Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. JANÚAR 1993
9
Þráinn Lárusson, eigandi Uppans á Akureyri
BJO TIL MÁLAMYNDA-
SAMNINGA VID
FÖDUR SINN
TIL AD HAL
í REKSTURI
i ■'
í desemberbyrjun voru viðskipti Þráins Lárussonar, veitinga-
manns í Uppanum á Akureyri, kærð í heilu lagi til ríkissak-
sóknara. Rannsókn sem gerð var í framhaldi af því hefur leitt í
ljós að um málamyndagerninga var að ræða við sölu á fyrir-
tækinu til föður Þráins. Hefur skiptaráðandi farið fram á riftun
kaupsamninga.
Við yfirheyrslur yfir forráða-
mönnurn skemmtístaðarins Upp-
ans hf. á Akureyri hefur komið
fram að sölusamningar sem gerð-
ir voru til að bjarga rekstrinum
undan gjaldþroti voru tómir
málamyndagemingar. Engir pen-
ingar hafa farið á milli og sömu
mennirnir sátu báðum megin
borðs.
Skipaður skiptaráðandi í þrota-
búi Uppans hf., Brynjólfur Kjart-
ansson hæstaréttarlögmaður, hef-
ur sent innsetningarbeiðni til Hér-
aðsdóms Akureyrar til að rifta
sölu á rekstri og tækjum fyrirtæk-
isins og freista þess að fá þessi
verðmæti inn í þrotabú Uppans.
Innsetningarbeiðnin verður tekin
fyrir 18. febrúar.
I lok nóvember síðastliðins var
send inn gjaldþrotabeiðni á Upp-
ann hf„ sem hafði haft með hönd-
um margvíslegan rekstur undir
forystu Þráins Lárussonar veit-
ingamanns. Rak fyrirtækið veit-
ingastaðinn Uppann, skemmti-
staðinn 1929 og Bíóbarinn.
Skömmu fyrir gjaldþrotabeiðnina
hafði innheimtumaður ríkissjóðs,
Björn Rögnvaldsson, aðalfulltrúi
hjá sýslumanninum á Akureyri,
gripið til þess ráðs að innsigla
staðinn vegna tæplega fimm miílj-
óna króna skuldar á opinberum
gjöldum, sem samanstóð að
mestu af ógreiddum staðgreiðslu-
skatti og virðisaukaskatti. Höfðu
þessar skuldir hlaðist upp á löng-
um tíma.
FAÐIRINN HAFÐIBARA
LÁNAÐNAFNIÐ
Þráni tókst hins vegar að fá
staðinn opnaðan aftur með því að
stofria nýtt fyrirtæki, 1929 hf., sem
keyptí reksturinn. Var þó ljóst ffá
upphafi að hann stóð sjálfur allan
tímann þar á bak við. Tilfæringar
Þráins við að halda í starfsemina
urðu að lokum til þess að allt mál-
ið var sent suður til ríkissaksókn-
ara að frumkvæði fulltrúa sýslu-
manns. Þar var tekin ákvörðun
um að láta fara fram lögreglu-
rannsókn á sölunni.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR hefur rannsókn þessi
staðfest grunsemdir manna um
söluna. Við yfirheyrslur yfir Þráni
og föður hans, Lárusi Zophonías-
syni, forstöðumanni Amtsbóka-
safnsins á Akureyri, hefur komið
fram að um málamyndagerninga
var að ræða. Mun Lárus hafa bor-
ið við yfirheyrslur að hann hafi
ákaflega lítið vitað um viðskiptin
þótt nafri hans væri óspart notað.
Að hans sögn fólst hlutverk hans
fýrst og ffernst í því að skrifa und-
ir það sem Þráinn rétti að honum.
KEYPTIREKSTURINN
TVISVAR
Til að útskýra nánar hvernig
kaupin gengu fyrir sig má benda á
að sú aðferð var viðhöfð að Lárus
var fyrst látinn kaupa reksturinn
og innbúið persónulega af Uppan-
um hf. og síðan selja það nýstofri-
uðu fyrirtæki, 1929 hf. Þar var
hann reyndar skráður stjórnarfor-
maður, en það hlutverk hafði
hann sömuleiðis í Uppanum hf.
Hann hafði því í raun selt sjálfum
sér reksturinn tvisvar með
skömmu millibili.
Ástæðan fyrir þessari mála-
myndastjórnarsetu Lárusar er sú
að Þráinn sjálfur er í gjaldþrota-
meðferð og getur ekki setið í
stjóm hlutafélags, þó að misbrest-
ur hafi orðið á því í Uppanum hf.
Við yfirheyrslur sögðu feðgam-
ir að fyrir þetta hefðu verið
greiddar rúmar sex milljónir
króna. Engin leið hefur þó verið
að fá botn í hvernig þær eiga að
hafa verið greiddar.
Að þeirra sögn voru 800 þús-
und krónur greiddar með pening-
um en afgangurinn fólst í yfirtöku
skulda. Engin merki munu þó
hafa fundist um þessi 800 þúsund.
HEILDARSKULDIR
50 MILLJÓNIR
Rekstri staðanna hefur verið
haldið áfram allan tímann í nafiii
1929 hf„ en þar er Magnús Ein-
arsson skráður ffamkvæmdastjóri
og prókúruhafi. Allir sem hlut eiga
að máli eru þó ekki í nokkrum
vafa um að Þráinn haldi enn um
reksturinn. Hefur hann meðal
annars staðið fyrir því að breyta
innréttingum eitthvað og hefur
staðurinn verið skírður upp á nýtt
og heitir núna Café 1929.
Eins og kom fram þegar mál-
eftii Uppans voru fyrst tekin fyrir
hafa launagreiðslur til starfs-
manna verið í mesta ólestri. Á sín-
um tíma var það einmitt lögfræð-
ingur lífeyrissjóðs Sameiningar
sem fór fram á gjaldþrotið vegna
þess hve illa hafði verið staðið í
skilum. Munu skuldir fyrirtækis-
ins við lífeyrissjóðinn og stéttarfé-
lag hafa verið um tvær milljónir
króna. Hefur blaðið heimildir fýrir
því að lítíl bót hafi orðið þar á síð-
ustu vikur og enn séu komin upp
vandamál vegna launagreiðslna.
Kröfulýsingafrestur í Uppann
hf. er tveir mánuðir eins og lög
gera ráð fýrir. Fyrsti skiptafundur
verður 2. apríl. Engin leið er að
Þráinn Lárusson:
Gat ekki sýnt
fram á hvernig
greitt hefði verið
fyrir rekstur og
tæki Uppans.
segja með neinni vissu hve miklar
heildarskuldirnar eru, en menn
kunnugir rekstrinum telja að þær
geti orðið á milli 40 og 50 milljónir
króna. Til að freista þess að koma
rekstrinum úr höndum Þráins
hefur verið lagt að honum að
hætta og samþykkja að láta kaup-
in ganga til baka. Hann hefur ekki
orðið við því þannig að væntan-
lega mun þurfa að fara fram frek-
ari rannsókn, en samkvæmt
heimildum blaðsins bendir fýrsta
skoðun á bókhaldi fýrirtækisins til
þess að á því þurfi að fara fram ít-
arleg skoðun.
6 igurður Már Jónsson
Uppinn á Akureyri: Framundan eru málaferli vegna sölusamninga á
rekstrinum.