Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 29
29 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7.JANUAR 1993 ÍÞRÓTTIR íþróttamaður ársins eftir greinum: 5 Knattspyrna 18 Frjálsar iþróttir 4 Handknatleikur 0 Skíðaíþróttir 0 Badminton 1 Körfuknattleikur 0 Hestaíþróttir 5 Sund 0 Golf 0 Fimleikar 1 Júdó 3 Lyftingar íþróttamaður Islands Frjálsíþróttamenn í uppáhaldi (T3 “ö C H *o íjj =o rN fN o\ (N ro m o o § 00 vO 3 m Ov m (N 00 O LO m CN hs (N in (N oT 00 oS K vd vd uo m m Kjör íþróttamanns ársins síð- astliðið þriðjudagskvöld var það 37. í röðinni sem Samtök íþrótta- fréttaritara standa fyrir. Að þessu sinni var það Sigurður Einarsson spjótkastari sem varð fyrir valinu. Þegar litið er yfir þá sem hlotið hafa sæmdarheitið íþróttamaður ársins sést, svo ekki verður um villst, að íþróttafréttamenn hrífast mjög af frjálsíþróttamönnum. Þeir hafa hreppt titilinn margfalt oftar en nokkrir aðrir íþrótta- menn, alls átján sinnum. Það gerir að í annað hvert skipti sem verð- launin hafa verið veitt hafa þau fallið frjálsíþróttamanni í skaut. Næstu íþróttagreinar eru knatt- spyrna og sund, en íþróttamenn úr hvorri grein fyrir sig hafa hlotið titilinn fimm sinnum. íþróttamenn ársins hafa frá upphafi aðeins komið úr sjö íþróttagreinum. Þær eru, auk of- antalinna, handknattleikur, lyft- ingar, körfuknattleikur og júdó. Ef borinn er saman fjöldi iðkenda í hinum ýmsu íþróttagreinum og svo úr hvaða greinum íþrótta- menn ársins koma sést að lökust er útkoman hjá skíðamönnum, en enginn úr þeirra röðum hefur hlotið náð fyrir augum íþrótta- fféttaritaranna. Badmintonspilar- ar hafa ekki heldur riðið feitum hesti frá kjöri íþróttamanns ársins og sömu sögu er að segja af hesta- og fimleikamönnum. Týndi silfurverðlaunahafinn Forráðamenn sérsambandanna Úsparir Nýverið kusu sérsambönd innan ÍSÍíþróttamenn árs- ins ístnum röðum. Með hverjum íþróttamanni jýlgdi svo umsögn þar setn útskýrt var hvers vegna við- komandi hefði orðiðfyrir valinu. Hér að neðan eru nokkur brot úr umsögnum sérsambandanna, en hœtt er við íþróttamönnunum geti reynst erfitt að standa undir öllu lofinu sem hlað- ið er á þá. Ólafur Eiríksson jþróttamaður fatlaðra „Ólafur er einnig góður drengur sem hefur góð áhrif á umhverfi sitt og er öðrum sönn fyrirmynd." Sigurður Einarsson spjó tkaslari og iþróttamaður ársins með meiru „Sigurður er góð fyrirmynd yngri íþróttamönnum... Hann hefiir ætíð verið til fyrirmyndar með góðri ffamkomu innan vallar sem utan.“ PállHreinsson siglingamaður „Heiðarleg og drengileg keppni er aðalsmerki Páls.“ Ma blakmaður „Matthías Bjarki er einstaklega góð fyrirmynd annarra á leikvelli, jafnt sem utan hans, og traustari mann er ekki hægt að finna.“ JóninaOlesen karatekona „Til að unnt sé að ná árangri í erf- iðri keppnisíþrótt þarf gíftirlega einbeitni, sjálfsögun og viljastyrk, en einmitt þetta einkennir Jón- ínu...“ Kristinn Björnsson slaðamaður „Kristinn er gott dæmi um hinn sanna íþróttamann." til fyrirmyndar. Sigurbjöm Bárðarson knapi „Iþróttaferill Sigurbjörns hefur einkennst af miklum áhuga, ástundun, einbeitni og reglusemi og hefur hann verið yngrisem eldri fyrirmynd í íþróttirái.“ s GeirSve handbolti „Geir er annáiaður barattujaxl... Þrátt fyrir hörkuna þykir hann drengilegur íþróttamaður og for- ingi sinna manna bæði utan leik- vallar sem innan.“ Geir Sveinsson handboltakappi: Þykir þrátt fyrir hörkuna drengi- legur íþróttamaður. Sigurbjörn Bárðarson þykir vera til mikillar fyrirmyndar. Lruóm bigur- jónsson varð öðru sœti á heimsmeista mótinu án þt að nokkur ta eftir því. Árið 1992 var gott ár hjá Guðna Sigurjónssyni lyftingakappa. í nóvemberlok keppti Guðni á heimsmeistaramótinu í lyftingum sem ffam fór í Birmingham á Eng- landi. Þar hlaut hann silfurverð- laun í samanlögðum árangri, setti tvö Islandsmet, auk þess sem hann lyfti mestri þyngd í rétt- stöðulyftu í sínum þyngdarflokki. Lítið sem ekkert var minnst á þennan árangur hér á landi, en þess má geta að erlendir fjölmiðl- ar fjölluðu talsvert um keppnina. Eurosport- íþróttarásin sýndi til dæmis frá henni og meðal annars Guðna. PRESSAN spurði Guðna hvort hann kynni einhverja skýringu á þeirri litlu umfjöllun sem afrek hans hefðu fengið í fjölmiðlum? „Nei, ég kann enga skýringu á þessu aðra en þá að það ríki al- menn neikvæðni út í lyftinga- rnenn. Vandamálin sem komu upp eftir heimsmeistarakepnnina árið áður hafa svo auðvitað haft sitt að segja. Svo voru tveir Islend- ingar handteknir í Flórída vegna sterasölu rétt áður en ég fór á heimsmeistaramótið. Varla hefur það hjálpað til.“ GERVIHNATTASPORT FIMMTUDAGUR 18.00 Skíði Eurosport Svip- myndir frá heimsbikar- keppninni (skíðaíþróttum. 19.00 Körfubolti Eurosport Bein útsending frá Evrópu- keppninni í körfubolta. Hér eigast við hið ítalska lið Bologna og Badalona frá Spáni. 21.00 Spænska knattspyrnan Screensport 22.00 Franska knattspyrnan Screensport 22.30 Evrópuknattspyrnan Screensport FÖSTU DAGUR 18.30 NBA-fjör Screensport. 19.30 Mótorsport Screensport 21.00 Hnefaleikar Eurosport 23.00 Paris-Dakar-rallið Scre- ensport Hér fáum við svip- myndir frá áttunda degi rallsins. 00.30 Brimbrettasvif Sky Sports LAUGARDAGUR 10.50 Skíði Eurosport Bein út- sending frá heimsbikar- keppninni í skíðaíþróttum. 13.00 Laugardags-sportpakk- inn Sky Sports 13.00 NBA-körfuboltinn Scre- ensport San Antonio Spurs og Phoenix Suns. 20.30 Paris-Dakar-rallið Scre- ensport Sýnt frá níunda degi. 23.00 Vaxtarrækt SkySports SUNNUDAGUR 13.00 Ballskák Screensport Sýnd frá leik Jimmys White og Johns Parrott i Evrópu- deildinni. 14.00 Tennis Eurosport 16.00 Enska knattspyrnan Sky Sports Bein útsending frá leik Sheffield Wednesday og Norwich City. 18.00 Listdans á skautum Euro- sport 21.30 Knattspyrna Screensport Á línuritinu sést hve margir voru skráðir iðkendur íþrótta- greinanna á starfsskýrslum fSf fyrirárið 1991. UM HELGINA FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI l.DEILD KVENNA ÍS - Njarðvík kl. 20. wEssnEsm HANDKNATTLEIKUR 1. DEILD KARLA Þór Ak. - KA kl. 20.30. Bú- ast má við hörkuleik í þess- um nágrannaslag á Akur- eyri. Liðin eru hnífjöfn með 12 stig hvort, og getur leik- urinn skipt sköpum um hvort þeirra leikur í efri eða neðri hluta deildarinnar. LAUGARDAGUR HK - Haukar ki. 16.30. Vængbrotið lið HK fær Hauka í heimsókn. Miklar líkur eru á hörkuleik þar sem leikir þessara félaga einkennast jafnan af mikilli baráttu. KÖRFUBOLTI 1.DEILD KVENNA ÍR - Grindavík kl. 14.00. Tindastóll - ÍBK kl. 16.00. Búast má við auðveldum sigri Keflavíkurstúlknanna þar sem þær eru með yfir- burðalið þessa dagana. SUNNUDAGUR HANDKNATTLEIKUR 1. DEILD KARLA Fram - ÍBV kl. 20.00. Botn- baráttan í algleymingi. ÍR - Stjarnan kl. 20.00. ÍR- ingar hafa leikið vel í vetur og eiga örugglega eftir að velgja Stjörnunni, efsta liði 1. deildar, undir uggum. Hér má búast við jöfnum leik eins og segja má um flesta leiki umferðarinnar. KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD UBK - ÍBK Litlar líkur eru á öðru en Keflvíkingar sigri í þessum slag, en Blikar leika nú án Péturs Guðmunds- sonar. Njarðvík - Tindastólf Tvö svipuð lið að styrkleika. Bú- ast má þó við sigri Njarðvík- inga, enda er ekkert grín að leika gegn þeim í Ijónagryfj- unni. KR - Grindavík KR-ingar, sem eru neðsta lið B-riðils, koma grimmir til leiks eftir jólafríið. Snæfell - Valur Hólmarar fá hér Valsmenn í heimsókn. Hér eru á ferð tvö efstu lið B-riðils og því toppslagur. KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA Tindastóll - ÍBK kl. 14.00. Tindastólsstúlkur leika hér annan leikinn á jafnmörg- um dögum við meistarana frá í fyrra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.