Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. JANÚAR 1993 Siðlaus siðanefnd Mánudaginn fyrir nýár kvað siðanefnd upp úrskurð vegna kæru Más Péturssonar, fyrrverandi bæjarfógeta í Hafnarfirði, gegn blaðamanni og ritstjóra PRESSUNN- AR. Kæran var byggð á ummælum í grein frá því í júní á síðasta ári sem fjallaði um erfðamál sem Már hafði til úrskurðar. Niðurstaða siðanefndar var sú að blaðamað- ur og ritstjóri PRESSUNNAR hefðu brotið siðareglur blaðamanna „mjög alvarlega“. Það er þyngsti dómur sem siðanefndin getur fellt. Þessi dómur er svo kostulegur og vinnubrögð siða- nefndar svo fráleit að ekki er stætt á öðru en svara hon- Vilhelm G. Kristinsson, Halldór Halldórsson og Þorvaldur Gylfason. Þrír nefndarmenn af fimm í siða- nefnd. Fyrir utan gagnrýni ritstjóra PRESSUNNAR með störf þeirra, sem fram kemur í greininni, hefur óánægja með störf þeirra vaxið innan blaðamannastéttarinnar að undanförnu. Allt bendir til að tekist verði á um störf siðanefndar og mannaval í hana á næsta aðalfundi Blaðamannaféiagsins. um. f upphafi skal tekið fram að Már Pétursson hefur stefnt rit- stjóra PRESSUNNAR vegna um- mæla í umræddri grein. Það mál fer fyrir dómstóla og verður þar tekist á um réttmæti ummælanna og stefnu Más. Það verður því ekki farið ítarlega ofan í efnisatriði málsins hér. Enda ekki þörf á því til að gagn- rýna siðanefnd. í siðareglum blaðamanna stendur í 6. grein: „Hver sá sem telur að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur og á hags- muna að gæta, getur kært ætlað brot til siðanefndar Bí innan tveggja mánaða frá birtingu enda sé mál vegna birtingarinnar ekki rekið fyrir almennum dómstólum á sama tíma.“ Már kærði til siðanefndar í júní. Siðanefnd tók málið fyrir í sept- ember. Már stefndi ritstjóra PRESSUNNAR í byrjun desem- ber. Þrátt fyrir ákvæði siðanefndar fellir nefhdin síðan úrskurð undir lok sama mánaðar. Með þessu brýtur siðanefndin sjálf siðareglurnar sem hún á að fara eftir í úrskurðum sínum. Það er í raun óskiljanlegL Ekki er hægt að trúa því að siðanefnd þekki ekki siðareglumar. Mér er kunn- ugt um að formaður Blaða- mannafélagsins benti formanni nefndarinnar sérstaklega á það þegar PRESSAN birti frétt um stefnu Más. Ekki er heldur hægt að trúa því að siðanefhd hafi vfs- vitandi virt siðareglurnar að vett- ugi; annaðhvort af óstjórnlegri löngun til að fella dóminn eða sökum þess að nefndarmenn telja sig yfir reglurnar hafna. Það er ekki laust við að ein- hverjum slíkum hugsunum skjóti upp þegar úrskurður nefndarinn- ar er lesinn. Til dæmis segir þar: „Már Pétursson er ásakaður um stórkostleg embættisafglöp og sú ásökun sett upp með áberandi hætti á forsíðu blaðsins." Á forsíð- unni stóð: „Erfmginn arflaus vegna afglapa Más.“ Hvorki „stór- kostleg" né „embættisafglöp“. Þessi orð er heldur ekki að finna í greininni sjálfri. Orðið embætti- safglöp hefur þrönga merkingu og lagalega. Orðið afglöp er skýrt í Orðabók Menningarsjóðs sem „skyssa, mikil yfirsjón". Samkvæmt þessu má ætla að siðanefnd hafi heldur ekki lesið greinina sem Már kærði út af. Ekki ffekar en siðareglumar sjálf- ar. Fleira er merkilegt í úrskurðin- um og stundum virðast neftidar- menn algjörlega ókunnugir blaða- mennsku og fjölmiðlum yfirleitt. Þeim þykir til dæmis ástæða til að geta þess sérstaklega að PRESS- AN sé seld á blaðsölustöðum og forsíða hennar sjáist þar og telja það gera yfirsjón blaðsins alvar- legri. Að blöð séu seld er stað- reynd sem engum kemur á óvart og yfirsjónir blaðamanna geta ekki stækkað við að blöðin sem þeir skrifa í sjáist opinberlega. Það felst einfaldlega í eðli blaða og blaðamennsku. Siðanefnd segir að fullkomins tillitsleysis hafi gætt í uppsetningu fréttarinnar og ekki verið forðast að valda saldausu fólki óþarfa sársauka og vanvirðu. Fréttin birtist með áðurnefndri fyrirsögn og nýlegri og nokkuð góðri mynd af Má. Ef fréttin er röng er rétt að ávíta blaðamann og ritstjóra en það er fráleitt að siða- nefnd fagfélags blaðamanna skuli telja það sérstaklega skammarlegt að fréttum fylgi fyrirsagnir eða myndir. Þær hafa fylgt fréttum alla þessa öld. En það hefur farið framhjá siðanefnd; eins og siða- reglurnar og fréttin sem hún var að fjalla um. Loks vil ég taka fram að siða- nefnd kveður upp úrskurð sinn án þess að blaðamaður og ritstjóri PRESSUNNAR hafi flutt mál sitt fýrir neftidinni. Hann er því ein- hliða byggður á gögnum Más. Rit- stjóri og blaðamaður komu á fund nefhdarinnar í september en ósk- uðu eftir því að skila skriflegri greinargerð. Þá lágu mörg mál fyrir hjá siðanefnd og starfsmenn PRESSUNNAR fengu þær upp- lýsingar að smærri málin yrðu af- greidd fyrst en mál Más og kæra Santosar útvarspvirkja á hendur Stöð 2 tekin fyrir síðar. Áður en til þess kom að blaðamaður og rit- stjóri sendu frá sér greinargerð- imar stefndi Már ritstjóranum og þar með féll meðferð siðanefndar niður — eða hefði átt að gera það samkvæmt siðareglum blaða- manna. Nefndarmenn kynntu hinum kærðu ekki þá nýbreytni að ætlunin væri að dæma í máli sem væri til meðferðar hjá al- mennum dómstólum og því komu þeir engum vörnum við. Þrátt fyrir að siðanefnd sé heimilt að kalla aðra en kæranda og hina kærðu fyrir þá gerðu nefndar- menn það ekki. Þeir ræddu ekki við erfingjann eða lögmann henn- ar, sem þó hafa án nokkurs vafa aðra skoðun á málinu en Már. Þeir byggðu úrskurð sinn á einni heimild um leið og þeir ásökuðu PRESSUNA fyrir einhliða upplýs- ingaöflun. Allt er þetta náttúrulega hlægi- legt nema fyrir þær sakir að ein- hverjir menn utan blaðamanna- stéttarinnar kunna enn að taka mark á úrskurðum hennar. Og á meðan blaðamaður er í Blaða- mannafélaginu verður hann að sætta sig við að þessir menn skipti sér af verkum hans og kveði upp um þau dóma. Það get ég ekki sætt mig við. Ef neftidarmönnum siðanefhdar verður ekki skipt út á næsta aðalfundi félagsins og ein- hveijum böndum komið yfir störf neftidarinnar í ffamtíðinni er eina leiðin sú að segja sig úr félaginu. Ég hef fimm sinnum verið kærður til siðanefridar og í nær öll skiptin hefur meðferð nefndar- innar verið della. Af þessum fimm kærum hef ég verið sýknaður af þremur. Ég hef verið fiindinn sek- ur í tveimur málum, ef kæra Más er talin með. Hitt málið fjallaði um fyrirsögn á yfirheyrslu yfir ]óni Sigurðarsyni, fyrrverandi for- stjóra Álafoss heitins; „Samein- ingin mistókst". Þótt kæran sner- ist alls ekki um hvort sameining Álafoss og Iðnaðardeilda Sam- bandsins hefði mistekist vildi siðanefnd endilega velta því fyrir sér. Niðurstaða hennar varð sú að sameiningin hefði ekki mistekist og þrátt fyrir smávægileg vanda- mál stæði Álafoss nokkuð vel. Nokkrum mánuðum síðar fór Álafoss á hausinn og var það stærsta gjaldþrot Islandssögunn- ar. Og siðanefnd hefur ekki einu sinni getað sýknað mig skamm- laust. Eitt sinn skrifaði ég um ávinning íslenskra neytenda af frjálsum innflutningi á landbún- aðarvörum. Landbúnaðarráðu- neytinu líkuðu ekki skrifm og kærði mig. Eins og fram kemur í ofangreindri tilvitnun þarf kæru- aðili að hafa hagsmuna að gæta í máli sem hann kærir. Ekki veit ég hverjir hagsmunir landbúnaðar- ráðuneytisins voru í þessu máli en siðanefnd virtist líta svo á að það hefði einhverja hagsmuni af áffamhaldandi banni á innflutn- ingi landbúnaðarvara; að það væri ráðuneyti bænda frekar en neyt- enda. Áð minnsta kosti tók hún það fyrir en sýknaði mig þar sem fréttin var rétt. Nefndin hefur nú til meðferðar kæru á einn af blaðamönnum PRESSUNNAR og ætlar að taka hana fyrir þrátt fyrir að viðkom- andi kærandi hafi ekki leitað leið- réttinga hjá blaðinu og þess sé sér- staldega getið í siðareglum að það sé skilyrði að kæra sé tekin til meðferðar. Þetta var aðeins saga mín af viðskiptum við þessa nefnd. Því miður kunna aðrir blaðamenn álíka vitlausar sögur. Siðanefnd hefur IjTÍr löngu dæmt sig mark- lausa og það er kominn tími til að blaðamannastéttin losi sig undan henni. Þótt margt megi segja um íslenska blaðamenn þá eru þeir ekki svo slæmir að þeir eigi þetta skilið. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri PRESSUNNAR „Allt er þetta nátt- úrulega hlœgilegt nemafyrir þœr sakir að einhverjir menn utan blaða- mannastéttarinnar kunna enn að taka mark á úrskurðum hennar. Og á með- an blaðamaður er í Blaðamannafélag- inu verður hann að sætta sig við að þessir menn skipti sér afverkum hans og kveði upp um þau dóma. Það get ég ekki sœtt mig við.“ VtKAN FRAMNDAN H7.janúar er þjóðhátíðardagur Maldive- eyja. <^P sín er þeir hefðu komið sér fyrir. ★ lO.janúar 1884 var góðtemplarareglan stofhuð. ★ ll.janúar 1569 var fyrsta lotteríinu komið á í Englandi og hagnaðinum af því varið til ýmissa ffamfaramála, svo sem hafnargerðar. ★ 8. janúar 1642 fyrir 351 ári, lést Galileo Galilei, en áður hafði hann meðal annars haldið því ffam í ræðu og riti að jörðin snerist kringum sólina. Fyrir það fékk hans hins vegar ekkert annað en skammir ffá kirkjunnar mönnum. ★ 9.janúar 1979 fundust tveir laumufarþegar um borð í Bakkafossi sem þá var á leið til Bandaríkjanna. Það voru þeir Ingvi S. Ingvason og Karl J. Norðmann sem þá voru 14 og 15 ára gamlir. Þeir félagar höfðu -dvalið í þrjá daga um borð í skip- inu áður en þeir fundust og hafði verið gerð dauðaleit að þeim í Reykjavík og nágrenni. Þá skýr- ingu gáfu þeir á ferðum sínum að þeir hefðu ætlað sér að gerast bændur í Texas og bjóða síðan Mnum og vandamönnum út til ★ 12.janúarl943, fyrir nákvæmlega 50 árum, voru þrír ungir menn dæmdir í fang- elsi fyrir margskonar glæpastarf- semi. Höfðu þeir framið fjölmörg innbrot og fyrirhugað og undir- búið morð. Auk þess höfðu þeir gerst svo grófir að falsa víxla með nafni Ólafs Thors forsætisráð- herra sem ábekings. Eftir hand- töku piltanna fann lögreglan dag- bók, en í hana höfðu allir glæpir þeirra verið skráðir af mikilli samviskusemi. f dagbókinni kom meðal annars fram að þeir félagar æúuðu að stofna hóruhús í Reykjavík og bjóða sveitapilti ein- um starf við stofnunina gegn því að hann legði fram nokkurt hlutafé. Vakti þetta glæpagengi mikla athygli í hérlendum fjöl- miðlum. ★ 12.janúarl830 fór fram síðasta aftakan á íslandi. ★ 12.janúar 1966 kom Richard „Dick“ Taylor tog- araskipstjóri hingað til lands til að afþlána 45 daga fangelsisdóm sem hann var dæmdur í af Hæstarétti íslands fyrir ítrekuð landhelgisbrot. Var koma hans tí- unduð í hérlendum fjölmiðlum. Þó fer litlum sögum af dvöl hans á Litla-Hrauni, nema hvað hann ku hafa verið fyrirmyndarfangi og auk þess gert upp dráttarvélina á staðnum. Að sögn gleðst Taylor, sem nú rekur krá á Suður-Eng- landi, í hvert sinn er hann heyrir minnst á ísland, enda líkir hann dvöl sinni og aðbúnaðinum á Hrauninu við lúxusstrandhótel. 0 ★ 13.janúar 1944 voru lagðar fram tillögur á Al- þingi þess efhis að dansk-íslenska sambandslagasamningnum yrði slitið. AFMÆLI 7.janúar Baltasar listmálari á 55 ára afmæli. Pétiu- Wigelund Kristjánsson, stórpoppari og út- gefandi með meiru, verður41 árs. Einar Óskarsson, veitingamaður í Barrokk og Taj Mahal,er41 árs. Lýdía Pálsdóttir Einarsson, ekkja Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, sem gaf endurminn- ingar sínar út á bók um jólin, verður 82 ára þennan dag. Lýdía er því búin að lifa, upp á dag, jafnlengi og þeir Pétur Kristjáns og Einar Óskars til samans. 8. janúar Sigurður Þórarinsson jarðfr æðingur fæddist þennan dag árið 1912. Hann samdi meðal annars hinn vinsæla rútubílasöng „Mikið lifandis skelfingar ósköp ergaman...“ 9. janúar verður Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags fslands, 52 ára. Haraldur Kröyer sendiherra fæddist þennan dag fyrir 72 ár- um. 11. janúar Bertram Henry (Berti) Möller, lögregluþjónn og dægurlaga- söngvari, á fimmtugsafmæli. Ágúst Guðmundsson, prófessor í viðskiptadeild Há- skóla íslands og stóreignamaður, á 41 ársafmæli. Héðinn Steingrímsson skákmaður verður 18 ára. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri PRESSUNNAR, verður 32ára. 12. janúar Bent Scheving Thorsteinsson, fyrrum fjármálastjóri Rafmagns- veitu ríkisins, er 71 árs. Einar Benediktsson ljóð- og athafnaskáld lést árið 1940. Þar sem Einar var stór- menni þótti mönnum ekki annað fært en að jarða hann á Þingvöll- um. Þennan sama dag lést einnig Gissur jarl árið 1263. 13. janúar Ingimundur B. Sigfússon, stjórnarformað- ur Heklu og einkavinur Dav- íðs Oddssonar forsætisráð- herra, fæddist þennan dag fyrir 55 árum. PGuðmundur Malmquist, forstjóri Byggða- stofhunar, leit fyrst dagsins Ijós þennan dag árið Henny Hermannsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottn- ing, er fædd árið 1952 og því 41 árs. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld fæddur 1881.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.