars í sér aukna sjálfsstjórn útibúanna til útlána upp að vissu marki og áætlanagerð sem áður tilheyrði höfúðstöðvunum. Annars er goggunarröðin þessi: Efst er viðskiptaráðherra og Al- þingi, sem kýs fímm manna bankaráð. Þar sitja nú Eyjólfur K. Sigurjónsson fyrir Alþýðuflokk, Kjartan Gunnarsson fyrir Sjálf- stæðisflokk, Steingrímur Her- mannsson fyrir Framsóknarflokk, Kristín Sigurðardóttir fyrir Kvennalista og Lúðvtk Jósepsson fyrir Alþýðubandalag. Þá koma bankastjórarnir þrír, Björgvin Vilmundarson, formað- ur bankastjórnar, Sverrir Her- mannsson og Halldór Guð- bjarnason. Undir þeim eru sex aðstoðarbankastjórar, þeir Björn Líndal, Brynjólfur Helgason, Jó- hann Ágústsson, Stefán Péturs- son, Pétur Erlendssott og Barði Árnason. Þrír menn em yfir ein- stökum stjórnunarsviðum, þeir Helgi Bachmann með fyrirtækja- svið, Helgi H. Steingrímsson með rekstrarsvið og Ari F. Guð- mundsson með starfsmannasvið. Þetta má heita tólf manna æðsti kjami. Neðsta lag yfirmanna telur tæplega þijátíu forstöðumenn, tíu svæðisstjóra og rúmlega þrjátfu útibússtjóra. Það skal þó undir- strikað að skipulag bankans er enn í mótun eftir talsverðar breyt- ingar. STÆRSTU SKULDARARNIR FA GJÖRGÆSLUMEÐFERÐ Varðandi þennan kjarna verð- ur að geta sérstakrar lánanefndar bankans, en á hennar herðum em málefni þeirra aðila sem skulda bankanum meira en 60 milljónir króna. Lánanefnd þessa skipa bankastjórarnir þrír, aðstoðar- bankastjórarnir sex, Helgi Bach- mann og Þór Þorláksson, for- stöðumaður Útlánastýringar. Bankaráðið annast stefnumót- un í málefnum hankans og tekur fyrir mikilvægustu mál hans, en daglegur rekstur bankans er á ábyrgð bankastjóranna þriggja. Þær skipulagsbreytingar sem hafa verið í gangi eru að talsverðu leyti tilkomnar eftir úttekt 'og til- lögum erlenda ráðgjafarfyrirtæk- isins Spicer & Oppenheim. Ýmsar tillögur þessara ráðgjafa hafa enn ekki kornið til framkvæmda, hvað sem síðar verður. Má þar nefna tillögur um að breyta bankanum í hlutaféiag og draga úr völdum hins pólitíska bankaráðs. Komist þær hugmyndir til ffamkvæmda verður það byiting bankans. Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Már Jónsson Sverrir Hermannsson BY6GBAPÚLITÍKUS- INN FRÁ ÍHALDINU Sverrir er fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins af bankastjórum Lands- bankans, 62 ára Vestfirðingur að upplagi. Þótt óumdeilt sé að Sverrir hafi komið inn í bankann sem pólitíkus má hann þó eiga það að vera viðskiptafræðingur að mennt. Árin 1956 til 1972 starfaði hann fýrir Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landssamband ís- lenskra verslunarmanna og á sama tímabili var hann í tíu ár fasteignasali. Hann var varaþing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1963 til 1971, þegar hann var kjör- Verkefnasvið Sverris: Úti- bú; Suður- nesja, Suður- lands, Vest- urlands og Vestfjarða. Stoðdeildir; Fyrirtækjaviðskipti, Lögfræði- deild, Útlánastýring, Veðdeiid, málefni eignarleigufyrirtækja aimennt. Aðstoðarbankastjórar undir honum; Björn Lfndal og Stefán Pétursson. inn aðalmaður á þing. Á þingi var hann um skeið forseti neðri deild- ar, en var einna kunnastur fyrir að setja met í málþófi. Árin 1975 til 1983 var hann forstjóri eða „kommissar" hjá Framkvæmda- stofnun. Hann varð iðnaðarráð- herra í maí 1983 og menntamála- ráðherra ffá október 1985 til 1987. Fram að ráðherradómnum sat Sverrir í stjórnum útgerðarfvrir- tækjanna Eldborgar, Vigra, Ögra, ögurvíkur og Kirkjusands. Sverrir hefur verið talinn til þeirra sjálfstæðismanna sem hafa „skilning á“ ríkisafskiptum, jafn- an viljað taka brjóstvitið framyfir bókina. Hann var á margan hátt talinn hliðhollur Gunnari Thor- oddsen í slag Gunnars við Flokks- eigendafélagið á sínum tíma, en „sveik“ ekki og hlaut síðar ráð- herrastól að launum. Brotthvarf hans úr stjórnmálum í ársbyrjun 1988 má teljast liður í yfirtöku frjálshyggjuhugmyndafræðinnar innan flokksins. Það gekk ekki átakalaust að koma Sverri í Landsbankastólinn. Innan bankaráðsins klofnuðu fúlltrúar flokksins um hvern bæri að ráða í stað Jónasar Haralz; Pétur Sigurðsson samþykkti flokkslínuna og studdi Sverri en Árni Vilhjálmsson fylgdi línu „faglegra sjónarmiða“ og vildi fá Tryggva Pálsson. Var þetta í sam- ræmi við víðara samkomulag, sem gerði ráð fyrir að Valur Am- þórsson leysti Helga Bergs af hólmi innan bankans og af krata hálfu skyldi Kjartan Jóhannsson fá stól í Búnaðarbankanum. Málin leystust ekki fyrr en Árni var knú- inn til að segja af sér og Sverrir fékk stólinn sinn með atkvæðum Péturs, Kristins Finnbogasonar og Jóns Þorgilssonar, eftirmanns Árna, gegn hjásetu Lúðvíks Jós- epssonar og Eyjólfs K. Sigurjóns- sonar. Björgvin Vilmundarson HÆGRIKRATINN DG FORMADURINN Björgvin er fulltrúi Alþýðu- flokksins af bankastjórum Lands- bankans, tók á sínum tíma við sæti Emils Jónssonar, fyrrum ráð- herra. Hann er 58 ára viðskipta- fræðingur, sem stundað hefur all- nokkurt framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Björgvin varð aðstoðarbanka- stjóri í Landsbankanum 1965 og bankastjóri 1969 og hefur því setið í stól sínum í nær aldarfjórðung. Hann er um leið formaður banka- stjórnar, en af einhverjum ástæð- um kjósa þeir að láta hinn mál- glaða Sverri vera talsmann banka- stjórnar út á við. Þótt Björgvin hafi yfirhöfuð ekki gegnt veiga- miklum trúnaðarstörfúm fyrir Al- þýðuflokkinn er hann engu að síður virkur hægri krati og hefur átt sæti í flokksstjórn og fram- kvæmdastjóm flokksins. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Verkefnasvið Björgvins: Formaður bankastjórn- ar. Útibú; Norðurland. Stoðdeildir; Alþjóðasvið, Starfsmannasvið, Fjárreiðu- deild, Markaðssvið, Endurskoð- unardeild, Verðbréfastarfsemi. Aðstoðarbankastjórar undir honum; Brynjólfur Helgason og Barði Árnason. Um árabil sat hann í stjórnum Fiskveiðasjóðs og Útflutnings- lánasjóðs, sem og Iðnþróunar- sjóðs. Björgvin varð 1981 félagi í „Intemational Institute of Strateg- ic Studies“ í London. Halldór Guðbjarnason MEINTIFRAMMAR- INN FRÁ ÚTVEGS- BANKANUM Halldór er fulltrúi Framsóknar- flokksins af bankastjórum Lands- bankans. Flokksstimpillinn er að vísu ekki mjög áberandi og ekki hefur hann verið virkur í flokkn- um að því er séð verður, en fáir ef- ast um að Framsókn telji hann til sinna manna. Hann leysti af Val Arnþórsson þegar Valur lést í hörmulegu slysi og settist Halldór í stól sinn í ársbyrjun 1991.1 Út- IVerkefnasvið Halldórs: Úti- bú;fjögur svæði Reykjavíkur og Austur- land. Stoð- deildir; Byggingardeild, Rekstrarsvið, Reikningshald og Áætlanadeild. Aðstoðarbankastjórar undir honum; Jóhann Ágústsson og Pétur Erlendsson. vegsbankanum hafði Halldór leyst af hólmi framsóknarmanninn Bjama Guðbjömsson. Halldór er yngstur þremenn- inganna, 46 ára, með vestfirskt blóð í æðum eins og Sverrir. Hall- dór útskrifaðist úr viðskiptafræði- deild Háskólans 1972 og var starfsmaður Seðlabankans 1971 til 1975. Þá var hann ráðinn útibús- stjóri Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum og gegndi þeirri stöðu til 1980. Um eins árs skeið var hann eftirlitsmaður útibúa hjá Útvegsbankanum, en ráðinn að- stoðarbankastjóri Aiþýðubankans í árslok 1981.1 maí 1983 var hann svo ráðinn bankastjóri hjá Útvegs- bankanum og þar sat hann þegar Hafskips-hremmingarnar dundu yfir um og upp úr 1985 og sat til maí 1987. Hallvarður Einvarðs- • Veltir nær 20 milljörðum • Stöðugildi um 1.200 og launakostnaður 2,5 milljarðar #315 milljónir í rekstur fasteigna og húsa- leigu • 350 milljón- ir í orlofshúsin í Sel- vík • 6 milljarðar afskrifaðir á tíu ár- um • SÍS fyrirferð- armesta vandamálið • Stærstu skuldar- arnir fá gjörgæslu- meðferð Hlutur Landsbankans í öðrum félögum • 100,0% í Veðdeild Lands- bankans • 100,0% í Stofnlánadeild samvinnufélaga • 100,0% f Landsbréfum (með veðdeildinni) • 100,0% í Lind • 45,4%ÍVISA • 40,0% í Lýsingu • 38,9% í Reiknistofu bank- anna • 36,0% í Snorrabraut 29 hf. • 33,3% f Útflutningslána- sjóði • 17,5%íEurocard • 25,5% í Gufuveitunni hf. • 5,8% f Þróunarfélagi (s- lands • 0,5% f Atvinnuþróunarfé- lagi Suðurnesja Nafnverð ofangreindra hluta er íárslok 1991 738 milljóniren bókfært verð 1.028 milljónir. son ríkissaksóknari ákærði Hall- dór og sex aðra þáverandi og fyrr- verandi stjóra í bankanum fyrir vanrækslu og óforsvaranlegar lán- veitingar til Hafskips, en sérstakur saksóknari, Jónatan Þórmunds- son, féll á endanum frá því að áfrýja sýknudómi undirréttar gagnvart bankamönnunum. Eftir að Halldór hætti í Útvegsbankan- um vann hann meðal annars að því að koma Samkortum á legg og fór í ffamhaldsnám til Bandaríkj- anna. Ekki gekk það þrautalaust fyrir Halldór að hreppa stól sinn í Landsbankanum. Óumdeilt var að Framsókn „ætti“ stólinn og í fyrstu var mestur stuðningur við Geir Magnússon, fráfarandi bankastjóra í Samvinnubankan- um. Þá kom upp stuðningur við og samúð með Halldóri, en um leið bentu margir framsóknar- menn á þann möguleika að láta Guðmund G. Þórarínsson fá stól- inn til að koma í veg fyrir sérffam- boð Guðmundar, sem fallið hafði fyrir Finni Ingólfssyni og var afar óhress með. Mjög var togast á um stólinn en að lokum varð Halldór ofan á.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.