Pressan - 07.01.1993, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7, JANÚAR 1993
23
Eitt af því sem karlar hafa tapað yfir
til kvenna eftir uppreisn þeirra á
undanförnum áratugum er glansinn
yfir því að búa einn, vera frjáls og
engum háður í einkalífinu, vera
sjálfstæður — vera piparsveinn.
um sjöunda áratugarins; Michael
Caine í Alfie, Jack Lemmon í The
Apartment. Helstu nauðþurftir
eru: Stór, rúmgóð og nýtískuleg
íbúð; helst penthouse og örugg-
lega í óumræðilega góðu hverfi.
öruggt starf og vís frami. Ljúft en
ekki taumlaust líf í frítímum og
slatti af menningarneyslu.
Sjöundi áratugurinn var há-
punktur þess tíma sem karlar
gættu piparsveinaímyndarinnar.
Hugh Hefner playboykóngur og
Sean Connery sem James Bond
voru helstu arkítektarnir. Pipar-
sveinar sjöunda áratugarins lifðu
lífinu, höfðu öruggar tekjur og
áttu silkislopp og flagaraklút.
Þeim leið vel í smóking — og ef
marka má bíómyndirnar þá
þurftu þeir aldrei að losa um
slaufuna fyrr en þeir nálguðust
svefnherbergið. Giftum mönnum
leið hins vegar alltaf eins og þeir
væru hengdir upp á þráð þegar
þeir fóru í smóking.
Aðal þessara piparsveina var
lagni þeirra í að umgangast kven-
fólk. Þegar horft er aftur má líta á
þá sem upphafsmenn kvennabylt-
ingarinnar.
Piparsveinar frelsa konur
Kenningin erþessi:
Á sjöunda áratugnum leiddist
konum óheyrilega eftir að eigin-
menn þeirra höfðu gefið þeim
uppþvottavél og ryksugu. Þær
höfðu ekkert lengur að gera yfir
daginn. Eiginmennirnir tóku ekki
eftir neinu. Þeir voru á kafi í vinnu
og þegar þeir mundu eftir konurn
sínum þá komu þeir heim með
eggjasuðuvél eða prjónavél. Þessi
endalausi burður karlanna á
heimilistækjum til kvennanna
fyllti þær enn meiri ólund og
óþreyju. Tækin urðu að tákni um
það helsi sem heintilið var orðið
þeim. Allt sem þeim hafði verið
kennt var orðið úrelt vegna vél-
anna og þær voru einhvern veg-
inn svo leiðar og gagnslausar inn-
an um þær. Veröld eiginmann-
anna breyttist hins vegar ekki.
Þeir héldu áfram að vinna og
bjuggust við að hitta eiginkonur
sínar yfir kvöldmatnum álíka full-
nægðar effir daginn og þeir voru.
Þær voru það hins vegar ekki. Síð-
ur en svo. Og sá sem leiðist þarf
mikla athygli og hana fengu kon-
urnar ekki hjá eiginmönnunum
sem héldu lífi sínu áfram eins og
ekkert hefði í skorist. Konurnar
voru að því komnar að brotna
saman og gráta þessi örlög sín
sem þær þekktu enga leið út úr.
Kemur þá ekki kavalér, sjálfsör-
uggur og glæsilegur, sem talaði
við þær eins og manneskjur en
ekki þjónustustúlkur. Lét þær
finna fyrir kvenleika sínum og
kynnti þær fyrir veröld fyrir utan
eldhúsið; veitingahúsum, bíltúr-
um upp í sveit, siðfáguðum vín-
blöndum. Þeir lyktuðu vel, voru
óaðfinnanlega klæddir og klipptir.
Og þótt ævintýrið væri stutt
breytti það lífi þeirra. Þær gátu
aldrei litið heimilið og eiginmann-
inn sömu augum. Þær þoldu ekki
afstöðu hans og framkomu gagn-
Piparsveinar
007
Bertie Wooster
Eggert Haukdal
Sherlock Holmes
Superman
Batman
Sam Malone
Arabíu-Lárens
Viddi barþjónn
George Michael
Richard Scobie
Prófessor Higgins
Hans Kristján Ámason
Philip Marlowe
Indiana Jones
Dýrlingurinn
Inspector Morse
Hugh Hafner
Vigdís Finnbogadóttir
vart sér. Þær yfirgáfu hann stuttu
síðar. Og þar með hófst kvenna-
byltingin.
Piparsveinar sem vita ekki af
kvenfólld
En piparsveinar hafa ekki alltaf
verið svona rniklir kvennamenn.
Til dæmis prófessor Higgins, sem
nú boðar kvenfýrirlitningu sína á
stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu.
Hann vildi frekar fá yfir sig
spænska rannsóknarréttinn en
konu inn í líf sitt. Eliza Doolittle
afsannaði þetta reyndar.
En menn eins og Sherlock
Holmes virtust ekki sérstaklega
meðvitaðir um að það væri til
annað kyn í heiminum. Hann var
einfaldlega svo upptekínn af starf-
inu og mátti einfaldlega ekki
missa heilasellur undir þanka um
slíkt. Þannig voru líka piparsvein-
arnir í villta vestrinu. I lífi þeirra
var ekki rúm fýrir konu — nema
þegar þeir brugðu sér í bæinn og
fóru á vændishús. Eftir því sem
málstaður þeirra varð betri því
minni kynþörf virtust þeir hafa.
Og þegar þeir voru orðnir háheil-
agir hvarf kynþörfin algjörlega.
Þeir fyrirlitu meira að segja þá
karla sem notfærðu sér hóruhúsin
og vorkenndu mellunum.
Og þetta samspil góðs málstað-
ar og kynþarfar piparsveinanna
virkar í báðar áttir. Hrói höttur
stal frá ríkum og gaf fátækum allt
þar til kynþörfin varð málstaðn-
um yfirsterkari. Eftir að hann
kvæntist hætti hann að stela og
gat því engin góðverk unnið fram-
ar.
Og þeir sem gengu ekld út
Það hafa verið til fleiri tegundir
piparsveina en þeir sem vaða í
kvenfólki og þeir sem vita ekki að
það er til. Sumir rekast einfaldlega
ekki á rétta kvenkostinn. Aðrir
klúðra eina tækifærinu sem líf
þeirra gaf með því að segja eitt-
hvað vitlaust eða alls ekki neitt.
Þetta eru mennirnir sem verða
frændur upp úr þrítugu. Ósköp
almennilegir menn og að því er
virðist sáttir. Samt grunar alla að
þeir eigi sínar sorgar-
stundir. Þeir hafa hins
vegar engan til að
segja frá þeim. Þeir
gegna frændahlut-
verki sínu með því að
vera heimilisvinir og
næstbestu vinir barn-
anna; verða nokkurs
konar vinsamleg
sníkjudýr á heimilislífi
skyldmenna sinna.
Fátæklegt safn ís-
lenskra piparsveina
Á íslandi hefur ekki
orðið til mikil dýrð í
kringum piparsvein-
inn. Varla síðan Davíð Stefánsson
gekk um götur og rændi hjörtum
allra kvenna sem urðu á vegi hans.
Það er rétt á síðustu árum sem
piparsveinar hafa reynt að höndla
sjálfsmynd sína. Viddi barþjónn
er potturinn og pannan í því. En
eins og í svo mörgu öðru þá eru
goðsagnir orðnar dálítið gamal-
dags og fúnar þegar þær loks
stinga upp kollinum hér heima.
Mennirnir í piparsveinaveislum
Vidda barþjóns eru einskonar
sambland af Hugh Hefner-pipar-
sveinum og rokkurunum sem
drápu þá.
Það er nefnilega svo að þegar
ftjálsar ástir urðu almenningseign
fór mesti glans-
inn af pipar-
sveinunum.
Það var ein-
hvern veginn út
í hött að bassa-
leikari í miðl-
ungsgóðri rokkhljómsveit, sem
drakk, svallaði, frussaði og
prumpaði, nyti fleiri kvenna en
hinn siðfágaði piparsveinn þeirra
Seans Connery og Hughs Hefner.
Viddi barþjónn hefur hins veg-
ar reynt að sameina þetta tvennt á
piparsveinakvöldum sínum.
Langar hdgar á íslandi
En helsta ástæða þess að það er
enginn glamúr yfir piparsveinum
á Islandi er sú að algengasta útgáf-
an af þeim er sú sem einfaldlega
gengur ekki út — góði frændinn
eða sérlundaði vitavörðurinn eða
Gísli á Uppsölum. Ungir rnenn og
ólofaðir á Islandi eiga flestir þrjú
sambönd að baki og að minnsta
kosti eitt barn einhvers staðar úti í
bæ. Hinn siðfágaði piparsveinn
virðist ekki falla að íslenskum
kynlífsvenjum. fslenskir pipar-
sveinar eyða ekki helginni með
konu heldur flytja þeir inn. Helg-
arnar hjá þeim verða þrír mánuð-
ir.
Og svo eru það börnin. Hið
brenglaða hlutfall á íslandi milli
notkunar getnaðarvarna og kyn-
lífsástundunar ógiftra á ekki vel
við siðfágaða piparsveininn. Hon-
um fer illa að vera sunnudaga-
pabbi.
Þess vegna eru fáir almennileg-
ir piparsveinar á fslandi. Eggert
Haukdal skortir til dæmis sjar-
mann og kvenhyllina. Líkast til er
Vigdís Finnbogadóttir best lukk-
aði íslenski piparsveinninn. Og
það er tímanna tákn að hún er
kona.
Piparsveinum er
stórhættulegt að
... lykta
... klæðast brúnum fötum
... hafa sængurfötin skítug
... sjást á götum úti með
plastpoka
... geyma eintök af Samúel
við rúmið
... geyma eintök af Playboy
viðrúmið
... geyma eintök af Playgirl
viðrúmið
... fáístru
... láta sjá sig á fundum hjá
Félagi meðlagsgreiðenda
... týna bíllyklunum
... týna greiðslukortunum
... týna símanúmerinu
hennar
... tapa kímnigáfunni
... tapaáttum
... missa stjóm á skapi sínu
... missa tennurnar
...giftast