Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 7. IANÚAR 1993 Afkoma Landsbankans snarféll á fáeinum árum ÚR 800 MILLJÚNA HAGNAOI í BULLANDI AFOKRIFTIR 0G HLP Landsbanki íslands er yfir hundrað ára gömul stofnun og er í dag annað stærsta fyrirtæki landsins að Sambandinu föllnu. Er þá miðað við veltu, en heildar- tekjur bankans eru upp undir 20 milljarðar á ári. í bankanum starfa vel á annað þúsund manns í um það bil 1.200 stöðugildum og er bankinn með, auk aðalbank- ans, átján útibú á höfuðborgar- svæðinu og 26 útibú og tólf af- greiðslustaði á landsbyggðinni. Það kostar sitt að reka þetta batt- erí, laun og önnur rekstrargjöld nema um 4 milljörðum að núvirði á ári. Laun og launatengd gjöld nema alls um 2,5 milljörðum. Sem dæmi af öðrum rekstrar- kostnaði má nefna að árlega ver bankinn um hálfum milljarði í tölvu- og sérfræðiþjónustu og um 315 milljónum í fasteignarekstur og húsaleigu. Yfir 100 milljónir fara í ritföng, pappír og prentun og þykir sjálfsagt mörgum nóg um. Svipuð upphæð fer í mötu- neytið og fræðslu- og félagsmál starfsmanna og bankinn pungar út nálægt 150 milljónum vegna bifreiða-, ferða- og risnumála. 4,2 MILLJARÐAR í FAST- EIGNUM OG HÚSBÚNAÐI Landsbankinn er risi. Þótt hann sé langt frá því að vera óum- deilt fyrirtæki er vart hægt að segja að hann mæti andúð lands- manna. f ársgamalli Gallup-könn- un komst bankinn ekki í hóp tutt- ugu efstu fyrirtækja sem svarend- ur hefðu jákvætt viðhorf til, ekki heldur í sambærilegri könnun ár- ið áður. Stðara árið komust þó bæði Búnaðarbanki og fslands- banki á listann. Þegar ákveðin fyr- irtæki voru hins vegar nefnd á nafn taldi 71,1 prósent sig hafa já- kvætt viðhorf til Landsbankans, 15,3 prósent voru hlutlaus en 10,5 prósent neikvæð. Að hafa einn mann af hverjum tíu ákveðið á móti sér er vitaskuld einum manni of mikið, en þessi útkoma getur þó vart talist áfall. Og Landsbankinn er efnaður, það fer ekki á milli mála. Þegar hann fékk 1.250 milljóna króna „víkjandi lán“ hjá Seðlabankanum um daginn var það ekki til að forðast gjaldþrot, heldur til að Aðstoðarbankastjórarnir r Jóhann Ágústs- Stefán Pétursson Björn Líndal Brynjólfur Helga- Barði Árnason Pétur Erlendsson Ár Velta Hac/nabur fyrir skatta Hagnaöurí% af veltu Eigiö fé Hagnaöurí% af eigin fé 82 20,100 514 2,6 . 3,469 14,8 83 21,680 850 3,9 3,654 23,3 84 14,230 5 0,0 3,802 0,1 85 17,850 1,169 6,5 5,020 23,3 86 12,385 525 4,2 5.634 9,3 87 16,180 728 4,5 5,841 12,5 88 18,825 383 2,0 6,052 6,3 89 19,070 375 . 2,0 5,988 6,3 90 15,900 99 0,6 6,328 1,6 91 15,920 119 0,8 6,552 1,8 uppfylla hertar kröfur um eigin- fjárstöðu. Bankinn á eignir um allt, keyptar jafnt sem innleystar. Af listaverkum á bankinn til dæmis nóg. Nánar tiltekið 716 myndverk eftir 286 listamenn. Og meðal eigna er orlofshúsabyggðin við Selvík, sem miklum fjármun- um hefur verið varið í. Ætla má að á síðustu sjö til átta árum hafi um 350 milljónum króna verið varið í uppbygginguna þar. Eignir bankans eru annars vel yfir 100 miUjörðum króna. Þar af eru útlán stærsti hlutinn, en bank- mill. kr. 1600 1500 1400 1300 1200 1100 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Lagt á afskr iftareikning. fjarhœbir frc imreiknaoai ímilljónum KlUilU. ' j 1 ■ . _ tlTL a 1 I 1 m 1 83 84 85 86 87 S 8 8 9 9 0 9 7 9 2 Ár inn á umtalsverðar eignir í fast- eignum, húsbúnaði, skrifstofu- áhöldum, hlutabréfum og fleiru. Bókfært verð fasteigna og lóða var í árslok 1991 yfir 3,6 milljarðar króna og húsbúnaður metinn á nærri 600 milljónir. Bankinn átti nítján bifreiðir og mat þær á 31 milljón. Þá má nefna að bókfært verð hlutabréfa bakans í öðrum fyrirtækjum varyfir 1 milljarður. BÚIÐ AÐ AFSKRIFA 6 MILLJARÐA Á TÍU ÁRUM Staða Landsbankans hefur versnað til muna að undanförnu frá því sem var fyrir nokkr- um árum. Þetta er augljóst þegar horft er til tapaðra útlána bankans á undan- förnum árum. Bankinn lagði um 4 milljarða á afskrift- arreikning á árun- um 1987 til 1991 og á nýliðnu ári hafa bæst við um 1,2 milljarðar. Á tíu ára tímabili, 1983 til 1992, hafa þá um 6 milljarðar að nú- virði verið lagðir á afskriftarreikning- inn, þar af um 3,8 milljarðar síðustu þrjú árin. Fiér á eftir verður sérstaklega fjallað um málefni Sam- bandsins, en Lands- bankinn hefur tapað eða mun tapa um- talsverðum fjárhæð- um á hinum ýmsu fyrirtækjum. Nefna má nokkur dæmi: fsnó 260 milljónir, Stálvík 220 milljónir, Álafoss 150 milijón- ir, Istess 130 milljónir, Einar Guð- finnsson hf./Hólar 100 milljónir (eldri niðurfellingar, nýrra upp- gjör á leiðinni), Þjóðviljinn 70 milljónir (hefur ekki verið gert upp ennþá), Berserkir/Fjörfiskur 70 milljónir (þrotabúið á óupp- gert við tryggingaraðila), Ferða- miðstöðin Veröld 50 milljónir, Smári hf. 45 milljónir, Ós hf. 35 milljónir, Strandgata 27 hf. 20 milljónir og íslenskur nýfiskur hf. 16 milljónir. „PÓLITÍSKU ÁHRIFIN ERU AÐ ÞURRKAST ÚT“ Um ieið hefur afkoma bankans farið versnandi. Árin 1985 til 1987 var hagnaður fyrir skatta að með- altali 807 milljónir króna að nú- virði á ári. Þetta var hagnaður upp á að meðaltali 5,1 prósent af veltu og 15 prósent af eigin fé. Árin 1990 og 1991 var hagnaður bank- ans kominn niður í um 0,7 pró- sent af veltu og 1,7 prósent af eigin fé. Ef hagnaðurinn sem hlutfall hefði verið sambærilegur 1991 og fyrrnefnd ár hefði hann verið 800 til 1.000 milljónir. Hann reyndist hins vegar aðeins 119 milljónir og í ár er útlit fyrir nokkurt tap. Tals- menn bankans vildu þó ekki tjá sig um stærðargráðu tapsins. Versnandi aflcomu bankans má ekki síst rekja til þess að honum hefur verið falið að þjónusta erfið- ustu sviðin, sjávarútveginn og fiskeldið, sem hefur bitnað veru- lega á honum. Hann virkaði fram á síðustu ár sem nokkurs konar byggðastofnun hvað þetta varð- aði, en síðan hefur verið gripið í taumana, ekki síst fyrir atbeina Sverris Hermannssonar. Sverrir segir í nýjasta hefti fréttabréfs bankans: „Landsbankinn á ekki að vera byggðastofnun... Við eig- um að láta hagsmuni bankans í öllu falli ganga fyrir.“ Og hann bætir við: „Gömlu pólitísku áhrif- in eru að þurrkast út.“ Þetta síð- astnefnda er auðvitað álitamál. Um afkomu bankans þessar stundirnar segir Sverrir: „Það stendur þannig í bæli íslensks at- vinnulífs að við verðum að vera viðbúnir að taka við töpum. Við erum í járnum með reksturinn nú, það hafa fallið á okkur bak- reikningar frá fyrri árum og geng- istöp hafa orðið hjá okkur, vegna umbreytinga í gengismálum. Það er erfitt að sigla fyrir öll sker í bankarekstri.“ SAMBANDSÁR LANDS- BANKANS Eitt stærsta skerið er SfS. í fréttabréfinu lét Sverrir hafa eftir sér að mestur tími sinn á síðasta ári hefði farið í uppgjörið við Samband íslenskra samvinnufé- laga. Með því að stofna félagið Hömlur hf. til að taka yfir eignir Sambandsins var Landsbankinn að reyna að forða sér undan stærsta tapi sögu sinnar. f sama blaði segir Sverrir að ef þeir hefðu látið Sambandið fara í gjaldþrot hefði bankinn líklega tapað um einum milljarði króna. Þetta er í annað skiptið í sögu bankans sem brugðið er á þetta ráð en Landsbankinn gerði þetta líka við gjaldþrot Álafoss þar sem hann átti 450 milljónir útistand- andi. Sverrir telur að þeir hafi lækkað fyrirsjánlegt tjón þar um 300 milljónir. Um leið og bankinn tók yfir eigur Sambandsins tók hann að sér að gera upp erlendar skuldir Sambandsins. Þær munu hafa verið um 1.300 milijónir króna og virðist bankinn hafa gengist í ábyrgð fyrir að þessar skuldir yrðu greiddar. Um leið var verð- mætum bjargað svo þau héldu ekki áfram að falla í þá botnlausu hít sem eftirstandandi fyrirtæki, svo sem Mikligarður hf., eru. Mikligarður fór ekki til Lands- bankans þannig að enn eru óupp- gerð mál þar á milli. Sambandið tók hins vegar að sér að auka hlutafé Miklagarðs um 600 millj- ónir á síðasta ári og var það að mestu gert með „skuldbreyting- um“ eins og Sigurður Markússon, stjórnarformaður Sambandsins, orðaði það. Eftir yfirtökuna gaf bankinn út stuðningsyfirlýsingu gagnvart hinum erlendu bönkum til að halda þeim rólegum. Nú þegar er Landsbankinn bú- inn að selja hlut í Olíufélaginu, Kaffibrennslunni, Sjöfn og Sam- vinnuferðum-Landsýn. Þar var salan á rúmlega 31 prósents hlut í Olíufélaginu forvitnilegust enda mest verðmæti þar. Félagið sjálft keypti hlutinn á genginu 4,75 og gera má ráð fyrir að Landsbank- inn hafi veitt félaginu hagstæð lán þangað til það verður búið að selja hlutinn aftur, sem reyndar er ekíd fyrirsjánlegt strax. TÍU TIL TÓLF MANNS í INNSTA VALDAKJARNA BANKANS Skipulag Landsbankans hefur tekið nokkrum breytingum und- anfarin misseri, einkum með til- komu svokallaðra svæðisstjóra, tíu manna batterís þar sem hver

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.