Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7.JANÚAR 1993 P O P P POPP FIMMTUDAGUR • Haraldur Reynis- son trúbador þykir einn sá besti sinnar tegundar í bænum. Hann byrjar og endar helgina á Fógetanum. • Rokkabillíband Reykjavík- ur leikur rokkabillí frá fimmtu- degi til sunnudagsmorguns á Gauknum. • Alonzo og kær vinkona hans, Etta Valeska, taka á móti fjölda gesta á Tunglinu í kvöld í tilefni þess að Alonzo heldur sfna ár- legu tískusýningu á Islandi þriðja árið í röð. Hann hefur meðal annars komið nálægt Madonnu-bókinni og hinu þekkta tískutímariti Vogue. LAUGARDAGUR • Bara tveir aftur bara tveir á gítará Fógetanum. • Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdimarsson eru tveir mjög færir einstaklingar; Andrea í söngnum og Kjartan á píanóið, en hann þykir eitt besta efni sem komið hefur fram lengi. Þau eru góð saman í blúsnum og spila saman á Blús- barnum. • Vincent Laurents er píanisti sem slegið hefur í gegn á hin- um kunna píanóbar Maxim's í Amsterdam. Hann er nú kominn til íslands og ætlar að dvelja hér næstu tvo mánuði við spila- mennsku á Café Óperu og Café Romance. FOSTUDAGUR • Bara tveir eru tveir gitaristar úr Keflavík að stæla Simon og Garfunkel á Fógetanum en tekst þó ágætlega upp. Þeir heita Björgvin og Sigtryggur, ekki þó Sykurmoli þótt hann komi víða við. • Rokkabillíband Reykjavík- ur reynir að lífga upp á skemmt- anaþreyttan landslýð á Gaukn- um. • James blúsband er band f stöðugri þróun og síbreytilegt að innihaldi. Að þessu sinni spila saman höfuðpaurinn James 01- sen, hinn færeyski söngvari sem ílengst hefur hér á landi, Dan Cassidy fiðluleikari, Arnar bassa- leikari og Björn Thoroddsen á gítar. • Styrmir er einn af þekktari diskótekurum bæjarins og starf- aði meðal annars sem slíkur á gósentímum Casablanca og Tunglsins. Hann er einn af þeim sem standa að baki endurvakn- ingu gamallar Hressóstemmn- ingar, um það bil fjögur til fimm ár aftur i tímann, en að auki verður mikið um óvæntar uppá- komur á Hressó næstu daga. • Þórarinn Gíslason kráar- píanisti þykir hafa ótrúlega gott lagaminni og spilar nánast hvað sem hann er beðinn um. Hann mun halda sig á Djass í Ármúl- anum í það minnsta fram í lok janúar. • Vincent Laurents spilar og syngur á píanóbarnum Café Ro- mance og fyrir matargesti Café Óperu. Það er ósjaldan sem aðr- ir bætast í hópinn og taka lagið. • Nýdönsk verður á einni hlið- argötu Laugavegar, á Tveimur vinum, og heldur áfram að llma og Horfa til himins, himins, með höfuðið hátt, horfa til himins úr höfuðátt. Himnasending þeirra stráka seldist upp fyrir siðustu jól. Verða nýdanskir alveg svart- ir? • Rokkabillíband Reykjavfk- ur, þeir Björn Valdimarsson kontrabassi, Tómas Tómasson gítaristi úr Þúsund andlitum og Sigús Óttarsson, spila á við tíu manns. Þeir verða á Gauknum. • James blúsband aftur á Blúsbarnum. • Endurvakning gamallar en þó ungrar Hressóstemmningar heldur áfram með diskótekar- ann Styrmi í broddi fylkingar. • Hljómsveit Björgvins Hall- dórssonar leikur fyrir dansi á Hótel Sögu. • Vincent Laurent spilar og syngur á Romance og Óperu. • Sérstakir gestir lita inn á Tunglið í kvöld. Að öllum líkind- um verða það meðlimir hljóm- sveitarinnar Síðan skein sól sem ku enn vera að kynna nýút- komna tveggja laga smáskífu sína og snepilinn sem fylgir í kaupbæti. SUNNUDAGUR • Haraldur Reynisson viðrar röddina í helgarlok á Fógetan- um. • Dan Cassidy & George Grossmann leika saman hressi- lega blústónlist á Blúsbarnum. • Þórarinn Gíslason, kráar- píanistinn lagvissi, skemmtir gestum Djass. • Vincent Laurent skemmtir þeim gestum sem vilja láta skemmta sér á Café Romance og Óperu. • Síðan skein sól og margir margir fleiri koma fram á nýárs- kvöldi Bylgjunnar sem verður haldið á Hótel (slandi. Allir vel- komnir. • Björgvin Halldórsson skemmtir enn á Hótel Sögu með gömlu kempunum þeim Kristni Svavarssyni, Einari Sche- ving, Þórði Árnasyni, Þóri Bald- urssyni og Haraldi Þorsteinssyni. SVEITABÖLL FOSTUDAGUR • Sjallinn, Akur- eyri. Þar ætlar Stjórn- in að spila um helgina (ef það verður fært). • Sjallinn, ísafirði. Sálin hans Jóns míns heldur dansæfingu fyrir sextán ára og eldri. • Edinborg, Keflavík. Kráar- kvöld, bjór og uppákomur. LAUGARDAGUR • Sjallinn, A ku reyr i S t j ó r n i n skemmtir. • Sjallinn, ísafirði. Sálin leikur enn og aftur en nú fyrir stóru börnin — átján ára og eldri. • Edinborg, Keflavík verður með sérstakt kráarkvöld og jafn- vel einnig á morgun. Sálin á aðsóknarmetið * w m a arinu inni. Þriðja vinsælasta hljómsveitin á Akureyri er svo Sálin hans Jóns míns. Todmobile virðist * hins vegar vinsæl- ust á Selfossi og meðal Kefl- víkinga, þótt mjótt sé á mununámilli . Todmobiie og Salinni hefur tekist að setja 'KeTiTwk! aðsóknarmet íReykjavík og Næstvinsæl- í SkagofírðÍ asta hjóm- sveitin á Sel- fossi á síðasta ári var hin norð- lenska hljómsveit Ingimars Eydal og írska hljómsveitin Diarmuid O’Leary and the Bards á þriðju hæstu aðsóknartölu þar í bæ. Stjórnin er þriðja vinsælasta hljómsveitin í Keflavík, en þess má geta að Nýdönsk spilaði nán- ast ekkert í Keflavík á síðasta ári. Á eftir Sálinni á Gauk á Stöng kom Sniglabandið og Stjórnin var í þriðja sæti. Stjórnin og Nýdönsk fengu flesta gestina á eftir Sálinni hans Jóns míns á Hót- ellslandi. Todmobileervin- sælust í Keflavík og á Selfossi. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns er vinsælasta danshljómsveit síðastliðins árs á Reykjavíkur- svæðinu ef marka má óformlega skoðanakönnun sem PRESSAN gerði nteðal stjórnenda vertshúsa borgarinnar. Sálinni hefur oftast að tekist að kjaftfylla dansstaðina og ósjaldan hafa margir þurft frá að hverfa þar sem Sálin hefur ver- ið annars vegar. Hljómsveitin hef- ur einnig verið mjög vinsæl meðal Skagfirðinga ef marka má aðsókn- ina í Miðgarð þegar þá hefur borið að garði; Síðan skein sól er þar í öðru sæti; í þriðja sætinu er Stjórnin en næst á eftir þessum stórhljómsveitum kemur Geir- mundur Valtýsson. Hann virðist enn vera vinsæll hjá norðan- mönnum og er næsteftirsóttastur meðal Akureyringa á eftir Stjórn- Geirmundur Valtýsson fyllir ennþá Mið- garð í Skaga- firði og dans- staði þeirra á Akureyri. Grunge NIRVANA INCESTICIDE ★★ HELMET MEANTIME ★★ Síðustu árin hafa síð- hærðir Kanar í skógar- höggsmannaskyrtum verið að í bílskúrunum að spila hráa blöndu af þungarokki og pönki. Tónlistin er kölluð „grunge" og enn er lýst eftir ís- lensku orði. Lengst af var grunge- rokkið einangrað neðanjarðarfyr- irbæri en þegar Nirvana gaf út „Nevermind“ og seldi í skips- förmum fóru dollaramerkin að glampa í glirnum útgáfuforstjór- anna. Grunge-rokk varð mark- aðshæft og Nirvana vinsælasta grunge-hljómsveit í heimi. Incesticide er ekki ný plata; að- eins safnplata sjaldgæfra laga. Það hefur eflaust þótt við hæfi að koma einhveiju á markaðinn fýrir jólin og kreista kýlið á meðan það var fullt. Þetta er ójöfn plata. Efnið spannar ferilinn frá 1988 og sum lögin eru einkennandi fyrir það grípandi, þétta og melódíska rokk sem er fjöregg Nirvana. „Sliver“ og „Been a Son“ eru góð dæmi um einfalda snilld sveitarinnar. Þeir geta þó gert á sig eins og aðrir; „Mexican Seafood" og „Aero Zeppelin" eru nauða- ómerkileg lög og önnur lög eru leiðigjörn í eintóna grófleika sín- um. Kurt Cobain semur að venju flest lögin, en hér eru auk þess tvö ágæt lög effir skosku sveitina The Vaselins, sem Kurt heldur mikið upp á, og gamalt Devo-lag sem fær Nirvana-meðhöndlunina með fínni útkomu. Þegar viðskiptafræðingarnir komust á grunge-bragðið með Agœt lognmolla TRÚBROT UNDIRÁHRIFUM STEINAR ★★ Undir áhrifum var önnur plata súper- grúppunnar ástsælu. Hún stendur nokkuð að baki fýrstu plötunni og Lifun, en er samt skömminni skárri en síðasta plata sveitarinnar, Man- dala. Árið er 1970 og platan nýtur þess vafasama heiðurs að vera fyrsta íslenska platan sem er nær eingöngu sungin á ensku. Platan markar líka þau tímamót að vera algjörlega samin af íslenskum höfundum; hljómsveitarmeðlim- unum sjálfum. Liðskipanin er ekki þessi klassíska; Shady, Karl Sighvats og Gunnar Jökull eru fjarri góðu gamni og Ólafur Garðarsson og Maggi Kjartans eru heldur lök skipti. Það eru ekki nema átta lög á plötunni. „Going“ er fínt lag og góður inngangur en það er eins og meginkaflinn hefjist aldrei. Hér eru miklir hippar á ferð, allir með vitin full af reykelsismekki og friðardúfur fljúga um. Ut- koman er mjög værðarleg, eins og allir hafi verið á róandi. Píanó- poppið hans Magga er líka of áberandi; hann kom miklu betur út þegar Karl Sighvats kokkaði með honum á Lifun. „Everything’s alright" og „Tracks“ eru ágæt lög, svo sem engin meistaraverk, en „In the Country“ er kostulegt; hippa- popp í hágæðaflokki. Textinn er snilld: Now I wanna live in the co- untry where thegrass isgreen and the air is clean ogsólin skín, all day long. Platan lognast heldur betur út af í lokin eftir ágæta lognmollu framan af. Tvö síðustu lögin hreyfa ekki við manni á nokkum hátt þótt þau séu samanlagt átján mínútur — eða kannski þess vegna. „Feel Me“ og „Stjörnu- ryk“ eru vankaðar tilraunir til svefnsýrutónlistar sem bæta engu við svipaða hluti sem voru stundaðir samtímis í útlöndum. Steinar fá enn eitt prikið fyrir þessa endurútgáfu; þótt hér sé ekki það besta sem hipparnir iðkuðu I denn er samt sjálfsagt að þessi plata skuli vera til í að- gengilegu formi. Gunnar Hjálmarsson „Hér eru miklir hippar áferð, allir með vitinfull af reykelsismekki og friðardúfur fljúga um.‘( „Þegar viðskipta- fræðingarnir kom- ust á grunge-bragð- ið með Nirvana hófst œgileg leit í undirheimunum. Leitað var logandi Ijósi að nýrri Nir- vana, annarri hljómsveit sem vœri hægt að grœða á. “ Nirvana hófst ægileg leit í undir- heimunum. Leitað var logandi Ijósi að nýrri Nirvana, annarri hljómsveit sem væri hægt að græða á. Á tímabili var talið að Helmet ffá Minneapolis yrði hinn nýi grunge-kóngur. Hún gerði sögulegan stórsamning og hljóm- sveitarmenn fengu allt í einu fúlg- ur fyrir að vera ungir, reiðir og spila hrátt rokk. Fjárfestingin skil- aði þó engum stórhagnaði; Hel- mets em enn síli í rokktjörninni. Grunge-böndin eru summa þungarokks og pönks. Sum bönd, eins og t.d. Alice in Chains og Pearl Jam, eru meira í þungarokkinu, en önnur halla sér ffekar að pönk- inu — þ.á m. Nirvana og Helmet. Meantime með Helmet er að mörgu leyti ágæt plata þótt hún sé langt í frá einhver Nevermind. Helmet rokkar stíff og grimmilega en vandamál sveitarinnar er hve lík lögin eru. Þeir hafa ekki mikið hugmyndaflug eða víðsýni; eru fastir í þunnu hormónarokki sem hefur tekið litlum breytingum síð- an Killing Joke var upp á sitt besta. Helmet hittir þó stundunr á magnaða bletti; „Unsung" er t.d. æðislegt Iag — mann langar bara að steyta hnefana og kýla hús- gögnin — Helmet spilar þannig rokk. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.