Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7.JANÚAR 1993 F Y R S T F R E M S T böndum á undanförnum árum. „Það er ekki alltaf hugsað í upp- hafi hvað gera eigi við þetta allt. Menn hafa farið offari á sumum sviðum, svo sem í tölvukaupum.“ í ríkisreikningi fyrir árið 1990 kemur fram að stoínkostnaður A- hluta ríkissjóðs vegna „áhalda, húsgagna, skrifstofuvéla og þann- ig háttar" hafi það árið numið 887,4 milljónum króna á þáver- andi verðlagi eða um 990 milljón- um að núvirði. Hér er um nettó- gjöld að ræða, þ.e. sértekjur hafa verið dregnar frá. Um 26 prósent þessarar upphæðar féllu til hjá stofnunum menntamálaráðu- neytisins og um 17 prósent hjá stofnunum heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytis. Af einstökum stofnunum reyndust kaupin mest hjá Háskóla íslands, nær 120 milljónir að núvirði og um 76 milljónir hjá Ríkisspítulunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna Maðurinn sem bjargaði Neytendasamtökunumfrá biluðu rennilásunum Farið verður í saumana á tækjakaupum stofnana ríkisins. Fjárlaganefnd og Ijármálaráðu- neyti ætla upp úr áramótum að fara sérstaklega í saumana á tækjakaupum stofnana og fyrir- tækja ríkisins. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR er ætlunin ekki síst að skoða þann kostnað sem ríkið ber af kaupum og rekstri Ijósritunarvéla, en því hef- ur verið haldið fram að þessi kostnaður sé í námunda við 600 milljónir króna á ári. Þá þykir ástæða til að ætla að veruleg of- fjárfesting hafi átt sér stað í tölvu- búnaði. Þótt þessari tölu um ljósritun- arkostnað hafi verið slegið ffarn er hún ekki staðfest að undangeng- inni úttekt. Hér mun vera á ferð- inni áætlun, þar sem áætluð eru kaup ljósritunarvéla, rekstur þeirra og önnur atriði, svo sem höfundarlaun þegar efni bóka og blaða er ljósritað, til að mynda vegna notkunar í menntakerfinu. Þeir meðlimir íjárlaganefndar sem PRESSAN ræddi við voru sammála um að talan 600 milljón- ir væri ótrúlega há, en hvorki væri hægt að hafna henni né staðfesta án undangenginnar úttektar. „Það er ástæða til að kanna hvort mögulega sé bruðlað í tækjakaupum. Það kæmi mér á óvart ef menn væru mikið að fjár- festa að óþörfu, því nú geta stofn- anir flutt tekjuafgang á milli ára. Áður kepptust menn við að eyða ríkisframlögum, því annars féllu ónotuð framlög niður. Menn hafa staðið sig betur en áður og því kemur á óvart þegar slíkar upp- hæðir eru nefndar,“ sagði einn nefndarmanna í samtali við blað- ið. Annar nefndarmaður sagði að grunur léki á að tækja- kaup hefðu farið úr Ég man þá tíð að Neytenda- samtökin sáu um að vernda neyt- endur fyrir óprúttnum kaup- mönnum. Ef kona keypti kjól með rennilás sem eiginmaður hennar réð ekki við þá gat hún leitað ásjár Neytendasamtakanna, sem létu kaupmanninn skaffa konunni nýjan kjól. Ef ungur maður fór með hvítu skyrturnar sínar í þvottahús en fékk þær bleikar til baka gat hann snúið sér til Neyt- endasamtakanna, sem samstund- is tóku í lurginn á þvottakonun- um. En þetta er liðin tíð. Ég get ekki ímyndað mér að nokkrum manni detti í hug að bera svona smámál lengur á borð fyrir starfsmenn Neytendasamtakanna. Þau eru fyrir löngu hætt að sjá skóginn fyrir trjánum og sjá þar af leiðandi líklega ekki trén fyrir skóginum. Núna í vikunni var Jóhannes Gunnarsson, formaður samtak- anna, til dæmis á fundi með bændum. Saman lýstu þeir yfir stríði við ríkisstjórnina ef hún héldi ekki áfram að styrkja bænd- ur um sem nemur tíunda hluta út- söluverðs af kjúklinga-, nauta- og grísakjöti. Jóhannes veit nefnilega að ef styrkirnir lækka þá hækkar bara verðið á kjötinu. Hann vill því að ríkið styrki bændurna til að þeir þurfi ekki að hækka kjötið. Auðvitað er þetta rétt hjá Jó- hannesi. Og það skiptir engu þótt styrkirnir hafi komið úr vösum skattborgara. Jóhannes er nefni- lega ekld í neinu félagi skattborg- ara. Hann er í samtökum neyt- enda og hagsmunir þeirra fara saman við hagsmuni bændanna í þessu máli. Sameiginlegur óvinur þeirra er skattgreiðendur og það er eðlilegt að þeir haldi áfram að borga styrkina. Nú kann einhver að spyrja Jó- hannes hvort sumir skattborgarar séu ekki líka neytendur og það skipti andskotans engu máli hvort þeir borgi kjötið sitt í gegnum skattinn eða yfir búðarborðið. Þetta er ekki réttmæt spurning. Eða eru sumir bændur ekki líka skattgreiðendur? Enginn undrar „Það er ekkifurða þóttfólk, sem keypt hefur kók með ormi í eða brauðrist sem brennir brauð, láti ekki hvarfla að sér að trufla slíkan mann með smámunum. “ sig á að þeir skuii samt vilja fá styrki. Jóhannes hefur haft í fleiru að snúast í vikunni en að funda með bændum. Á mánudaginn var hann í DV að krefjast þess að rík- isstjórnin gripi til neyðaraðgerða til að bjarga þeim verst stöddu frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar- innar. Hann boðaði tillögur um hvernig björgunaraðgerðirnar gætu litið út og ætlaði að taka sér hálfan mánuð til verksins. Þeim sem finnst það fyndið skal bent á að það er líkast til ekki viturlegt að draga aðgerðir ríkisstjórnarinnar til baka til að eyða áhrifum þeirra. Ekkert er svo einfalt — allra síst í neytendamálum. Það er ekki furða þótt fólk, sem keypt hefur kók með ormi í eða brauðrist sem brennir brauð, láti ekki hvarfla að sér að trufla slíkan mann með smámunum. Það er tryggara að láta sig hafa það að drekka kókið og éta brauðið en standa hugsanlega í vegi fýrir því að Jóhannes finni móteitrið við Davíð og hinum strákunum í rík- isstjórninni. As Fullyrt er að það kosti ríkissjóð um 600 milljónir króna að kaupa og reka Ijós- ritutiarvélar. Kostnaðurinn mun vera hvað mestur í skólakerfinu, m.a. vegna höfundarlauna. Hvernig var áramótaskaupið? Óskar Jónas- son kvik- myndagerð- armaður „Að mínu viti var skaupið betra í ár en off áður. Revíuatriðin voru að vísu ekki fyrir minn smekk en mér skilst að eldri kyn- slóðin hefði alls ekki viljað missa af því. Atriðið sem Eggert Þor- leifsson fór með í Kringlunni bar af öðrum og vel fór á því að setja stjórnmálin út í kuldann. Ýmsir annmarkar voru þó sjá- anlegir, sérstaklega um miðþik þáttarins, en þá datt stemmning- in nokkuð niður. í heildina var skaupið því í góðu meðallagi þótt það hefði mátt vera geggjaðra fyr- ir minn smekk, en það má ekki gleyma því að kringumstæður spila þarna inn í: því meira fyllerí, þeim mun geggjaðra þarf það að vera. Ég tel það meðmæli fyrir stjórnendur og leikara að fólk hefur ekki fussað og sveiað yfir skaupinu eins og oft hefur verið fram að þessu.“ Þorri Hrings- son myndlist- armaður sésthafalengi. Ég hefði sko gert þetta miklu betur.“ Gunnar Steinn Páls- son framkvst. „Mér þótti skaupið vægast sagt frekar ófyndið. Flest atriði voru allt of langdregin og „tæmingin“ hjá leikstjóranum á mörgum stöðum hræðileg — nokkuð sem reynd leikhúsmanneskja ætti ekki að klikka á. Einnig var áberandi þessi land- iæga ragmennska í sjónvarpinu að þurfa að gera öllum til hæfis og kristallaðist í einhverjum þeim sorglegustu kabarett-barber- sjopp-ferskeytlu-milliköflum sem „Ég hef ekki séð nema hluta af því en það sem ég sá var öðruvísi en venjulega; fyndið og skemmti- lega aðgangshart. Ég var ánægð- Regína Thor- arensen, fréttar. DV „Mér fannst skaupið hörmung og það fer versnandi með ári hverju. Ég gat ekki einu sinni brosað og harma það, sem eldri manneskja, að það skuli vera lagðir peningar í svona milda vit- leysu. Allir sem ég hef talað við eru mér sammála, en í fyrstu hélt ég að þetta væru bara elliglöp í mér og manni mínum. Það sagði mér til dæmis maður austur á landi að áramótaskaupið væri jafnvitlaust og ríkisstjórnin og það finnst mér orð að sönnu. Hér áður fyrr hlakkaði ég alltaf til að horfa á skaupið en þá voru þau reglulega góð. Nú vantar í þau allan húmor, allt þetta Jilægi- lega, en vel má vera að í þetta sinn hafi það verið vel leikið, ef yfir- höfuð hefur verið um einhvern leik að ræða. Það er einnig til skammar hversu mikil amerísk ólykt er af þessu, því það er alveg nógu mikill húmor í okkar eigin þjóðfélagi. Manni ofbýður hrein- lega. Ljósi punkturinn við áramótin var hins vegar ræða útvarps- stjóra, Heimis Steinssonar, sem bætti mikið upp fyrir skaupið. Það sem hann segir gleymist seint.“ Lovísa Óla- dóttir, Stöð 2 „Áramótaskaupið var alls ekki slæmt. Ekki var það drepfyndið en var vel gerí, vel hugsað og vel frambærilegt. Skaupið nú var gott framlag Ríkissjónvarpsins í lok ársins og allir listamennirnir sem tóku þátt í því eru framúrskar- andi á sínu sviði. Þetta var góð af- þreying, sem það á auðvitað fyrst og fremst að vera.“ 600 milljónir í Ijósritun hjá ríkinu i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.